Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 5
Laugardaginn 12. júlí 1958 DAGDR 5 Bjóða Danir oss útgerðarsíöðvar á Grænlandi Klippt og skorið NÝ LÖGGJÖF UM Aldrei gleymi eg því, með hví- líkri hrifningu rætt var árið 1907 hér á landi nm ungan, sænskan lögfræðing, *»r lagt hafði oss ómetanlegt hð í sjálfstæðisbar- áttunni. Hann var þá ritstjóri við blað í Suður-ovíþjóð. Hann hafði á sænsku s&mið skrif um full- veldi íslands, og árið 1907 kom út eftir hann lítil bók á þýzku, þar sem hann færði fullar sönn- ur á því, að ísland væri enn að réttum lögum fullvalda Jand. — Aldrei áður hafði nokkur erlend- ur íslandsvinur látið sér slík orð um munn fara. Jafnvel Konrad Maurer hafði aldrei látið sér slík orð um munn fara. íslendingar höfðu til þessa verið aleinir um þessa skoðun á réttarstöðu lands síns. Frægasti þálifandi þjóðarétt- arfræðingur Þýzkalands viður- kenndi, að Svíinn færi með rétt mál, og skaut þessum orðum inn í allar síðari útgáfur af kennslu- bók sinni í þjóðarétti, er kennd var við háskóla víðs vegar um heim, þar á meðal við Hafnarhá- skóla: „ísland stendur enn í per- sónusambandi við Danmörku.“ Þessi ungi Svíi var hinn síðar svo víðunni og góðkunni þjóða- réttarfræðingur dr. jur. Ragnar Lundborg. Næstu tvo áratugina heyrði eg aldrei nafn Ragnars Lundborgs nefnt af íslendingi nema með fögnuði, þakklæti og aðdáun. Og þegar hann vann doktorsnafnbót sína í Banda- ríkjnnum var litið á það hér sem sigur fyrir ísland. Svo ná- tengt var fræðistarf Ragnars Lundborgs frelsisbaráttu íslands, og slíkum ástarböndum var hann bundinn við land vort og þjóð. Árið 1918 var fullveldi íslands viðurkennt af Danmörku að nafninu til — einni allra ríkja. — Sigurvíma vor stóð nokkur ár eftir þetta. En eftir að asklokið varð himinn íslenzkra stjórnmála og baráttumálin spónn og biti, þá sljóvguðust tilfinningar íslenzkra forustumanna fyrir Ragnari Lundborg. Þeir létu á sér sann- ast, að gleymt er þegar gleypt er. Og þó áttu sízt allir hér óskipt mál. En tryggð Ragnars Lundborgs við þjóð vora og land var söm og jöfn. Verkefnin voru ærin, að ryðja burtu erlendis röngum hugmyndum um rétt íslands, og starf hans í þessa þágu þjóðar vorrar var þrotlaust meðan líf entist. Meðal allra síðustu skrifa hans voru þessi orð um rétt íslands til Grænlands, er birtust í einu af stórblöðum Svíþjóðar: „Mér virðist, að ekki ætti að leita nokkur vafi á réttarstöðu Grænlands í fornöld. Það var ís- lenzk nýlenda, hluti úr hinu ís- lenzka réttarsvæði, „várum lög- um“.... Þar sem Grænland kom scm íslenzkt Iand með íslandi í sambandi við Noreg og Danmörk, glataði Island ckki sínum áður íengna rétti til Grænlands. Það astti að vera algcrlega augljóst mál.... Hann [þ. e. Fasti al- þjóðadómstóllinn í dómi 5/4 1933] gerði það ennfremur satt og sannað, að þau landsyfirráð, sem í fornöld voru stofnuð yfir Grænlandi, hefðu aldrei glatast ("bls. 47—48 í hinni opinberu út- gáfu dómsins, Leyden 1933)...... Ef íslenzka stjórnin skyldi hér eftir taka upp samninga við Danmörku um Grænland eða réttarstöðu íslendinga þar, cr það cftir minni skoðun nauðsynlcgt, að ísland standi fast á sínum sögulegu landsyfirráðum yfir Grænlandi. Það er mögulegt, að við samninga á þeim grundvelli gæti náðst samkomulag til gagns fyrir bæði ríkin. En án fyrirvara um sinn sögulega eignarrétt til Grænlands má Island ekki byrja ncina samninga viðkomandi Grænlandi, því að það myndi vera hægt að skoða slíkt sem sönnun fyrir því, að ísland hefði gefið Grænland upp og viður- kcnnt landsyfirráð Danmerkur yfir því.