Dagur - 20.08.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 20.08.1958, Blaðsíða 8
Baguk Miðvikudaginn 20. ágúst 1958 Bændafundur í Mývatnssveif í Reynihlíð við Mývatn komu saman, miðvikudaginn 13. ágúst sl., stjórnir bændafélaganna norðan- og austanlands, til sam- eiginlegs fundar, til að ræða ým- is yandamál bændastéttarinnar. Fundinn sátu þessir 12 menn: Frá Bændafélagi Fljótsdalshér- aðs: Sveinn Jónsson, Egilsstöð- um, Páll Sigurbjörnsson, Egils- stöðum og Björn Kristjánsson, Grófarseli. Frá Bændafélagi Eyfirðinga: Jón G. Guðmann, Skarði, Eggert Davíðsson, Möðruvöllum, Árni Jónsson, Háteigi og Árni Ás- bjarnarson, Kaupangi. Frá Bændafélagi Þingeyinga: Jón Sigurðsson, Yzta-Felli,Finn- ur Kristjánsson, Húsavík, Þránd- ur Indriðason, Aðalbóli, Harald- ur Jónsson, Jaðri, Baldur Bald- vinsson, Ófeigsstöðum. Fundurinn hófst með því að formenn bændafélaganna tóku allir til máls og gáfu stutt yfirlit yíir störf félaganna undanfarið og ræddu nokkuð þau verkefni, sem framundan væru. Fundarstjóri var kosinn Jón Sigurðsson, Yzta-Felli, en ritari Baldur Baldvinsson. Fóru fram allítarlegar umræður um ýmis mál, en þessar tillögur voru sam- þykktar á fundinum: 1. Fundur stjórna bændafélag- anna á Norður- og Austurlandi samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd, einn úr hverju bændafélagi, til þess að athuga útreikning á verðlagsgrundyelli landbúnaðarins og þær reglur sem um hann gilda og afla í því sambandi gagna meðal bíenda og opinberra búa, til upplýsinga um búrekstur þeirra, er gilda sem rök fyrir uppbyggingu á réttlátari verðlagsgrundvelli. í nefndina voru kosnir þessir menn: Frá Bændafélagi Fljóts- dalshér.: Jónas Pétursson, Skriðu klaustri, til vara: Sævar Sig- bjarnarson, Rauðholti. Frá Bændafélagi Eyfirðinga: Jón G. Guðmann, Skarði. Frá Bændafélagi Þingeyinga: Þrándur Indriðason, Aðalbóli. 2. Fundurinn skorar á stjórn Stéttarsambands bænda, að halda aðalfund sinn áður en gengið er frá samningum um verðlag á landbúnaðarafurðum á komandi hausti. 3. Fundurinn beinir þeim til- mælum til aðalfundar Stéttar- sambands bænda, að láta gera at- hugun á því, hvort ekki sé tíma- bært, að stofnaður verði lífeyris- sjóður fyrir alla bændur landsins. Vandræðabrú á Skjálfandafljóti Hafin er brúarsmíði hjá Stóru- völlum í Bárðardal, þar sem ný- byggð brú er fyrir. Þetta er eins konar landbrú, sem nauðsynlegt er að setja upp vegna þess að nýju brúnni, sem þar er fyrir, var valinn óheppilegur staður. Er þetta því hálfgerð vandræðabrú, sem vitnar gegn íslenzkri verk- fræði. Virðist eðlilegt að sjóðurinn verði byggður upp á sama hátt og lífeyrissjóðir annarra starfshópa. 4. Fundurinn telur réttlátt, að allir íslenzkir ríkisborgarar, frá 16—67 ára hafi sömu réttindi og skyldur gagnvart slysabótum, án tillits til þess, hvort þeir eru at- vinnurekendur eða vinnuþiggj- endur og skorar á Alþingi og ríkisstjórn að breyta Almanna- tryggingalögunum í það horf að svo megi verða. 5. Fundurinn telur algerlega óviðunandi það ástand, sem ríkt hefur undanfarið varðandi inn- flutning á varahlutum í landbún- aðarvélar. Þetta ástand hefur þó aldrei verið verra en nú á þessu sumri, því að heita má að engir varahlutir hafi verið fluttir inn sem af er þessu ári og standa því mai-gar vélar ónothæfar víðs vegar um land. Fundurinn skor- ar því á Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands að beita áhrifum sínum til þess, að máli þessu verði komið í viðunandi horf. Fundurinn skorar á Stéttar- samband bænda, að sjá til þess, að grunnkaup bænda í verðlags- grundvelli landbúnaðarins, verði hækkað til fulls í samræmi við þær launahækkanir sem orðið hafa í landinu á þessu ári. Nokkur fleiri mál voru tekin til