Dagur - 07.08.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 07.08.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmiudagimi 7. ágúst 1958 Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsíngastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstola í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurint kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Eftirtektarverð aðvörunarorð í SÍÐASTA hefti Fjármálatíðinda Landsbankans er athyglisverð grein eftir Jóhannes Nordal unt efna- hagslögin nýju. Þar sem nauðsyn ber til að alrnenn- ingur öðlist scm gleggstan skilning á þróun efnahags- málanna og þeim breytingum, sem gerðar hafa verið, leyfir blaðið sér að birta kafla úr grein hagfræðings- ins: „Á ÞEIM fáu vikum, sem liðnar eru, síðan útflutn- ingssjóðslögin nýju voru sett, hafa áhrif þeirra komið fram í allmiklum verðhækkunum. Þessar verðhækkanir hljóta að liafa margvísleg vandamál i för með sér, en jtær eru engu að síður óhjákvæmi- leg afleiðing slíkra aðgcrða, ef þær eiga að ná því markmiði, að draga úr misræmi í verðlagi innan lands og jafnframt að auka raunverulegar tekjur útflutníngsatvinnuveganna. í sjálfu sér stuðla vcrð- hækkauirnar að því að drágá úr eftirspurn cftir ákveðnum vöruflokkum og þjónustu, og þær geta þannig dregið úr umframeyðslu þjóðarbúsins og bætt nýtingu framleiðsluafla þjóðarbúsins. Þessi hag- stæðu áhrif koma þó því aðeins fram, að eftjrspurn aukist ekki á ný vegna launahækkana eða nýniynd- unar peninga vegna aukinna útlána bankanna. í útflutningssjóðslögunum er ákveðin 5% kaup- hækkun þegar í stað. Tilgangur þessarar hækkunar var tvímælalaust sá, að koma í veg fyrir almennar kaupkröfur og jafnvel að fá launþega til að sam- þykkja afnám á vísitölubindingu launa. En þrátt fyrir jjetta, hefur ekki tekizt að koma í veg fyrir kjaradeilur og verkföll, og þcgar hafa verið sam- þykktar kauphækkanir, sem draga munu mjög úr áhrifum liinna nýju ráðstafana og raska verulega þeim rekstrargrundvelli, sem útflutningsatvinnuveg- unum hefur verið skapaður með hinum nýju að- gerðum. Atvinnuvegirnir munu vafalaust ekki taldir geta borið hinn aukna tilkostnað, svo að honum verður velt á ný yfir á neytendur í hærra vöruverði. Engum ætti að dyljast, að áframhald þessarar jjróun- ar í kaupgjaldsmálum, ldýtur að gera fljótlega að engu l'lest það, sem áunnizt hefur með hinum nýju ráðstöfunum. ENN SEM komið er hafa verðhækkanirnar ekki haft veruleg áhrif á lánveitingar bankanna, en að jjví hlýtur að líða, að hinn vaxandi tilkostnaður kalli á stórum aukið lánsfé til atvinnuveganna. Ef ekki er rétt á haldið, gæti slík útlánaaukning orðið til jjess að auka enn peningaútjjenslu í þjóðfélaginú og Jjann- ig átt sinn þátt í að auka á ný umframeftirspurnina í þjóðarbúinu. í þessum efnum verður vandratað meðalhófið, því að ekki mega strangar aðgerðir í peningamálum verða til jjess að stöðva mikilvægar greinar atvinnulífsins. Þarna er urn það að ræða, eins og reyndar á öðrum sviðum, að ákveða, hverjir eigi að bera J>ær byrðar, sem óhjákvæmilegt er að leggja á. Þótt markmiðið hljóti að vera að draga úr lánum fyrst og fremst til fjárfestingar, er það allt annað en auðvelt í framkvæmd, þar sem rnegin- þorri þeirra lánveitinga, sem hreyfanlegastar eru, er ætlaður til rekstrar en