Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 9. júlí 1958 fyrrum skipstjóri og bóndi í Ytra-Garðshorni Fæddur 20 des. 1883 Hann hét Jón Haraldur fullu nafni og voru foreldrar hans Stefán Hansson Baklvinssonar prests að Ufsum og kona hans hin síðari, Kristín Jónsdóttir frá Hrísum í Svarfaðardal. Um ætt- færslu ætla eg að fara fljótt yfir sögu. Þess háttar fræði þykir fæstum skemmtilestur. Get þess aðeins að Haraldur Stefánsson var í föðurætt 5. ættliður frá Hallgrími prófasti á Grenjaðar- stað og Ólöfu konu hans Jóns- dóttur prests á Völlum í Svarf- aðardal Halldórssonar annálarit- ara Þorbergssonar. Haraldur var og 9. maður frá Hrólfi lögvéttu- manni á Álfgeirsvöllum í Skaga- firði og 12. maður frá Torfa sýslurnanni í Klofa Jónssyni. En kona Toifa var Helga Guðna- dóttir, systir Bjarnar sýslumanns i Ögri. í móðurætt var Haraldur Stefánsson kominn frá Sökku- mönnum hinum eldri í Svarfað- ardal. Bjuggu þeir frændur lengi og hver eftir annan á Sökku og póttu fyrirmcnn í bændastétt, voru og afkomendur Þorvaldar gamla Hríseyings Gunnlaugsson- ar, en hann þótti vera aðsóps- rnaður og.ekkert linjumenni í til- 'tektum. Frá þeim Sökkumönnum er vaxin ein grein hinnar svo- nefndu „Krossaættar“ á Ár- .skógsströnd. Haraldur Steíánsson ólst upp hjá foreldrum sínum að mestu leyti, er á þeim árum dvöldu á ýmsum stöðum ó Árskógsströnd. Snemma fór hann að fara á sjó til aflafanga, innfjarðar og í land- vari. En þar kom og eigi v.onum seinna, að sigla skyldi hann á sæinn út. Haraldur var fermdur i sóknarkirkjunni að Stærra-Ár- skógi. En skipið sem hann var þá ráðinn á til hásetastarfa, beið við ströndina á meðan fermingin leið af.Mátti segja að hinnungisveinn gengi úr húsi drottins allsherjar, bráðbeint og krókalaust á skips- fjöi. Hann mun brátt hafa hlotið hylli og góðan þokka formanns síns.og skipsfélaga. Var hverjum manni skapfelldur og leysti af hendi skyldustörf sín með einurð ag þori. Síðar varð Haraldur ■stýrimaður Sæmundar frá Látr- um á skipi hans Hjalteyrinni. — IVIun þeim hafa fallið hið bezta hvorum við annan, og vís er eg þess, að vinir urðu þeir upp frá því á meðan báðir lifðu. Full skipsforráð hafði Harald- ar á yngri árum, þó að eg viti eigi að greina hve lengi. Og enn -síðar var hann um alllangt skeið vélbátaformaður frá verstöðinni við Dalvík og lengi eftir það að hann gerðist bóndi. Semskipstjóri Pg formaður var Haraldur ágæt- lega kynntur. Aflamaður í betra iagi, farsæll og óslysinn. Og svo vel kunni hann að sækja föng í veldi Ránar, að sjálfum sér, niönnum sínum og skipi, skilaði hann heilu í höfn hverju sinni og þurfti eigi um að bæta. Bóndinn. Þá var Haraldur Stef- ánsson innan við þrítugsaldur er hann kvæntist og gekk að eiga Onnu Jóhannesdóttur smiðs og bónda á Hæringsstöðum. Og litlu síðar, eða árið 1913, settu þau bú að Þorleifsstöðum með búsefni í minna lagi. Jörðin Þorleifsstaðir var, á meðan í byggð hélzt, um vídd og nytjar eitt þeirra svarf- dælska sultarkot. Þar höfðu ábú- endur svo langt sem vitað verð- ur hver eftir annan og æ ofan í ae lent í meinfangi vilæðis og ör- birgðar. Þegar hér var komið ævi Haraldar var hann orðinn all- kunnur og eftirsóttur skipstjórn- - Ðáinn 21. júní 1958 ar -og vélbátaformaður, að minnsta