Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 5
Miðvikndaginn 9. júlí 1958 D AGUR 5 Gunnar S. Hafdal, rithöfundur: OPID BRÉF r til formanns Uthlutunarnefndar listamannalauna dr. Kristjáns Eldjárns, þjóðminjayarðar, Reykjavík „Að þegja við röngu eru þögul svik.“ Þrennar ástæður hafa valdið því, að eg hef ekki fyrr tekið mér penna í hönd til að skrifa þér: 1. Vorannir hafa að vanda kallað að. 2. Skriftir í sambandi við deil- ur á sviði félagsmála. 3. Bið eftir svarbréfi frá Þor- steini Þorsteinssyni, fyrrv. sýslu- manni, og verður e. t. v. vikið að því síðar. Með því að eg tel að þér, sem formanni úthlutunarnefndar lista mannalauna hafi borið skylda til að sjá um, að nefndin ynni af samvizkusemi og gætti fyllsta l'éttlætis í störfum sínum, þykir mér hlíða að ræða við þig, öðrum fremur, í nokkrum dráttum, það handahóf og ósamræmi, er átt hefur sér stað í úthlutun lista- mannalauna árin 1957 og 1958. Talið er að úthlutunarnefndin hafi verið illa skipuð hin síðari árin, og furðulega skipuð að því leyti, að í henni hafa ekki verið nema 4 — segi og skrifa fjórir menn! — Og þessir menn þykja hafa mjög ólíkar og sundurleitar skoðanir á bókmenntum og öðr- um listgreinum, misjafnlega heil- steyptar skoðanir, eins og gengur. Hefur að minnsta kosti einn nefndarmanna, hinn hrjúfi Helgi Sæmundsson ritstjóri, sem hefur þótt nokkuð ráðríkur í nefndinni, að sögn, kynnt sig að því að rit- dæma ýmsar bækur miður eðli- lega og enn síður sanngjarnlega. Enda hafa dómar hans sjaldnast verið byggðir á gagnrýni. Lof hans hefur verið með ólíkindum og öfgafullt, en lastið fáránlegt, — stundum illkvitnislegt. Helzt hefur honum virzt vera skapfeldast nú í seinni tíð að lof- syngja „atóm-tjaslið“ svonefnda, sem ekkert á skylt við íslenzkan skáldskap, og enn síður skylt við íslenzka braglist, og er í senn bæði óraunhæft og óþjóðlegt. Og þessi maður er látinn skipa for- mannssæti í hinu íslenzka Menntamálaráðuneyti. — Þykir ykkur það ekki virðulegt, bók- menntafrömuðir, spámenn og spekingar? Ekki þykir mér heldur líklegt, að Þjóðvilja-ritstjórinn, sem átt hefur sæti í úthlutunarnefnd, sé valmenni, er hafi gert sér far um að þróa réttlætiskennd og drengi lega samvinnu ykkar nefndar- manna, þar sem hann er merk- isberi óþjóðlegrar stefnu í bók- menntum og stjórnmálum hér á landi. Eins og áður er að vikið, hefur úthlutunarnefnd listamanna ver- ið svo kynduglega skipuð, að í hana hefur vantað oddamann. — Hefur hún því verið kölluð „Odd lausa nefndin". Hinn 11. apríl sl. skoraði eg á stjórn Félags ís- lenzkra rithöfunda að beita sér fyrir því að skipaður yrði óhlut- drægur og réttsýnn bókmenta- gagnrýnandi sem oddamaður í úthlutunarnafndina. Og í tilefni af því og þeirri áskorun, reit þá- verandi formaður F. í. R. mér bréf og segir þar m. a.: „Eg er þér sammála um, að margt sé athugavert við síðustu úthlutun, og fleira en oftast áður. Engu gátum vér, sem stjórn rit- höfundafélags vors skipa, þó um það í'áðið. Okunnugur er eg á þeim vígstöðvum með öllu, hef ekki skap til neins konar undir- róðurs, sem mér er sagt, að þar sé rekin.