Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 12. júlí 1950 Ársii MINNINGARORÐ . Árni Iíólm Magnússon var fæddur að Öxnafolli í Eyjafirði 22. okt. 1864. Foreldrar hans voru Magnús bóndi og hreppstjóri í Öxnafelli, f. 2. marz 1796, d. 8. sept. 1868, og Steinunn, f. 9. okt. 1821, d. 2. des. 1905, seinni kona hans, Benjamínsdóttii' í Víði- gerði, Pálssonar. — Magnús í Öxnafelli var Árnason prests að 'Tjörn í Syarfaðardal, Snorrason- ar prests í Plofsþingum, Björns- sonar. Kona sr. Árna var Guðrún .Ásgrímsdóttir að Ásgeirsbrekku Þorláksspnar. Séra Árni Snorra- ,sin var áður prestur í Felli í Sléttuhlíð, og þar fæddist Magn- ús í Öxnafelli. Fyrri kona Magn- úsar var Hólmfríður Jónsdóttir bónda í Syðra-Holti í Svarfaðar- dal, Björnssonai' bónda þar, Halldórssoanr. Mun Árni Hólm hafa borið nafn afa síns, sr. Árna Snorrasonar, en Hólms nafnið dregið af nafni Hólmfríðar, fyrri konu Magnúsar í Öxnafelli. Magnús í Öxnafelli var talinn gáfumaður, sjálfmenntaður, að :mestu, og smiður góður á tré og járn. Þótti hann sérstaklega vel að sér í lögum og sótti og varði oft mál fyrir héraðsdómi af rök- vísi og skörungsskap. Búhöldur var hann góður og snyrtibragur á ollum búskaparháttum hans. — Hann þótti fremur þungsinna, geðríkur nokkuð og fremur ’lundstirður. Steinunn, móðir Árna, var hvers manns hugljúfi, góðsöm og glaðlynd, sem verið hafði faðir hennar, Benjamín Pálsson, cn hann var talinn hinn mesti æringi og góðglettinn þegar bví var að skipta. Árni Hólm ólst upp með for- c-ldrum sínum þar til faðir hans lézt 1868. Var Árni þá aðeins tuepra fjögurra ára. Eftir það hélt Tióðir hans uppi búskap í Öxna- :celli til vorsins 1873. Brá hún þá búi og réðist í húsmennsku aæstu árin, fyrst í Öxnafelli og síðan á ýmsum stöðum í Saur- bæjarhreppi. Ekki mun Árni hafa notið aeinnar bóklegrar fræðslu í æsku, en vafalaust hefur hann lesið allar þær bækur, er hann náði til. Sjálfur segir hann í :.,Minningum frá Möðruvöllum11 að bókaeign sín hafi verið aðeins tvær bækur: Ritreglur Valdimars Ásmundssonar og Þórarinsbókin svonefnda. En þessar bækur hef- ur hann þaullesið, og við lestur Ritreglnanna hefur hann hlotið sína fyrstu undirstöðuþekljingu á fslenzku máli, sem hann síðai', á skólagöngu sinni, hlaut ágætar einkanir fyrir. Þráin til skólalærdóms vaknaði snemma hjá Árna, en fararefni voru harla smá. Þó kom þar að haustið 1881 réðizt hann til náms á Möðruvöllum, þá 17 ára. Var það annað ár, sem skólinn starf- aði. í „Minningum frá Möðru- völlum“ telur hann sig hafa verið mjög lítið undirbúinn skólagöngu og lakar en aðrir bekkjarbræður hans, enda með þeim allra yngstu. En námið sótti hann af kappi, enda kom þá brátt í Ijós að hann hafði frábærlega góðar námsgáfur. Sýndu próf það glögglega. Eftir tveggja vetra nám á Möðruvöllum brautskráðist hann þaðan vorið 1883 með ágætum vitnisburði. Eftir dvölina á Möðruvöllum hugði Árni mjög til hærra náms. Af því gat þó ekki orðið að sinni. Næstu tvo vetur stundaði hann barnakennslu ó ýmsum stöðum í sveitinni. Meðal allra fyrstu nemenda hans var Ingjmar Jóna- tansson (Eydal), síðar kennari og ritstjóri, þá 10 ára. Jafnframt kennslunni var hann tíma og tíma í Saurbæ og fékk tilsögn í latínu hjó séra Jakobi presti í Saurbæ, Björnssyni, sem talinn var latínumaður góður. Haustið 1885 innritaðist svo Árni í Latínuskólann i Reykja- vík og settist í annan bekk. Voru þar fyrir námsgrapar miklir, sem síðar urðu þjóðkunnir menn. — Sóttist Árna svo vel námið, að brátt tók hann efsta sæti bekkj- arins. En á öðrum vetri í Latínu- skólanum tók hann augnveiki svo mikla, að hann gat ekkert lesið. Var hann um tíma undir læknis- hendi og batnaði nokkuð, en læknii' ráðlagði honum eindregið til að hætta lestri, ef ekki ætti verr að fara með sjónina. Varð hann því neyddur til að láta lok- ið frekara námi. Vonirnar um hærri menntun og máske emb- ætti síðar, hrundu því, svo að segja fyrirvaralaust. Eftir