Dagur - 20.08.1958, Síða 2

Dagur - 20.08.1958, Síða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 20. ágúst 1958 !ir framfíðarmöguleikar í Húsavík Viðtal við Askel Einarsson bæjarstjóra UR ERLENDUM BLOÐUM Þégar Áskell Einarsson, hinn nýi bæjarstjóri í Húsavík, var hér nýlega á ferð, náði blaðið tal af honum sem snöggvast og átti við hann eftirfarandi samtal. Mikil síldarsöltun? Já, í Húsavík eru 3 söltunar- stöðvar og miklu meiri söltun en í fyrra. En tölur um síldarsöltun færðu ekki hjá mér, því að þegar blaðið þitt kemur út vona eg að þær verði orðnar miklu hærri en nú í dag. Sex bátar frá kaup- staðnum eru gerðir út á síld og hafa þeir flestir aflað mjög sæmi- lega. Ennfremur hefur aflast vel á handfæri og fiskurinn veiddur á nærliggjandi miðum. Helztu framkvæmdir í landi? Fyrst má geta þess, að mörg hús eru í smíðum, ennfremur stór og myndarlegur skóli, unnið er að gatnagerð og sett var niður ker við hafnargarðinn. Vonir standa til að hægt verði að steypa önnur tvö ker til viðbótar og er áætlað að hafnargarðurinn verði lengdur næstu tvö ár um 50 metra. Yfir stendur viðgerð á gömlu hafnarbryggjunni. Og bæjarstjórinn bætir við, að af þessari mjög lauslegu upptaln- ingu megi sjá að í Húsavík sé töluvert athafnalíf. Svo höfum við auðvitað margt fleira í hyggju, svo sem stækkun á hrað- frystihúsi Fiskiðjuvers Húsavík- ur og stondur sú framkvæmd fyrir dyrum. Hvað líður hitaveitunni? Mikill áhugi er fyrir því að fá hitaveitu fyrir bæinn og nota til þess heita vatnið á Hveravöllum :í Reykjahverfi. Sigurður Thor- oddsen verkfræðingur vinnur nú að áætlun um hitaveituna og liggur hún væntanlega fyrir í haust. Á Hveravöllum er um 80 lítrar á sek. af 100 stiga heitu vatni. En talrö er að Húsavík þurfi um 15 sek.lítra eða rúmlega það. Leiðslan frá hverasvæðinu >sr 18 km. og reiknað með að vatnið hafi um 80 stiga hita kom- :ið til Húsavíkur. Ef hitaveita kemst í framkvæmd, sem þyrfti að verða sem allra fyrst, myndi hún gjörbreyta bænum og gera hann að einum eftirsóttasta stað fandsins. Hvað líður rannsóknum á vinnslu úr kísillcir þar eystra? Athuganir fara fram á kísilúr- Skiníaxi, tjmarit Ungmennafélags íslands, 2. hefti 1958, er komið út. Hefst það á greininni Lýðræðið og unga fólkið, eftir ritstjórann, Guðm. G. Hpgalín. Þá er grein uni Bjarna M. Gíslason fimmtug- an, önnur um bókmenntir og fé- fagsmál, kveðjuorð um Stein arr skáld og Ijóð eftir hann, við- töl við Stefán Ól. Jónsson um starfsíþróttir og Þorstein Einars- son um ungmennafélögin og íþróttirnar og minningargrein um Brynleif Tobiasson. — Enn má nefna skákþótt, íþróttafréttir og fleira. vinnslu í Aðaldal og við Mývatn. Miðar þeim vel áleiðis svo jafn- vel er talað um byggingu verk- smiðju næsta vor. Allt er þetta þó í athugun ennþó. Bæjar- og héraðsbúar fylgjast með þessu máli af áhuga og líta björtum augum á nýja atvinnugrein, ef svo fer sem