Dagur - 13.08.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 13.08.1958, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 13. ágúst 1958 Skipslíkan vilnar um mikinn hagleik Hafið bið séð tosarann í glussa Vélad. KEA? Undanfai-na daga hafa margir vegfarendur numið staðar við giugga Véla- og'búsáhaldadeild- ar KEA hér á Akureyri og virt fyrir sér lítinn togara, sem þar er í glerkassa. Á honum er nafnið Kaldbakur EA 1 og þetta er lík- an af elzta togaranum frá Akur- eyri. En hvergi er þess getið hver höfundur sé eða eigandi þessa grips og væri heldur ekki forvitn isefni ef þetta væri ekki það völ- undarsmíð, sem raun ber þó vitni. Er það furðu lítið yfirlæti að þeim hagleiksmanni, er þetta likan gerði, að láta hvergi nafns síns getið í þessu sambandi. En á engan hátt er það sóma- samlegt að láta liggja í láginni hvaðan þessi fagri gripur er og hvers vegna hann er þarna sýnd- ur. Fimm ára vinna. Maður að nafni Aðalgeir Guð- mundsson, vélamaður á togaran- um Harðbak og fyrrverandi skip- verji á Kaldbak, gerði hlut þenn- an og hefur smíðað hann á síð- astliðnum 5 árum í hjáverkum. Fyrir skömmu lagði hann síðustu hönd á verkið og gaf Sæmundi skipstjóra Auðunssyni, fyrrver- andi skipstjóra sínum þennan smíðisgrip. Er þetta fágæt gjöf og' fögur. Bolur skipsins er úr góðri furu, en auk þess var smíðað úr öðrum efnum, svo sem silfri, kopar, eir og járni. Þetta líkan vitnar um frábær- an hagleik og furðulega ná- kvæmni. Það er, samkvæmt um- sögn þeirra, sem vel mega um vita, svo rétt og hárnákvæm eft- irlíking af togaranum Kaldbak, og í réttum hlutföllum, að það eykur mjög á gildi þess. Byrjaði á brúnni. Aðalgeir Guðmundsson er Ak- ureyringur og á heima í Ránar- götu 4, en er ættaður frá Saur- brúargerði í Grýtubakkahreppi. Blaðið hitti hann sem snöggvast að máli og frétti þá, að fremur óvenjulega hefði verið farið að við smíðina. Byrjað var á að smíða brúna undan Grænlands strönd og smám saman tók þetta viðfangsefni að sækja fast á og hefur svo verið þar til smíðinni. var lokið, en hún hefur að mestu farið fram um borð í tómstund- um. Fólki er bent á, að enn er litli Kaldbakur í glugganum og ætti það að veita honum verðuga eft- irtekt. Þetta er ekki aðeins fall- egur hlutur í búðarglugga, og af þeim er margt, heldur er þetta frábærlega fágurgerður hlutur, sem sjómaður hefur unnið að síðustu 5 árin af frábærum hag- leik. Aðalgeir Guðmundsson. Kjarnorkukafbátiirinn Nautilus fór 2928 km. á f jórum sólarhringum Anderson skipherra á banda- ríska kjarnorkukafbátnum Naut- ilus, sagði á fundi með blaða- mönnum í Hvíta húsinu sl. föstu- dag, en þangað fór hann til að taka á móti einu æðsta heiðurs- merki úr hendi Eisenhowers for- seta, að Nautilus hefði farið frá Pearl Harbour á Hawaii 23. júlí, siglt um Beringssund, inn í Norður-íshafið. Skipið stakk sér undir ísinn út af Point Barrow í Alaska og kom í auðan sjó milli Grænlands og Svalbarða fyrra mánudag. Hinn kröftugi og kjarnorkubúni kafbátur, Nautil- us, fór 2928 km. undir ísnum og tók sú ferð undir ísbreiðunni 4 sólarhringa. Hafdýpið á Norðurheimskaut- inu reyndist 4000 m. eða nokkuð meira en álitið hafði verið. Þar var siglt á 130 m. dýpi. Þá sást ís- inn uppi yfir eins og skýjaflókar. Ferð þessi er frækileg og enn eitt vitni um hugvit og áræði. Kexverksmiðjan Lorelei flyzt í ný húsakynni við Glerárgötu Vélakostur bættur og afköst aukin Verksmiðjan hefur starfað tæp 5 ár SÍÐASTE. laugnrdag var blaða- mönmmí og tleifi gestum boðið að skoða nýtt og vandað verksmiðju- hús, sem Kcxverksmiðjan Lorelei hefur reist yfir starfsemi sína. Jafn- framt gafst tækifæri til þess að kynnast hinum fjölbreytilégti fram- leiðslutegundum verksmiðjunnar, sem starfað hefur um nærfellt fimm ára skeið, ávallt undir framkvæmda- stjórn Guðmundar Tómassonar. Hið nýja lnis stendur utarlega við Glerárgötu hér í bæ og cr í hví- vetna hið vistlegasta hús. Eru salar- kynni nimgóð og mjög björt, og vinnuskilyrði starfsfólksins því á- gæt. Byrjað var á byggingunni í ágústmánuði í fyrra, og er neðsta hæð hússins að mestu lokið, og er þegar búið að koma þar fyrir bök- unarofnum og öðrum útbúnaði, er Jtarf til kexframleiðslunnar. Múr- arameistari við bygginguna er Bj. Rósantsson, trésmíðameistari Böðv- ar Ténnasson og rafvirkjameistari Indriði Helgason. Kexverksmiðjan byrjaði fremur smátt í