umræðu, en engar ályktanir gerðar í þeim. Hvað er klukkan? Hin myndarlega og ágæta klukka í kirkjuturninum á Ak- ureyri, sem Kristján Halldórsson úrsmíðameistari gaf á sínum tíma, er vanhirt. í gær var hún til dæmis fimm mínútum of sein. Oft hefur verið kvartað undan því að henni væri ekki að treysta og hefur það stundum komið sér illa. Blaðið vill koma þessum umkvörtunum á framfæri til þeirra aðila, sem. klukkunnar eiga að gæta. Verði þar ekki um bætt verður að leita til annarra um eftirlit með þessari klukku. SAMVINNAN. Ágústhefti Samvinnunnar er komið út og flytur grein um stór- eignaskattinn, Delfi eftir Guðna Þórðarson, um þýzk fiskiðjuver, Tvær eins, saga eftir Guðnýju Sigurðardóttur, Ertu sólginn í sykurinn eftir Ingólf Davíðsson, Um Botvinnik eftir Svein Krist- insson, Evrópumeistaramótið 1950 eftir Brynj. Ingólfsson, fram- haldssagan Litlakaffi eftir Krist- mami Guðmundsson og Upphaf Sláturf élags Austur-Húnvetninga eftir Björn Jónsson. Hornsteinn lagður að sföðvarhúsi við Sogið síðasfl. laugardag Yfir 90 þúsund manns frá rafmagn frá Soginu þegar nýja virkjunin tekur til starfa Á laugardaginn var lagði for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, hornstein að hinu nýja stöðvarhúsi nýju Sogsvirkjunar- innar. Hermann Jónasson raforku- málaráðherra sagði í ræðu við það tækifæri, að þjóðin hefði með lagningðu þessa hornsteins unnið stóran sigur í lífsbaráttu sinni. — Hann minnti á, að Bandaríkin hefðu lánað 180 milljónir til framkvæmda við þessa stórvirkj- un, eða meira fé en nokkru sinni áður hefði verið tekið til einnar framkvæmdar. Einnig benti hann á, að afl það er fengist með þess- ari nýju virkjun mundi þó ekki endast nema til ársins 1964. Þess vegna yrði nú þegar að hefja undirbúning að næstu virkjun. Akureyr Sundmót Akureyrar fór fram í Sundlaug Akureyrar 5. og 6. ágúst. Var þetta stigakeppni milli KA og Þórs. Meistarar urðu þessir: 100 m. skriðsund karla: Björn Þórisson Þór 1:08.5 mín. (Ak.m.). Ýmis t íðindi úr nágrannabyggðum Sauðárkróki 8. ágúst 1958 Fáförult mun að jafnaði hafa verið um Skaga, leiðina á byggð fram með sjó meðfram Skagafirði að austan og Húnaflóa að vestan. Leið þessi hefur verið, og er enn, Knattspyrnumenn frá Akureyri heimsóttu SígSufjörð um sl. helgi Um síðustu helgi fóru þrír flokkar knattspyrnumanna frá K. R. A. í keppnisferð til Siglu- fjarðar, meistarafl., III. fl. og IV. 11. — Lagt var af stað frá Akur- eyri kl. 1 e. h. á laugardag með langferðabíl og komið til Siglu- fjarðar kl. 6 síðdegis. Kl. 7 fór fyrsti leikurinn fram og kepptu IV. fl. K. R. A. og K. S. og lauk þeim leik með sigri K. S. 2 : 0. — Strax á eftir léku svo II. fl. K. R. A. og K. S. og varð sá leikur jafntefli 2:2. — Að þeim leik loknum lék meistaraflokkur Ak- ureyrar gegn Siglfirðingum og sigruðu Akureyringar með 4 : 2. Á sunnudag léku svo sömu flokkar aftur og urðu úrslit þessi: IV. fl. K. R. A. gegn K. S. 3 : 0. III. fl. K. R. A. gegn K. S. 0 : 0. Meistarafl. K. R. A. gegn K. S. 5 : 3. Dómarar í meistaraflokksleikj- unum voru: Á laugardag Heins Minningargjöf Miðgarðakirkju í Grímsey barst nýlega fögur skírnarskál úr silfri frá Sigurbirni Sæmundssyni, börnum hans og tengdabörnum. Gjöf þessi er minningai-gjöf um konu hans, Sigrúnu Indriðadótt- ur, sem var húsfreyja að Sveins- stöðum í Grímsey í 45 ár. Marovski, knattspyrnuþjálfari Akureyringa, sem dæmdi vel, og á sunnudag Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði, og hefði sá dómur mátt vera mun betur af hendi leystur. Leikirnir voru allir skemmti- legir og er ánægjulegt hve flokk- arnir, einkum þeir yngri, eiga á að skipa efnilegum knattspyrnu- mönnum. Akureyringarnir komu aftur til bæjarins á sunnudagskvöld og var