“ Þessi fáu orð Þórodds rithöf- undar Guðmundssonar segja sina raunverulegu sögu og þurfa ekki frekari skýringar við. — Undir- róðurs-starfsemin í Reykjavík er orðin all-víðtæk. Þar virðist þurfa að reka undirróður í ótal myndum á öllum sviðum. Og með undirróðrinum verða menn að fá laun og viðurkenningu fyrir störf sín að bókmenntum og listum. Að öðrum kosti eiga þeir hinir sömu á hættu, að réttur þeirra verði með öllu fyrir borð bor- inn. En undirróðurs-„plágunni“ hef eg orðið fyrir í Reykjavík. Þar hef eg verið misskilinn og tortryggður, af því að eg hef far- ið beinar leiðir. En eg hef aldrei haft þar undirróðursmenn mér til stuðnings, sem betur fer. í greinargerð fyrir „úthlutun listamannalauna“ 1957 tók út- hlutunarnefndin það fram: að þeim umsækjendum, sem þá hefði ekki verið veitt laun, bæri ekki að skoða það sem „útskúf- un“ af hálfu nefndarinnar, o. s. frv. — Já, mikið var, og í það var jafnvel látið skína, að hinir „af- skiptu“ gætu komið til greina við næstu úthlutun, þ. e. árið 1958. Þetta leit því ekki sem verst út, og eftir atvikum gátu ýmsir „smáðir“ höfundar sætt sig við orðinn hlut og lifað í voninni um skáldalaun á næstu árum. En þetta þykir mörgum hafa farið á annan veg, og einn þeirra er eg sjálfur. Vill ekki úthlutunarnefnd birta skrá yfir alla þá, sem hafa sótt um listamannalaun sl. tvö ár, en ekki fengið? Slíka skrá þætti mörgum gott að fá til athugunar — og samanburðar við skrá yfir hina launuðu. Við erum átta norðlenzkir höf- undar í Félagi ísl. rithöfunda, búsettir í Eyjafjarðar- og Skaga- fjarðarsýslum. Eg er sá eini úr þessum hópi, sem ekki hef hlotið þá viðurkenningu, að fá skálda- laun þau tvö skiptin, sem eg hef sótt um slík „fríðindi11. Hef eg orðið þess var, að mörgum máls- metandi manni þykir það hvorki maklegt né réttlátt. Enda er það í hrópandi mótsögn við þann fjölda ágætra ritdóma, er síðasta bók mín fékk hjá valinkunnum bókmenntagagnrýnendum austan hafs og vestan. Og annað: Það hefur aldrei þótt heiðarlegt að hafa einn útundan — setja einn hjá. Það er heldur ekki úr vegi að geta þess hér, að bókum mínum hefur sízt verið verr tekið af al- menningi en t. d. bókum þeirra Braga Sigui'jónssonar og Guð- mundar Fi'ímanns, svo að ein- hverjir séu nefndir. En þeir hafa báðir fengið skáldalaun undan- farin ár, og eru að sjálfsögðu vel að þeim komnir. Og langt er frá því, að eg öfundi þá né aðra af slíkum launum. Höfundar, sem komnir ei’u um og yfir miðjan sextugsaldur og halda áfram að vinna bókmennta störf, þrátt fyrir óhæga aðstöðu, sem eg og fleiri eigum við að búa, ættu fremur en hinir yngri að njóta skáldalauna. Það sýnist ekki vera ósanngjarnt, þegar á allt er litið. Eg vinn að ritverki, sem verð- ur í fimm bindurn, og er eg alls ekki að stæra mig af þeirri rit- iðju, síður en svo. En hvað skrif- ar Gísli Ólafsson, svo aðeins sé spurt um einn slíkan í þessu sambandi? Það veit eg ekki. En hitt veit eg, að hann hefur stært sig af því að hafa fengið skálda- laun sl. tólf ár, án þess að hafa þó aukið við bókmenntii'nar á því tímabili. En vissulega hefur gi'eppur sá verið í góðri þörf fyr- ir launin og getur því sem aðrir fleiri verið þakklátur „máttar- völdunum" syði-a! Til frekai-i áréttingar skal á það bent, þótt nöfn verði ekki nefnd, að ár eftir ár hafa sumir hinna eldi'i, sístarfandi rithöf- unda vei'ið sniðgengnir. Réttur þeirra til svonefndra listamanna- launa hefur verið fótum troðinn, jafnvel þótt augljóst hafi mátt vera, að þeir voru ekki síður þess maklegir að hljóta slík laun en sumir hinna yngri, sem þau hafa hlotið ái-um saman. Enda er nú svo komið, og fer ekki dult, að fjölmargir eru sammála um það, að mest