Dagur - 02.07.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 02.07.1958, Blaðsíða 8
8 Baguir Miðvikudaginn 2. júlí 1958 f Húsavíkurkirkju. ( Ljósmynd: E. D.). Norska kórnum ágætlega tekið Aðalfundur Kaupfélags Sval- barðseyrar haldinn 7. júní sL Heildarsala 9.3 milljóiiir - Stórt og fullkomið sláturhús tilbúið í haust - Samþykkt að hef ja undirhíming að hyggingu nýs verzlunarhúss Til viðbótar því, sem áður er sagt frá komu norska karlakórs- ins Aalesunds Mandssangforen- ing, skal þess getið, að hvarvetna á Norðurlandi, þar sem hann fór, voru viðtökur forkunnar góðar. Barnaskólinn ásamt Barnakór Akureyrar höfðu boð inni fyrir hina norsku gesti ásamt nokkrum gestum úr bænum, fimmtudaginn 19. júní. Hófið fór fram í hátíða- sal barnaskólans. Eins og kunn- ugt er, tók Aalesunds Mands- sangforening á móti Barnakór Akureyrar vorið 1954. Skólastjóri, Hannes J. Magn- ússon, setti hófið og flutti stutt ávarp. Að því loknu færði ein af stúlkunum úr barnakórnum for- manni og fararstjóra blómvönd. Þá flutti önnur stúlka, Anna G. Jónasdóttir, sem einnig var með í Noregsförinni 1954, stutt ávarp. Edvard Sigurgeirsson sýndi kvik mynd af Heklugosinu síðasta og aðra úr Mývatnssveit. Þá afhenti skólastjóri formanni kórsins, Bjarne Korsnes, málverk að gjöf frá Barnaskóla Akureyrar til minningar um komuna. Að lokum flutti formaður kórsins, Bjarne Korsnes, stutt en snjallt ávarp og þakkaði góðar móttökur. Þegar kórinn hafði sungið hér á Akureyri fór hann fram í Frey- vang og söng í hinu myndarlega félagsheimili sveitarinnar. Jónas Halldórsson ávarpaði söngmenn- ina. Söngnum var frábærlega vel tekið, og að því loknu buðu kvenfélag og ungménnafélag til kaffidrykkju, og framreiðslu- stúlkur voru í íslenzkum búningi, Fréttaritari blaðsins í Siglu- firði, Bjarni Jóhannsson, skýrði svo frá í viðtali við blaðið í gær, að vitað væri um 15 skip er hefðu fengið síld á Skjálfanda þann dag, upp í 500 tunnur mest. — Heildarsöltun í Siglufirði var Sláttur liafinn Heyskapur er nú almennt að hefjast í Eyjafirði framan Akur- eyrar. Spretta hefur verið mjög ör síðustu daga, svo að næstum heíur mátt sjá grasið vaxa. sem vakti sérstaka hrifningu gestanna. Til Mývatnssveitar var haldið daginn eftir. Ekið var í Dimmu- borgir. Þar tók Karlakór Mý- vatnssveitar á móti Norðmönn- unum með söng og síðan var um- hverfið skoðað undir leiðsögn (Framhald á 2. síðu.) Húsavík 1. júlí. Hingað eru að koma og komin 8 síldarskip með um 3 þús. tn. Hótelið „Þrír fálkar“ Opnað var um daginn í Kaup- mannahöfn stærsta hótel Dan- merkur, Tre Falke. Það hefur rúmlega 200 herbergi. í hverju herbergi er útvarp, sjónvarp, kæliskápur með nokkr- um smáflöskum af gini og viskíi í, og önnur þægindi eftir þessu. í gistihúsi þessu er engin 13. hæð, og ekkert herbergi er nr.13! Næg málakimnátta Tveir danskir byggingaverka- menn fóru um daginn frá Kaup- mannahöfn til Vínarborgar á reiðhjólum sínum. Annar er 65 ára, hinn 82. Ferðin tók 22 daga og gekk ágætlega, þó að þýzku- kunnáttan væri takmörkuð. Þeir kunnu aðeins þetta: „Grosses bier“ og „kleines bier“. 49814 tunnur og í bræðslu 15500 mál, auk síldarúrgangs frá plön- unum, sem þá nam 15 þús. mál- um. Heildarsöltunin, samkv. um- sögn fréttaritara, var orðin 67737 tunnur. Hæsta söltunarstöðin í Siglu- firði, íslenzkur fiskur, hefur salt- að 4020 tunnur og næst er stöð Ola Hinreksen með 3791 tunnur. Bræla var á miðunum. en þó var veiðiveður á Skjálfanda og mjög gott útlit um veiði ef aust- anáttin gengur niður. Ný umferðalög í gær tóku hin nýju umferða- lög frá síðasta Alþingi gildi. Þar eru reglur um hjólreiðar, drátt- arvélaakstur og aðrar vinnuvélar, um framúrakstur bifreiða, skrán- ingu ökutækja, hámarkshraða í akstri og skilyrði til aksturs bif- reiða og ótal margt fleira, sem nánar verður sagt frá í stórum dráttum síðar, ef rúm leyfir. Um hámarkshraða í kaupstöð- um gilda lögreglusamþykktir á hverjum stað. Síldaraflinn 86 þús. mál og tunnur Samkv. aflaskýrslu Fiskifélags- ins hafði á miðnætti sl. laugar- dagskvöld aflast 86 þús. mál og tunnur, þar af 65 þús. tunnur saltaðar. Aflahæstur er Víðir II með 2671 þúsund mál og tunnur. — 222 veiðileyfi var búið að gefa út um síðustu helgi. 