nú horfir um fram- kvæmdir. Fleira stórt ó dagskrá? Mælingar fara fram á Jökulsá á Fjöllum í sumar og áætlanir um virkjun Dettifoss með stóriðnað fyrir augum. Rannsóknir á þessu sviði eru hinar nauðsynlegustu, því að sennilega væri orka Jök- ulsár sterkasta aflið, ef beizlað verður, til að skapa jafnvægi í byggð landsins. í Námaskarði eru líka orku- lindir? Já, rannsósknir á Reykjahlíð- arsvæðinu og ennfremur Þeista- reykjum eru aðkallandi. Þegar hinn stórvirki bor var keyptur, sá eini sinnar tegundar hér á landi, var það haft í huga að hann yrði notaður við boranair í Námaskarði. Hann hefur þegar reynst, þjóðhagslega séð, mjög arðbær, enda er hver sek.lítri af heitu vatni hundraða þúsunda króna virði (virtur á eina milljón í Reykjavík). Aðeins með djúp- borun er hægt að ganga úr skugga um möguleika jarðhita- svæðanna. Með tilliti til stað- setningar þungavatnsframleiðslu, er hin mesta nauðsyn á, að rann- Sundmót Iléraðssamb. Stranda- manna fór fram 20. júlí sl. að Klúku í Bjarnarfirði. Keppendur voru aðeins frá einu félagi, Sundfélaginu Gretti. Helztu úrslit: 50 m. bringusund drengja. (Bikarkeppni.) 1. Ingimundur Ingimundars. 46,2 sek. 2. Sigvaldi Ingimundars. 47,0 sek. Ingimundur vann bikarinn í annað sinn í röð. 50 m. frjálsaðferð kvenna. 1. Hulda Sigurðardóttii' 51,2 sek. 2. Ásdís Ingimundard. 54,9 sek. 4x50 m. bringuboðsund kvenna. ('Bikarkeppni.) 1. Sveit Sundfél. Grettis 3 mín. 53,0 sek. Grettir vann bikarinn í annað sinn í röð. í sveitinni voru: Sóley Guð- mannsdóttir, Erna Arngrímsdótt- ir, Ásdi's Ingimundardóttir og Hulda Sigurðardóttir. í hinni sveitinni voru stúlkur frá Hólmavík og Drangsnesi. 4x50 m. bringuboðsund karla. ('Bikarkeppni.) 1. A-sveit Grettis 2 mín. 58,7 sek. sökuð séu þau jarðhitasvæði, sem til greina geta komið í því sam- bandi. Það er hart fyrir Norð- lendinga að missa af'möguleika til hagnýtingar jarðhitans vegna vöntunar ó rannsóknum. Eg held að nú sé fyllilega tímabært að ráðast í kaup á nýjum djúpbor vegna jarðhitans á jarðhitasvæð- um Norðurlands. Iiér ber ríkis- valdinu að hafa foi'göngu og Norðlendingum að knýja fast á að í þetta verði ráðizt. Sýnist þér Húsavík framtíðar- bær? Já, Húsavík á mikla framtíðar- möguleika. Útgerðarskilyrði eru góð. Landhelgisstækkunin 1952 virðist hafa haft mikla þýðingu fyrir þann atvinnuveg. Eflaust á hin nýja landhelgisstækkun eftir að lyfta útgeroinni til enn aukins vegs. Einn bátur, Hagbarður, stundaði vetrarveiðar heima síð- ustu vertíðir. Sjómenn telja, að í skjóli nýju landhelginnar skapizt þau skilyrði vetrarútgerðar, að stærri bátar hætti að fara til Suðurlands á vctrarvertíðir, svo sem nú tíðkast. Vonandi er að svo geti orðið. Verði farið inn á þá braut að hagnýta orkulindir hér- aðsins, og eg hef trú á að það verði gert í framtíðinni, þá verð- ur Húsavíkurbær í röð fjölmenn- ari og blómlegri bæja á íslandi. Blaðið þakkar viðtalið, óskar nýja bæjarstjóranum, Áskatli Einarssyni heilla í starfi og vonar að sem flestar góðar óskir rætist, Húsavík til hagsældar. í sveitinni voru: Ingimar Elías- son, Sigvaldi Ingimundarson, Ingimundur Ingimundarson og Baldur Sigurðsson. Grettir vann bikarinn nú í 3ja sinn í röð og þar með til fullrar eignar. 