Dagur - 20.08.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 20.08.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 20. ágúst 1958 DAGUS - Héraðsháflð Framsóknarmann (Framhald af 1. síðu.) atkvæðisrétti sínum samkvæmt því. inn niður af nágrannanum. Sú stefna stuðlar að því, að dugnað- ur, orka og framtak einstaklings- ins nýtur sín vel og hagsmunir heildarinnar einnig." Tveir meginþættir stjórnmálanna; Bankastjórinn sagði meðal ann- ars: „Segja má að stjórnmálin skiptist í tvo meginþætti: Hin ^^'.nálnnum o;, la1Hlhl-l{>i!..»ál~ andlegu og menningarlegu við Hefur ekki efni á að deila hart. Ræðumaður vék síðan að efna- horf annars vegar og hins vegar hin efnahagslegu viðhorf. Sem betur fer búum við hér á landi við andlegt og menningar legt frelsi. Við»höfum fullt frelsi til skoðana, til menntunar, A5 höfum ritfrelsi og frelsi til að velja á milli flokka í frjálsum kosningum. Þetta er verðmæti út af fyrir sig, sem við skulum var- ast að skoða sem algerlega sjálf- sagðan hlut, sem aldrei geti orðið frá okkur tekinn. Við þurfum ekki annað en hugsa til þeirra atburða, sem nýlega hafa gerzt í Ungverjalandi og er reyndar alltaf að gerast í hinum komm- únistisku ríkjum, þar sem menn eru án dóms og laga líflátnir, vegna skoðana á stjórnmálum, þar sem enginn má hafa aðra stjórnmálaskoðun en hinn eini flokkur, sem leyíður er — kommúnistaflokkurinn. Við, sem ekki þekkjum annað af eigin reynd en fullkomið, andlegt frelsi, eigum bágt með að gera okkur í hugarlund þá áþján og þær sálarlegu kvalir, sem fólk hlýtur að líða í hinum kommún- istisku löndum. En því miður er allt of stór hluti heimsins ofur- seldur þessu skipulagi. Það verð- um við alltaf að hafa í huga, að við verðum alltaf að standa vörð um okkar andlega frelsi. Við get- um verið þakklát fyrir þennan arf forfeðra okkar og hann skul- um við ekki vanmeta. Við meg- um aldrei skoða andlegt frelsi svo sjálfsagt, að við sjáum •ekki ástæðu til að vera á verði. Um hinn aðalþátt stjórnmál- anna — efnahagsmálin, er að ýmsu leyti á annan veg farið. Hér greinir menn mjög á um stefnur og mikið af rúmi blaðanna fer í umræður um þau. Sumir vilja skefjalaust frelsi einstaklinganna í öllum atvinnugreinum til að raka saman fé með þeirri afleið- ingu að aðrir, serri miður mega sín, búa við örbyrgð. Þessi stefna er stundum skreytt slagorðum þegar mikið liggur við, eins og t. d. — frelsi — framtak. Aðrir vilja ekkert nema algeran ríkisrekstur. — sosialiseringu, — þar sem ein- staklingunum er fyrirmunað að bera úr býtum samkvæmt dugn- aði og fyrirhyggjusemi — þar serh einstaklingunum er fyrir- munað að njóta sín. Það, sem við Framsóknarmenn teljum réttast I þessum efnum, er, að hafa í heiðri frelsi einstakl- ingsins, þó með þeirri takmörk- un að tryggt sé, að ekki sé gengið á' þá, sem minnimáttar eru í þjóðfélaginu. Við teljum að byggja verði á samvinnustefn- unni, þar sem hver einstaklingur hefur frelsi til að njóta sín og reyna sig, án þess að troða skó- unum og taldi stjórnarandstöð- una ekki hafa efni á, að deila hart á núverandi ríkisstjórn, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefði alls engar tillögur gert í þeim málum, en reyndi af megni að spilla árangri efnahagslöggjaf arinnar og héldi svo á málum í landhelgisdeilunni að erlendir andstæðingar okkar í þeim mál- um teldu sér hag í því að endur- prenta greinar úr Morgunblað- inu, máli sínu til stuðnings. Því næst benti bankastjórinn á, að það væri í rauninni