Dagur - 27.08.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 27.08.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagub DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 3. september. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 27. ágúst 1958 42. tbl. U.M.F. Bjarmi í Fnjóskadal 50 ára Hefir gefið út sveitablað óslitið Sunnudaginn 17. þ. m. minntist ungmennaíél. Bjarmi í Fnjóska- dal 50 ára afmælis síns með sam- komu í Vaglaskógi. Fyrri hluti hennar fór fram í Stóra rjóðri. — Þar fluttu ræður: Tryggvi Stef- ánsson, Hallgilsstöðum, formaður félagsins, sem minntist ung- mennafélaganna og hlutverks þeirra í byggðum landsins og drap á nokkur atriði úr sögu af- mælisbarnsins, og sóknarprestur- inn, séra Sigurður Haukur Guð- jónsson. Karlakór Reykdæla, 12 ný f iskiskip Þann 18. ágúst var undirritað- ur í Mijskva samningur um við- skipta- og greiðslusamning ís- lands og Sovétríkjanna frá 1. ágúst 1953. Samningur þessi gerir ráð fyrir að andvirði 12 fiskiskipa, sem smíðuð eru í Austur-Þýzkalandi fyrir íslenzk fyrirtæki, verði greitt af vöruskiptareikningi ís- lands og Sovétríkjanna og aukn- um yfirdrætti í því sambandi. — Nemur andvirði skipanna 50 milljónum króna. Pétur Thorsteinsson, ambassa- dor, annaðist samningsgerðina af Islands hálíu. undir stjórn Páls H. Jónssonar, söng nokkur lög og einnig síðar um daginn. Síðari hluti samkomunnar var haldinn í Brúarlundi. Þar var kaffisamsæti, ræðuhöld og söng- ur, og Jón Bjarnason í Garðsvík skemmti með kvæðaupplestri. Að síðustu var stiginn dans. Störf Bjarma eru ekki stór í sýnilegum framkvæmdum. En mörgum menningarmálum hefur hann þó lagt lið, bæði í sveit sinni og héraði. Félagið hefur líka, eins og önnur ungmennafé- lög sveitanna, haldið uppi skemmtanalífi og verið' félagsleg- ur veítvangur unga fólksins. — Blaðið Snepil, sem ekki kafnar undir nafni, hefur það gefið út frá ársbyrjun 1909 og til þessa dags. Sjálft var félagið stofnsett 4. okt. 1908. Stofnendur voru 15 talsins og munu 5 þeirra á lífi. Nú telur fé- lagið um 70 félaga. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Einar E. Sæ- mundsen, Vöglum, Pétur Einars- son,«Skógum og Kristján Jónsson, Nesi. Núverandi stjórn skipa: Tryggvi Stefánsson, Hallgilsstöðum, Páll G. Gunnlaugsson, Veizuseli, og Jón F. Sigurðsson, Fornhólum. 12 sjómílna iiskveiSilandhelgina Stærsta skrefið í sjávarútvegsmálum landsins 300 Fergunson- dráttarvélar Nál. 300 dráttarvclum af gerð- inni Massey-Fergusdh hefur ver- ið skipað út í Hull í Bretlandi til flutnings til íslands á aðeins ein- um mánuði. Er það 100 dráttar- vélum fleira af þessari gerð en keypt var allt árið í fyrra. Fjármálaráíherra reiðubúinn asl lán lil smíSi á nýjum „Drang Eyjólfur uppgafst ekki en fylgdarbáturinn fór villur vegar íslenzki sundgarpurinn, Eyjólf- ur Jónsson, sem nýlega tók þátt í kappsundinu mikla yfir Ermar- sund, gafst ekki upp, svo sem fregnir hermdu. En hann hætti sundinu þegar skipstiórinn á fylgdarbátnum upplýsti, að hann væri orðinn rammvilltur og hefði ekki hugmynd um stefnuna. — Þetta atvik dregur því engan veginn úr sundmannsheiðri Eyj- ólfs. I r Abyrgðarheimild í f járlögum enn ónotuð, þar sem ósamið er um lán til smíði nýs flóabáts, en fyrir liggur tilboð frá Noregi um smíði bátsins og lán til smíðanna í fjárlögum yfirstandandi árs, svo og í fyrra, er heimild til handa ríkisstjórninni til þess a'ð ábyrgjast lán, sem tekið yrði til smíði á nýjum flóabáti við Eyja- fjörð og nálægar hafnir. Heimild þessi hefur enn ekki verið notuð, þar sem viðkomandi aðiljar. hafa ckki gengið frá láni til flóabáts- kaupa, en hins vegar er blaðinu kunnugt um, að fjármálaráð- Banaslys í Fnjóskadal A fyrsta tímanum í fyrrinótt varð það hörmulega slys í Fnjóskadal, að Jón Forni Sigurðsson, bóndi að Fornhólum, lenti undir