Dagur - 27.08.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 27.08.1958, Blaðsíða 8
Baguk Miðvikudaginn 27. ágúst 1958 Tíð umferðaslys og mikil ölvun Á þessu sumri hafa orðið mjög margir bifreiða- árekstrar á Akureyri og nágrenni. Fjöldi manns hefur lent í höndum lögreglunnar fyrir ölvun stuðla á annan hátt að umferða- menningu með kennslu og mikl- um áróðri. Þessu hefur verið þunglega tekið, þótt nauðsynin væri viðurkennd. Formaður umferðanefndar bæj- arins hefur þó opinberlega skýrt frá því, að ætlunin væri að hefja raunhæfar aðgerðir í þessu máli í sumar, og er hann hér með minntur á það. Umferðavika kostar nokkurt fé. Þó kostar hún meiri fyrirhöfn. En eflaust vilja menn nokkuð á sig leggja til að vinna umferðamálunum gagn, og nokkrir sterkir aðilar hafa áður talið sig fúsa til sjálfboðastarfa, þegar forystan væri fengin og munu eflaust vera það ennþá. Starfsflokkakeppni í á Akureyri hefst 19. knaffspymu sepfember Magnús Brynjólfsson skytta með selinn úr Eyjafjarðará. . (Ljósmynd: E. D.). Selurinn í Eyjafjarðará drepinn Frá júníbyrjun í sumar til 20. ágúst sl. hafa orðið 40 bifreiða- árekstrar á Akureyri og í ná- grenni bæjarins. Sjö menn hafa verið kærðir fyrir ölvun við akstur og um 90 manns hefur lent í höndum lögreglunnar vegna ölvunar. Meiri og minni meiðsli hafa orðið á fólki í bif- reiðaárekstrunum og nokkur vegna ölvunar á götunum. Gífur- legt tjón hefur orðið á bifreiðum og þær hafa og valdið skemmd- um á mannvirkjum og munum. Þegar litið er yfir þessa laus- legu upptalningu, er ljóst, að þörf er á raunhæfum úrbótum. — Þrennt mun einkum valda bif- reiðaárekstrum og slysum þeim er af þeim stafa. í fyrsta lagi er of hröðum akstri um að kenna, sérstaklega þar, sem ekki sér langt fram á veginn. í öðru lagi hreinu kæruleysi og ógætni, og í þriðja lagi munu nokkur brögð vera að því, að saman fari áfeng- isneyzla og bifreiðaakstur. Þessu til viðbótar má svo nefna það, að nokkrir ökuníðingar og ennfrem- ur dálítill hópur alls óhæfra öku- manna, af mismunandi ástæðum öðrum, aka daglega um götur og stræti. Meðal þeirra eru menn, sem ekki kunna neitt teljandi í umferðareglum, hafa mjög tak- markaða sjón og heyrn, eða eru algerlega ónæmir fyrir umferða- hættum og umferðamenningu yf- irleitt. Allt eru þetta ef til vill undan- tekningar, en engu að síður allt of margar. Hér í blaðinu hefur nokkrum sinnum verið bent á nauðsyn þess að hafa umferðaviku og Sjötíu og fimm ára Valdemar V. Snævarr sálma- skáld á Völlum í Svarfaðardal og fyrrum skólastjóri varð 75 ára sl. föstudag, 22. þ. m. Hann er hér- aðs- og landskunnur sem skóla- maður og skáld. — Dagur sendir bonum beztu árnaðaróskir og þakkar mikil og góð kynni um fjölda ára. Gripahúsin á Oddcyri Bæjarráð hefur lagt til, . að gripa- og fjárhús á Oddeyri, sem flutt skyldu í brott nú í sumar, fái að standa til 15. júlí 1959. Ekið á kú Á sunnudaginn varð það slys, að bifreið héðan úr bænum var ekið á kú innanvert við kaup- staðinn, með þeim afleiðingum að kúnni varð að lóga, svo mjög var hún slösuð. Hana átti Ólafur Guðmundsson, Naustum. — Bif- reiðin skemmdist nokkuð. Eins og fyrr segir frá, sáu stangveiðimenn sel í Eyjafjarðará fyrst í ágúst. Lá hann á eyri skemmt frá Sokkahlöðum, en