beri á furðulcgu ósam- rærai í úthlutunum listamanna- launa síðustu árin. Þar vii'ðist ekki hafa verið lögð áhex-zla á í'éttláta skiptingu þess fjái', sem hið opinbera hefur veitt til að launa listamenn og falið sérstakri nefnd til óþlutdrægrar úthlutun- ar. Nefndin virðist fyrst og fremst hafa gert sér far um að ofhlaða undir suma, en grafa með öllu undan öðrum. Og þetta mun sjálfur núverandi mennta- málaráðherra hafa látið afskipa- laust og óátalið. Til þess að benda nánar á hið vítaverða ósamræmi nægir að taka hér aðeins tvö-þrjú dæmi af mörgum: — Árið 1957 sótti rit- höfundurinn Helgi Valtýsson um listamannalaun, en ekki með góðum árangi-i, vægast sagt. — Hann fékk aðeins fimrn þúsund ki'ónui', var settur í lægsta flokk. Þetta var móðgandi fyrir hann og marga aðra. Þessi 80 ára gamli i'ithöfundui', mikilvirkur og vin- sæll, þjóðkunnur heima og víð- kunnur erlendis, hefur vai'ið sinni löngu stai'fsævi í þágu bók- menntanna, aukið þær að mun og prýtt með sæmd. En samt þótti úthlutunarnefnd hæfa að setja hann á bekk með Gísla Ólafssyni og Rósberg G. Snædal og láta hann rétt „hanga í því“ að vera hálfdrætting við Guðmund Frí- mann. „Hvílíkt hneyksli,“ sagði leikarinn! — í ár mun Helgi Val- týsson ekki hafa sótt um lista- mannalaun af skiljanlegum ástæð um. Hefur úthlutunarnefnd að líkindum þótt þægilegt að losna við gamla rithöfundinn á þeim forsendum. En skylt hefði verið að veita honum rífleg skáldalaun — án umsóknar. Daglega vinnur hann enn sín þjóðlegu bók- menntastöi'f, sífrjór og afkasta- mikill, án listamannalauna. Þóroddur Guðmundsson í'it- höfundur er ljóð- og sagnaskáld. Auk þéss hefur hann getið sér góðan oi'ðstír fyrir bókmennta- afi'ek fræðilegs efnis, sem er ævisaga Guðmundar Fi'iðjóns- sonar, skálds. En úthlutunar- nefnd hefur þótt sæma Þóroddi að vera alltaf í lægsta flokki listamannalauna, og hlaut hann því við síðustu úthlutun lista- mannalauna aðeins fimm þúsund krónui'. Hins vegar hefur Heiðrekur Guðmundsson ljóðskáld verið hafður í launaflokki ofai', og að (Framhald á 7. síðu.) Bragarbót Eins og ýmsa kann að reka minni til, ski'ifaði eg snemma í vetur eins konar „stóradóm" yfir Karlakór Akureyrar, meira þó í glensi en alvöru. En vei'a má að sumir hafi tekið það of hátíðlega, þó að mér sé ekki kunnugt, og hvað sem því líður hef eg nú fengið fulla ástæðu til að gera dálitla bi'agarbót. Að vísu gat eg ekki hlýtt á konserta kórsins hér heima fyrir sökum vanheilsu. En eg' hlustaði á hann yfir útvai'pið mér til stórrar ánægju, að vísu ögn hissa en mjög feginn, og er mér ljúft og skylt að þegja ekki um það. Því að í þetta skipti var frammistaða kórsins með miklum ágætum. Það er satt, að á Luciu- konsertinum í vetur fannst mér nokkui't misi'æmi í í'adddeildum, og bassinn einkum helzt til að- sópslítill, en á því hefur sjálfsagt Hvað heita göturnar? Ferðamenn, sem til bæjai'ins koma, kvarta mjög um það, að hér sé erfitt að rata eða finna ákveðin hús vegna þess að mjög víða vantar skilti með götunöfn- um. Slík skilti þurfa nauðsynlega að vera á hornhúsum gatna, en á það skortir mjög. Sums staðar, jafnvel í gömlum götum, hafa nafnaskilti aldrei verið sett og annars staðar hafa þau brotnað eða týnzt og ný ekki vei'ið sett í staðinn. Þó að heimamenn finni ekki svo mjög til þessa skorts á nafn- mei-kingum gatna, er auðskilið, að ókunnugum gangi illa að rata, þar sem