kosti við utanverðan Eyjafjörð. Hann hafði því að- stöðu til, enda sætti því lagi, að sniðganga annmarka ábýlis síns. Hann hélt áfram sjósókn og glæddi þannig atvinnu sína, en hafði liðgenga kaupamenn um vor og sumar hvert til öflunar heyja og annarra starfa á búi sínu. Var og Anna Jóliannesdótt- ir, kona hans, jafnan heima til eftirlits og meðráða um bústörfin. Á vetrum vann Haraldur á heimili sínu. Gegndi búfé og öðr um heiniilisnauðsynjum. Á þenn- an hátt tókst þeirn Þorleifsstaða- hjónum að auka bú sitt að nokkrum mun og standa í skil- um, án þess að svelta. Árið 1921— eftir 8 ára búskap á Þorleifsstöðum — fluttu þau, Haraldur og Anna, búferlum að Ytra-Garðshorni. Þar hafði búið einu ári fyrr Arnór Björnsson frá Hrísum. En frá 1894—'1920 bjuggu í Ytra-Garðshorni Hall- grímur Kristjánsson og kona hans Pálína Pálsdóttir. Hall- grímur Kristjánsson var öndveg- ismaður um flest það er að bú- skap laut. Hann hafði komið góðri rækt í túnið og sléttað stór- mikið og bætt, svo að töðufall óx að miklum mun. Voru og hús jarðarinnar sum góð, 'önnur bjargleg og við þau hlítandi um sinn. Um sama leyti og Haraldur flutti að Ytra-Garðshorni, höfðu þeir bræður frá Háagerði, Frið- leifur og Jóhann, keypt Garðs- hornið. Líklegt mó telja að tvennt hafi þeir haft í hyggju: Með þessu tryggðu þeir sér for- mannsráð Haraldar á vélbáti sín- um fyrst um sinn, og í öðru lagi fengu þeir Haraldi bjarglegri jörð til ábúðar en áður hafði hann á Þorleifsstöðum. Þetta réðist vel og fór allt ágætlega. Síðar, þegar þeir þræður skildu félag, keypti Haraldur jörðina og hafði nú fyrir nokkrum árum lokið við að greiða andvirði hennar. Haraldur Stefánsson var um eðlisfar umbótamaður og risnu- gjarn. Hann byggði frá grunni íbúðarhús á jörðinni og fjós fyr- ir 15—17 gripi og fleira byggði hann og færði til betra horfs. Túnið græddi hann út og stækk- aði að miklum mun, er allt og ódulið blasir við sjónum allra þeirra er um veginn fara. Hann bjó á Ytra-Garðshorni til ævi- loka, en aðeins á litlum hluta jarðarinnar 7 eða 8 síðustu ævi- árin. Þau Haraldur og Anna eignuðust saman 4 syni og 3 dætur. Komust öll upp. En einn sona sinna — Halldór Kristin — misstu þau mjög skyndilega fyrir nokkrum árum síðan. Maðurinn. Haraldur Stefánsson var hvorki kvartsár eða vílsam- ur. Maður frjálslyndur og bjart- sýnn. Glaður og reifur í lengstu lög, vongóður og hress. Huggaði sig sjálfur þegar á móti blés og þuldi ekki þarlómsóðinn. Maður jafnhuga, ekki æðrugjarn, enda garpur í mannraunum. Fóru og jafnan dult geðlæti hans og fannst lítt á, hvort honum þótti betur eða verr. Hann var gest- risinn í fremstu röð og hjálpsam- ur, eg held oft yfir efni fram. Stolt sitt gerði hann siðgæft. Lyfti höfði gegn éli hverju og af hólmi vissi eg hann aldrei hopa. Var þó varfærinn í aðra röndina og virtist oft sjá í hendi sér hverju gegndi um framhaldið. — Allt sem eg vissi og þekkti um andlega manngerð, skapfei'li og háttsemi Haraldar Stefánssonar benti til þess, að miklum mun nær stæði hann siðuðu stórmenni en þýlyndum kotungi. Og vamm- lausan mann og mikinn dreng vissi eg hann að síðustu héðan hverfa. Runólfur í Dal. (Framhald af 8. síðu.) taka meira en lö farþega. Sérstök skírteini þarf nú til að stjórna dráttarvél, nema