upphafi, en hefur vaxið veruega á fimm ára starfsbraut sinni. Eru nú framleiddar Jtar mun fleiri tegundir af kexi cn var í byrj- un, og er enn von nýrra kextegunda frá Lorelei á 'komandi hausti, enda hefur verksmiðjan verið búin nýj- um og afkastamiklum vélum. Um nokkurra vikna skeið hefur starfað hjá verksmiðjunni hollenzkur sér- fræðingur, sem verið hefur til ráðu- neytis um framleiðslu og rekstur verksmiðjunnar, og hefur hann kennt nýjar vinnuaðferðir og lagt á ráðin um breytingar, Jtar scm Jteirra var þiirf. Forráðamenn verksmiðj- unnar gera sér vonir um að geta í framtíöinni framleitt kex til út- flutnings, ef svo fer, að afköst verk- smiðjunnar vaxi enn nokkúð. Meiri liluta árs starfa í Lorelei um 18—20 manns, og hefur verk- smiðjan greitt hátt á aðra milljón kré)iia i vihriulaun, síðan hún té)k til stárfa og fram -tiLþessa dags. Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum Leifshúsum 11. ágúst. Vorið var mjög kalt, og er maí talinn einn allra kaldasti maí- mánuður, er komið hefur um langt árabil. Spretta var því lengi mjög lítil, eða fram yfir miðjan júní. En eftir 20. júní spratt ákaf- lega ört, svo að sláttur hófst hér yfirleitt um mánaðamót jún. júlí. Miklir þurrkar voru frá því að sláttui' hófst og fram til 23. júlí, varð því nýting heyja afbragðs góð þann tíma. Allmargir bændur hér í sveit luku alveg við að hirða fyrri slátt af túnunum á þessu tímabili, en aðrir áttu enn nokkurt hey úti þegar .tók fyrir þurrkinn, og náð- ist Jiað hey ekki fyrr en rétt fyrir síðustu helgi. Töðufall í fyrri slætti er um Jiað bil í meðallagi, Jió tæplega það sums staðar, enda bar allvíða á kali í túnum. Mjög hægt hefur sprottið upp, vegna þrálátra kulda, og eru því horfur á að heyfengur bænda hér í hreppi verði nokkru minni en undanfarin tvö sumur. Kai’töflur voru settar fremur seint í jörð hér í vor, eða um og eftir mánaðamót maí og júní. — Þrátt fyrir kuldana lítur Jió ekki sem verst út með kartöflusprettu. En vitanlega veltur á Jiví, hvoi't næturfrost gerir í þessum mán- uði eða fyrst í sept. En sú hætta vofir alltaf yfir hér, einkum Jieg- ar jafn loftkalt er eins og nú. (Framhald á 7. síðu.) Sjálfboðaliðar reisa sæluhús í Herðubreiðarlindum. (Ljósmynd: Kr. Hallgrímsson.) Sæluhúsið í Herðubreiðarlindum gert nær fokhelf um síðastl. helgi Ferðafélagið á Akureyri vinnur ötullega að byggingu sæluhúss í Herðubreiðarlindum. Um helgina 19.-—20. júlí sl. fór 15 manna hópur -sjálfboðaliða Jiangað austur og var þá g'runn- Líkan Aðalgeir af Kaldbak. — ('Ljósmynd: Kr. Hallgrímsson.) Búíð é salfi 263,255 tn. Heildaraflinn 129.5 jnis. málum og tn. rnmni en á sama tíma í fyrra. Búið að salta helmingi meira Á land hafa borizt samtals 443.861 mál og tunnur miðað við síðustu helgi. Víðir II frá Garði er enn aflahæstur með 7002 mál og tunnur, Snæfell Akureyri er annað í röðinni með 5871 og Jiriðja er Grundfirðingur II með 5796 mál og tunnur. Fimm önnur skip eru komin yfir 5 Jiús., þau eru: Haförn, Hafnarfirði, 5496, Jökull, Ólafs vík, 5479, Björg, Eskifirði, 5341, Þorsteinn Þorskabítur, Stykkis- hólmi, 5143 og Faxaborg, Hafn- arf., með 5022 mál og tunnur. Norðanátt hamlar nú veiðum og liggja skipin í höfn. Glæpamet í Bretlandi Um þessar mundir sitja um 25.000 fangar í brezkum fangels- um, og er það met þar í landi á Jiessari öld. Hafa stjórnarvöld þar miklar áhyggjur af því, hve glæpum fei' ört fjölgandi meðal æskulýðsins. Er talið í Bretlandi, að glæpum ungmenna 14—17 ára hafi fjölgað um 25% tvö síðustu ur steyptur að 48 m2 sæluhúsi. Um verzlunarmannahelgina var svo flutt Jiangað timbur á þremur bifreiðum, og þá flugu þeir bræður, Tryggvi og Jóhann Helgasynir Jiangað austur og settu upp vindpoka við flugvöll- inn í Grafarlöndum, sem eru þar litlu norðar. En um síðustu helgi fór enn hópur manna austur og reisti húsið og klæddi, svo að það er nú nær fokhelt. í því er skáli, eld- hús, geymsla og anddyri niðri, en svefnloft uppi. Og enn verður að leggja land undir fót og vinna við húsið. Er ferð ráðgerð um næstu helgi og sjálfboðaliðar vel þegnir. Rétt við sæluhúsið er sjálfgerð flugbraut 20x300 m. Sú braut mun bráðlega verða reynd. Með henni opnast tækifæri til skjótra ferða í hin fögru lönd, sem kennd eru við Herðubreið. DAGUR kemur næst út miðvikudag- inn 20. ágúst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.