Dagur - 03.09.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 03.09.1958, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 3. september 1958 SEXTU GUR: Brynjólfur Sveinsson / menntaskólakennari Brefar vernda veiðiþjófa Síðastliðinn höfuðdag átti Brynjólfur Sveinsson, mennta- skólakennari, sextugsafmæli. — Hann hefur haft mikil afskipti af ’bæjarmálum hér undanfarna áratugi og er fjölhæfur starfs- maður. Brynjólfur Sveinsson er Skag- firðingur að sett, fæddur að Ás- geirsbrekku í Viðvíkursveit 29. ágúst 1898. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Hann ólst upp við venjuleg sveitastörf í Skagafirði, en brauzt til mennta og tók stúdentspróf 1927. Frá þeim tíma hefur hann stundað 'kennslustörf sem aðalstarf og lengst af við Menntaskólann á Akureyri, eða frá 1930. Kennslu- greinar hans þar eru stærðfræði og íslenzka, og lætur honum sér- staklega vel að kenna báðar þær greinar. Hann lætur sér annt um Menntaskólann og hefur oft verið J settur skólameistari. Brynjólfur Sveinsson er gáfu- maður. Hann er rökfastur í hrugsun og sérstaklega fljótur að átta sig á hverju máli. Það er því engin tilviljun, að á hann hafa hlaðist mörg mikilvæg störf auk aðalstarfsins. Hann hefur séð um rekstur Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri frá byrjun, og hefur átt góð- an þátt í því, að það reis af grunni. Nýtur þar hygginda Brynjólfs og hagsýni í fjárrnál- um. Hann hefur verið formaður l'ræðsluráðs Akureyrar síðan 1947. Á þeim vettvangi hef eg átt mikil samskipti við Brynjólf síðastliðið ár vegna Oddeyrar- skólans nýja. Er þar skemmst af að segja, að hann heíur sýnt þessari ungu .stofnun velvild og glöggan skijning, sem eg er hon- um þakklátur fyrir. Þá hefur hann átt sæti í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga undanfar- ;in ár, og hefur sökum hæfileika sinna unnið sér það traust í þessu Tréhestiir á frímcrki? Póst- og símamálastjórn gefur út nýtt frímerki 27. sept. næstk. :með mynd af hrossi. Líklega á myndin að vera af íslenzka hest- inum og honum til vegs og dýrð- ar. En hrossmyndin er eftir teikn- ingu Halldói's Péturssonar og ber hún þess auðvitað merki að vera ekki af lifandi hesti, en er aðeins dauð teiknimynd og fremur óeðlileg. Auðvitað átti að gera myndina eftir ljósmynd af fögrum hesti, en af fögrum hestum er nóg. Með því móti varð hún sönn, fögur og eðlileg eins og vera bar. Af myndinni á frímerkinu rnætti ætla að íslenzki hesturinn væri útdauður eins og geirfugl- inn og myndin gerð eftir minni eða eftir gömlum tréhesti ofan af háalofti. mikla fyrirtæki, að hann var kos- inn stjórnarformaður síðastliðið VOl'. Brynjólfur Sveinsson fylgist vel með í stjórnmálum og var bæjarfulltrúi á Akureyri 1942— 1946. Þá er hann einlægur bind- indismaður og þar góð fyrirmynd óþroskuðum unglingum. Brynjólfur Sveinsson ritar svo fagurt mál að af ber. Hann er og snjall ræðumaður. Smekklegri og snjallari tækifærisræður hef eg sjaidan heyrt en hjá honum. — Ilann hefur þýtt nokkrar bækur, séð um útgáfu á öðrum og hafði um skeiö bókaútgáfu. Þegar litið er yfir þessar þýddu bækur, kemur í ljós, að margar þeirra fjalla um andlegt frelsi mannsins. Það er engin tilviljun. Fáar hug- sjónir munu Brynjólfi hugstæð- ari en að einstaklingar og þjóðir megi njóta andlegs frelsis. Brynjólfur Sveinssin er kvænt- Á hinum mikla degi, 1. sept. sl. átti Oli Vilhjálmsson, fyrrv. for- stjóri SÍS í Kaupmannahöfn, sjö- tugsafmæli. Fæddur er hann að Brettingsstöðum á Flateyjardal í Þingeyjarsýslu og að honum stendur dugmikið sveitafólk í ættir fram. Árið 1919 réðist hann til Kaup- félags Þingeyinga í Húsavík, en þaðan lá leið hans til Sambands ísl. samvinnufélaga, en umsvif þess fóru þá dagvaxandi og mikil þörf atorkumanna þar. Árið 1921 fluttist hann til Ilafnar og tók við fulltrúastörf- um Sambandsins þar í borg. Árið 1927 opnaði Sambandið skrifstofu í Ilamborg og tók Oli við for- stöðu hennar