50. m. bringusund karla. (Bikarkeppni.) 1. Baldur Sigurðsson 45,3 sek. 2. Jón Sigurðsson 45,9 sek. 100 m. frjáls aðferð karla. (Bikarkeppni.) 1. Ingimundur Ingimundarson 1. mín. 37,8 sek. 2. Baldur Sigurðsson 1 mín 44,7 sek. Baldur var síðasti handhafi bikarsins. Fjölmenni var á mótinu. Á eftir fóru fram tvær knattspyrnu- keppnir. Fyrri leikur á milli liða úr Áj-nes- og Kaldrananeshi'epp- um móti Hólmavíkur-og-Kirkju- bólsh'reppum. Leikui'inn varð jafn, eða 3 og 3 mörk. Seinni leikurinn var á milli Árneshrepps og Kaldrananeshr. og sigi'uðu þeir síðarnefndu með 2:0. I. Villiminkaplágan víðar cn liér. Frá Guðbrandsdölum í Noregi fréttist, að vatnamerðirnir geri þar ljótan usla í ám og veiði- vötnum. Hefur Stangarveiði- mannafélagið á t Litlahamri ákveðið að hefja allsherjarsókn gegn merðinum og skorar á veiðimenn að fylkja öfluðu liði gegn þessum fjanda. Þýzkar konur starfa og strita. Vesturþýzkt kvennasamband skýrir frá þessu: Af 6,5 milljón- um starfskvenna í V.-Þýzkalandi eru 2,5 milljónir mæður. Auk fastastarfsins verða þær einnig að sjá um hús og heimili. Til sveita vinna konurnar allt að því 13 stundir daglega. Hjá þeim er einnig mest heilsuleysi, og eru ferfalt fleiri konur en menn orðnar ófærar til vinnu á 55—56 ára aldri. Svíar saddir og þyrstir. Talið er að í fyrra hafi Svíar etið og drukkið fyrir nærri því 13 milljarða norskra króna. Af kjöti og fleski hesthúsuðu þeir 345.000 smálostir og 765.000 smálestir af kartöflum, kökúr fyrir 340. millj. króna og sælgæti fyrir 890'millj. Kaffi drukku þeir fyrir 900 millj. og 1300 millj. ruku út í loftið! — Auk þess drukku Svíar brenni- vín fyj-ir 1,8 milljarð króna og vín fyrir 20 milljónir. — Og allt er þetta miðað við norskar ki’ónur, en 1 noi'sk króna er 2,28 ísl. Blindir fá sýn? Kona sem hefur vei'ið blind í 18 ár, kvað nú sjá ofurlitla glætu með því að nota eins konar rat- sjár-tæki (,,i'adar“) með leiðslum upp í heilann. Þetta hefur gefið amerískum læknum von um, að áður en 5 ár séu liðin, muni hafa heppnast að veita öllum blindum ofurlitla sjónarglætu. Leiða má rafhvata að þeim hluta sjóntaug- arinnai', sem liggur inn í heilann. Einn læknanna segir að heila- frumur skoi'pni ekki eins og vöðvafrumur, og megi því endur- lífga þær. Norðmenn verða að stunda fiskvciðar á öllum höfum. í erindi sem Finnur Dcvold hélt fyrir skömmu í Áiasundi, hélt hann því eindregið fram, að Nörðmenn þyrftu að stunda fiskveiðar á öllum höfum, og að margt af skipum í fiskveiðaflota Noi’ðmanna séu vel til þess hæf, hvar sem er. Hann benti samtím- is á, að nú eigi