Dagur - 07.08.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 07.08.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 13. ágúst 1958. XLI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 7. ágúst 1958 39. tbl. Nýr bátur frá Skipasmíðastöð K.E.A. Fyrir nokkru afhenti Skipasmíðastöð KEA nýjum eigendum,bræðr- unum Sigmari og Gunnari Jóhannssonum í Hrísey, 8—9 tonna bát, sem meðfylgjandi mynd sýnir. — Báturinn heitir Farsæll og þykir mjög álitlegur. Um traustleika og vandaðan frágang efast enginn hjá Skipasmíðastöð KEA á meðan Tryggvi Gunnarsson skipasmiður stjórnar því fyrirtæki. — í bátnum er 44 hestafla Kelvinvél, sem Ólafur Einarsson setti niður. — (Ljósmynd: E. D.). Jónasarhátiðín í Öxnadal var fiölmenn Dauðaslys við Svínavatnsstíflu Síðastliðinn mánudag varð dauðaslys við Svínavatnsstíflu. Þar var verið að sprengja kiöpp Og lenti steinn úr sprengingunni á nærstöddum manni, sem beið bana af. Maður þessi hét Gunnar Hjálmarsson frá Hjarðarfelli. Selur í Eyjaf jarðará 1 síðustu viku sáu stangveiði- menn sel í Eyjafjarðará, skammt frá Stokkahlöðum. Sent var eftir byssu, en þegar skytta kom á vettvang var selurinn horfinn og hefur ekki spurzt til hans síðan. alfundi ÚfgerSarfél. Akureyringa Rekstur hraðfrystihússins gengur vel Aðalfundur Útgerðarfélags Ak- ureyringa h.f. var haldinn kl. 8.30 e. h. 5. ágúst 1958. Formaður félagsins kvaddi til fundarstjórnar Braga Sigurjóns- son, ritstjóra. Því næst las formaður skýrslu stjórnarinnar og gatþar um m. a. afla skipanna á sl. éri, sem orðið hafði mun minni en árið áður, eða 13.300 tonn í stað 18.300 tonna árið áður. Þá gerði formaður grein fyrir verkun aflans, og taldi eitt merk- ásta framfaraskref í rekstri fé- lagsins, að á árinu hefði vinnsla hafizt í fiystihúsi þess. Jafnframt gat hann þess, að rekstur frysti- hússins hefði gengið að óskum, og að með tilkomu þess væri rekstrargrundvöllur félagsins tryggari en áður. Ennfremur skýrði formaður frá því, að félagið hefði lent í nokkr- um fjárhagsörðugleikum á árinu, en nú gæti hann jafnframt upp- lýst, að með hagkvæmum lánum hjá Landsbanka íslands og samn- ingum við lánardrottna hefði fé- lagið nú getað staðið við allar skuldbindingar sínar á lánum og lausaskuldum. Þá voru endui-skoðaðir reikn- ingar félagsins lesnir upp og samþykktir samhljóða. Niðurstóðutölur reikninganna eru: Kr. Reksturshalli 1957 9.343.552.39 Þar af fyrningaafskr. 2.269.139.87 Kr. Eignir bókfært verð 42.174.634.03 Fyrningaafskriftir frá upphafi 6.710.785.76 Tap án fyrninga frá upphafi 17.882.741.93 Skuldir félagsins pr. 31/12 1957 kr. 66.768.161.72 Eftir tillögu bæjarstjórnar voru eftirtaldir menn samþykktir í aðalstjórn og varastjórn: Albert Sölvason, Helgi Pálsson, Jakob Frímannsson,. Kristján Kristjánsson, Tryggvi Helgason. Varamenn: Jón M. Árnason, Jó'nas G. Rafnar, Gísli Konráðsson, Gunnar H. Ki'istjánsson, Jóhannes Jósefsson. .¦ ^. Sömuleiðis voru endurskoðend- ur kjörnir eftir tillögu bæjar- stjórnar, þeir: Ragnar Steinbergsson, Þórir Deníelsson. (Framhald á 8. síðu.) Ullarverð og meðferð ullar Ullarmóttaka stendur nú yfir hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og hefur kaupfélagsstjórinn beðið blaðið að geta þess að óskað sé eftir að framleiðendur komi með ullina sem allra fyrst. — Eins og undanfarin ár er tekið á móti ullinni í kartöflugeymslunni við Skipagötu. Er það brýnt fyrir bændum að leggja sem mest af ullinni inn í heilum reifum. Sama Bændadagur að Húnaveri Sunnudaginn 3. ágúst var bændadagur haldinn að Húna- veri. Er það fyrsti bændadagur þar í sýslunni. Búnaðarsamband- ið gekkst fyrir bændadeginum. — Fyrst var messu hlýtt hjá séra Birgi Snæbjörnssyni og síðan setzt að kaffidrykkju. Meðan set- ið var að veitingum fluttu ræður þeir Sigurður Nordal prófessor, séra Gunnar Árnason frá Skútu- stöðum og Pálmi Einarsson land- námsstjóri. Síðan var dans stig- inn. Um 170 manns sóttu mót þetta og þótti það takast mjög vel. verð fæst þó fyrir hálf reifi, séu þau klofin að endilöngu eftir hryggnum. Ullarverð á erlendum markaði er nú lægra en mörg undanfarin ár, en að því er unnið af SÍS við Framleiðsluráð, að gjaldeyris- fríðindi á andvirði útfluttrar ull- ar verði látin koma ullinni til góða, en ekki notuð til verð- bóta á útflutt kindakjöt. Ef þetta nær fram að ganga mun ullar- verð til bænda hækka allverulega þrátt fyrir lækkun á erlendum markaði. Aðalræðuna flutti Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi Sunnudaginn 22. júlí héldu eyfirzk ungmennafélög og Skógræktarfélag sýslunnar hátíð til minningar um Jónas Haligrímsson frá Hrauni í Öxnadal.