Dagur - 13.08.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 13.08.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUK kemur næst út miðviku- daginn 20. ágúst. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 13. ágúst 1958 40. tbl. Fjórir danskir samvinnufulltrúar heimsóttu Akureyri fyrri helgí Gagnlegar kynnisferðir, ¦ scm efla vináttutengsl milli innlcndra og erlcndra samvinnumanna Fjórir fulltiúar úr stjórn kaupfélagsins í Kaupmannahöfn (Hovedstadens Brugsforening), 3 karlmenn og 1 kona, heim- sóttu Akureyri um verzlunarmannahelgina og kynntu sér samvinnumál hyggðarlagsins, skoðuðu verzlanir og verksmiðj- ur og fóru skemmtiferðir til nálægra merkisstaða. í stjórn H. B. sitja 10 fúlltrúár, og skiptast þeir á um að fara slíkar kynnisferðir til útlanda, en að þessu sinni varð ísland fyrir valinu. Kostar H. B. sjálft ferð irnar, en Samband ísl. samvinm.!- félaga og kaupfélögin hafa greitt Ariadne Þýzka skemmtiferðaskipið Ari- adne kom hingað í gær með fjölda farþega, sem þegar fqru ökuferð um næstu sveitir. Þetta er önnur ferð hins glæsilega skemmtiferðskips hingað til Ak- ureyrar á þessu sumri. götu gestanna í hvívetna, séð um móttökur og gert þeim kleift að kynnast íslenzkri samvinnustarf- semi, svo sem kostur hefur veriu á stuttri kýnnisför. Hér á Akur- eyri nutu hinir erlendu gestir m. a. leiðsagnar framkvæmdastjóra og fulltrúa Kaupfélags Eyfirð- inga og verksmiðjustjóra SÍS' á Akureyri. Létu þeir hið bezta yfir móttökum öllum og rómuðu það, sem fyrir þá var gert til kynningar og skemmtunar. Var það samdóma álit allra, að slíkar kynnisferðir hefðu mikið, beint og óbeint gildi og styrktu þau bræðrabönd, sem tengja sam- vinnumenn um víða veröld. Fréitamönnum boðið far í nýju sjúkraflugvélinni á Akureyri. Frá vinstri: Gunnar P. V. Skúlason, ritstjóri Borgarblaðsins, Þorsteinn Jónatansson, ritstj. Verkamannsins, Bragi Sigurjónsson, ritstj. Al- þýðumannsins, Jakob Ó. Pétursson, ritstj. Islendings, Erlingur Davíðsson, ritstj. Dags, Jóhann og Tryggvi Helgason, flugmenn. — (Ljósmynd Kr. Hallgrímsson.) rafluQvélin tekin ti írar unnu 3:2 Landsleik íra og íslendinga í knattspyrnu, sem fram fór í Rvík sl. mánudag, lauk með sigri gestanna 3 : 2. ssienzicð semenn Arsframleiðsla áætluð um 100 þúsund smálestir Fullnægir sementsþörfinni fyrst um sinn Þegar nýja sementsverksmiðj- an á Akranesi var vígð í vor, þótti stór draumur rætast ogstórt skref stigið í iðnvæðingu lands- ins. ¦ Á laugardaginn var fyrsta íslenzka sementið afgreitt til kaupenda og nú þegar er verið að steypa úr því mannvirki, sem byggð eru fyrir framtíðina. Þetta nýja sement er selt í 50 kg. pok- um með áletruninni: Sements- verksmiðja Ríkisins. Portlands- sement, 50 kg. brutto, innan skreytingar í bláum lit. Kveikt var upp í brennsluofni verksmiðjunnar 14. júní og hefur hann verið kynntur síöan.Brenn- ir hann allt að 300 tonnum af se- mentsgjalli á sólarhring. Liggja nú fyrir um það bil 15 þús. tonn af þeirri voru, sem bíður mölun- ar og íblöndunar á síðasta stigi framleiðslunnar. Talið er að ársframleiðslan í verksmiðjunni muni verða um 100 þús. tonn, og er það heldur meira magn en árlegur innflutn- ingur sements hefur verið síð- ustu árin. Verksmiðjan á því að geta fullnægt sementsþörfinni á meðan framkvæmdir eru svipað- ar og þær hafa verið síðustu árin. Við prófun hefur þetta nýja sement reynst mjög vel og fylli- lega staðizt samanburð við erlent sement, sem flutt hefur