Dagur - 20.08.1958, Síða 4

Dagur - 20.08.1958, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 20. ágúst 1958 DAGUR ASalritstjóri og ábyrgðarmaSur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurint kostar kr. 75.00 BlaðiS kemur ðt á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Heilbrigðari atvinnuhættir A MEÐAN GULLIÐ GLÓÐI skærast í sporum varnarliðsins bér á landi, beindust sjónir manna meira þangað en góðu hófi gegndi og hollt var fyrir atvinnuvegi þjóðarinnar. Þótt ekki sé rétt- mætt að segja að allt væri stillt inn á þennan rauða bjarma, má fullyrða að hann glapti sýn og dró hugann frá þeirri þúsund ára reynslu, að ís- lendingar verða að lifa af gæðum lands og sjávar hér eftir sem hingað til. Þegar straumur vinnufærra manna hafði um stund beinzt að Keflavíkurflugvelli og nágrenni, tók að ganga erfiðlega að manna íslenzk skip og báta til fiskveiða. Flytja varð inn færeyska sjó- menn í hundraðatali, ennfremur konur til að vinna á fiskverkunarstöðvum og landbúnaðar- verkafólk. Þessu fólki varð að greiða verulegan hluta af þeim dýrmæta gjaldeyri, sem það aflaði fyrir þjóðarbúið. Sú óhugnanlega staðreynd varð æ ]jósari,að ungir og vaskir íslenzkir sjómenn gengu af skipunum og þeir eldri einnig og leituðu léttari og betur launaðra starfa í landi. Þessi öfugþróun var hin ískyggilegasta fyrir efnahagsmálin og engum dylst að framkvæmdir varnarliðsins áttu drjúgan þátt í henni. En á sama tíma og þetta ástand var að skapast gættu menn ekki nægilega þarfa útvegsins og réttmætra krafna sjómanna. Helzt leit út fyrir að menn héldu dauðahaldi í þá von, að stríðshættan héldi nægilegri spennu .í hvers konar hernaðarlegum framkvæmdum á Suðurnesjum til þess að veita landsins börnum brauð. En vanmat á þýðingu sjávarútvegsins varð sér til minnkunar og þjóðfélaginu til óbætanlegs tjóns. Sem dæmi um þetta má nefna það, að eng- inn togari var keyptur til landsins síðustu 8 árin sem Ólafur Thors fór með sjávarútvegsmál í tíð fyrrv. stjórnar, en aftur á móti fimm þúsund bílar til að styðja útgerð þá, sem fyrir var. Þannig bjó íhaldið, með formann þess í sæti sjávarútvegs- málaráðherra, að útgerðinni. Á þeim árum lá bátaflotinn bundinn við hafnargai’ðana um lengri eða skemmri tíma í byrjun vertíðanna á meðan verið var að prútta um fiskverð, kaup og kjör. — Þessi óhugnaður var að deyfa allt athafnalíf og draga þrótt úr hinni vösku sjómannastétt eins og landlægur sjúkdómur. Hin mikla tregða að líta sanngjarnlega og raunhæft á þarfir útvegsins og sjómanna í stjórnartíð Ólafs Thors, var að koma þýðingarmesta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinn- ar á vonarvöl. Með síðustu stj órnarskiptum lauk valdatíma íhaldsins og hinni miklu ógæfu, sem af henni leiddi. Með sameiginlegu átaki núverandi stjórn- arflokka og vinnandi stétta í landinu, hefur sú breyting á orðið, að sjávarútvegurinn hefur ver- ið stundaður án allra stöðvana og af meira kappi en nokkru sinni fyrr. Honum hefur verið tryggð- ur traustari rekstursgrundvöllur en áður og kjarakröfum sjómanna mætt með því raunsæi, að sjómönnum verður að greiða svo hátt kaup eða búa svo að þeim á annan hátt, að sjómennskan verði nægilega eftirsótt. Ný skip koma til landsins með stuttu millibili og stórt átak til endurnýjunar togaraflotans undirbúið. Öllum skipaflotanum er