“ Þetta síðasta eru varnaðarorð Ragnars Lundborgs til þjóðar- innar, sem hann bar fyrir brjósti og unni ekki síður en sinni sænsku þjóð. Vera má, að nokkur bið verði á því, að ísl. útgerðarmenn fari í kröfugöngu til landsstjórnarinnar og krefji hana um skýlausan rétt sinn til útgerðarstöðva á Græn- landi, en sá réttur þeirra er al- veg skýlaus, þar sem Grænland er bæði íslenzkur landsalmenn- ingur og íslenzkt yfirráðasvæði, þótt Danmörk fari þar nú með landsstjórn í umboði konungs ís- lands. Utgerðarmenn hafa sem sé komizt upp á það lag, að gera pólitísk verkföll á landsstjórnina með hótun um að gera ekki út, nema skaðlaus starfræksla út- gerðarinnar sé ríkistryggð og vel það, ef vel gengur. Fyrir þessum verkföllum hefur landsstjórnin beygt sig ár eftir ár, þótt hver og einn geti sagt sér sjálfur, að það sé ekki mögulegt, án þess að stela þar, sem til þess þarf, gera inn- brot, eins og nú er farið að kalla það, og stela stórfé af öllu fé- mætu, sem stendur í löglegri mynt landsins, svo að islenzka krónan er í raun réttri ekki leng- ur peningar, heldur aðeins orðin greiðslumerki. Með þessu móti fá útgerðarmenn skuldir sínar strik aðar út, en auk þess reksturinn ríkistryggðan. Meðan útgerðarmenn eiga völ á þessu sætabrauði frá lands- stjórninni, er trúlegt, að þeir vilji eins vel japla á því, eins og að standa í slori upp yfir höfuð á Grænlandi. En þessi útgerð þeirra heima á skrifstofunum hlýtur að taka enda, þegar krón- an er orðin alveg verðlaus, svo að engu er þar hægt að ræna. Þá komast menn að raun um, að fiskinn til að borga útgerðar- kostnaðinn þarf að fá úr sjónum, og enda einnig þar úr sjónum, sem hann í raun og veru er. — Sjómennirnir líta öðrum augum á þessi mál en útgerðarmennirnir. En ekki er þó útilokað, að grænlenzkar útgerðarstöðvarberi á góma, áður en svo langt sé gengið. Þegar íslendingar færðu fiski- mörkin út um 1 kvartmílu, fann hundstungan það, og Danmörk mótmælti. En nú, þegar færa á fiskimörkin út í 12 kartmílur frá nesjarstefnu, herma fréttir, að á NATO-fundi, sem haldinn var nýlega í Khöfn, hafi Danir verið einasta þjóðin, sem ekki lagðist gegn þeirri fyrirætlun íslandss. Það er vissulega nýjung, að sjá Dani öðruvísi en í andstöðu við hagsmuni og rétt íselndinga. Þess vegna hafa menn leitt getur að því, hvað búi muni undir þessari óvenjulegu afstöðu Danmerkur, og það þess fremur, sem hin fyr- irhugaða útfærzla myndi varla koma harðara niður á nokkurri þjóð en Færeyingum, væru þeir ekki búnir að koma sér mjög vel fyrir á Grænlandi. „Hugur einn það veit, hvað býr hjarta nær,“ og máske er það eitt í dag, en annað á morgun. Vera má, að Danir hyggi á útfærslu landhelgi við