Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 12.07.1958, Blaðsíða 8
8 Bagujr Laugardaginn 12. júlí 1958 Bandaríkin lögðu íil í Öryggisncfnd Sameinuðu þjóðanna, að al- þjóðaeftirlit yrði haft á tilteknu svæði á norðurhveli jarðar, til að konia í veg fyrir skyndiárásir. — Sovétríkin höfnuðu þessari tillögu. Hér sést Henry Cabot Lodge benda á hið tilætlaða eftirlitssvæði. Þrem bílum stolið. Einn eyðilagður Oknyttamenn færa sig upp á skaftið. Utsvörin í Akureyrarkaupstað 1958 Það bar við á miðvikudags- kvöldið að þrem bílum var stolið, einum á Akureyri og tveimur á Þelamörk. Atvikin voru í stórum dráttum þessi: Tveir skipsmenn á sunnlenzku skipi stálu bifreið Steindórs Steindórssonar járn- smiðs hér í bæ og óku út á Þela- mörk. Þar valt bíllinn, nálægt Krossastöðum út af háum vegi, og er hann talinn nær ónýtui'. — Annar sjómannanna brá sér þá heim að Krossastöðum og stal vörubifreið bóndans og ók fram Þelamörk. Sá bóndinn á eftir bif- reið sinni, símaði til nágranna sinna og bað þá aðstoðar. Bænd- ur brugðu við, handsömuðu þjóf- inn og færðu til Akureyrar og af- hentu hann lögreglunni. Nú er að segja frá hinum, sem í fólksbifreiðinni var. Hann Sæluhúsið í Lindum Ferðafélagið á Akureyri mun fara í vinnuferð seinni hluta næstu viku austur í Herðubreið- arlindir til að steypa sökkul og góif undir skála sinn, sæluhús er þar verður reist. Akureyringar! Sjálfboðavinna er vel þegin við þessa framkvæmd. Án hennar og annarrar aðstoðar verður slíkt verk ekki framkvæmt. Næstu ferðir félagsins. 6. ferð, 19—26. júlí: Austur- landsför, hreindýraslóðir. Ekið að Brú á Jökuldal, um Hrafnkels- dal suður á öræfin. Gengið á Snæfell, ef veður leyfir. í bakleið verður ekið frá Brú suður Lauga vailadal að Kringilsá og Vatna- jökli. Heim um Arnardal og Möðrudal. — Sjö til átta daga ferð. 7. ferð, 30. júlí til 4. ágúst: Öskjuför. — Ekið í Herðubreið- arlindir og suður til Dyngjufjalla. Gengið í Öskju og dvalizt þar, eftir því sem tími vinnst til. — Heim um Dyngjufjalladal, Suð- árbotna og Grænavatn. Til mála getur komið að fara leiðina öfugt, ef það væri talið heppilegra. — Sex daga ferð. meiddist nokkuð á höfði og mun hafa rotazt. En er hann raknaði úr rotinu hljóp hann heim að Sleðja, bæ þar nærri og stal jeppabíl, er þar stóð. Bifreiðaeftirlit og lögregla, sem fór á slysstaðinn, þar sem fólks- bifreiðin valt, hitti þennan öku- þór og hófst svo eltingarleikur, sem barst hingað til bæjarins. — Hafnaði þessi sjómaður einnig í höndum lögreglunnar og var síð- an fluttur í sjúkrahús. Hætt er við að nokkuð kvarnist úr sum- artekjum skipsmannanna vegna þessa næturævintýris. Mennirnir voru báðir ölvaðir. Hinn árlegi samvinnudagur var haldinn hátíðlegur víðs vegar í heiminum 5. júlí sl., fyrir at- beina Alþjóðasambands sam- vinnumanna, sem hefur aðal- stöðvar sínar í London. Innan þessara samtaka eru nú 82 sam- bönd í 43 löndum, sem hafa sam- tals 132,5 milljónir félagsmanna í 452000 einstökum samvinnufé- lögum. Alþjóða samvinnusambandið hefur undanfarið tekizt fyrir hendur, sem eitt aðalvei'kefni, að styðja útbreiðslu samvinnufélaga í hinum nýfrjálsu löndum Asíu og Afríku, þar sem lífskjör manna eru enn mjög frumstæð og hagkerfi landanna hálfbyggt. — Hefur komið fram mikill áhugi á að reyna samvinnuskipulag á ýmiss