haldið út af fullu kappi án erlends vinnuafls, því að flestir Færeyingarnir eru farnir af landi burt. íslendingar einblína ekki leng- ur á bjarmann frá tjaldskör hins vígbúna stórveldis. í þess stað hafa þeir tekið við störfum er- lendra sjómanna á íslenzkum skipum og þurfa engum öfundar- augum að líta á launakjör þeirra manna, sem í landi vinna. Þetta er einn þáttur þess samnings, sem vinstri flokkarnir gerðu með sér, þegar þeir gengu til sam- starfs í ríkisstjórn undir forsæti Iiermanns Jónassonar. Og' yfir þeim árangri er gott að gleðjast um leið og allir sannir íslending- ar þoka sér saman og standa sem einn maður til sóknar og varnar á þeim örlagatímum sem nú fara í hönd og skera úr um framtíð okkar sem fiskveiðiþjóðar og sjálfstæðrar þjóðar. Sólskinsblcttur á þokudcgi. UNDANFARNAR VIKUR hef- ur þoka grúft yfir Eyjafirði, það má því með sanni segja að það var heimatilbúinn sólskinsblett- ur, sem sextíu manna hópur úr Öngulsstaðahr, veitti sér fyrra sunnudag, með hópferð um Svarf aðardal. Farið var að tilhlutun Búnaðarfélags Öngulsstaðahr. og ferðafólkið flest bændur og kon- ur þeirra. Hugmynd um svona ferðalag kom fram á aðalfundi B. S. E. í vetur, þegar rætt var um hópferð bænda til Suðurlands, sem ekki komst á vegna heimilis- anna. Búnaðarfélög Svarfdæla og Dalvíkur tóku á móti ferðafólk- inu við hreppamörkin á Há- mundarstaðahálsi og var þar fyr- ir allmargt bænda og húsfreyja að bjóða hópinn velkominn. Eftir að sungið hafði verið, dreifðu Svarfdælingar sér í bíla Eyfirðinganna til þess að annast leiðsögn. Ekið var fram Hrísaveg með viðkomu að Völlum, þar sem kirkjan var skoðuð. Kirkjan er fögur og ljósprentað eintak af Guðbrandarbiblíu á altai'inu, ásamt fleiri fornum helgibókum. Framan á kirkjunni gnæfir turn með hinni miklu klukku, sem Vestur-íslendingurinn Zóphonías Thorkelsson gaf kirkjunni. Dáð- ust gestirnir að hljómfegurð og styrkleika klukkunnar þegar henni var hringt. Ekið var þaðan í mynni Skíða- dals, þar staðar numið, en síðan ekið nærfellt að fremstu bæjum Svarfaðardals og síðan í áfanga að heimavistarskólanum að Húsa bakka. Er það mikið hús og lík- legt til að hlúa vel að svarf- dælsku æskufólki um langa framtíð. í þessari hringferð um dalinn staðfestu menn með eigin sjón það, sem margir vissu fyrir, að Svarfaðardalur er blómleg sveit og búsældarleg, þrátt fyrir vetr- arríki. Víðáttumikil nýræktar- lönd og reisulegar byggingar yfir fólk og fénað sanna, að þarna býr þróttmikið dugnaðarfólk, sem fórnar framtíð sveitarinnar starfs kröftum sínum. Því miður leyfði þokan okkur ekki að sjá efri hluta fjallanna nema einstaka tind, sem bauð henni byrginn, lét ekki vefja sig slæðunum gráu, en bæir með fána við hún og fólk á hlaði fögn- uðu ferðamannahópnum, sem nú fór í langri bílalest um héraðið. Að Húsabakka var okkur gerð veizla mikil og rausnarleg. Sást lítt á veizluföngum, þótt mikils væri neytt. Húsmæður og heima- sætur önnuðust framreiðslu, en veizlustjóri var formaður Búnað- arfélags Svarfdæla, Halldór Jónsson bóndi að Jarðbrú, en aðrir ræðumenn voru Hjalti Har- aldsson bóndi í Ytra-Garðshorni og Valdimar Óskarsson, sveitar- stjóri í Dalvík, og fræddu þeir okkur um Svarfaðardalinn. Helgi Símonarson, bóndi á Þverá, og Iijörtur Eldjárn, oddviti á Tjörn, ræddu um dag og veg. Formaður Búnaðarfél. Öngulsstaðahrepps, Jónas Halldórsson.