menn hafi öku- skírteini; aldursmarkið er 16 ár. Þó gilda þessi ákvæði eigi, þegar eingöngu er unnið við jarðyrkju- störf utan alfaravega. Aldurs- mark til að stjórna vinnuvél er 17 ár og fyrir reiðhjól með hjálparvél 15 eins og nú er og 7 ár fyrir reiðhjól. i Ölvun við akstur. Ákvæðin um ölvun vio akstur og annað því skylt eru allmiklu ítarlegri nú en var og viðurlög þyngd verulega. Nú er í fyrsta sinn lögfest ákvæði um ákveðið vínandamagn í blóði; áður var aðeins ákvæði um blóðtöku til rannsóknar. Samkv. þessum ákvæðum telzt maður ekki geta stjórnað ökutæki örugglega, ef vínmagnið í blóði hans er 0.50%„, —1.20%o, en sé það 1.20 eða meira telzt hann óhæfur til að stjórná ökutæki. Viðurlög eru verulega þyngd. Þannig er varðhald nú skilyrðislaust í fyrsta sinn, ef menn stjórna vélknúnu ökutæki með áfengismagn í blóði, ef það nær magni því, er síðast var greint, þ. e. 1.20 eða þar yfir, en ef það er þar undir er sekt við fyrsta broti en varðhald við ítrekun. Þá skal réttindasvipting eigi skemmri en eitt ár, ef hið hærra áfengismagn er í blóðinu, en um hina verður væntanlega beitt sömu reglum og verið hef- ur, þ. e. G mán. Þess skal getið, að í miklum meirihluta þeirra blóð- rannsókna, er hér hafa farið fram hefui' alkoholmagnið verið yfir 1.2%„. Biðskylda — stöðvunarskylda. Ekki er um að ræða, að um- ferðareglum sé breytt í grund- vallarstöðum, en þær eru miklu ítarlegri en þær voru áðui' í lög- um og einstök atriði ný; þó voru svipuð ákvæði komin í sumar lögreglusamþykktir, þ. á. m. fyrir Akureyri. Nokkur atriði skulu nefnd. ítarlegri ákvæði eru en Gesfiim fagnað Soffoníasi Þorkelssyni Um síðustu helgi (6. júlí) bar góða gesti að garði hjá oss,Svarf- dælingum, sem oss var bæði skylt og ljúft að fagna, — en það voru hjónin Soffonías Thorkels- son og frú Sigrún. Soffonías er, eins og kunnugt mun vera, Svarfdælingur að ætt og uppruna. Rúmlega tvítugur að aldri fluttist hann til Vestur- heims og hefur lifað og starfað þai' síðan, en nú er hann maður 82 ára gamaall. Þrátt fyrir risa- vaxið starf og að sjálfsögðu marga erfiðleika lætur hann lít- inn bilbug á sér finna. Aldurinn ber hann með ágætum. Ellin hef- ur lítið náð að beygja liann enn sem komið er. Hann er að vísu hvítur fyrir hærum, en hinn fyr- H B áður um aðalbrautarrétt vissra I gatna og er þar m. a. gert ráð fyrir tvenns konar reglum, sem sé biðskyldu, þegar komið er að aðalbraut og stöðvunarskyldu eftir ástæðum og verða tilsvar- andi merki að vera á öllum gatnamótum, þar sem slíkt á að gilda. Ilámarkshraði. Þá eru ný og ítarlegri ákvæði sett um hámarkshraða. Samkv. lögum er hámarkshraðinn 45 km. á klst. í þéttbýli og 70 utan þétt- býlis; þó er hraðinn 60 km. há- mark fyrir almenningsvagna, er flytja mega 10 farþega, og vöru- bifreiðar, sem eru meira en 3,5 smál. að heildarþyngd, þ. e. með farmi. í kaupstöðum og kauptún- um má setja sérreglur og gilda ákvæði núgildandi lögreglusam- þykktar þar til þeim verður breytt. Skylt er .nú að gefa merki um breytta akstursstefnu og skal það gert með stefnuljósum á bif- reiðunum. Einnig er ökumanni skylt að gefa merki, ef hann ætl- ar að nema staðar eða draga snögglega úr hraða, og skal það gert með hemlaljósum á bifreið- um og fleiri