þau vanta. í þessu efni stöndum við mjög að baki Reyk- víkingum, þar er hægt að aka um allan bæinn og hvarvetna blasa götunefnin við á hoi'nhúsum, svo að enginn þarf að vei'a í vafa um, hvar hann er staddur. Það er Akureyringum til van- vii'ðu að láta lengur reka á reið- anurn í þessum efnum, og ber að vona að hlutaðeigendur taki rögg á sig og útvegi skilti hið fyrsta. ráðizt einhver talsveið bót, því að í útvarpinu var hljóðfærið, kórinn, sem slíkur, harla góðui'. Og þó að I. tenór sé að vísu glanzmesta röddin vai'ð það aldi'- ei til lýta, en hveigi um neina foi-zeringu að ræða. Þá hefur Jó- steini hiklaust farið fram, og er gott til þess að vita, en sparlega skyldi hann samt sólósei'a á opin- berum vettvangi um sinn, hann getur æft sig fyrir því, og sitt er hvað, sólórödd og kói’rödd. Jó- hann er þegar orðinn svo stei'kur á svellinu, að hann þarf ekki skýi'ingar við, og rödd Eiríks er í rauninni allt að því dulaifullt fyrirbæri. Um túlkun söngstjórans á ým- islega skapgerðum viðfangsefnum er heldur ekki nerría gott að segja og minnist eg ekki í annan tíma jafn sveigjanlegrar túlkunar hjá Áskeli, vini mínum. En sveigjan er það höfuðatriði sem skilur á milli listræns og ólistræns flutnings, og það jafnvel svo, að góður kór í höndum ólisti'æns manns vei'ður aldi'ei annað en argsamur hrossabrestur. Þakka eg svo karlakórnum fyrir glæsi- lega söngför, og óska honum allra heilla. Akureyri 1. júlí 1958. Björgvin Guðmundsson. Grænlenzk börn sjá ísbjörn í fyrsta sinn :Þrettán tólf ára börn græn- lenzk komu um daginn til Kaup- mannahafnar með skipi. — Var þeim boðið að dvelja í Danmörku í sumai'leyfinu. Er böi'nunnum var boðið í Dýragarðinn, höfðu þau lítinn áhuga á ljónum og slíkum skepn- um, heldur beindist allur áhugi þeirra að ísbjörnunum, því að þau dýr höfðu þau aldi'ei áður séð — en mikið heyrt um þau talað. Þótti þeim mikið til bjarn- anna koma og ekkert ofsagt, sem þau höfðu áður um þá heyrt. Minningarsjóður Tómasar Jóhannssonar á 75 ára afmæli Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal Á 75 ára afmæli Bændaskólans á Hólum, þann 14. júlí 1957, gáfu foúfræðingar frá árinu 1927 skól- anum nokkra peningauppæhð. — Gjöf þessi er helguð minningu Tómasar heitins Jóhannssonar, sem var leikfimi- og msíðakenn- ari við skólann á árunum 1922— 1929, en þá lézt hann á bezta. aldri Af þessai-i gjöf verður stofnað- ur sjóður, sem á að heita „Minn- ingai'sjóður Tómasar Jóhanns- sonar“. Tilgangur sjóðsins vei'ður að efla íþróttalíf meðal nemenda Bændaskólans á Hólum. Undirrituðum var falið að ganga endanlega frá stofnun sjóðsins, semja skipulagsskrá og ná sambandi við ncmendur Tóm- asai'. Eins og allir vita, sem kynnt- ust Tómasi, var hann ágætur kennari, og hugljúfur vinur og .félagi nemenda sinna og allra, sem hann stai'faði með. Það er einlæg von ikkar, að sem flestir nemendur Tómasai', svo og aðrir, sem höfðu af hon- um náin kynni, minnist hans með því að láta eitthvað af möx-kum, og vinni þannig að því, að sjóð- urinn geti sem bezt rækt það hlutvei'k, sem honum er ætlað. Gjafir í sjóðinn má senda til Kristjáns Karlssonar, skólastjóra á Hólum, Páls Sigurðssonai', Hofi, Hjaltadal, ogBjörnsBjöi'ns- sonar, Bjarkarlundi, Hofsósi. F. h. búfræðinganna frá 1927. Páll Sigurðsson, Hofi Hjaltadal. Björn Björnsson, Bjai'karlundi, Hofsósi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.