ekki ríkis- stjórnin eða Alþingi, sem fyrst og fremst réðu framvindunni í efna- hagsmálum, heldur væri hún öllu fremur í höndum samtaka laun- þega og einstakra atvinnuvega. Þess vegna fyrst og fremst væri svo nauðsynlegt að almenningur heíði glögga yfirsýn um þessi mál. Ræðumaður lýsti svo þróun þessara mála síðustu árin og var- aði við skefjalausri kröfupóli- tík, því að hættulegt væri að taka of mikið út á framtíðina. Eftirprentanir málverka (Framhald af 5. síðu.) stjórnir félagsheimila að gera kaup á listaverkum fyrir lítið gjald með það fyrir augum að skreyta salarkynni félagsheimil- anna, gestum til augnayndis og menntunar. Þegar er búið að gera eftir- prentanir eftir verkum 8 ís- lenzkra málara, en þeir eru: Þór- arinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Engilberts, Gunnlaugur Scheving og Svavar Guðnason. Myndirnar kosta 400 —650 kr., svo sem áður er sagt, óinnrammaðar. Ingvar Gíslason. - Átök innan.SÞ (Framhald af 5. síðu.) Bang-Jensen of heitt í dönsku utanríkisþjónustunni, segir blað- ið. í danska blaðinu Information skrifar einn ritstjóranna, Erik Seidenfaden m. a. þetta um skrárnar með ungversku vitna- nöfnunum: „Er-B. J. á sínum tíma neitaði að afhenda nafnaskrárnar,varþað ekki sökum þess að hann óttaðist, að þær ef til vilhkynnu að lenda í röngum höndum, heldur óttað- ist hann, að þær væru heimtaðar í því skyni að afhenda þær röng- um aðilum. — Þótt ótrúlegt kunni að virðast, óttaðist Bang- Jensen þetta sökum langvarandi gruns síns um það, að innan skrifstofuliðs SÞ og jafnvel inn- an Ungverjalands-nefndarinnar leyndust menn, sem reyndu að njósna og spilla fyrir starfi nefndarinnar. Bang-Jensen hafði skýrt SÞ frá þessum grun sínum í fleiri bréfum, meðan hann vann í Ungverjalandsnefndinni. — Hann drap meðal annars á innbrot í skrifstofu hans, bæði hjá SÞ, og eins í Genf í hótelherbergi hans, meðan nefndin starfaði þar og safnaði upplýsingum hjá ung- verskum ílóttamönnum í Norð- urálfu. Einnig var þar drepið á til— raunir ýmsra háttsettra þjón- ustumanna SÞ að láta gera breytingar á skýrslu Ungverja- landsnefndarinnar á þann hátt að strika út mikilvæg, raunveruleg atriði, sem sönnuðu rússnesku innrásina, og sumpart skjóta inn röngum upplýsingum, sem eftir á gætu veitt kommúnistum tæki- færi til að gera skýrslu SÞ hlægilega, eða a. m. k. miður áreiðanlega." Þannig horfir þá mál þetta við á alþjóðavettvangi. Ætti nú að reynast auðveldara að átta sig a þeim lausafréttum, er öðru hvoru berast blöðunum og eru oft mjög sundurleitar. v. Sjötug ur Páll I. Jóhannsson, Glerárgötu 3 á Akureyri, er 70 ára í dag. ¦— Hann stundar nú blaðaútburð og innheimtu, er hinn hraustasti og manna léttastur á fæti og mjög duglegur við störf sín öll. Dagur þakkar honum vel unn- irí störf við afgreiðslu blaðsins á Akureyri og sendir honum beztu afmælisóskir. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudag- inn kemur. Sálmar: 26 — 43 — 317 — 413 — 97. — Við guðs- þjónustuna verður þýzkur prest- ur, pastor Hans J. Bahr, og flyt- ur ávai*p. Eru Þjóðverjar á Ak- ureyri og í nærliggjandi sveitum velkomnir. — P. S. Minningargjöf. Egill Guttorms- son, stórkaupm. í Reykjavík, og kona hans, hafa nýlega gefið kirkjunni á Möðruvöllum í Hörg- árdal kr. 5000.00 — fimm þús. — til minningar um foreldra Egils, hjónin Guttorm Einarsson og Elínu Gunnlaugsdóttur, og í til— efni af aldarafmæli Guttorms 14. marz sl. — Með þökkum móttek- ið og skráð í Minningabók kirkj- unnar. Sigurður