þetta hvarf liann heim til átthaganna. Siglingu lífsins og framtíðai'inn- ar varð nú að beina í aðra átt en ætlað var. En merki æðru né vonbrigða sáust engin á Árna Hóhn. Nú mun hann hafa tekið ákvörðun um að helga líf sitt barna- og unglingafræðslu. — Hann hafði þegar öðlast nokkra reynzlu af starfinu og fallið það vel í geð. Hinn 30. júní 1888 kvæntist Árni heitmey sinni, Ragnheiði (f. 15. marz 1865, d. 10. ágúst 1955) Jakobsdóttir prests í Saurbæ, Björnssonar og Sólveigar Páls- dóttur. Og nú var hafin ferðin út í óráðna framtíðina. Fararefnin voru ekki fyrirferðarmikil mælt á fjármunalegan mælikvarða. En þau áttu annars konar fararefni, 3.em voru meiri og betri en al- mennt gerð,ist á þeim tíma. Hún átti gestrisið og gjöfult geð. Hún átti afburða hlýja og mjúka lund og hún átti ástríkt hjarta. Hann átti meiri menntun og lærdóm en nokkur annar ungur bóndi þar í sveit. Hann átti mikl- ar gáfur og djúpa íhygli. Hann átti ríka löngun til að miðla öðr- um af þekkingu sinni og þá eink- um æskunni, án eigingjarnra hvata um endurgjald. Og svo komu manndóms- og starfsárin. Þræðir framtíðarinnar og hinna óorðnu atvika rakna smátt og smátt upp og nútíðin á hverjum tíma vinnur úr þeim vef sinn. Sá vefur varð saga þeirra. Hér verð- ur hún aðeins að litlu leyti sögð. Um 1890 hófu þau, Árni og Ragnheiður, búskap á parti úr Saurbæ til 1921. Síðan á Krónu- stöðum og síðast í Yztagerði til 1928. Eftir það fluttust þau til Akureyrar. Öll árin frá 1889 og til 1924 stundaði Árni kennslu barna og unglinga í Saurbæjar- hreppi, og suma vetur á Grund í Hrafnagilshreppi, þar til hann var ráðinn fastur kennari í Saur- bæjarhreppi, eftir að fræðslulög- in frá 1908 tóku gildi. Á búskap- arárum Árna voru honum falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveitina. í hreppsnefnd var hann mörg ár og hreppsnefndaroddviti í 10 ár. Sýslunefndarmaður var hann og settur hreppstjóri um eitt skeið og fleira mætti telja. Allir reikn- ingar hans og skýrslur báru vott um frábæra vandvirkni og snyrtibrag, enda hafði hann af- burða góða rithönd. Eftir hinn langa kennaraferil Árna, ræður að líkum, að nem- endahópur hans hefur verið orð- inn stór. Fjöldi þeirra er nú lát- inn, en fleiri lifa þó enn á ýms- um aldri, allt frá 85 ára og niður í 10 ár. Og það má fullyrða að allir bera þeir til hans hlýhug og virðingu. Þau voru líka aþallaun- in fyi'ir hið langa og litt launaða starf.En Árni fann launin í starf- inu sjálfu ,því að þar var hann að þjóna sinni innstu þrá, að fræða æskuna og vera í tengslum við hana. Kærleiki hans til starfsins veitti honum hamingju, sem ekk- erí gat frá honum tekið. Barna- fi-æðslan var sterkasti þátturinn í fari hans og frjóasta lífsnautnin. Enda sagði hann eitt sinn við okkur nokkra gamla nemendur og vini, að þegar við heyrðum að hann væri hættur að kenna, skyldum við búast við því að þá ætti hann fá ár eftir ólifuð. Á Akureyri stundaði Árni smá- barnakennslu fram um 1950, eða allt framundir það að hann missti konu sína 1955. Sambúð þeirra hjóna var orðin löng og ætíð hin ástríkasta. Þeim varð 6 barna auðið. Þrjú þeirra misstu þau kornung, en þrír synir náðu full- orðinsaldi'i. Einn þcirra, Bjarni Geir, fyrr bóndi í Árgerði í Saur- bæjarhreppi, lézt 1946, 47 ára gamall. Hann kvæntist Laufeyju Kristjánsdóttur. Tveir synirnir lifa foreldra sína, Magnús Hólm bóndi á Krónustöðum, kvæntur Guðbjörgu Friðriksdóttur, og Jakob bóksali á Akureyri. Skömmu eftir að Árni missti Ragnheiði konu sína fluttist hann að Krónustöoum til sonar síns og tengdadóttur. Þar naut hann að- hlynningar og hinnar beztu um- önnunar til hinztu stundar. Þar andaðist hann 29. maí 1958. Árni Hólm Magnússon var tæp- lega meðalmaður að vexti, grannvaxinn og ekki þrekmaður. Þó mátti telja hann heilsugóðan alla tíð. Hann var léttur í spori Hjónin Ragnheiður Jakobsdóttir og Árni Hólm Magnússon. og léttur í lund og gat verið