á Rifkelsstöð- um, þakkaði fyrir hönd ferða- fólksins hinar höfðinglegu mót- tökur. Kvaðst hann vona að heimsókn þessi yrði endurgoldin við tækifæri. Almennur söngur var á milli ræðuhaldanna, undir stjórn Þór- arins Eldjárns, hreppstjóra á Tjörn. Eftir góðan fagnað var ekið til Dalvíkur. Þar stóð yfir mikil síldarsöltun og var gaman að sjá hin hröðu handtök stúlknanna við söltunina. Skoðað var hið glæsilega verzlunarhús Útibús KEA þar á staðnum og góðgerðir þegnar hjá Dalvíkingum. Áður en haldið var heim á leið var ekið út á Upsaströnd til að sjá sig bet- ur um. Þar voru Svarfdælingar kvaddir og þeim þakkað fyrir ánægjulegan dag og rausnarlegar móttökur. Þessi ferð heppnaðist með ágætum og mun dagurinn lengi verða sólskinsblettur í minninga- sjóði ferðamannanna, þrátt fyrir þokuloft. Með alúðarkveðju til Svarf- dæla. — Einn úr hópnum. r Frá Afengisvarnarráði I. Hcildarsala: Selt í og frá Reykjavík kr. 27.864.033.00. Selt í og frá Akureyri kr. 2.950.770.00. Selt í og frá ísafirði kr. I. 169.900.00. Selt í og frá Seyðisfirði kr. 711.662.00. Selt í og frá Siglufirði kr. 998.089.00. Samtals kr. 33.694.454.00. II. Sala í pósti til héraðsbann- svæðis: Frá Aðalskrifstofunni í Reykja- vík: Vestmannaey. kr. 933.975.00. III. Áfcngi til veitingahúsa: Selt frá aðalskrifstofunni kr. 864.525.00. Á sama tíma í fyrra var salan sem hér segir: Selt í og frá Reykjavík kr. 28.068.497.00. Selt í og frá Akureyri kr. 2.798.271.00. Selt i og frá ísafirði kr. 230.561.00. Selt í og frá Seyðisfirði kr. 575.577.00. Selt í og frá Siglufirði kr. 940.887.00. Samtals kr. 32.347.232.00. Sala í pósti til héraðsbann- svæða frá aðalskrifstofu í Rvík: ísafjarðarumdæmi til 5. júní 1957 kr. 400.589.00. — Vestmannaeyjar kr. 940.830.00. Áfengi til veitingahúsa selt frá aðalskrifstofu kr. 902.716.00. Haraldur í Garðshorni kvaddur (Flutt í Tjarnarkirkju.) Hafið þig heillaði ungan, hugljúfum rómi. Vakli þér vonir í barrni og vilja til dáða. Bárurnar sungu við sanda, særinn var bjartur, bjó yfir ódæma auði, — cn örbirgð var heima. X Hafið þig heillaði ungan. Hálfvaxinn drengur leið sína lagði á sjóinn, lcitaði bjargar. Hcima beið móðir og horfði hugsandi á sæinn. Drottni fól drcnginn sinn unga. Drottinn brást eigi. •Ýfi $ Hafið þig hcillaði jafnan, þú hikaðir aldrci. Ótrauður sóttir þú sjóinn síðla og snemma. Löngum þú stóðst uppi’ í stafni og stýrðir af miðum drckkhlöðnum dreka að ströndum með dýrmætum farmi. Ungan þig laðaði líka lífshafið brciða. Sókndjarfur sóttirðu þangað ■ 1 ■ sígildar dygðir: Grciðvikni, góðvild og samúð, Guðstrú og mannást. Lífcrni þitt mun þér látnum lofstafi kvcða. Kirkjunnar kær varstu sonur, kristninnar vinur. Veg þinnar svcitar þú vildir, vannst hcnni’ af alúð. Frjálslyndur félagsþegn góður, farsæll í störfum. Bæði mun byggð þín og kirkja blessa þig látinn. Loks var svo leiðinni heitið ljóssins til stranda. Iialda þú skyldir sem hraðast haf daúðans yfir. Kallið þú heyrðir og lilýddir og hikaðir ekki. Blásandi byr fyllti seglin. Þig bar fljótt af ströndu. Farsælli lífsferð er lokið. Langferðamanni ljúf hefur landtakan verið. Lofa skal Drottin. — Hugljúfar kveðjur þér hljóma og hjartfólgnar þakkir. Vorbirtan vefji þig önmun. — Vertu sæll, frændi! VALD. V. SNÆVARR.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.