Stefánsson. Ferðafélagið þakkar. Kári Sig- urjónsson, formaður Ferðafélags Akureyrar hefur beðið blaðið að færa þeim, sem unnu við sælu- hússbygginguna í Herðubreiðar- lindum, gáfu peninga eða studdu málið á annan hátt, kærar þakkir. Um síðustu helgi fór enn hópur austur, og var þá lokið við að gera húsið fokhelt og settur hef- ur verið á það tjörupappi. Ferða- menn eru beðnir að ganga vel um austur þar og valda ekki spjöllum á sæluhúsinu. Ferðafélag Akureyrar fer í sæluhús sitt að Laugarfelli um næstu helgi. Upplýsingar gefur Jón D. Ármannsson, sími 1464. Frá knattspyrnuráði. Firma- keppni í knattspyrnu hefst 19. sept. n.k. Þátttakendur snúi sér til Hjartar Eiríkssonar, Gefjun, sem gefur nánari upplýsingar. Þessa daga er verið að gera við kantinn á bryggjunni. þar sem slysið varð í sumar. Það er þörf lagfæring. Farin hefur verið herferð gegn rottunum í bænum og sjást þær nú ekki um hábjartan dag á göt- um bæjarins. Framhalds stofnfundur Bind- indisfélags ökumanna (B. F. Ö.) verður haldinn föstudaginn 22. þ. m. í Rotarysal Hótel KEA kl. 9 e. h.—• Á fundinum mætir erind- reki Sambands B. F. Ö. Drykkjuskapur er töluverður í bænum, bæði hjá bæjarbúum og aðkomufólki. Um síðustu helgi gistu sunnlenzkir íþróttamenn í „Steininum", ásamt innfæddum. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Ófeigsdóttir skrifstofumær og Kolbeinn Pétursson stúdent. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóna Pála Björnsdóttir, Melum við Akur- eyri, og Gísli Sigfreðsson, lög- fræðinemi, frá Lögmannshlíð við Akureyri. Hjónavígslur í Vallaprestakalli. Hinn 12. ágúst sl. voru gefin sam- an í hjónaband í Vallakirkju af séra Stefáni Snævarr: Árdís Fanney Sigvaldadóttir frá Hofs- árkoti í Svarfaðardal og Jón Ár- mann Árnason frá Húsavík. — Heimili þeirra verður Ásgarðs- vegur 16, Húsavík. — Sama dag voru gefin saman í Tjarnarkirkju af séra Stefáni Snævarr: Halldór Hafstað frá Vík í Skagafirði og Solveig kennari Arnórsdóttir Sigurjónssonar ritstjóra. — Enn- fremur: André Enard og Val- gerður Birna Hafstað frá Vík í Skagafirði, systir Halldórs. — Heimili þeirra hjóna verður í París. Jónas Sigurðsson bóndi á Guð- rúnarstöðum í Saurbæjarhreppi varð sjótugur sl. mánudag, 18. ág. Sigurður Sumarliðason, Odd- eyrargötu 6 á Akureyri, andaðist 14. þ. m. Hann var fyrrum bóndi í Bitrugerði í Glæsibæjarhreppi. Ferðamaður var hann á yngri ár- um og vár fyrsti maður, sem gekk á Herðubreið. í fjölda mörg ár var hann fylgdarmaður er- lendra ferðamanna í byggðum og á öræfum. Á yngri árum var Sig- urður 10 ár í Ameríku og talaði vel ensku. Hann átti heima hér á Akureyri síðan 1931 og var 95 ára þegar hann lézt. Templarar. Fyrirhuguð er sam- eiginleg berjaferð stúknanna n.k. sunnudag, 24. þ. m. Væntanlegir þátttakeridur tilkynni þátttöku sína fyrir föstudagskvöld að Hó- tel Varðborg, sími 1481. Litla stúlkan, sem missti hend- ina. H. A. (gamalt áheit) kr. 50. Barnavagn til sölu og sýnis K.E.A. Kornvöruhúsi HERBERGI vantar tvo reglusama skóla- pilta í vetur. Uppl. i sima 1879. ÞYZKA, TEKKNESKA höfum við til í eftir- töldum stærðum: 6x30, 8x30, 7x50 og 12x60. Allir með nætur- glerjum. Sendum í póstkröfu. Jám- og glervörudeild TEYGJA BENDLAR TÖLUR, mikið úrval. HÁRSPENNUR- SKÁBÖND NÁLAR, alls konar. og ótal margt. fleira. Vefnaðarvörudeild fyrir börn, nýkomin. Hjólunum má breyta í tví- lijól með lítilli fyrirhöfn. Verzl. Eyjafjörður h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.