og hélt því starfi þar til skrifstofan var lögð niður vegna heimskreppunnar árið 3932. Þá tók Óli Vilhjálmsson við fyrri störfum í Höfn og var þá oft í ferðum í ýmsum löndum á veg- um skrifstofunnar og þótti gæfu- samur í öllum störfum. Við Æskulýðsblaðið ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ, 2. liefti þ. á., er nýkomið út. — Af efni þess má nefna: Unga fólkið í fréttunum. Samtal við sr. Ólaf Skúlason (ásamt forsíðttmynd af honum), cftir séra Sigurð Hauk Guðjónsson. Séra Frið- rik Friðriksson 90 ára, eftir sr. Pctur Sigurgeirsson. Þýdd grein: Vanda- málið um dansinn. Esra Pétursson, læknir í Reykjavík, talar um gildi kristindómsins fyrir.æskuna. Mynda saga mcð texta eftir sr. Ivristján Ró- bertsson. Biblíuþáttur eftir séra Bragá Friðriksson. Frásagnir cru af æskuiýðsmótunum í sumar, ásamt myndum. fón Pálsson tómstunda- kennari kennir ungum stúlkum að búa til sporthúfur. Verðlaunakross- gáta o. fl. — Blaðið fæst í öllum bókabúðum bæjarins. ur Þórdísi Haraldsdóttur frá Rangalóni í Jökuldalsheiði, kunnri ágætiskonu. Eiga þau hjón þrjár dætur. Fjölmennt var á heimili þeirra hjóna á afmælisdaginn og bárust Brynjólfi veglegar gjafir frá vin- um og stofnunum. Þann dag var bjart yfir þessu fagra heimili. Eg órna Brynjólfi Sveinssyni heilla á þessum tímamótum, óska honum alls góðs í framtíðinni og þakka honum ágæt kynni undan- farna áratugi. framkvæmdastjórn tók hann svo órið 1937 og vann þar til 65 ára aldurs. Hafði hann þá verið 34 ár í þjónustu SÍS. Óli Vilhjálmsson er hinn vörpulegastti maður og fríður sýnum og hvers manns hugljúfi. í hinum vandasömu viðskipta- málum á langri og viðburðaríkri starfsævi, hefur afmælisbarnið haldið velli með miklum sóma og unnið landi sínu ómetanlegt gagn* Snmvinnumenn senda Óla Vilhjóímsáýni innilégar afmtélis- kveðjur og þakkir á þessum tímamótum. Knattspyrnan Meistaraflokkur Vals frá Rvík kom til Akureyrar um síðustu helgi og háði tvo knattspyrnu- kappleiki við ÍBA. Fyrri leikurinn fór fram á laug- ardag og lauk honum með sigri gestanna 1 : 0. Dómari var Rafn Hjaltalín. Síðari leikurinn fór fram á sunnudaginn. Lauk hon- um með jafntefli 1 :1. Dómari var Sveinn Kristjánsson. Áhorfendur voru margir, sér- staklega síðari daginn. Þriðji og fjórði aldursflokkur siglfirzkra knattspyrnumanna heimsóttu Akureyringa um helg- ina. Á laugardaginn keppti 4. fl. við jafnaldra sína hér og unnu Ak- ureyringar með 2 :0. Þann dag lék einnig 3. fl. gestanna við heimamenn og sigruðu Akureyr- ingar aftur með 3 : 1. Keppnin var endurtekin ó sunnudag og sigruðu Akureyr- ingar aftur. í 4. fl. 2 : 0 og í 3. fl. með 4 : 1. (Framhald af 1. síðu.) unarorð: „Varið ykkur á möstr- unum á þessum fjandans togur- um — þau eru 15 metrar á hæð,“ og leiðbeiningin var tekin til greina. Er komið var yfir Þingeyri í Dýrafirði mátti greinilega sjá kolareykinn frá togurunum, og í sjónauka sáust þeir greinilega. — Bjartviðri var á miðunum og hafílöturinn glampaði í sólinni. Eftir 10 mínútna flug innan úr miðjum Dýrafirði flugum við inn yfir flotann. Auðvelt var að kasta tölu á togarana — þeir voru níu talsins með 1—2 km. millbili, en ólengdar beið freigátan Russel. Einn togaranna var fast upp við gömlu línuna, hinir í 4—8 mílna fjarlægð fró strandlengjunni. Ljótir ryðklafar. Síðar kom í ljós, að hér voru staddir níu af þeim ellefu bi'ezku togurum er 1. sept. hættu sér inn í íslenzka landhelgi í skjóli her- skipa. Allar sögur brezka út- varpsins og erlendra blaða um 100 togai-a, sem sti’eymdu á ís- landsmið inn fyrir 12 mílna möx-kin hafa því reynzt rangar og hafa vafalaust aldrei verið annað en hótun. Tveir landhelgisbrjótanna voru með troll úti. Þetta svæði kölluðu Bretar „úthaf“ — rétt upp við ís- lenzka landsteina — við gátum meira að segja talið bæina uppi á ströndinni. íslenzkt varðskip, Albert, sigldi í suðurátt fram hjá mynni Dýrafjarðar og vii'tist ekki gefa landhelgisbrjót- unum