Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 7
Laugardaginn 12. júlí 1958 D A G U R 7 - Byggðasafnið að Grenjaðarstað (Framhald af 1. síðu.) mörgu, sem gefið hafa safninu muni. Eg þakka þeim Sigurði Halldórssyni og Páli H. Jónssyni, sem unnið hafa að söfnun mun- anna, húsbændunum á Stóru- Laugum fyrir varðveizlu safns- ins, Guðmundi Þorsteinssyni frá Lundi fyrir viðgerðir og lagfær- ingar margra muna, sem í hönd- um hans urðu sem nýir af nál- inni, Páli H. Jónssyni fyrir skrá- setningu safnsins og flutning hingað að Grenjaðarstað og eg þakka honum og konu hans fyrir lippsetningu safnsins hér í Grenjaðarstaðabæ og öðrum þeim, sem þar að hafa unnið. Og ég vona, að safnið varðveitist hér vel og miðli mörgum fróðleik um líf og stríð horfinna kynslóða, og að það verði traust stoð í menn- ingarviðleitni þjóðarinnar, blys, sem veiti sýn aftur í fortíðina og varpi leiðarljósi til framtíðar- innar. Og síðast, en ekki sízt, þakka eg þjóðminjaverðinum fyrir hið ágæta þjóðþrifaverk, sem hann hefur látið vinna með endurreisn og viðhaldi þessa bæjar og eg þakka störfin, sem hann er nú að láta vinna í Laufási. Og eg þakka hans ágætu aðstoðarmönnum, Sigurði Egilssyni og Guðmundi Þorsteinssyni frá Lundi. Eg vona, að sýslan megi sem lengst njóta menningaráhuga og starfskrafta allra þeirra, sem stuðlað hafa að því að þessi gamli bær hefur hlotið reisn sína á ný og verið búinn þeim mun- um, sem þar eru nú. Eg treysti því, að þar sé stigið fyrsta sporið til stofnunar lista- og minjasafns, sem í framtíðinni verði veglegt menningarsetur og verndari þjóðlegra verðmæta.“ á sama stað, og í öllum veruleg- um atriðum byggðan í hinum gamla, íslenzka bæjastíl. Bærinn að Grenjaðarstað er í eigu ríkisins og undir umsjá þjóðminjavarðar. Byggðasafnið er hins vegar í eigu sýslunnar, og hefur það að lögum rétt til að fá að vera til húsa í bænum. Kvað þjóðminjavörður þetta æskilegt að því leyti, að bær og safn ætti saman og mætti í rauninni hvor- ugt án annars vera. Reynt hefði verið að ganga þannig frá bæn- um, að safngripum væri þar bú- inn eins öruggur samastaður og kostur væri á. Meðal annars hef- ur verið lagt loftrásakerfi um allan bæinn og verður lofti blásið um hann eftir þörfum, til þess að koma í veg fyrir rakamyndun. Máli sínu lauk þjóðminjavörð- ur með því að óska héraðsbúum til hamingju með að byggða- safnsmál þeirra væri komið þetta langt áfeiðis og lýsti því síðan yf- ir, fyrir hönd allra hlutaðeigandi aðilja, að byggðasafn Þingeyinga að Grenjaðarstað væri opnað. Hrossum fer fækkandi (Framhald af 2. síðu.) Evrópulöndunum fari að rækta hross á ný. í fjallalöndum, þar sem jarðvegur er slæmur, er oft ekki hægt að koma dráttarvélum við. í Hollandi, segir skýrslan t. d., að nú séu þar 187.700 hestar, en jafnvel eftir að fjöldi land- búnaðarvéla nær hámarki í Hol- landi, er reiknað 'með að þörf verði fyrir að minnsta kosti 139.700 dráttar- og reiðhesta í landinu. Það er ekki útlit fyrir að hrossum til annarra nota en áburðar og dráttar fjölgi í Ev- rópulöndunum. Kappreiðahestar og almennir reiðhestar nema einungis 2% af hestafjöldanum í Evrópu. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 11.30 f. h. n.k. sunnud. Sálmar: Nr. 571 — 333 — 360 — 200 — 25. — P. S. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Hólum, sunnudaginn 13. júlí kl. 1 e. h. — Saurbæ, sama dag kl. 3. Minnzt verður 100 ára afmæli kirkjunnar. — Kaup- angi, sunnudaginn 20. júlí kl. 1.30 e. h. — Munkaþverá, sama dag kl. 3.30 e. h. Messað í Glæsibæ sunnudag- inn 13. júlí kl. 2 e. h. Frá kristniboðshúsinu Zíon. — Almenn samkoma á simudags- kvöldið kl. 8.30. Nýjar fréttir frá Konso. Bjarni Eyjólfsson talar. 