för þessi hin ánægjulegasta. Námskeið í söngkennslu Söngkenríarafélag íslands, Sam- band norðlenzkra kennara og Fræðslumálaskrifstofan gangast fyrir námskeiði í söngkennslu. — Hefst það á Akureyri 1. sept. n.k. og stendur yfir í 10 daga. Kennarar námskeiðsins verða Jóhann Tryggvason hljómsveit- arstjóri og Ingólfur Guðbrands- son námsstjóri. Jóhann Tryggvason kennir söngstjórn, sem miðast við kennslu í skólum og kórstjórn, blokkflautuleik kennir Jóhann Tryggvason. Ingólfur Guðbrands son kennir meðferð barnaradda. Þórarinn Guðmundsson og Ás- kell Jónsson kennarar á Akur- eyri veita nánari upplýsingar. seinfarin og til skamms tíma ill- fær. Má segja að einn og einn bíll hafi farið hana aðrir en þeir sem beint erindi hafa átt með flutn- inga eða farþega til bæja á Skaga. Nú hefur brugðið svo við í sumar að hópar ferðamanna hafa farið „fyrir Skaga", sem kallað , er, hver af öðrum. Er mér þannig kunnugt um 10 hópferðir, sem farið hafa þessa leið. í hópferðum þessum hafa tekið þátt 25—130 manns í hverri. Samtals hafa því þannig hart nær 500 manns farið þessa leið í sumar á þennan hátt. Sami bílstjórinn hefur farið í níu af þessum tíu hópferðum, er hann því sennilega farinn að þekkja leið þessa allsæmilega. Á leiðinni fyrir Skaga er margt að sjá í góðu veðri og björtu. Breytilegt landslag og sérkenni- legt, en þó ekki allt gróðursælt. Ketubjörg, sem rísa á sérkenni- legan hátt í sjó fram. Selvíkina, frægustu flotahöfn frá fornri tíð, hlunnindaiarðir og höfuðból, svo sem Hafnir á Skaga o. fl. Á þess- ari leið blasir Drangey við í meiri nálægð en víðast annars staðar úr landi og í björtu veðri rísa Strandafjöll úr hafi og minna sennilega flesta ferðamenn á, að þar séu lítt þekktar en forvitni- legar ferðamannaslóðir. Það er vel að ferðafólk leggi leiðir sínar um nýja og afskekkta staði. Sú skoðun mun all algeng, að þegar farin er alfaraleið yfir Skagafjörð, staldrað við hjá Arn- arstapa og litið yfir hið stóra og fagra hérað, að þá sé allt séð og að ekki sé þörf frekari skoðunar til þess að vita allt og þekkja allt til héraðsins. Mjög er þessi skoð- un fjarri raunveruleikanum. Um það munu allir, er leggja leið sína fram um dali eða út um hér- að, sannfærast. — G. I. 200 m. bringusund karla: Guð- mundur Þorsteinsson KA 3:10.0 min. 50 m. skriðsund kvenna: Erla Hólmsteinsdóttir Þór 35.5 sek. 200 m. bringusund kvenna: Ásta Pálsdóttir KA 3:45.8 mín. 50 m. skriðsund telpna: Auður Friðgeirsdóttir KA 41.4 sek. 50 m. skriðsund drengja: Óli Jóhannsson KA 33.2 sek. 4x50 m. boðsund: Sveit KA (Akureyrarmet) 2:09.4 min. 100 m. skriðsund kvenna: Erla Hólmsteinsdóttir Þór 1:21.2 mín. 400 m. skriðsund karla: Björn Þórisson 5:49.5 mín. 100 m. bringusund kvenna: Helga Haraldsdóttir KA 1:36.3 mín. 100 m. bringusund karla: Guð- mundur Þorsteinsson KA 1:26.6 mín. 50 m. bringusund telpna Sig- ríður Arnþórsdóttir KA 46.6 sek. 50 m. baksund kvenna: Rósa Pálsdóttir KA (Akureyrarmet) 46.7 sek. 50 m; baksund karla: Björn Þórisson Þór (Akureyramet) 37.6 sek . 4x50 m. boðsund kvenna: A- sveit KA 2:43.3 mín. 50 m. flugsund karla: Eiríkur Ingvarsson KA (Akureyrarmet) 40.2 sek. KA vann með 72 stigum, Þór fékk 33 stig. Sundráð Akureyrar sá um mótið. Flugfélag íslands hefur nú tekið að sér leiguflug á Grænlandi, innanlands, milli Syðri Straumfjarðar og Ikateq. Flugfélagið er í þjónustu Banda- ríkjahers í þessu leiguflugi. Slys í Dimmuborgum Á sunnudaginn var, varð það slys í Dimmuborgum í Mývatns- sveit, að steinn féll í höfuð konu af Austurlandi, er þar var á ferð með öðru fólki. Var konan þegar flutt að Skútustöðum og gerði héraðslæknirinn að sárum henn- ar, sem ekki voru lífshættuleg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.