dráttarvél og beið þegar bana. Jón Forni Sigurðsson var 28 ára gamall, kvæntur og byrjaði búskap fyrir þrem árum. Hann var efnismaður hinn mesti og vinsæll. Er hann því öllum harmdauði. — Ekkja hans er Ing- unn Arnórsdóttir og áttu þau 2 börn. herra, Eysteinn Jónsson, er reiðubúinn að nota heimild þessa, þegar er gengið hefur verið frá láninu. HEIMILDARGREININ. í 22. gr. fjárl. fyrir árið 1958 er eftirfarandi ákvæði: „Ríkisstjórn inni er heimilt að ábyrgjast lán, sem tekið kann að verða til smíði á nýjum flóabáti við Eyjafjörð og nálægar hafnir, gegn tryggingum, sem ríkisstjórnin metur gildar, þó ekki yfir 2/3 af kostnaðar- verði skipsins." (Leturbr. blaðs- ins.) DRANGUR ÚR SÉR GENGINN. Svo sem kunnugt er, gerist nú- verandi flóabátur, Drangur, aldr- aður og úr sér genginn, Eru litl- ar líkur til þess að hann endist mörg ár enn til þess hlutverks, (Framhald á 2. síðu.) Fyrsta september gengur reglugerðin um 12 mílna fisk- veiðilandhelgina í gildi. Hún hefur ekki enn hlotið fulla við- urkenningu, og þjóðir þær, sem mestra hagsmuna hafa að gæta í sambandi við hana hafa birt harðorð mótmæli og jafn- vel hótanir um að hafa ákvörðun íslendinga að engu og senda herskip á vettvang til að brjóta niður ísl. landhelgisgæzlu. Mál þetta á sér nokkra sögu, sem vert er að minnast og rifja upp í stuttu máli, á þeim tíma- mótum, sem gildistaka reglu- gerðarinnar um 12 mílna fisk- veiðilandhelgi íslands tekur gildi. Verulegur undirbúningur hófst um stækkun fiskveiðilandhelg- innar fljótt upp úr síðari heims- styrjöld. 15. apríl 1948 voru sam- þykkt frá Alþingi login um vís- indalega vernd fiskimiða land- grunnsins. Með lögum þessum var stefna sú mörkuð, sem síðan hefur verið farin og aldrei hvik- að frá. Á þessu tíu ára tímabili, sem síðan eru liðin hafa viðhorf til landhelgismála mjög breytzt meðal þjóðanna. Áður var ísland ekki á málaþingum og ráðstefn- um á alþjóðavettvangi og gömlu stórveldin voru ráðandi um að skapa venjur um víðáttu land- helginnar eins og fyrirfarandi aldir. Því fer þó fjarri að íslenzkir stjórnmálamenn o. fl. hefðu ekki áhuga á þessum mál- um fyrr, eða að landhelgismál landsins lægju í þagnargildi. Afskipti alþjóðasamtaka. Jafnhliða samþykkt Alþingis frá 1948 var farið að vinna að málinu á alþjóðavettvangi. Land- helgismálin voru eitt af viðfangs- efnum Sameinuðu þjóðanna, þar sem ísland átti fulltrúa. Sendi- nefnd íslands gerði tillögur um það á Allsherjarþinginu 1949, að Þjóðréttarnefnd Sameinuðuþjóð- anna yrði falið að gera tillögur um landhelgismál, jafnframt því að gera tillögur um réttarreglur á úthafinu. Þessi tillaga íslánds var samþykkt, en hlaut andstö,u þeirra þjóða, sem mest hafa bar- izt fyrir þröngri landhelgi. Það, sem síðan hefur gerzt í landhelg- ismálinu, er runnið af rótum þessara tveggja samþykkta. — Fyrstu reglurnar, samkvæmt landgrunnslögunum frá 15. apríl 1948 voru reglurnar um nýjar grunnlínur og fjögurra mílna fiskveiðitakmörk fyrir Norður- landi árið 1950. Þessar ráðstafan- ir mættu lítilli andstöðu erlendis frá. Visðkiptabann í Bretlandi. Næsta sporið var sams konar reglugerð fyrir landið allt. And- staðan magnaðist nú fyrst fyrir alvöru af hálfu brezkra togara- eigenda sérstaklega og var lönd- unarbannið afleiðing þessa. Við- skiptabann þetta stóð í fjögur ár, þar til Bretar létu undan síga og (Framhald á 2. síðu.) Fluor í neyzluvatn Fyrir bæjarráði hefur legið er- indi bæjarverkfræðings um flu- orbætingu neyzluvatnsins hér í bæ. Erindinu var vísað til heil- brigðisnefndar. Hér er um þarft mál að ræða, sem líklegt er, samkvæmt er- lendri reynslu, að komi að mestu í veg fyrir tannskemmdir barna og unglinga, ef framkvæmt verð- ur. Vísast að öðru leyti til þess, sem um þetta var ritað hér í blaðið síðastliðinn vetur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.