60 ára er í dag Halldór Árnason bóndi í Gerði, Mývatnssveit. Bréf hafði borizt frá Friðfinni í Skriðu, sem ýmsan fróðleik hafði að geyma, ásamt árnaðaróskum til hins nýja byggðasafns. Þakk- aði samkoman honum kveðjuna. Síðan tók dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður til máls. Þjóðminjavörður kvað rétt við þetta tækifæri að líta yfir farinn veg og rifja upp þá atburði, sem til þess leiddu að bærinn að Grenjaðarstað var ekki rifinn, þegar steinhúsið var byggt 1936, heldur látinn standa sem minnis- varði um gamla menning'arhætti. Áttu þar margir hlut að máli, bæði ýmsir menn í héraði, al- þingismaður kjördæmisins og þá- verandi þjóðminjavörður. Af ýmsum ástæðum drógst þó leng- ur en góðu hófi gegndi að bænum yrði komið í viðunandi horf, en þó var unnið að viðgerð hans smátt og smátt, en lokið var við að endurreisa bæinn 1956. Er hann nú að öllu eins og hann var áður, en bæ þennan byggði séra Benedikt Kristjánsson prófastur á árunum 1892—1894, allan nema tvö hús, sem séra Magnús Jóns- son lét byggja 1876, og eru það elztu húsin í bæjarþyrpingunni. Bærinn á Grenjaðarstað er einn stærsti og myndarlegasti bær, sem byggður hefur verið hér um slóðir, enda fór orð af honum víða. Þó kvað þjóðminjavörður hann í ýmsum greinum líkan þeim bæ, er á undan honum stpð Þegar gengið er um hin gömlu hús að Grenjaðarstað talar for- tíðin til manns úr hverjum krók og kima og frá hverjum safngrip. Hið furðulega er, að aðeins skuli áratugir, e'n ekki aldir, síðan að þessi bær þótti bera af í glæsi- brag, og gerði það. Og það gleðilegasta við bæinn og byggðasafnið er það, að þetta skuli vera forngripir og tilheyra horfinni tíð. Þegar menn höfðu hæfilega lengi notið fortíðarinnar i Grenj- aðarstaðabænum buðu prests- hjón staðarins öllum viðstöddum til rausnarlegra veitinga. Safnvörður er Ólafur Gíslason, Kraunastöðum. Bernharðs Stefánssonar BÚSÁHÖLD Tesigti Matarsigti, m. st. Rjómasprautur Plastfötur Rarnaköíinur Ostaskerar Eggjaskerar Blómapottahlífar Véla- og búsáhaldadeild (Framhald af 1. síðu.) styrkir kosta peninga. Hvar á ríkið að taka þessa peninga nema hjó fólkir.u? Stjórnarandstæð- ingar haía jafnan stutt allar kröf- ur, en yerið á móti nauðsynlegri tekjuöflun til að geta fullnægt kröfunum, qg þetta gerir Sjálf- stæðisflokkurinn nú, þó að hann deildi réttilega á slík vinnubrögð á meðan hann sjálfur var í stjórn. Sjálfstæðismenn vita þó vel, sagði Bernharð, að peningum rignir ekki af himnum ofan í rík- issj. eða Útflutningssjóð. Áróður þessara manna um álögur á þjóð- ina í þessu sambandi, er því sorglegur loddaraleikur, ætlaður til þess eins að hafa áhrif á heimskasta hluta þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn deildi hart á Framsóknarflokkinn fyrir að mynda stjórn með kommún- istum, eins og þeir kalla Alþýðu- bandalagið. Sjálfir mynduðu þeir stjórn með hreinræktaðri komm- unstaflokki heldur en Alþýðu- bandalagið er. Þá vék ræðumaður að tilefni til myndunar núverandi stjórnar. Auðséð var, sagði hann, að for- ysta Sjálfstæðisfl. hefði leitt til hins mesta ófarnaðar og þess vegna hefði samvinnunni verið slitið og tilraun gerð til myndun- ar ríkisstjórnar með verkalýð landsins í ábyrgri samvinnu. Ár- angurinn af þessu varð núver- andi stjórn. Enginn mótmælir því að fyrstu ráðstafanir hennar reyndust mjög gagnlegar. En þegar leið á síðasta ár, sýndi það sig þó, að þær voru ekki nægi- legar. Þess vegna gerði síðasta Alþingi þær ráðstafanir í efna- hagsmálum, sem þegar hafa verið raktar hér af öðrum (Skúla Guð- mundssyni), sagði frummælandi. Landhelgismálið. Bernharð Stefánsson rakti síð- an mörg önnur þingmál, þar á meðal landhelgismálið og sagði þá meðal annars: „Þó að við deil- um um margt, íslendingar, er eg þó að vona, að við stöndum allir saman í þessu máli. Útfærsla fiskveiðitakmarkanna mun kosta baráttu, kannski harða. Sigurinn er kominn undir samheldni okk- ar.