tók síðan að leika listir sínar í vatn- inu á meðan byssan var sótt, en var horfinn þegar skyttan kom á vettvang. Síðan varð hans ekki vart fyrr en á föstudaginn var og þá var hann nokkru framar í ánni. Skytta var fengin frá Akur- eyri, en þegar hún kom fram eftir LítiII og kostarýr heyskapur. Tíðarfar er hér afleitt, úrfelli mikið síðustu viku og svo kalt í veðri, að jafnan hefur snjóað í fjöll, þegar úrkomu hefur gert síðastliðinn mánaðartíma. Enginn verulegur þurrkur hefur komið á þessu tímabili. Heyskapur geng- ur því fádæma seint. Að vísu hirtist talsvert inn af heyjum á meðan þurrkurinn stóð, en síðan hefur gengið erfiðlega, og það hey, sem náðst hefur var illa þurrt og hrakið. Það er undan- tekning að nokkur hafi hirt fyrri slátt. Víðast liggur talsverður hluti töðunnar stórskemmdur á á túnunum og sams staðar er nokkuð óslegið. Mun heyfengur bænda verða bæði lítill og kosta- rýr. Er ljóst, að búfé verður að fækka stórlega, jafnvel þó að bregðt til þurrka hið bráðasta. Fyrsti minkurinn felldur. í Hnjótum, sem eru fremst í Svarfaðardal, var nýlega drepinn minkur. Er það fyrsti minkurinn, sem unninn er hér, enda hafa þeir ekki áður tekið sér bólfestu í dalnum. Margar grafir. Skammt frá bænum Ytra- Garðshorni, í svonefndu Arnar- var selurinn horfinn.Fannst hann þó um síðir, þar sem hann var að gæða sér á bleikju í ánni skammt frá Bringu og þar féll hann fyrir skoti. Þetta var landselur, fremur lítill og styggur mjög. Selir fara mjög sjaldan fram í Eyjafjarðará og eru engir aufúsugestir á þeim tíma er stangveiðin stendur yfir, því að þeir lifa á silungi og laxi eingöngu á meðan þeir eru í án- holti, fundust fyrir fáum árum kuml, sem rannsökuð voru. En grunur lék á, að um fleiri kuml væri að ræða. Nú hefur Kristján Eldjárn þjðminjavörður gert nánari athugun á staðnum og komu þá í ljós sjö grafir til við- bótar hinum fyrri. Hestur hafði verið heygður við flestar graf- irnar. Ekki fundust þarna neinir verðmætir hlutir, aðeins smá- hlutir og eitt spjót. Telur þjóð- minjavörður, að búið hafi verið að brjóta upp grafirnar fyrir löngu og taka það, sem fengur var í. Valdemar V. Snævarr 75 ára. Þann 22. þ. m. var fyrrverandi skólastjóri, Valdemar V. Snævarr á Völlum, 75 ára. Hann er þjóð- kunnur fyrir sálma sína og bæk- ur kristilegs efnis. Hann er margfróður, einkum í sögu og ættfræði. Valdemar hefur látið til sín taka í ýmsum félagsmálum. Hafa svo sem vænta má kristin- dómur og uppeldismál verið honum hjartfólgin áhugaefni. — Valdemar er vel ern, kvikur á fæti og léttur í lund. Hann er sí- starfandi og mun eiga margt óprentað í fórum sínum, sem taka til þeirra áhugamála hans, sem áður er getið. Ákveðið hefur verið að firma- keppni í knattspyrnu á Akureyri hefjist 19. sept. n.k. Umsjón og framkvæmd keppninnar annast að þessu sinni verksmiðjur SÍS. Eftirfarandi reglugerð gildir um firmakeppnina: 1. gr. Öllum fyrirtækjum og starfsflokkum (þó ekki stéttarfé- lögum) á Akureyri er heimil þátttaka í keppninni. 2. gr. Þátttökugjald er ákveðið hverju sinni af Knattspyrnuráði Akureyrar og greiðist með þátt- tökutilkynningu. Skal það og inngangseyrir renna til KRA til eflingar knattspyrnuíþróttinni á Akureyri. 