teg. farartækja. Að ganga á hægri vcgarbrún. Umferðafræðsla. Um gangandi fólk er nú sett sú regla, þar sem ekki er gangstétt, að menn skuli að jafnaði ganga á hægri vegarbrún. Um fébótaábyrgð og vátrygg- ingu gilda svipaðar reglur og áð- ur, en eru þó allmikið ítarlegri, svo sem um endurkröfurétt vá- tryggingafélaga á hendur öku- mönnum. Vátryggingaupphæoir hækka verulega, þannig er upp- hæðin nú 500 þús. kr. fyrir venju legar bifreiðir. Vátrygginga- skylda nær til allra vélknúinna ökutækja. UMFERÐAFRÆÐSLA. Gert er ráð fyrir víðtækri fræðslu um umferðamál, m. a. skal það vera skyldunámsgrein í barna- og unglingaskólum. að Húsabakka og frú haldið samsæti irmannlegasti. Ollum hæfileikum sínum virðist hann halda óskert- um að mestu, en heyrnin er að sönnu tekin að sljófgast. í fjórða skiptið heimsækir Soffonías nú gömlu sveitina sína, sem hann gleymir aldrei og hefur fyrr og síðar sýnt svo mikla rækt arsemi og sæmt hana góðum og höfðinglegum gjöfum. Má í því sambandi minna á stórgjöf til skógræktar að Ilofsá, fæðingar- stað hans. Þá er og kirkjuklukk- an mikla, sem talin er stærsta klukka á íslandi, er hann gaf fermingarkirkju sinni á Völlum. Kalla má, að hann hafi byrjað heimsókn sína í dalinn með því, að sækja þangað messu ásamt konu sinni. Er það til fyrirmynd- ar og þess vert, að því sé haldiö á lofti. Heyrði hann þá í fyrsta skiptið hinn fagra hljóm klukk- unnar miklu, gjafar sinnar, sem heyrist um breiða byggð, fram í dal og út að sjó. Við kirkjuna hitti Soffonías nokkra gamla vini, sem sóttu kirkju. Víst er, að stundin í kirkjunni og á kirkju- staðnum varð þeim til ánægju. Um kvöldið gengust hrepps- nefndirnar í Svarfaðardals- og Dalvíkurhreppum fyrir ofurlitlu kaffisamsæti til heiðurs þeim hjónum, frú Sigrúnu og Soffoní- asi. Komið var saman í hinum vistlegu húsakynnum heimavist- arskólans á Húsabakka. Samsæt- inu stýrði oddviti Svarfaðardals- hrepps, Hjörtur Þ. Eldjárn að Tjörn. Flutti hann aðalræðuna og minntist heiðursgestanna í hlýj- um og vel völdum orðum. Af hendi Dalvíkinga talaði Kristinn J ónsson hreppsnefndarmaður. Tilkynnti hann, að ákveðið væri að gefa heiðursgestunum myndaf Svarfaðardal sem þakklætisvott héi'aðsbúa. Myndin væri að vísu ekki tilbúin enn, en yrði afhent innan skamms að öllu forfalla- lausu. Ennfremur ávörpuðu heiðursgestina þeir: Þórarinn Eldjárn, Gísli á Hofi, Ármann á Urðum, Gestur í Bakkagerðum, Helgi á Þverá og Vald. V. Snæ- varr, sem flutti þeim frumort kvæði. Þá tók og heiðursgestur- inn oftar en einu sinni til máls. Tilkynnti hann, að Lestrarfélag Svarfdæla mætti eiga von á bókagjöf nokkurri við tækifæri úr hinu mikla bókasafni sínu, en nánar um það á sínum tíma. Bað hann blessunar byggð og búaliði og þakkaði móttökur. Geta skal þess, að í ræðum sín- um minntust flestir ræðumenn- irnir þeirra hjóna beggja, þó að eigi væri frú Sigrúnar minnzt í sérstakri ræðu. En fegurst og áhrifaríkast minntist heiðui's- gesturinn ástríkrar eiginkonu sinnar, sem vann hug þeirra, er henni kynntust, með alúðlegri framkomu sinni. Um lágnættisbilið sleit þessu ánægjulega hófi. Verður ekki annað sagt, en að þessi samveru- stund hafi vel heppnazt. Skildu menn glaðir og þakklátir. V. Sn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.