Dagur - 20.08.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 20.08.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 20. ágúst 1958 D A G U R 7 - Héraðshátíð Framsóknarmanna (Framhald af 1. síðu.) atkvæðisrétti sínum samkvæmt því. Tveir meginþættir stjórnmálanna. Bankastjórinn sagði meðal ann- ars: „Segja má að stjórnmálin skiptist í tvo meginþætti: Hin andlegu og menningarlegu við- horf annars vegar og hins vegar hin efnahagslegu viðhorf. Sem betur fer búum við hér á landi við andlegt og menningar legt frelsi. Við„höfum fullt frelsi til skoðana, til menntunar, /ið höfum ritfrelsi og frelsi til að velja á milli flokka í frjálsum kosningum. Þetta er verðmæti út af fyrir sig, sem við skulum var- ast að skoða sem algerlega sjálf- sagðan hlut, sem aldrei geti orðið frá okkur tekinn. Við þurfum ekki annað en hugsa til þeirra atburða, sem nýlega hafa gerzt í Ungverjalandi og er reyndar alltaf að gerast í hinum komm- únistisku ríkjum, þar sem menn eru án dóms og laga líflátnir vegna skoðana á stjórnmálum, þar sem enginn má hafa aðra stjórnmálaskoðun en hinn eini flokkur, sem leyfður er — kommúnistaflokkurinn. Við, sem ekki þekkjum annað af eigin reynd en fullkomið, andlegt frelsi, eigum bágt með að gera okkur í hugarlund þá áþján og þær sálarlegu kvalir, sem fólk hlýtur að líða í hinum kommún- istisku löndum. En því miður er allt of stór hluti heimsins ofur- seldur þessu skipulagi. Það verð- um við alltaf að hafa í huga, að við verðum alltaf að standa vörð um okkar andlega frelsi. Við get- um verið þakklát fyrir þennan arf forfeðra okkar og hann skul- um við ekki vanmeta. Við meg- um aldrei skoða andlegt frelsi svo sjálfsagt, að við sjáum ekki ástæðu til að vera á verði. Um hinn aðalþátt stjórnmál- anna — efnahagsmálin, er að ýmsu leyti á annan veg farið. Hér greinir menn mjög á um stefnur og mikið af rúmi blaðanna fer í umræður um þau. Sumir vilja skefjalaust frelsi einstaklinganna í öllum atvinnugreinum til að raka saman fé með þeirri afleið- ingu að aðrir, sem miður mega sín, búa við örbyrgð. Þessi stefna er stundum skreytt slagorðum þegar mikið liggur við, eins og t. d. — frelsi — framtak. Aðrir vilja ekkert nema algeran ríkisrekstur. — sosialiseringu, — þar sem ein- staklingunum er fyrirmunað að bera úr býtum samkvæmt dugn- aði og fyí'irhyggj usemi — þar sem einstaklingunum er fyrir- munað að njóta sín. Það, sem við Framsóknarmenn teljum réttast I þessum efnum, er, að hafa í heiðri frelsi einstakl- ingsins, þó með þeirri takmörk- un að tryggt sé, að ekki sé gengið á þá, sem minnimáttar eru í þjóðfélaginu. Við teljum að byggja verði á samvinnustefn- unni, þar sem hver einstaklingur hefur frelsi til að njóta sín og reyna sig, án þess að troða skó- inn niður af nágrannanum. Sú stefna stuðlar að því, að dugnað- ur, orka og framtak einstaklings- ins nýtur sín vel og hagsmunir heildarinnar einnig.“ Hefur ekki efni á að deila liart. Ræðumaður vék síðan að efna- hagsmálunum og landhelgismál- unum og taldi stjórnarandstöð- una ekki hafa efni á, að deila hart á núverandi ríkisstjórn, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefði alls engar tillögur gert í þeim málum, en reyndi af megni að spilla árangri efnahagslöggjaf- arinnar og héldi svo á málum í landhelgisdeilunni að erlendir andstæðingar okkar í þeim mál- um teldu sér hag í því að endur- prenta greinar úr Morgunblað- inu, máli sínu til stuðnings. Því næst benti bankastjórinn á, að það væri í rauninni ekki