Færeyjar og Græn- land, og telji oss rétt maklega til að vera „ísbrjóta“ fyrir þá. Eng- inn trúir því þó, að Danir muni færa út landhelgi, svo sem næmi, með öll stórveldin á móti sér. — Hitt væri sanni nær, að þeir hyggi á það, ef útfærzla vor á landhelginni nær fram að ganga, að beiðast undanþágu hér fyrir færeysk skip. Hugsi þeir til þess, gera þeir sér jafnframt ljóst, að strax vegna beztu kjaraklaus- unnar í verzlunarsamningum ís- Iands, myndi slíka undanþágu ómögulegt að veita, án þess að á móti kæmi eitthvað af hálfu Dana, sem aðrar þjóðir geta ekki veitt. Og ef slíkt kæmi til mála, myndi enginn vera í vafa um, hvað þeir myndu bjóða, útgerðarstöðvar á Grænlandi, bjóða það, sem vér eigum sjálíir!! Ef slíkt skyldi henda, — og ósvífninni eru aldrei takmörk sett, — ber oss að gera Dönum Ijósa grein fyrir því, sem þcir vita manna bezt sjálifr, að ís- lendingar, en ekki þeir, eiga cignar- og yfirráðaréttinn yfir Grænlandi. Það er við slíka hugsanlega samninga lífsnauð- synlegt, að ísland standi fast á eignar- og yfirráðarétti sínum yfir Grænlandi Og leiði slíkar viðræður til þess, að gerður verði „mondus vivendi“, ber íslandi að ganga þannig frá þeim samningi, að ekki verði hægt að líta svo á, að Island hafi slakað á eignar- og yfirráðarétti sínum yfir Græn- landi. Það er ekki hyggins háttur, að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunaskál. 3. júní 1958. Jón Dúason. 5 manna bill, lítið keyrður, í góðu lagi til sölu. SÍMAR: 1830 og 1935. VINNUDEILUR. Það verður Ijósara með hverjum deginum, sem líður, hve brýn nauðsyn er á breyttri löggjöf um verkföll og vinnu- deilur. Segja má, að sú skoðun sé nú almennt viðurkennd, að það ófremdarástand, sem nú- verandi lög um þessi mál hafa skapað og geta cnn skapað, sé mcð öllu óviðunandi. Örfámenn stéttarfélög geta nú í skjóli verkfallsréttarins stöðvað allt athafnalíf í landinu um lengri eða skemmri tíma. Þegar svo það við bætist, að stéttarfélög- um er meira og minna beitt í þágu cinstakra stjórnmála- flokka gegn löglegri ríkisstjórn og aðgerðum hennar, þá ætti hvcrjum lýðræðissinna að verða Ijósara, hve gífurlcg hætta er fólgin í hinum úreltu löguin. Það kemur að sjálf- sögðu ekki til mála, að verk- fallsrétturinn verði nokkru sinni afnumiiin með lögum. Slíkt samrýmist ckki hinu frjálsa þjóöfélagi okkar. Það kostaði harða baráttu að fá þennan rétt viðurkenndan. og það væri glapræði, ef nokkru sinni yrði við honum hróflað út af fyrir sig. En ný löggjöf um verkföll og notkun verk- fallsréttarins er nauðsyn, sem ckki verður fram hjá gengið öllu Icngur. Hér er því mikið verkefni fyrir núverandi ríkis- stjórn að vinna. Engin ríkis- stjórn hefur betri aðstöðu til þess að koma þcirri nýskipan á en sú er nú situr. ÞJÓÐVILJINN OG ALÞÝÐU- BANDALAGIÐ. Alþýðubandal. býr við þá erf- iðu aðstöðu, að það á ckkert stcrkt málgagn. Upphaflega munu forystumenn bandalags- ins hafa búizl við því, að Þjóð- viljinn yrði óskorað málgagn þess, en nú undanfarið hefur greinilcga komið í Ijós, að svo er ekki. Hamast Þjóðviljinn dag eftir dag á þeim efnahags- ráðstöfunum, sem Alþýðu- bandalagið