Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagum DAGUR kemur næst út fimmtu- daginn 7. ágúst. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 12. júlí 1958 38. tbl. Jónasarháiíð verSur haldin $e airæoumaour a iniii verour Davíð Stef ánsscn skáld f rá Fagraskógi Unginennasamband Eyjafjarðar og íleiri gangast fyrir svo- neíndri Tónasarhátíð í tilefni 150 ára afmælis „listaskáldsins góða" frá Hrauni í Öxnadal. Ákveðið er að hátíð þessi verði annan sunnudag, 20. júlí, og fer hx'in fram við Jónasarlund og að þinghúsinu að Þverá í Öxnadal. Aðalræðumaður verð- ur Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi, en hann átti hug- myncl þessa, svo sem lesendum Dags er kunnugt. Ká munu kórar væntanlega syngja og lúðrasveit leika, svo sem síðar verður auglýst. Búizt er við fjölmenni í Öxnadal þennan dag, enda annað ei sæmandi, er Jónasar Hallgrímssonar er minnzt. íhaidið styður ailar kröfugöngur á hendur ríkisvaidsins Nokkur atriði úr ræðu Bernharðs Stefánssonar alþingismanns er hann flutti að Árskógi Eins og áður er sagt, fluttu þeir Skúli Guðmundsson og Bernharð Stefánsson alþingismenn mjög eftirtektarverðar ræður um stjórnmál á fundum Framsóknarmanna að Árskógi og í Freyvangi. Fer hér á eftir útdráttur úr ræðu Bernharðs Stefánssonar. Grenjaðarstaður og Byggðasafn Þingeyinga. — Kirkjan til vinstri. — (Ljósmynd: E. D.). Upphaf dýrtíðarinnar. Eftir sögulegt og skemmtilegt yfirlit þjóðmálabaráttunnar í landinu síðustu 4 áratugi, sneri ræðumaður máli sínu að vanda- málum líðandi stundar. Þar bera efnahagsmálin hæst. En til þess að glöggva sig á þeim, þarf að líta uokkuð til baka, allt til nýsköp- unarstjórnarinnar frægu, því að Bernharð Stefánsson. með henni urðu þáttaskil. Eins og allir muna, endaði hún með ósköpum og jafnvel í þeim dæma lausu ógöngum, að lögreglan varð að bjarga þáverandi forsætisráð- herra og utanríkisráðherra hans úr klóm samstarfsmanna sinna til að forða þá líkamsmeiðingum. — Síðast á árinu 1946 tók ríkið ábyrgð á bátafiski og síðan hefur dýrtíðarskrúfan haldið áfram að snúast. AHir í kröfugöngu. Síðan eí eins og fáir hafi viljað bera ábyrgð á sjálfum sér, sagði frummælandi, heldur heimta allt af ríkinu. Og ríkisvaldið hefur neyðzt til að halda atvinnuveg- unum á floti með fjárframlögum úr ríkissjóði eða nú Útflutnings- sjóði. Öll þjóðin er í kröfugöngu á hendur ríkinu. En allir þessir (Framhald á 7. síðu.) Ferreira Da Silva, )a Siiva og Yilhjálmur Einarsson koma tii Akureyra Mæta og keppa á íþróttamóti á þriðjudaginn Hinir kunnu íþróttagarpar, Da Silva og Vilhjálmur Einarsson, koma hingað til Akureyrar á þriðjudaginn kemur og keppa í þrístökki á íþróttamóti er KA heldur og fram fer á íþróttavell- inum á Akureyri á þriðjudags- kvöldið. Mótið hefst kl. 8.30 e. h. Einnig verða gerðar mettil- raunir í 1000 m. hlaupi. Meðal keppenda verða Jón Gíslason og Ingimar Jónsson og keppt verður í 4x100 m. boðhlaupi. Ennfremur verður keppni í handknattleik karla milli Dana, búsettra við Eyjafjörð og KA. Ekki þarf að kynna hinn heims- fræga Brazilíumann, Da Silva, sem reynzt hefur ósigrandi í þrí- stökki síðustu 7 árin ög er heimsmeistari í þ°irri íþrótta- grein og tvöfaldur Olympíu- meistari. En Vilhjálm hefur eng- inn sigrað nema hinn þeldökki Brazilíumaður. Tæplega þarf að efa að marga fýsi að leggja leið sína út á völl á þriðjudags- kvöldið. aí Grenjaiarslað opnað Gamli bærinn endurbættur og Byggðasafn Þingeyinga flutt þangað - A annað hundrað manns voru við athöfnina á miðvikud. Á miðvikudaginn var Byggðasafn Þingeyinga opnað í Grenjaðarstaðahænum í S.-Þingeyjarsýslu með viðhöfn. — Stuttu eftir hádegi streymdu bílarnir í hlað. Sunnan undir gamla bænum, í skjóli við þykka veggi úr torfi og hraungrýti og nokkur laufmikil birkitré, hlýddu gestir á þætti vir sögu staðarins. Jóhann Skaptason sýslumaður kvaddi sér fyrstur hljóðs, bauð gesti velkomna og tilkynnti að Byggðasai'n Þingeyinga væri opnað almenningi til sýnis. Síðan mælti hann meðal annars á þessa leið: „Það er alþjóð kunnugt, að á síðustu áratugum hefur oi'ðið gjörbreyting á íifnaðar- og at vinnuháttum þjóðarinnar. Feður okkar og mæður bjuggu við svipaða lífshætti sem forfeðurnir í 1000 ár. Nú allt í einu hafa öll gömlu tólin og tækin verið lögð til hliðar og víða varpað á sorp- hauginn, þau hafa týnzt og horf- ið með gömlu torfbæjunum, sem líka eru að kalla afmáðir. Það er álit margra góðra manna, að þjóðinni sé nauðsyn- legt að þekkja fortíð sína, vita á hvern hátt þjóðin lifði í þessu landi um þúsund ár. Sá vísir til byggðasafns, sem yður gefst kostur á að skoða hér í dag, er einn þráður, sem halda á við tengslum milli fortíðar og JOHANN SKAPTASON býður gesti velkomna. DR. KRISTJÁN ELDJÁRN segir sögu bæjarins. nútíðar, einn báttur í órofinni menningarþróun þjóðar vorrar. Við gleðjumst yfir því, að tekizt hefur að spinna hann, við vonum, að í framtíðinni verði slíkir þræðir tvinnaðir og þrinnaðir, og að framtíðin verði ofin úr sam- brugðnum menningarþráðum for tíðar og nútíðar. Fyrir hönd sýslunnar flyt eg þakkir öllum þeim, sem hér hafa að verki verið. i Eg flyt þakkir öldungnum Friðfihni Sigurðssyni í Rauðu- skriðu, sem fyrstur manna barð- ist fyrir þessu málefni, Bændafé- laginu, sem síðar tók málið á sína arma og flutti það fram til sigurs og afhenti sýslunni safn sitt að gjöf. Eg flyt þakkir öllum þeim (Framhald á 7. síðu.) DAGUR Vegna sumarleyfa í prent- smiðjunni kemur Dagur ekld út fyrr en 7. ágúst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.