64 skip höfðu Síldin var veidd við Tjörnes og Lundey á Skjálfanda. Hún er fremur mögur. Hér eru komnar 7—8 þús. tunnur á land í sumar og hefur mest farið í salt. Er því ólíkt athafnalíf en á þessum tíma í fyrra. En þá voru ekki saltaðar hér nema 1000 tunnur allt sum- arið, en sumarið 1956 ýfir 20 þús. Síld veiddist hér í kolanet upp í landsteinum og er það glöggur vottur þess hve hún gengui' grunnt nú." Blönduósi. 9. júní varð Þorlákui' Jakobs- son verzlunarmaður á Blönduósi 70 ára. Hann hefur alla ævina starfað að verzlunarstörfum, lengi hjá kaupfélaginu. 22. júní átti Jón Baldurs kaup- félagsstjóri 60 ára afmæli. Sýsl- ungar hans héldu honum sam- sæti þann dag að Húnaveri. Sátu það um 300 manns og fór það hið bezta fram. Jón lætur nú af kaup félagsstjórastörfum, eins og áður er sagt. Honurn voru færðar góð- ar gjafir og þökkuð farsæl störf í þágu samvinnufélaganna. Hér er mikið byggt, til dæmis 10 íbúðarhús á Blönduósi, auk þess stækkun mjólkurbúsins og fyrirhuguð byrjun á nýju félags- heimili og bifvélaverkstæði síðar í sumar. Einar Guðlaugsson veiðimaðui' hér hefur banað í vor og sumar yfir 80 minkum og töluverðu af tófum. Hann hefur hunda góða og er snjöll skytta. Laxveiði fremur treg, en er að glæðast. Sláttur mun almennt hefjast um næstu helgi. Aðalfundur Kaupfélags Sval- barðseyrar var haldinn í þing- húsi hreppsins 7. júní sl. Sátu hann nær 40 fulltrúar frá 8 fé- lagsdeildum, auk stjórnar, fram- kvæmdastjóra, endurskoðenda og nokkurra gesta. Framkvæmdastjóri kaupfélags- ins, Skúli Jónasson, flutti ýtar- lega skýrslu um rekstur félags- ins á síðastliðnu ári. SKÚLI JÓNASSSON kaupfélagsstjóri. Iieildarsala og sjóðir Heildarsala fél. nam 9,3 millj. kr., en þar í voru landbúnaðarafurðir fyrir rúml. 4 millj. Heildarsalan hafði aukizt um 16% frá árinu 1956. Sjóðir félagsins eru: Sameign- arsjóðir 750 þús. kr., stofnsjóður félagsmanna 395 þús. kr. Þessir Hrísey og Dalvík. Á Dalvík er búið að salta í 6500 tunnur og 1300 tunnur í Hrísey og frysta 300 tunnur. sjóðir höfðu aukizt um samtals 110 þús. kr. Félagið endurgreiddi til félagsmanna sinna 5% af ágóðaskyldri vöruúttekt. Fund- urinn samþykkti áð leggja það í óskiptan stofnsjóð félagsmanna. Framkvæmdir. Félagið hóf byggingu nýs slát- urhúss á árinu. Mun það vei'ða tilbúið í haust. Áætlaður kostn- aður við þá framkvæmd er 800 þús. kr. Kaupfélag Svalbarðseyrar verð- ur 70 ára á næsta ári. Samþykkti fundurinn að verðugt væri af því tilefni að byggja nýtt verzlunar- hús og var stjórn og fram- kvæmdastjóra falið að hefja und- irbúning í því máli. Samþykktir. Meðal samþykkta fundarins voru skelegg og eindregin mót- mæli gegn umtalaðri breytingu á Kristneshæli. Kaupfélagið hyggst láta gera gibsmyndir af helztu samvinnu- frömuðum á félagssvæðinu smám saman. Fundurinn átaldi mjög þá tregðu, sem ríkt hefur í innflutn- ingi varahluta til landbúnaðar- véla. Úr stjórn átti að ganga Her- mann Guðnason, Hvarfi, en var endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru: Halldór Albertss., Neðri-Dálks- stöðum, og Stefán Tryggvason, Hallgilsstöðum. Endurskoðendur eru þeir Þórhallur Kristjánsson, Halldórsstöðum, og Þórólfur Guðnason, Lundi. 1 fundarlok bauð félagið fund- armönnum og öðrum þeim, er þiggja vildu, til kvikmyndasýn- ingar og kaffidrykkju. N Gróðursetningarmynd Rotaryfélagar á Akureyri hafa undanfarin ór plantað á fjórða þús- und trjáplöntum í Botnslandi. Síðastliðið mánudagskvöld var unniði að gróðursetningunni af miklu kappi og var þessi mynd tekin viðí það tækifæri. — (Ljósmynd: E. D.). Heildarsöllun á Siglufirði 50 þús. Atta skip til Húsavíkur í gær 7-8 þús. tunnur komnar á land og mest í salt Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.