gamansamur. Fjáraflamaður var hann ekki, enda hugurinn og at- hafnirnar bundnar öðrum svið- um. Eg hygg að Árni Ilólm verði einna minnisstæðastur maðui' meðal samtíðarmanna margi'a nemenda hans, og því meir, er þeii' kynntust honum. nánar, er þeir komust til þroska ára. Einn af nemendum hans, Hallgrímur Kristinsson, forstjóri SÍS, átti þess kost, sem fulltíða maður, að vera honum samtíða á Grund, þar sem Árni var kennari en Ilallgrímur verzlunarmaður. Þeir ræddu margt um alvarleg efni, þar á meoal trúmál og ýmis hin duldu rök lífsins og tilverunnar, Lét Hallgrímur þess getið, að sér íyndist að í Árna hefði verið hinn ákjósanlegasti efniviður í heim- spekiprófessor. Og vissulega hefði Árni Hólm sómt sér vel í þeirri stöðu, ef hinn glæsilegi námsferill hans hefði getað orðið lengri. Ef til vill hefir það verið skaði fyrir hann og samtíðina að svo varð ekki, en við vitum ekk- ert um það. Hitt vitum við, að Árni harmaði aldrai hlutskipti sitt, en undi glaður við sitt. Árni Hólm var að eðlisfari hlé- drægur og félítill jafnan. Hvort tveggja heföi sennilega fylgt honum, þó að lærdómurinn hefði orðið hærri og skólabekkirnir fleiri. En þær stöllur, hlédrægnin og fátæktin, hafa jafnan enzt drjúgum til að halda mönnum frá ytri mannvirðingum og vegtyll- um, og að vera borinri á annarra herðum til óverðskuldaðra valda og mannaforráða. Snemma á árum Kaupfélags Eyfirðinga gekk Árni samvinnu- hugsjóninni á hönd og var sam- vinnumaður alla tíð. Á fyrstu ár- um Hallgríms Kristinssonar, eða um 1906, fór hann þess á leit við Árna að taka að sér, um tíma, að vinna ákveðið starf fyrir félagið, sem hann taldi Árna vel kjörinn til. En af því gat þó ekki orðið. Og svo að lokum þetta, Árni vinur: Hlýhugur okkar gömlu nemendanna þinna, þakklæti og virðing fylgir þér út yfir landa- mærin. Þar skiljast leiðir — að sinni. Hólmgeir Þorsteinsson. Hrossum fer ört fækkandi í Evrópu í Evrópu hefur hrossum fækk- að um 30% frá því fyrir síðustu heimsstyrjöld, segir í skýrslu frá Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóð- anna fyrir Evrópu (ECE) og Matvæla- og Landbúnaðarstofn- un S. Þ. (FAO). Skýrslan fjallar um áhrif vélanna í landþúnaðin- um á hrossafjöldann í Evrópu- löpdunum (The Effects of Farm Mechanizatin on Horse Numbers in European Countries). í Br.etlandi hefur. fækkun hrossa verið hvað mest á undan- förnum árum og nemur 2% mið- að við hrossafjölda fyrir stríð. í Sovétríkjunum fækkaði hestum á sama tíma urn 32%, en ekki nema um 4% í Austurríki og um 8% í Suður-Evrópu. Aukin hrossakjötsneyzla. En um leið og hestunum fækk- aði á engjum og í haga varð það algengara að hrossakjöt væri borið á borð manna, en áður þekktist. í Póllandi var 9.000 hrossum slátrað til manneldis síðasta árið fyrir stríð. Árið 1956 jókst tala sláturhesta þar í landi upp í 59.000. Frakkar eru sam- kvæmt þessari skýrslu miklar hrossakjötsætur og jókst tala hesta, sem slátrað var úr 202.000 árið 1951 í 270.000 1956. Fjölgun dráttarvéla og fækkun hrossa fer saman. í Vestur- Þýzkalandi hefur dráttarvélum fjöjgað úri1 431.000 síþan styrj- öldinni lauk, 318.000 í Bretlandi, 3000 í Luxembourgh og í Portú- gal pg 10]00 í Albaníu. Skýrslan b.er.dir á, að sökum þess að ýrnis drátjardýr eru potuð við landþúnað í Evrópu, segir fækkun hrossafjöldans ekki ávallt rétt til um útbreiðslu véla- tækninnar. T. d. eru uxar pg kýr meira notaðar til dráttar í Þýzka lapdi, Frakklandi, ítalíu og Júgó- salvíu en hestar. Múldýr og asnar eru aðal púlsdýrin á Spáni, ítalíu og í Grikklandi. Það er því hugs- anlegt, að dt'áUarvélarpar útrými fyrst og fremst púls-uxum og kúm áður en þær hafa áhrif á hestafjöldann. Hesturinn er enn „þarfasti þjónninn“ víða. Það er ólíklegt talið, að vél- arnar útrými hrossunum með öllu úr landbúnaði Evrópu. Það er meira að segja gefið í skyn, að svo kunni að fara, að bændur í (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.