ríkis- stjórnin eða Alþingi, sem fyrst og fremst réðu framvindunni í efna- hagsmálum, heldur væri hún öllu fremur í höndum samtaka laun- þega og einstakra atvinnuvega. Þess vegna fyrst og fremst væri svo nauðsynlegt að almenningur hefði glögga yfirsýn um þessi mál. Ræðumaðui' lýsti svo þróun þessara mála síðustu árin og var- aði við skefjalausri kröfupóli- tík, því að. hættulegt væri að taka of mikið út á framtíðina. - Eftirprentanir málverka (Framhald af 5. síðu.) stjórnir félagsheimila að gera kaup á listaverkum fyrir lítið gjald með það fyrir augum að skreyta salarkynni félagsheimil- anna, gestum til augnayndis og menntunar. Þegar er búið að gera eftir- prentanir eftir verkum 8 ís- lenzkra málara, en þeir eru: Þór- arinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Engilberts, Gunnlaugur Scheving og Svavar Guðnason. Myndirnar kosta 400 —650 kr., svo sem áður er sagt, óinnrammaðar. Ingvar Gíslason. Barnavagn til sölu og sýnis í Kornvöruhúsi K.E.A. - Átök innan SÞ (Framhald af 5. síðu.) Bang-Jensen of heitt í dönsku utanríkisþjónustunni, segir blað- ið. í danska blaðinu Information skrifar einn ritstjóranna, Erik Seidenfaden m. a. þetta um skrárnar með ungversku vitna- nöfnunum: „Er-B. J. á sínum tíma neitaði að afhenda nafnaskrárnar,varþað ekki sökum þess að hann óttaðist, að þær ef til vill-kynnu að lenda í röngum höndum, heldur óttað- ist hann, að þær væru heimtaðar í því skyni að afhenda þær röng- um aðilum. — Þótt ótrúlegt kunni að virðast, óttaðist Bang- Jensen þetta sökum langvarandi gruns síns um það, að innan skrifstofuliðs SÞ og jafnvel inn- an Ungverjalands-nefndarinnar leyndust menn, sem reyndu að njósna og spilla fyrir starfi nefndarinnar. Bang-Jensen hafði skýrt SÞ frá þessum grun sínum í fleiri bréfum, meðan hann vann í Ungvei'jalandsnefndinni. — Hann drap meðal annars á innbrot í skrifstoíu hans, bæði hjá SÞ, og eins í Genf í hótelherbergi hans, meðan nefndin starfaði þar og saínaði upplýsingum hjá ung- verskum flóttamönnum í Norð- urálfu. Einnig var þar drepið á til- raunir ýmsra háttsettra þjón- ustumanna SÞ að láta gera breytingar á skýrslu Ungverja- landsnefndarinnar á þann hátt að strika út mikilvæg, raunveruleg atriði, sem sönnuðu rússnesku innrásina, og sumpart skjóta inn röngum upplýsingum, sem eftir á gætu veitt kommúnistum tæki- færi til að gera skýrslu SÞ hlægilega, eða a. m. k. miður áreiðanlega.“ Þannig horfir þá mál þetta við á alþjóðavettvangi. Ætti nú að reynast auðveldara að átta sig á þeim iausafi'éttum, er öðru hvoru berast blöðunum og eru oft mjög sundurleitar. v. Sjötugur Páll I. Jóhannsson, Glerárgötu 3 á Akureyri, er 70 ára í dag. — Hann stundar nú blaðaútburð og innheimtu, er hinn hraustasti og manna léttastur á fæti og mjög duglegui' við störf sín öll. Dagur þakkar honum vel unn- in störf við afgreiðslu blaðsins á Akureyri og sendir honum beztu afmælisóskir. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudag- inn kemur. Sálmar: 26 — 43 — 317 — 413 — 97. — Við guðs- þjónustuna verður þýzkur prest- ur, pastor Hans J. Bahr, og flyt- ur ávarp. Eru Þjóðverjar á Ak- ureyri og í nærliggjandi sveitum velkomnir. — P. S. Minningargjöf. Egill Guttorms- son, stórkaupm. í Reykjavík, og kona hans, hafa nýlega gefið kirkjunni á Möðruvöllum í Hörg- árdal kr. 5000.00 — fimm þús. — til minningar um foreldra Egils, hjónin Guttorm Einarsson og Elínu Gunnlaugsdóttur, og í til- efni af aldarafmæli Guttorms 14. marz sl. — Með þökkum