“ Hver er þeirra stefna? Þessu næst vék ræðumaður lítillega að fundahöldum Sjálf- stæðismanna um landið þvert og endilangt. Þar deildu þeir á rík- isstjórnina og blöð þeirra einnig. En hver er stefna þeirra sjálfra, sagði Bernharð? Um það heyrist ekkert, bókstaflega ekkert. Það virðist að við þá eigi bókstaflega hending úr Alþingisrímunum: „Kvað við grimmt úr hverri átt heróp: Bara völdin.“ Niðurlagsorð. Að síðustu sagði Bernharð Stefánsson: „íslenzka þjóðin get- ur látið sér líða vel í þessu landi, ef hún kann sér hóf og sýnir þegnskap. Við höfum komist í töluverðar skuldir við aðrar þjóðir, en þær "skuldir eru þó ekki nema lítið brot af þeim verðmætum, sem við höfum eignast. Það sem að er í þjóðlíf- inu, er fyrst og fremst það, að við komum okkur ekki saman um það, hvernig skipta skuli þjóðartekjunum. Þar hefur hver otað sínum tota, hver stétt og hver einstaklingur. Þetta er það sem að amar, og af því sprettur allt efnahagsöngþveitið, verkföll- in, en ekki hinu að við öflum ekki nægilegra tekna fyrir þjóð - arheildina. Að finna réttláta og varanlega lausn á þessu er aðal vandamál þjóðarinnar nú. Ef núverandi stjórn og stuðningsflokkum hennai', sem aðallega styðjast við hið vinnandi fólk í landinu, verð- ur af sundrungaröflunum gert ómögulegt að leysa þann vanda, þá mun óhjákvæmilega enn versna og neyðin þá verða að kenna naktri konu að spinna, því að reynslan sýnir að af Sjálf- stæðisflokknum er einskis að vænta í því efni. Framsóknarfl. hefur forustuna í núverandi samstarfi. Ef það á að takast vel verður því að efla Framsóknarfl. sem mest, og að því getið þið öll unnið á margvís- legan hátt. Tökum því höndum saman og tryggjum Framsóknarflokknum fullan sigur í þessu kjördæmi.“ Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anna Þor- steinsdóttir, Ægisgötu 20, Akur- eyi'i, og Júlíus Bergsson, sjómað- ur, Byggðaveg 149, Akureyi'i. Næturlæknar. Laugard. 12. júlí Bjarni Rafnar. — Sunnud. 13. júlí sami. — Mánud. 14. júlí Stef- án Guðnason. — Þriðjud. 15. júli Pétur Jónsson. — Miðvikud. 16. júlí Olafur Olafsson. — Fimmtu- daginn 17. júlí Bjarni Rafnar. — Föstud. 18. júlí Einar Pálsson. — Laugard. 19. júlí Erl. Konráðs- son. — Sunnud. 20. júlí sami. Hjúskapur. Sl. sunnudag voru gefin saman í hjónaband á Grenjaðarstað ungfrú Iðunn Ágústsdóttir og Magnús Guð- mundsson húsgagnasmiður. — Heimili þeirra verður fyrst um sinn í Aðalstræti 76, Akureyri. Hjálpræðisherinn. — Almennar samkomur á hverju sunnudags- kvöldi kl. 20.30. Allir eru hjart- anlega velkomnir. - Frá Hveragerði (Framhald af 4. síðu.) aðdáunarverð, það var því áreið- anlega verðskuldað að forseti ís- lands skyldi sæma Jónas Krist- jánssin heiðursmerki þann 17. júní sl. fyrir störf hans á þessu sviði. Enginn þarf þó að ætla, að Jónasi hafi stigið. þessi heiður til höfuðsins, það sanna þau orð, sem hann hafði um þetta við undirritaðan í þessu tilefni. Hann mælti á þessa leið: Mér þykir fyrst og fremst vænt um þessa viðurkenningu vegna þess að verið getur að hún verði til þess að efla vöxt og við- gang heilsuhælisins. Og þó, seg- ir Jónas ennfremur, og nú leggur hann áherzlu á hvert orð: Þetta með stækkun hælisins er ekki takmark í sjálfu sér heldur nauð- synleg bráðabirgðaráðstöfun. — Takmarkið er að fólkið — öll þjóðin — læri að lifa heilsu- samlegu lífi, læri að rækta heil- brigðina með því að neyta lifandi fæðu, en hætti að brjóta lögmál náttúrunnar, því að brjóta þau lögrpál, er ein stærsta yfirsjón nútímans. Þetta var aðalinnihaldið í um- mælum Jónasar Kristjánssonar læknis. Sem betur fer fjölgar því fólki, sem skilur að þetta er rétt. Sigurjón Valdimarsson. ÍBÚÐ Ung hjón, með 1 barn, óska að.taka á leigu 2—3 herbergja íbúð, helzt með baði, frá 1. okt. Uppl. í síma 2044. íbúð óskast 2—3 herbergja íbúð óskast til leigu eða kaups nú þeg- ar. Mikil útborgun. Uppl. í sima 1183 og á afgr. blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.