stóð að og studdi einhuga, að einum manni und- anteknum, Moskvukommúnist- anmn Einari Olgeirssyni. — Er Þjóðviljinn nú einkamálgagn Einars Olgeirssonar og túlkar hinar ofstækisfullu skoðanir hans, en lcynir lescndur sína algerlega áliti og afstöðu ann- arra þingmanna bandalagsins og ráðhcrra þess. Sannar þetta augljóslega, eins og raunar hefur lengi verið vitað, að Þjóðviljinn cr fjarstýrt blað, sem þjónar eingöngu hagsmun- um þeirra, sem Ieggja til hans fjármagnið. Alþýðubandalags- menn verða að gera sér grein fyrir því nú þegar, að ef þeir vilja til frambúðar lialda flokki sínum á lýðræðisbrautinni og taka þátt í áframhaldandi, já- kvæðu uppbj'ggingarstarfi með frjálslyndum umbóta- og fé- lagshyggjumömtum, er þeim nauðsyn að eignast málgagn, sem styður þá viðleitni. Án þess er hætt við, að róðurinn kunni að reynast þcini þungur. STÓREIGNASKATTURINN. Núverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir því í fyrra, að sam- þykkt voru Iög um stóreignar skatt. Áætlað er, að skattur þessi nemi 135 millj., áður en kærur ltafa verið teknar til greina. Skatttekjum þessum verður þannig varið, að 1/3 hluti rennur til veðdeildar Búnaðarbanka íslands, en 2/3 til byggingarsjóðs ríkisins. — Verður skatttekjum þessum því varið til naupðsynlegra byggingaframkvæmda í sveit- um og bæjum. Skattþegnar eru einstaklingar, sem ciga yfir 1 milljón í hreinum eignum. Fé- lög eru undanþegin skattinum. Sjálfstæðismenn einir hafa lýst andstöðu sinni við skattinn og halda því fram, að hann muni draga úr atvinnulífinu. Þegar litið er til þess, að skattur þessi á að greiðast á 10 árum sam- kvæmt útgefnum skuldabréf- um með jöfnum afborgunum og eðlilegum vöxtum, virðist sú kenning alls ekki geta staðizt, auk þess sem mikilvægasti at- vinnurekstur landsmanna er yfirleitt rekinn í félagsformi. Skatturinn mun því koma nið- ur á þeim einstaklingum, sem auðgazt hafa óeðlilega á verð- bólguþróun síðustu ára. Er því firra cin að halda því fram, að skatturinn sé ranglátur og þjóðhættulegur, ekki sízt þegar það er virt, að tekjum af hon- um verður varið til slíkra þjóðþrifafyrirtækja sem hús- bygginga, sem ávallt hefur skort lánsfé til. Á það má líka minna í þcssu sambandi. að Sjálfstæðismenn stóðu að setn- ingu stóreignaskattslaga 1950 og fylgdu þeini lögum fram án þess að minnast á nokkra liættu, sem þau hcfðu í för með sér. Bréf frá lesanda Hörmulegir atburðir hafa gerzt suður á Litla-Hrauni, er þrír ungir menn reyndu að strjúka þaðan og einn þeirra gerði tilraun til þess að stytta sér aldur, eftir að þeir náðust. En það er einnig hörmulegt að sjá, hvernig útvarp og blöð hafa reynt að gera sér mat úr þessu. Er ekki nóg lagt á aðstandendur drengjanna, þótt ekki sé verið að segja alþjóð frá gjörðum þeirra í æsifrétt. T. d. birtist opinberlega hin ægilega morðtilraun áður en foreldrar drengsins fengu að heyra um það eitt einasta orð. Þó að fangar eigi í hlut, og e. t. v. fólk úr almúgastétt, ber engu að síður að sýna þeim mannúð og skilning, en á það virðist mjög skorta í þessu til- felli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.