Japanar nýtízku togara, 1000 smálesta, og þeir hafi tryggt sér frjálsa fisksölu til Brazilíu, þótt landsmenn þar þurfi sjálfir að gi-eiða fyrir fisk- sölu sína. Af togai-agerðum taldi Devold togara með skutvörpu betri en hina með vöi'puna á hlið. Rússar segðu t. d. að síldveiðar hefðu gengið fi'emur illa með vöi'pu á hlið, en er þeir hófu veiðar með skutvöi'pu, fengju þeir oft 20 smál. og meira á stundarfjórð- ungi. „í svælu og reyk. . . .“. „Við siglu Ki'istján sjóli stóð í svælu og reyk,‘‘ var eitt sinn sungið um Kristján IV. Og enn er reykur yfir Danmörku! Er talið, að þar hafi verið reyktir 4 mill- jai'ðar vindlinga í fyrra. Verða þetta 870 vindlingar á hvei'n Dana. Annai's er talið, að Danir reyki helzt vindla! 700 gi'. silungur fyrir flúnkurnýjan bíl. Jölsti-avatn í Sygna- og Firða- fylki í Noregi er hálf stærð Þing- vallavatns, en aflangt og fremur mjótt. Umhverfis það er fögur sveit, og mjög fjölfarinn bílvegur sveita milli með vatninu austan- verðu. Sunnudag einn í fyrra mánuði var stofnað til kappveiða á stöng í vatninu, og voi'u 1. verðlaun spánnýr bíll, um 30.000 kr. virði. Fólk sti-eymdi að úr öllum átt- um, bæði keppendur og áhorf- endui', og var að lokum um 8000 manns þarna samankomnir. — Veiðimenn komu langt að, jafn- vel úr öðrum fylkjum, með stangir sínar og ánamaðka. Og síðan hófst veiðin frá Skeiði, sem er aðalmiðstöð sveitarinnai'. —• Voru þar samankomnir full 300 bílar og.véltæki. Og mikill var spenningurinn! Sigurvegarinn fékk 700 gi’amma silung — og bílinn! Veiði hinna var enn smávaxnari. Tveir Jölstringar fengu 1. og 4. verð- laun, en 2. og 3. hlutu utansveit- armenn. — Þótti keppni þessi takast vel. — Enda var veður gott, og vegir prýðilegir! — v. Dagur ungmemiafélaganna Þótt ekki þyki tíðindum sæta að messað sé að Glæsibæ í sam- nefndum hreppi, svo sem gert var á sunnudaginn var, mun sá siður hvei-gi hafa fest í'ætur eða verið upp tekinn að halda árleg- an hátíðisdag kirkju og ung- mennafélaga, nema í Möðru- vallaklaustursprestakalli. Ungmennafélögin í pi’estakall- inu hafa daginn til skiptis og sjá um undii'búning og hefur svo verið fi'á því að kirkja og æsku- fóllc innan ungmennafélaganna tóku um þetta ákvörðun. Dagur ungmennafélaganna fer í stórum dráttum þannig fram, a5 fyrst er hlýtt á guðsþjónustu, því næst eru stundaðar íþróttir og leikir og að því búnu er sameig- inlegt borðhald og eru þar flutt- ar í-æður og sungið. Að lokum er svo stiginn dans. Þessar samkomui' eru mjög fjölsóttar, sérstaklega af ungu fólki og þar hefur aldrei drukk- inn maður sézt. Á þetta er bent sem fyrirmynd í starfi kirkju og ungs fólks, en ekki hugmynd, því að þessir fjöl- mennu dagar, sem nefndii' hafa vei-ið dagar ungmennafélaganna, eru staðreynd undanfarin 7 ár og munu hvergi tíðkaðir annai's staðar á þennan hátt. E. D. Sundmóí í Strandðsýsiu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.