ekki til fjárfestingar. Þær ráð- stafanir og ákvarðanir, sem hér þarf að taka, geta varla orðið að gagni, nema um þær sé samstaða ríkisvaldsins og bankanna, enda mun mikið velta á um framkvæmd fjárfestingaráætlana á vegum ríkisins sjálfs. UNDANFARNAR vikur hafa sýnt jjað enn á ný, að víðtækar aðgerðir í jjví skyni að leysa úr vanda- málum atvinnuveganna eru til lítils gagns til lengd- ar, ef Jjeim er ekki fylgt eftir með öðrum ráðstöfun- um og ströngu aðhaldi í fjármálum, peningamálum og launamálum. Það er ekki nóg að gera róttækar aðgerðir í efnahagsmálunum einu sinni eða tvisvar á ári. Á degi hverjum verður í framkvæmd og stjórn þjóðarbúsins að taka ákvarðanir, sem áhrif hafa á þróun jjesara mála. Og hér á landi eru slíkar ákvarð- anir ekki aðeins teknar af ríkisvaldinu og þeim stofn- unum, sem á vegum þess starfa, heldur að verulegu leyti af samtökum launþega eða einstakra atvinnu- vega. Það má jjt'í segja, að forsenda jjess, að hinar nýju ráðstafanir komi að einhverju gagni, sé, að almenn- ur skilningur sé á tilgangi Jjeirra og nauðsyn. Fyrr eða síðar verða menn að gera sér Ijóst, að tilgangslaust er að gera til jjjóðarbúsins kröfur, sem Jjað fær ekki undir risið. Af- leiðingin vCrður verðjjensla og er- lend skuldasöfnun, sent áður en lýk- ur lilýtur að hafa f för með sér kjaraskerðingu alls almennings i landinu." Boglínur kirkjubrekkunnar. v. skrifar „Degi“ enn á ný. „I ÁRATUGI hef eg haft kirkjubrekkuna „á heilanum“. — Hefur Jjað valdið kippum og sprettum öðru hvoru, utan borðs og innan. Og ýmislegt hefur ver- ið gert — að lokum. Fremur óvandað í fyrstu, og miður hirt síðan. Og þó er kirkjubrekkan í upphafi hugsuð sem einn helzti fegurðarauki bæjarins! — Nefni aðeins í skyndi: „Kirkjutröpp- urnar: (af vanefnum gerðar, aldrei lokið og illa haldið við). Og svo einnig neðstu bogaþrep brekkunnar. Seint og um síðir var því sinnt að ljúka þeim og ganga frá þeim sæmilega. — Og er ótrúlega drjúgu starfi var lok- ið, voru allar línur fegurðar og sæmilegrar verkhyggni brotnar og þverbrotnar, í stað þess að láta boglínur brekkunnar halda sér og hverfa að lokum inn í brekkukinnina að baki „Caroline Rest“!------- Nú er loks tekið að sinna norð- urkinn kirkjubrekkunnar og gil- brekkunni þar fyrir ofan, og hef- ur hún þegar tekið allmiklum stakkaskiptum, þótt gætilega sé gengið að verki. 3—4 efstu þrepin. VERÐUR NÚ SENNILEGA bætt fyrir brotaglæpi neðstu brekkuþrepanna með því að láta beygju efstu þrepanna halda sér sem lengst inn í norðurkinn brekkunnar, svo að jafnvægi ná- ist í heildarsvip kirkjubrekkunn- ar og fegurðarauki! (Og þá munu kirkjutröppurnar einnig virðast nær miðri brekku, en ekki út- jaðri hennar eins og nú!) Ekki skal farið fram á meira að sinni! En þessu verður að sinna! 10 gramma kartöflur erú ekki verzlunarvara! Það er hálf þyngd venjulegs póstbréfs. — Ilvers vegna á nú að þurfa að segja bændum — og kaupmönn- um — jafn augljóst mál! — 40— 50 gr. kartafla er lítil meðalstærð, en þó vel söluhæf, ef góðar eru. Smælkið á að nota heima — á ýmsan hátt! Það á ekki að sjást innan um söluhæfa vöru. — v. hefur talað! Dýrt var það. PILTAR, sem fóru á samkomu Sjálfstæðismanna að Egilsstöð- um um síðustu helgi, segja svo frá: „Mjólkurlítrinn kostaði 15 kr., og þó lögðum við til glerið. — Tjaldstæði