móttek- ið og skráð í Minningabók kirkj- unnar. Sigurður Stefánsson. Ferðafélagið þakkar. Kári Sig- urjónsson, formaður Ferðafélags Akureyrar hefur beðið blaðið að færa þeim, sem unnu við sælu- hússbygginguna í Herðubi'eiðar- lindum, gáfu peninga eða studdu málið á annan hátt, kærar þakkir. Um síðustu helgi fór enn hópur austur, og var þá lokið við að gera húsið fokhelt og settur hef- ur verið á það tjörupappi. Ferða- menn eru beðnir að ganga vel um austur þar og valda ekki spjöllum á sæluhúsinu. Ferðafélag Akureyrar fer í sæluhús sitt að Laugarfelli um næstu helgi. Upplýsingar gefur Jón D. Ármannsson, sími 1464. Frá knattspymuráði. Firma- keppni í knattspyrnu hefst 19. sept. n.k. Þátttakendur snúi sér til Hjartar Eiríkssonar, Gefjun, sem geíur nánari upplýsingar. Þessa daga er verið að gera við kantinn á bryggjunni. þar sem slysið varð í sumar. Það er þörf lagfæring. Farin hefur verið herferð gegn rottunum í bænum og sjást þær nú ekki um hábjartan dag á göt- um bæjarins. Framhalds stofnfundur Bind- indisfélags ökumanna (B. F. Ö.) verður haldinn föstudaginn 22. þ. m. í Rotarysal Hótel KEA kl. 9 e. h. — Á fundinum mætir erind- reki Sambands B. F. Ö. Drykkjuskapur er töluvei'ður í bænum, bæði hjá bæjarbúum og aðkomufólki. Um síðustu helgi gistu sunnlenzkir íþróttamenn í „Steininum“, ásamt innfæddum. HERBERGI vantar tvo reglusama skóla- pilta í vetur. Uppl. i sima 1879. ÞÝZKA, TÉIÍKNESKA höfum við til í eftir- töldum stærðum: 6x30, 8x30, 7x50 og 12x60. Allir með nætur- glerjum. Sendum í póstkröfu. Járn- og gtervörudeild Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Öfeigsdóttir skrifstofumær og Kolbeinn Pétursson stúdent. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóna Pála Björnsdóttir, Melum við Akur- eyri, og Gísli Sigfreðsson, lög- fræðinemi, frá Lögmannshlíð við Akureyri. Iljónavígslur í Vallaprestakalli. Hinn 12. ágúst sl. voru gefin sam- an í hjónaband í Vallakirkju af séra Stefáni Snævarr: Árdís Fanney Sigvaldadóttir frá Hofs- árkoti í Svarfaðardal og Jón Ár- mann Árnason frá Húsavík. — Heimili þeirra verður Ásgarðs- vegur 16, Húsavík. — Sama dag voru gefin saman í Tjarnarkirkju af séra Stefáni Snævarr: Halldór Hafstað frá Vík í Skagafirði og Solveig kennari Arnórsdóttir Sigurjónssonar ritstjóra. — Enn- fremur: André Enard og Val- gerður Birna Hafstað frá Vík í Skagafirði, systir Halldórs. — Heimili þeirra hjóna verður í París. Jónas Sigurðsson bóndi á Guð- rúnarstöðum í Saurbæjarhreppi varð sjötugur sl. mánudag, 18. ág. Sigurður Sumarliðason, Odd- eyrargötu 6 á Akureyri, andaðist 14. þ. m. Hann var fyrrum bóndi í Bitrugerði í Glæsibæjarhreppi. Ferðamaður var hann á yngri ár- um og vár fyrsti maður, sem gekk á Herðubreið. í fjölda mörg ár var hann fylgdarmaður er- lendra ferðamanna í byggðum og á öræfum. Á yngri árum var Sig- urður 10 ár í Ameríku og talaði vel ensku. Hann átti heima hér á Akureyri síðan 1931 og var 95 ára þegar hann lézt. Templarar. Fyrirhuguð ei' sam- eiginleg berjaferð stúknanna n.k. sunnudag, 24. þ. m. Væntanlegir þátttakehdur tilkynni þátttöku sína fyrir föstudagskvöld að Hó- tel Varðborg, sími 1481. Litla stúlkan, sem missti hend- ina. H. A. (gamalt áheit) kr. 50. TEYGJA BENDLAR TÖLUR, mikið úrval. HÁRSPENNUR SKÁBÖND NÁLAR, alls konar. og ótal margt fleira. Vefnaðarvörudeild ÞRlHJÓL fyrir börn, nýkomin. Hjólunum má breyta í tví- hjól með lítilli fyrirhöfn. Verzl. Eyjafjörður li.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.