verið inn og fullnægt hefur kröfum um styrkleika og eridingu. Fyrst um sinn verður aðeins ein tegund framleidd, Portlands- sement, en ætlunin er að fram- leiða tvær aðrar þegar fram líða stundir: Fljótharðnandi Port- landssement ,og Pussalansement, sem er notað í steypu í vatni. Verksmiðjan annast sjálf sölu sements á Akrariesi og í Reykja- vík. Sérstakt skip hefur verið tekið á leigu til að annast flutn- inga á því til Reykjavíkur, og er það skip á leiðinni til landsins, Þetta nýja innlenda sement kostar kr. 735 tonnið í Reykja- vík og ennfremur mun verðið verða lægra á því úti á landi en nú er á erlendu sementi. Sementsverksmiðja Ríkisins á Akranesi notar örlítið erlent hráefni, kalk. Framleiðsla hennar byggist á skeljasandi úr Faxaflóa, innlendum bergtegundum og inn lendri orku, ragmagninu. Á þeim efnum og orku frá fallvötnum verður enginn hörguil í náinni framtíð. Hún reynist vel og liefir þegar komið að gagni Með sameinuðu átaki og þátttöku almennings á Norðui-- landi hefur ný og vönduð sjúkraflugvél verið keypt og er hún fyrir nokkru komin hingað til Akureyrar og tekin til starfa. Eigendur hennar eru Rauðakrossdeild Akureyrar Slysavarna- deild kvenna og hræðurnir Jóhann og Tryggvi Helgasynir, flugmenn á Akureyri, sem munu eiga helminginn. Þessi nýja flugvél er af gerð- inni Cessna—108. Hún getur tek- ið 3 farþega eða sjúkrakörfu og einn farþega. Hefur áður verið sagt frá aðdraganda þessara flug- vélakaupa í einstökum atriðum, en nú ber að fagna því að þetta nauðsynjamál er leyst. Nokkur nauðsynleg tæki, svo sem snjó- skíði, radiokompás o. fl. er þó enn ófengið, en innflutningsleyfi munu þó fyrir hendi til kaupa á nauðsynlegum öryggistækjum. víða um Norðurland. í vikunni sem leið var fréttamönnum boðið í stutta flugferð um nágrennið. Veður var hið fegursta og höfðu allir mikla ánægju af. Þá var lenti á nýjum stað, Lómatjörn í Grýtubakkahreppi og auðvitað var þess minnzt á bænum með hinum ágætustu veitingum. Sjúkraflugvélin getur flogið með um 240 km. hraða á klukku- stund og hraðar, ef hátt er farið. Hún vegur fullhlaðin um 1200 kg. Flugmaður er Jóhann Helga- son. Þegar hafa margar ferðir verið farnar um nágrennið og En hinum nýja farkosti er þó ætlað veigameii'a hlutverk en að skemmta fólki á fögrum sumar- degi. Honum er ætlað að veita sjúku fólki og hjálparþurfi að- stoð og vera því til öryggis sumar og vetur. Einmitt þess vegna var hin nýja sjúkraflugvél keypt og vonandi á hún eftir að þjóna því hlutverki með sóma. BERNHARD STEFÁNSSON, alþingismaður. Fjölbreytt skemmtiskrá: Ræður, söngur, leikþáttur og dans Næstkomandi sunnudagskvöld, 17. ágúst, kl. 9, hefst liér- aðshátíð Framsóknavmanna, árshátíð Framsóknargélags Fyja- í'jaiðarsýslu, og verðnr háð í i'élagsheimilinu Freyvangi í Öng- ulsstaðahreppi. Ti] skemmttinar verða, ræðahöld, kvartett- söngur, ]eikþ;c*t.tii og dans. Skemmtunin Iieíst með því, að Bernharð Stefánsson, alþing- ismaður, flytur ávarp, síðan talar Jóhannes Elíasson, banka- stjóii. Smárakvartettinn á Akureyri syngur meo undirleik Jakohs Tryggvasonar, og leikararnir Klemenz Jónsson og Val- ur Gíslason skemmta. Að lokum verður dansað, og leikur Flamingo-kvartettinn fyrir dansinum. Sætaferðir verða frá Ferðaskrifstofunni l'ram í Freyvang. — Eru Framsóknannenn og aðrir, livarvetna 'að úr sýslunni, hvattir til þess að sækja þessa ágætu skemmtun. JÓHANNES ELÍASSON, bankastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.