kostaði 30 kr., og að koma inn á samkomusvæðið 40 kr. fyrir manninn og svo 30 kr. á „ballið“ að auki. Ungir Sjálfstæðismenn, sem þessu stjórnuðu, virðast hreint ekki ætla að verða eftirbátar hinna eldri í flokki kaupsýslu- manna og braskara í því áð hagn ast af verzlun, þar sem því verð- ur við komið. Frá Eiðaskóla Bændaskóli starfaði á Eiðum frá 1883 til 1918. Fyrsti skóla- stjóri var Guttormur Vigfússon, síðar bóndi í Geitagerði, næstur Jónas Eiríksson, síðar bóndi að Breiðavaði. Aðrir skólastjórar bændaskólans voru: Benedikt Kristjánsson, bóndi að Þverá í Axarfirði, Bergur Helgason, Kirkjubæjai-klaustri, og Metúsal- em Stefánsson, síðar búnaðar- málastjóri. Var hann síðar skóla- stjóri búnaðarskólans. Árið 1919 er skólanum breytt í alþýðuskóla með sérstökum lög- um, er sett voru á 1917, eftir að Múlasýslur höfðu afhent ríkinu allar eignir Eiðastóls með því skilyrði, að haldið yrði uppi al- þýðuskóla á stpðnum. Fyrsti skólastjóri þess skóla var séra Ásmundur Guðmundsson prest- ur í Stykkishólmi, núverandi biskup. Aðrir skólastjórar al- Jjýðuskólans hafa verið þeir séra 103 ára Kristján Jóhann Jónsson, Lambanesi, Fljótum, verður 103 ára á laugardaginn kemur. Af- komendur hans eru nú orðnir nær tvö hundruð að tölu — og m. a. 5 ættliðir í beinan karllegg. — Gamli maðurinn er nú orðinn rúmliggjandi, en getur lesið dá- lítið og fylgist vel með öllu enn. Jakob Kristinsson, síðar fræðslu- málastjóri og cand. theol., Þórar- inn Þórarinsson frá Valþjófsstað, sem verið hefur skólastjóri síð- astliðin 20 ár. Eiðaskóli er nú héraðsgagn- fræðaskóli, með bóknáms- og verknámsdeild til landsprófs og gagnfræðaprófs. Mörg undanfarin ár hefur skólinn verið fullsetinn og hefur orðið að neita umsækj- endum um skólavist í vaxandi mæli sakir þrengsla. Fimmtugur: Stefán Björnsson Svarfaðardal 13. júlí. Stefán Bjöi'nsson bóndi á Grund varð fimmtugur 9. júlí sl. Hann hefur búið snotru búi á Grund um tvo áratugi. Stefán er hygginn og traustur maður. Hann hefur tekið mikinn þátt í félags- málum og verið falin ýmis trún- aðarstörf. Var til dæmis fyrsti oddviti í hinum nýja Svarfaðar- dalshreppi, þegar eldri hreppn- um var skipt í tvo hreppa. Ekki leikur það á tveim tungum, að Jjeim málum, sem Stefán tekur að sér, sé vel borgið í höndum hans. Kona Stefáns er Dagbjört Ás- grímsdóttir, hin ágætasta kona. Ilrærivélar Á afmælisdegi Margrétar prinsessu var háð allný- stárleg keppni liúsmæðra um Jjað, livort lirærivélarnar væru eins nauðsynlegar og margir vilja vera láta, og birti Politiken frásögn af [jessu. Deilur liöfðu staðið um Jjað, hvort fljótlegra væri að nota lirærivélar við Bakstur í heimahúsum eða að liræra deigið í höndunum. Við langborð eitt mikið var einvígið háð. Þar var raðað vopnum Jjeim, er nota átti, skálum, pottum, pönnum og svo auðvitað hræri- vélum, auk fjqlda liráefna í baksturinn. Bakað skykli: Sandkaka, franskbrauð, kringla, vín- arbrauð og ennfremur eplakaka með þeyttum rjóma, kjötfars og íleira. „Startskotið" reið af, og konurnar tóku til óspilltra málanna, að viðstödum mörgum blaðamönnum og ljósmyndurum. Niðurstaðan varð sú, að deiluaðilar skildu jafnir, Jjví að [jað, sem hrærivélarnar unnu á í einstökum greinum, tapaðist við meiri uppjjvott á Jjeim. Úr- skurðurinn féll á þá leið, að rétt væri