Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út laugar- daginn 12. júlí. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 9. júh 1958 37. tbl. Hann náðist aftur Blekkingar íhaldsins um „álögur" þjoðina er lýðskrum Einstætt sundafrek Eyjólfur Jónsson, hinn mikli þolsundsgarpur, er í fyrra synti Drangeyjarsund, nú í vör milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, synti frá Reykjavík til Akraness á sunnudaginn var og var hvoi'ki þreyttur eSa kaldur eftir 12.27 klukkustunda sund. En vega- lengdin er 20.2 km. Þetta er lengsta sund, sem ís- lendingur hefur þreytt, svo að vitað sé. Sjávarhiti 11—12V2 stig. Eyjólfur ráðgerir að synda til Vestmannaeyja um næstu helgi. Nýlega var Júpíterskeyti skotið frá Bandaríkjunum 15 þús. mílna vegalengd, og náðist oddur flugskeytisins til baka. — Hér er verið að taka oddinn inn á þilfar björgunarskips úr bandaríska flotanum. DAGUR kemur næst út laugardag- inn 12. júlí. Síldarsöliun iíu sinnum meiri en I iyrra Bræðslusíld lítil - 110 skip af 204 með 500 mál og tunnur sl. laugardasskvöld Samkvæmt skýrslu Fiskifélags- ins var síldaraflinn kl. 12 á laug- ardagskvöldið orðinn sem hér segir: í salt 114.222 tunnur uppsalt- aðar. Til samanburðar var til- svarandi tala í fyrra aðeins rúm- ar 11 þús. tunnur. í bræðslu voru komin 24915 mál. Hliðstæð tala í fyrra 192.317 mál. í frystingu hafa farið 2486 tunn- ur, og er það heldur minna en í fyrra. Víðir hæstur, Snæfell næst. Samkv. sömu skýrslu var Víð- ir II aflahæstur með 3313 tunnur. Næst kemur Snæfell með 2451 tn. Samtals höfðu 110 skip fengið 500 mál og tunnur eða meira. — Alls hafa 225 veiðileyfi verið gef- in út. Veiðisvæðið er ýmist á Gríms- eyjarsundi og þar í grennd, út af Sporðagrunni og við Stranda- grUnn. Á austursvæðinu hafði engin síld veiðzt. Veður voru stillt sl. viku en þokur miklar. Eftir að skýrsla Fiskifélagsins var gefin út barst nokkur síld á land, þótt bræla sé nú komin á miðin í bráð. (Framhald á 7. síðu.) Ljott er í f jöru Margt rekur á fjörurnar, eins og fyrri daginn og ekki allt fall- egt. Kristján Geirmundsson ,,tí- undaði“ rekann í fjörunni frá Eyrarlandi að Veigastaðabás. — Hefst þá upptalningin: 1 hundur, 5 kindur, ein ær og 4 lömb og 2 kálfar. Töluvert norðar eru 2 kýr í flæðarmáli. Þessi hræ berast til og frá með straumum og sjávárföllum og hefur gleymzt að urða þau svo sem sjálfsaft er að gera. A fundi Framsóknarmanna á Árskógsströnd og að Frey- vangi fluttu alþingismennirnir Bemharð Stefánsson og Skúli Guðmundsson eftirtektarverðar ræður um þjóðmálin. Ræða Skúla er að nokkru rakin í þessu blaði, en í aukablaði á laug- ardaginn verða birtir kaflar úr ræðu Bernharðs. Skúli Guðjónsson alþingis- maður flutti einkar snjallt og greinargott erindi um efnahags- málin og tók sérstaklega til með- ferðar hinar nýju ráðstafanir í efnahagsmálunum og lögin frá síðasta Alþingi um Utflutnings- sjóð og fleira. Lýsti hann lögunum í stórum dráttum og benti á að þau hefðu verið sett af brýnni þörf til að forða stöðvun í atvinnulífinu og öngþveiti í fjárhagsmálum. Hafa þau áður verið rakin hér í blað- inu. Lýðskrum Sjálfstæðisflokksins. Því næst lýsti hann viðbrögð- um þingflokkanna í þessu stóra Þrjú innbrot framin nýlega á Ak. Nokkru af peningum stolið - Málið er í rannsókn hjá lögreglunni Á föstudagsnótt í vikunni sem leið, var brotist inn í Bílasöluna h.f. við BSA-verkstæðið á Odd- eyri. Farið var inn um glugga verkstæðisins og þaðan inn í varahlutalager verkstæðisins. Síð an inn í verzlun Bílasölunnar h.f. Rúmum 8 þús. krónum í pening- um var stolið þar, og þess utan gluggi brotinn, hurðir skemmdar og járnhleri milli verkstæðisins og varahlutageymslu fyrirtækis- ins sprengdar upp. Á sunnudagsnótt var svo brot- izt inn í Vélaverkstæðið Atla h.f. og Bifreiðaverkstæði Lúðvíks Jónssonar og