konar rekstri austur þar, og vilja samvinnumenn á Vest- urlöndum veita alla aðstoð sína til þess, að svo megi verða. Með- al annars hafa sænskir sam- vinnumenn haldið uppi mikilli fjársöfnun fyrir þessa starfsemi. Innan alþjóðasambands sam- vinnurrianna eru félagsmenn flestir í Sovétríkjunum, 33 mill- jónir, þá í Indlandi 17.6, Banda- ríkjunum 16.4 og í Bretlandi 12.5 milljónir. í tilefni samvinnudagsins, 5. júlí sl., hefur Alþjóða samvinnu- sambandið gefið út ávarp að Tveir drengir slasast mjög alvarlega Það slys varð að Grund í Eyjafirði að tveir drengir, 6 og 12 ára misstu framan af fingr- um beggja handa, báðir, en þó ekki öllum. Voru þeir þar, sem hey var dregið í hlöðu, og munu hafa lent með hendurnar í hjóli eða trissu er þetta skeði. Alls tók af 17 fingur og suma upp við lófann. Gefur þetta sorglega slys til- efni til að minna á varfærni við vinnu, þar sem börn eru að leik og starfi. Varðlið S. Þ. kostar 20 millj. dollara á ári Kostnaðurinn við varðlið Sam- einuðu þjóðanna á landamærum Egyptalands og ísraels, sem nem- ur eins og kunnugt er um 6000 manns, verður um 20 milljónir dollara árlega. Frá því í nóvember 1956, er liðið var kallað saman, og til des- emberloka 1957, nam kostnaður- inn við liðið 28.9 milljónum doll- ara — þess ber að gæta, að þetta var 14 mánaða tímabil, og að ýmislegur stofnkostnaður er meðreiknaðui', sem ekki kemur lengur til greina. vanda. — Fer það hér á eftir: Hinar 132 milljónir samvinnu- manna í 43 löndum, sem eru í fé- lögum innan Alþjóða samvinnu- sambandsins, eru skapandi mátt- ur til friðar og félagslegra um- bóta, er ekki á sinn líka í heim- inum í dag. Sameiginlegt hlutverk þeirra, sem að Alþjóðasambandi sam- vinnumanna standa, er í dag að vinna sleytulaust að eflingu al- þjóðlegs friðar á varanlegum grunni — með því að leggja stöðugt að viðkomandi ríkisstjórnum, svo sem alþjóða samvinnuþingið í Stokkhólmi 1957 samþykkti, að þær Ieiti samkomulags um al- gert bann við kjarnorkuvopn- um og almcnna afvopnun undir alþjóðlegu eftirliti og stjórn, svo og að efla samstarf milli þjóða um friðsamleg not kjarn- orkunnar, og ineð því að vcita Alþjóða- sambandi samvinnumanna ríf- legan, fjárhagslegan stuðning og tæknilega hjálp til að vinna að úthreiðslu samvinnustefn- unnar, sem er ekki aðeins ör- uggasta lciðin til að þurrka út fátækt og arðrán í liinum van- þróuðu löndum, heldur fram- kvæmd á hugsjón samvinn- unnar um bræðralag mann- anna. ®Þessi fyrirtæki bera hæstu iitsvör: KEA .................. 305.900.00 SÍS ................. 237.400.00 Olíufélagið h.f....... 226.500.00 Amaro klæðagerð h.f. 154.800.00 Linda h.f..............101.100.00 Útgerðarfél KEA h.f. 89.100.00 Ú. A. h.f.............. 80.000.00 Einstaklingar: Kr. Kristjánsson, Brg. 4 55.500.00 O. Thorarens., Bjarm. 9 51.900.00 B. Laxdal, Eyrarl.v. 8 46.750.00 Guðmundur Jörundss., Helgam.str. 28 44.600.00 Friðjón Skarphéðinsson, Helgam.str. 32 38.550.00 Brynjólfur Sveinsson, Skólastíg 13 36.550.00 Hermann Stefánsson, Hrafnagilsstr. 6 35.700.00 Valg. Stefánss., Odd. 28 34.300.00 Bernh. Stefánss., Str. 5 30.800.00 Helga Skúlas.í Möðr. 2 29.700.00 Jakob Frím., Þing. 2 29.100.00 Tómas Björnss.,Gils.l3 28.350.00 Sig. Jónss.. Skólast. 