að nota hræri- vélar á stórum og mannmörgum heimilum, en ekki á litlum heimilum. Hrærivélar á Jjeim gætu jafnvel aukið fyrirhöfn húsmæðranna verulega. I ljós kom einnig að franskbrauðið, sem vélhrært var, var bragð- betra, en aftur á móti varð sandkakan betri hand- hrærð. Deiluaðilar skildu sáttir með þennan úrskurð, og Jjótti Jjetta bæði fróðleg og góð skemmtun. Pokatízkan Þeir, sem komnir eru ofurítið til ára sinna, minnast þessvafalaust, þegar kjólarnir voru sem allra stytztir. Sjaldan liafa tízkuköngarnir leikið kvenfólkið jafn grátt og þá. Pilsin styttust, [jar til þau náðu tæplega niður í hnésbætur, og í Jjessum pilsgopum létu konur sig hafa að ganga í. í slíkum klæðnaði beindist athyglin auðvitað mjög að fótleggjunum, og hafa sumar konur óneitanlega hag af því, en aðrar, og [jær eru því miður margar, Jjurfa að hylja fætur sína sem mest. Hjólbeinóttar kon- urur eða innskeifar eða mjög leggjasverar konur eiga auðvitað ekki að auglýsa lýti sín um of. En jafnvel ömmurnar styttu pilsin sín til að tolla í tízkunni. Á Jjessu sama tímabili færðu tízkukóngarnir mittin smám saman neðar og voru konniir nreð ,þau niður á mjaðmir. Þá heimtuðu þeir líka, að brjóstin stæðu ekki fram en væru flöt, svo að konurnar væru sléttar eins og fjöl að framan. Vaxtarlagið var svo gersamlega úr lagi fært, að ekki var eiginlega hægt að tala um vaxtarlag, að minnsta kosti ekki kvenlegt vaxtarlag. Nú, eða nánar til tekið á síðastliðnu ári, þoðuðu tizkukóngarnir Jjessa tízku á ný. Það er svokölluð pokatízka. Pokakjólar eru Ijótir. Ekki svo að skilja, að fallegar stúlkur verði ljótar í pokakjólum. En það er einungis af Jjví, að faránlegar flíkur géta ékki geng- ið af kvenlegri fegurð dauðri. Víða' í heiminum er háð stríð um pokatízkuna. Fjölmargar konur vilja ekki beygja sig fyrir hinni nýju tízku, og víst er um það, að pokakjólarnir eiga mjög örðugt uppdráttar víða um lönd. Jafnvel Jjar, sem slíkir kjólar eru áberandi auglýstir og til sýnis í öllum kjólaverzlunum, sjást fáar konur klæddar samkvæmt hinum nýja sið. Hér á landi sést varla pokakjóll, og sakna Jjess fáir. En tizkan er sterk, og ekki er enn Jjá séð fyrir um leikslokin. Kannske annna gamla færi kjólfaldinn sinn upp fyrir hné í annað sinn. En ekki verður Jjað fyrr en Jjær yngri liafa beðið ósigur og klæðast pokum. Líklegast er Jjó, samkvæmt nýjustu sniðum af tízku- kjólum í tízkuhúsum Parísar og fleiri staða, að dagar pokakjólanna séu taldir. Enn 3300 ungverskir flóttamenn til Ameriku Skrifstofa flóttamannafulltrúa Sameinuðu Jjjóðanna í Genf hefur tilkynnt, að Bandaríkjastjéjrn hafi ákveðið að veita enn 3.300 ungverskum flóttamönnum land- vistarleyfi. En 3000 Jjessara flóttamanna eru nú sem stendur í Austurríki, en 300 dveljast á Ítalíu. Alls flúðu um 200.000 manns frá Ungverjalandi í sambandi við uppreisnina í október—néjvember 1956. Nú Iiafa 95 af hverjum 100 flóttamönnum fcngið samastað í nýjum heimkynnum, þar sem Jjeir liafa fengið tækifæri til að vinna fyrir sér og til Jjess að byrja nýtt líf. 1 Austurríki eru enn 17.500 ungverskir flóttamenn. Af þeim búa 7000 í flóttamannabúðum. Upphaflega var svo ráð fyrir gert, að [jeir flótta- menn frá Ungverjalandi, sem fóru til Ítalíu, dveldusj (Framh. á 7. siðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.