3. gr. Öllum föstum starfs- mönnum fyrirtækja og starfs- hópa er heimil þátttaka. Þó má ekkert lið hafa fleiri en tvo menn, sem leikið hafa í úrvalsliði Akur- eyrar á árinu (ekki æfinga- keppni). 4. gr. Leiktími skal vera 2x30 mín. Hlé milli hálfleikja skal vera 5 mín. Standi leikar jafnir að þessum tíma liðnum skal leika þegar 2x10 mín. Ef leikar standa Alla síðustu viku var bræla á síldarmiðunum fyrir Norðurlandi og ekki veiðiveður. En á Aust- Margir sendu Valdemar hlýjar kveðjur á afmælisdaginn eða sóttu hann heim og árnuðu hon- um heilla. -— FI. S. Meistaraflokkur Vals frá Rvik kemur hingað um helgina og keppir við Akureyringa. Fyrsti leikurinn fer fram síðdegis ú laugardag. Mun þetta geta orðið skemmtileg keppni og einnig fróðleg. ÍBA bauð þýzka þjálfar- Frétt frá Hinum almennu kirkjufundum Stjórnarnefnd Hinna almennu kirkjufunda lætur þess getið, að ætlast er til, að næsti almennur kirkjufundur verði haldinn fyrri hluta októbermánaðar n.k. (áður en hið nýja Kirkjuþing kemur saman), eftir nánari auglýsingu síðar. Mál, sem óskað er að komi fyrir fundinn, skal tilkynna for- manni stjórnarnefndar, Grettis- götu 98, Reykjavík (sími 13434), fyrir 15. september. jafnir að þeim tíma liðnum, skal dómari varpa hlutkesti um sigur- inn. 5. gr. Keppnin er útsláttar- keppni, þannig, að lið, sem tapað hefur tveim lenkjum, er úr keppninni. 6. gr. Dregið verði fyrst um tvær fyrstu umferðirnar og síðan um hverja umferð. Dregið sé leynilega, þó þannig, að sömu lið leiki ekki saman nema einn leik, sé hægt að komast hjá því. 7. gr. Leikirnir skulu fara fram eftir leikreglum KSÍ, að öðru leyti en fyrr er nefnt. 8. gr. Lið það, er sigrar í keppninni hverju sinni, skal sjá um framkvæmd keppninnar næsta ár, þó ekki nema tvö ár í röð. Keppnin skal hefjast síðari hluta sumars og skal hafa samráð við KRA hverju sinni. 9. gr. KRA hefur úrslitavald í öllum deilum, sem kunna að rísa út af framkvæmd mótsins. Tilkynning um þáttöku, ásamt þátttökugjaldi, kr. 200.00, sendist Hirti Eiríkssyni, Gefjun, fyrir 12. september næstkomandi. fjörðum veiddist ofurlítið að síld og mest í bræðslu. Samkvæmt skýrslu Fiskifé- lagsins, sem miðuð er við mið- nætti sl. laugardag, var Snæfell aflahæsta skip flotans með 8403 mál og tunnur. En of snemmt er ennþá að tala um aflakóng í því sambandi, eins og eitt sunnanblaðið heimskaði sig á að gera nýlega, því að síld- veiðum er enn ekki likið. anum, Heins Marotzski, að leika með í liði sínu, en hann er talinn mjög góður knattspyrnumaður. Verður hann framherji. Um síðustu helgi komu hingað tvö knattspyrnulið frá Reykjavík og kepptu við Akureyringa: Meistaraflokkur Víkings og 4. fl. Vals, A- og B-lið. — Leikar fóru sem hér segir: Laugardaginn 23. ágúst: IV. fl. Vals, B-lið — IBA, B-lið, 4 : 1. IV. fl. Vals, A-lið — ÍBA A-lið, 0 : 0. Meistarafl. Víkings — ÍBA 0 : 7. Sunnudaginn 24. ágúst: IV. fl. Vals, B-lið — IBA, B-lig, 4 : 0. IV. fl. Vals, A-lið — ÍBA A- lið, 0 : 2. Meistarafl. Víkings — ÍBA 1 : 9. um. Ýmis líðindi úr nágrannabyggðum Svarfaðardal 24. ágúst. Vikuðfiinn 25894 má! og tunnur Snæfell frá Akureyri aflahæst Meistaraflokkur Vals kemur ti! Ak. Keppir við Akureyringa í knattspyrnu Heinz Marotzke leikur með Akureyringum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.