í tilcfni af 150 ára fæð- ingaraímæli hans. Jónasarhátíðin í Öxnadal var hugmynd Davíðs Stefánssonar og ungmennafélögin framkvæmdu hana á myndarlegan hátt með aðstoð Skógræktarfélags sýsl- unnar, og er það þeim til sóma. Mannfjöldi safnaðist hvaðan- æfa og hlýddi fyrst á prófastinn á Möðruvöllum, séra Sigurð DAVÍÐ STEFÁNSSON flytur ræðu á Jónasarhátíðinni. (Ljósmynd: E. D.). Stefánsson, flytja bæn og minn- ast skáldsins í stuttri ræðu, en sálmar voru sungnir bæði á und- an og eftir uridir stjórn Áskels Jónssonar. — Aðalræðuna flutti Davíð Stefánsson skáld frá Fagra skógi, mikla ræðu og skörulega um „listaskáldið góða". Samkoman fór fram úti, sunn- an við samkomuhúsið að Þverá. Þar var skreyttur ræðupallur. — Nokkrum föðmum neðan niðaði áin, en brattar hlíðar og hnjúka- fjöllin til beggja hliða bergmál- uðu ræður og söng. Yfir hvelfdist blár himinn. En þegar skáldið frá Fagraskógi reifaði málið fyrst í viðtali við Norðurlaridsmóf í frjálsíþróttum Um helgina 9. og 10. ágúst verður háð hið árlega meistara- mót fyrir Norðurland í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram á Akur- eyri. Búizt er við mikilli þátttöku að þessu sinni og er væntanlegum keppendum á það bent, að til- kynna þátttöku sína í tæka tíð og til réttra aðila. Keppni hefst á laugardag kl. 2 e. h. og verður þá keppt í 100 m. og 1500 m. hlaupi og ennfremur 1000 boðhlaupi. Einnig í þrístökki, kringlukasti og hástökki karla og kvenna og 80 m. hlaupi kvenna. Á sunnudaginn hefst svo keppnin fyrir hádegi með 110 m. grindahlaupi og langstökki karla og kvenna. Eftir hádegi sama dag verður keppt í 400 m., 3000 m., 4x100 m., stangarstökki, spjót- kasti, kúluvarpi og kringlukasti kvenna. — Ungmennasamband Eyjafjarðar sér um mótið. Mót- stjóri verður Ingimar Jónsson, blaðið Dag á Akureyri, sagði hann meðal annars þetta um Jónas Hallgrímsson: „Mcð ljóðum sínum vakti hann fagurskyggni og stórhug fólksins, sem illæri og andleg fátækt höfðu öldum saman sljófgað. Hann skerpti vitund þecs og sýn, efldi sjálfstraust þess og réttmætar frelsiskröf- ur. Þannig glæddi hann falinn og fölskvalausan eld, sem áður skorti lífsmagn til þess að ylja þjóðinni og veita henni sálu- bót. En nú birtist henni fegurð landsins; í eyrum henni hljómaði íslenzk tunga í allri sinni dýrð, en var þó sama málið og bændafólkið talaði, frelsishvötin, sem áður var bæld af innlendumvanmættiog erlendum yfirráðum magnaðist og dafnaðist. Þjóðernistilfinn- ingin, sem íslehdingum var frá upphafi í blóð borin, hafði vaknað við fagran söng. Fólkið reis upp af koddanum og gekk út á hlaðið, leit til fjalla og hafs, skimaði í allar áttir. ÖU þjóðin sá að sól skein á tinda. Það var dagur á lofti og vor í . blænum. Það var unaður að skynja guð í náttúrunni. Það var unaður að eiga sér ættjörð, berjast fyrir frelsi hcnnar og ræktún, talá íslenzku — og liía. svo máttugir voru Ijóðtöfrar Jónasar Hallgrímssonar...... Við skulum halda Jónasarhátíð í vor í Öxnadal......". Að ræðu Davíðs lokinni, sem allir veittu óskipta athygli, söng Jóhann Konráðsson og leikararn- ir Þorsteinn Ö. Stephensen, Björg Baldvinsdóttir og Matt- hildur Sveinsdóttir lásu upp úr verkum Jónasar. Þá afhenti Brynjólfur Sveins- son, hreppstjóri í Efstalandskoti, Minningarlundi Jónasar, svo- nefndan Jónasarlund, Ungmenna félagi Öxndæla til varðveizlu. — Minningarlundurinn er í landi Steinsstaða, örskammt frá sam- komuhúsinu og þar hefur trjám verið plantað og útsýnisskífa sett upp. Kári bóndi Þorsteinsson frá Þverá tók á móti gjöfinni. — Að ræðum loknum í sambandi við Jónasarlund, fór fram keppni í handknattleik og síðan var dans stiginn í stóru tjaldi. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 13. ágúst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.