Co. Hurðir, skúffur og skápar voru sprengdar upp og nokkru af pen- ingum o. fl. stolið í Atla, en einskis er saknað á bifreiðaverk- stæði Lúðvíks, enda engir pen- ingar þar í þetta sinn. Sýnilegt var að sérstaklega hafði verið leitað eftir peningum á öllum stöðunum. Lögreglan hefur öll þessi inn- brotsmál í rannsókn og voru þau ekki upplýst síðast er blaðið hafði fréttir af. Ovarlegt mjög og óafsakanlegt er. að skilja peninga eftir á vinnustöðum eða verzlunum, þar sem ekki er tryggilegar um búið. Blekkingar stjórnarandstæðnga um „álögur“ á þjóðina. I umræðum á Alþingi um frumvarpið um Útflutningssjóð héldu stjórnarandstæðingar þvf fram, að samkv. því væru nýjar álögur á þjóðina sem næmu allt að 790 millj. króna. En enga til- raun gerðu þeir til að rökstyðja þetta. f útvarpsumræðu nefndi þó einn ræðumaður þeirra miklu hærri tölur, og svo munu einnig ræðumenn þeirra hafa gert á fundum, sem þeir hafa nýlega Fyrsti leikurinn, Akureyri-Skasaf j., á föstud. haldið víða um land Tölulestul' J J C J þeirra hefur þannig verið mjög á reiki, en allur er hann á sandi byggður og í miklu ósamræmi við þær upplýsingar, sem fram (Framhald á 7. síðu.) Lðndsmót í knattspyrnu, II. deild, haldið á Akureyri í júlímánuði Knattspyrnumót íslands í ann- arri deild hefst á Akureyri á föstudagskvöld. Knattspyrnuráð Akureyi’ar sér um mótið, en for- maður þess er Höskuldur Mark- ússon. Við setningu þess kl. 9 síðdegis flytur formaður ÍBA, Ármann Dalmannsson, ræðu og síðan hefst fyrsti leikurinn milli Akureyringa og Skagfirðinga á íþróttavellinum. Flestir munu skilja það, hve mikið óhagræði hefur að því ver- ið að knattspyrnuliðin utan af landi hafa sifelldlega þurft að sækja til Reykjavíkur til leik- anna og beinlínis til niðurdreps fyrir þessa íþrótt úti á landi. — Jafnframt er á það bent, að þegar liðin keppa hér, eins og nú er ráðgert, mega Akureyringar ekki sýna kappleikjunum tómlæti og sitja heima. Inngangseyri er mjög stillt í hóf, 10 krónur fyrir fullorðna og 5 kr. fyrir börn. Ætti hann því ekki að fæla menn frá því aðfjöl- menna út á völl eða að freista manna til að svíkjast um að greiða, svo sem nokkuð hefur stundum borið á og er til van- sæmdar. Liðin, sem hér keppa í 2. deild, eru frá Siglufirði, S.-Þingeyjars., Skagafirði, ísafirði og Akureyri, og eru leikirnir nánar auglýstir. Dómari verður frá Reykjavík, a. m. k. á fyrsta leiknum, en línuverðir frá Akureyri. Sigurvegari í þessari keppni þreytir síðan leik í höfuðstaðnum til úrslita um sæti í fyrstu deild. máli. Sjálfstæðisflokkurinn sner- ist gegn því, án þess að benda á nokkra aðra leið, sem skynsam- legra væri að fara til lausnar þeim vanda sem fyrir lá. Þing- menn hans báru ekki fram nein- ar tillögur um úrræði í efnahags- málunum og beittu sér gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. — Þeir báru fram nokkrar breyt- ingartillögur um stjórnarfrum- varpið. En þæi' voru ýmist um það að auka greiðslu úr Útflutn- ingssjóði eða að minnka tekjur hans. En ekki reyndu þeir þó að halda því fram, að hægt væri að komast af með minni tekjuöflun sjóðinn til þess að hann gæti greitt það sem honum er ætlað að greiða samkvæmt lögunum. — Þetta sagði Skúli að væru þeirra venjulegu vinnubrögð, lýðskrum og ábyrgðarleysi. Þeir segðu við útflytjendur: Við vildum láta ykkur fá meiri bætur, en við aðra segðu þeir: Við vildum draga úr álögunum, sem ykkur er ætlað að bera. r Utsvörin hækka um 0.8 milljónir Lokið mún vera að jafna niður útsvöruín á Akuréyr- inga,og er búizt við að útsvars skráin verði lögð fram næstk. laugardag. Útsvarsupphæðin er kr. 16.964.200.00 og svo 10% fyrir vanhöldum eins og venja er. Hækkunin frá síðasta ári er um 0.8 millj. kr. Samanlögð útsvarsupphæð þá var 16.163.800.00 kr., auk áður- nefndra 10%.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.