11 27.600.00 Jónas H. Traustason, Ásveg 29 27.050.00 Einar Guðmundsson, Klettaborg II 26.800.00 Jón E. Sigurðss. Hafn. 94 26.500.00 Anna Laxdal, Brg. 1 26.250.00 Bjarni Jóhannesson, Þingvallastr. 28 26.200.00 Guðm. Karl Pétursson, Eyrarlandsv. 31 25.850.00 Hólmst. Egilss.,Bjarm.5 25.800.00 Steindór Kr. Jónsson, Eyrarv. 31 25.600.00 Páll Friðfinns., Kaldb.v. 25.300.00 Brynjólfur Brynjólfss., Þingvallastr. 33 24.750.00 Irene Gook, Ráðhúst. 5 24.650.00 Ólafur Jónss., Munk. 21 24.400.00 Jónas Snæbjörnsson, Möðruvallastr. 5 23.850.00 Ól. Thorarensen.Brg.ll 23.650.00 Sverrir Ragn., Þing. 27 23.600.00 Guðmundur Skaftason, Brekkug. 14 23.250.00 Sig. Sölvason, Munk. 38 23.150.00 Jóhann G. Benediktsson, Eyrarlandsv. 8 22.750.00 Pétur Jónss., Ham. 12 22.650.00 Skarphéðinn Ásgeirss., Helgamagrastr. 2 22.550.00 Þorst. Davíðss., Brg, 41 22.550.00 Snorri Guðmundsson, Hafnarstr. 108 22.500.00 Jóh. Þorkelss., Rán. 19 21.150.00 Svavar Guðmundsson, Bjarmast. 8 21.100.00 Einar Sigurjónsson, Aðalstr. 15 20.900.00 Jón Sigurgeirsson, Klapparst. 1 20.900.00 Ásgeir Jakobsson, Eiðsvallag. 32 20.850.00 Eyþór H. Tómasson, Brekkug. 32 20.650.00 Stefán Guðnason, Oddag. .15 20.650.00 Jón F. Jónss., Víðim. 4 20.600.00 Þorsteinn Austmar, Lundarg. 10 20.600.00 Jóhann Frímann,Ham.6 20.300.00 Bjarni Rafnar, Ásab, 5 20.000.00 Ingólfur Lilliendal, Fagrastr. 1 20.000.00 Jón M. Árnason, Eyrarv. 1 19.800.00 Þorsteinn Stefánsson, Skólastíg 13 19.700.00 Tryggvi Gunnarsson, Víðimýri 10 19.500.00 Stefán Helgas., Aðal. 3 19.500.00 Knut Otterstedt, Oddeyi-arg. 17 19.500.00 Jón Guðmundsson, Þórunnarstr. 120 19.400.00 Steindór Steindórsson, Munkaþv.str. 40 19.350.00 Jóhann Sigurðsson, Norðurg. 42 19.250.00 Eiríkur Jónss., Fjól. 12 18.950.00 Bjarni Skagfjörð, Grænum. 8 18.900.00 Guðmundur Gunnarss., Laugarg. 1 18.800.00 Árm. Helgas., Hafn. 100 18.700.00 Sverrir Pálss., Möðr. 10 18.550.00 Baldur Ingimarsson, Hafnarsti'. 107 B 18.250.00 Elías Tómass.,H.m.str.4 18.150.00 Þórðui' Snæbjörnsson, Ránarg. 12 17.950.00 Stefán Reykjalín, Holtag. 7 17.950.00 Stefán Halldórsson, Eyrarv. 20 17.950.00 Friðrik Magnússon, Aðalstr. 15 17.650.00 Jón B. Jónsson, Grænug. 2 17.600.00 Baldvin Þorsteinsson, Löngum. 10 17.450.00 Steingr. Guðmundss., Strandg. 23 17.300.00 Leó Sigurðss., Oddey. 5 17.250.00 Gunnar Brynjólfsson, Bjarmast. 8 17.150.00 Arnþór Þorsteinsson, Bjarmast. 11 17.100.00 Guðm. Guðmundss., Helgam.str. 43 17.050.00 Bjarni Rósantsson, Helgam.str. 30 16.850.00 Stefán Ág. Kristjánss., Eiðsvallag. 6 16.850.00 Árni Jónss., Gils.b.v. 11 16.800.00 Gísli Ólafsson, Holtag. 8 16.700.00 Axel Björnsson, Helgam.str. 47 16.700.00 Pétur Sigurgeirsson, Hamarst. 24 16.600.00 Jón Benediktsson, Laxag. 9 16.550.00 Steinn Steins., Hafn. 20 16.500.00 Gunnar Schram, Hafnarstr. 102 16.500.00 Ingimundur Árnason, Oddeyrarg. 36 16.500.00 Friðþjófur Gunnlaugss., Gránufélags. 57 16.500.00 Sjíikraflugvél Norð- lendinga er komin til Reykjavíkm- og er verið að setja hana saman. Mun hún síðan koma fljúgandi hingað norður og hefja sjúkraflug sitt. Vélin verður staðsett á Akureyri. Siglfirðingar gengu úr leik á landsmóti í knattspyrnu, sem hér hófst í gær. Um orsakir er blað- inu ekki kunnugt, en mjög er það bagalegt þegar slíkt hendir á síð- ustu stundu og undirbúningi er lokið. Hinn árlegi samvinnudagur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.