neinn gaum. Á flestum togai'anna, sem eru hinir mestu í’yðkláfar, var radar- inn í gangi. Þeir voru greinilega viðbúnir öllu. Þai-na lá hinn frægi togai'i „Coventi-y City“ frá Gi'imsby fyrir akkerum, en þar er nú staddur fréttaritari Reutei's og símar fréttir sínar oft á dag út um heimsbyggðina. Annar land- helgisbjótur hét hinu virðulega nafni Churchill. Standa aðgerðalausir. Ekki vai'ð annað séð, en að hreint aðgerðaleysi ríkti ó flest- um togai’anna og hásetarnir virt- ust hafa lítið annað að gera en standa uppi á þilfari og veifa til næi-staddra flugvéla af lífs- og sálarkröftum. Viscount Flugfé- lagsins renndi sér yfir tog'arana í litilli hæð — sjaldgæf sjón fyrir togarasjómenn. í aðeins einum togaranna virtust menn vera við vinnu — klæddir sjóstökkum. Frcigáian Russel F—97, scm hafði það hlutverk að vernda brezka vciðiþjófa á miðum, sem lokuð cru öllum íslenzkum togurum árið um kring, virtist við öllu búin. Á þilfarinu stóð fjöldi vopnaðra sjóliða og öll fallbyssuhlaup voru opin — loftvarnabyssur voru líka til taks gegn mögulegri loftárás íslenzka flughersins — Cata- línubátsins Ránar. Sjónauka var beint að okkur, en slakað á varúðari’áðstöfunum er sýnt var, að vélin var óvopnuð. Sennilega hefði verið rétt að kasta yfir þá svo sem hundrað eintökum af gi’einargerð íslenzka utanríkisráðuneytisins um land- helgismálið. Kannski hefðu þeir séð það sjálfir við nánari athug- um þarna rétt upp við landsteina, að varla var það mikið „útliaf“, sem þeir voru að verja fyrir hinu ósvífna hei’veldi, íslandi. „Styrjöldina vinnum við“. Eftir 40 mín. hringsól yfir landhelgisbi’jótunum var snúið til lands. Vestfjai’ðafjallgarður- inn glampaði í kvöldsólinni, Glámu bar hæst, en í suðri reis fannhvítur Snæfellsjökull. Flogið var inn Tálknafjörð, en þar voru smábátar að veiðum. — Fánar voru dregnir að hún í sumum vestfirzku sjávax-þorpun- um. Flogið var yfir Sveinseyri, Þingeyri, Flateyri og Hnífsdal. f Arnarfii’ðinum blasti Rafnseyri við á hægri hönd. Enn var lent á ísafirði um kvöldmatarleytið. — Minnisstæð ei'u orð ísfirzka sjó- mannsins þetta kvöld, sem kvað mjög mikla ánægju ríkja með hina algjöru fi’iðun Vestfjarðá- miðanna fyrir togveiðum: „Við Vestfirðingar svörum Bretanum eins og Churchill gamli gerði á sínum tíma, þeg- ar Hitler ætlaði að vernda sinn rétt á „úthafinu“: „Við getum tapað orrustu, en styrjöldina vinnum við“.“ Vildi hætta Skrípaleiknum. Það var búið að draga niður fánana á Dalvík er flugvélin okkar renndi sér inn Eyjafjörð- inn. YfirMoldhaugnahálsi glumdi í Akui-eyrai’radíói og nú var ekki rætt urn vindátt, skýjahæð eða skyggni. „Halldór, Magnús Hall- dór — hvað er að frétta frá Dýrafii’ði?" Siðan upplýsti Akur- eyrarradíó, er í’ennt var yfir Kræklingahlíð, að einn togar- anna vesti-a hefði viljað hætta skrípaleiknum og fara að veiða dýpra utan nýju línunnar. Frei- gátan Russel þrjózkaðist við, en leyfði förina, kæmi togarinn til baka fyrir rökkur. — Annar vildi heimsækja Vestfii’ðinga, en þá var Russel nóg boðið. Utan úr kvöldrökkrinu heyrð- ist grcinilega á tal bi’ezkra tog- ara ó veiðum út af Norðurlandi utan landhelgi. Þar veiddist þá branda eftir allt saman, utan við íslenzka „úthafið11. Hrósuðu skip stjórarnir happi að hafa losnað við að taka þátt í skrípaleik bi’ezku stjói’nai’innar og Farndale Philipps á „úthafinu" við Dýra- fjörð. Það heyi’ðist líka í öði’U'm skipum: þýzkum, belgískum, norskum og sænskum og veiðin gekk að óskum. —o— Þrátt fyrir ofbeldi hei’skipanna, sem vex-nda í’yðkláfana fyrir vestan, hefur minnisstæður sigur unnizt þegar á fyi’sta degi. — ís- lenzku landvættirnir hafa enn staðið ó vei'ði og ekki mun líða á löngu unz verstfirzki griðung- ui’inn mun stugga skiphei'ranum á Russel og landhelgisbrjótum hans á brott frá íslenzku landi. Eiríkur Sigurðsson. SJÖTUGUR: r fyrrv. framkvæmrlastj. SÍS í Kaupmannahöfn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.