Dagur - 03.09.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 03.09.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 3. septetnber 1958 i|: DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurini kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlf Prentverk Odds Björnssonar h.f. Bretar biðu ósigur á fyrsta degi ALLIR ÍSLENDINGAR biðu hins fyrsta sept- ember með mikilli eftirvæntingu. Tekin hafði verið djörf og lífsnauðsynleg ákvörðun í land- helgismálinu, fiskveiðitakmörkin færð út í 12 mílur og reglugerðin þar um gekk í gildi síðast- liðinn mánudag. Ákvörðunin um breytingu fisk- veiðitakmarkanna var gerð á nákvæmlega sama hátt og tíðkast hefur með öðrum þjóðum undan- farin ár. Það er hin svokallaða, einhliða ákvörðun strandríkis á fiskveiðisvæðum landgrunnsins. Ákvörðuninni var misjafnlega tekið hjá hinum ýmsu þjóðum, sem hagsmuna þóttust eiga að gæta á íslandsmiðum, en verst var henni tekið af Bret- um. Brezka stjórnin sendi harðorð mótmæli og togaraeigendur hótuðu ofbeldi, svo sem fram kom í mörgum brezkum blöðum, sem tíðrætt varð um málið. Hótanir Breta, hins mikla og járngráa her- veldis, um að brjóta niður íslenzka landhelgis- gæzlu, eru nú orðnar að veruleika. Samkvæmt fyrirfram auglýstum fyrirmælum skyldu brezkir togarar sigla inn fyrir nýju land- helgislínuna á miðnætti 1. sept. og halda sig í hnapp á þrem tilteknum svæðum og veiða. Her- skip hennar hátignar Bretadrottningar, vel vopn- um búin, áttu að verja veiðiþjófnaðinn með her- valdi. Enginn trúði því að óreyndu, að bandalags- þjóð íslands, hin mikla lýðræðisþjóð og vernd- ari smáþjóða, sjálft Bretaveldi, myndi nokkurn tíma gera alvöru úr gífuryrðum sínum, eftir að aðrár þjóðir höfðu að mestu sætt sig við og viður- kennt sjónarmið íslendinga. Með hótunum sínum höfðu Bretar gengið í eins konar sjálfheldu. Tvær leiðir voru þeim þó færar, en hvorug greið: Að falla frá raunhæfum ofbeldisaðgerðum og virða rétt íslendinga, eða halda málinu til streitu, einir allra þjóða. Þeir tóku síðari kostinn með eins konar leiksýningu úti fyrir Vestfjörðum. Rúmur tugur togara tók þátt í henni. Þeir voru í þéttum hóp í kríngum herskip eitt mikið, sem þar var sem eins konar ungamóðir. Togararnir voru við veið- ar, án þess að fá fisk, og strax fyrsta daginn bað einn skipstjórinn um leyfi til að yfirgefa þessa samkundu og fara út fyrir 12 mílurnar. Annar vildi komast í landvar, en var neitað. Af samtöl- um skipstjóra brezkra togara á öðrum slóðum, mátti glöggt heyra önnur og skynsamlegri sjónar- mið en þau, sem réðu á hinu vota leiksviði vestan við land. íslenzk varðskip komu á vettvang þegar fyi'sti landhelgisbrjóturinn var staðinn að verki. Þá sigldi brezkt herskip á mikilli ferð á milli varð- skipsins og togarans og hindraði þannig landhelg- isgæzluna með ofbeldi. Með þessum sögulega og einstæða atburði hefur brezka heimsveldið afsalað sér virðingu sinni í augum fámennrar og vopnlausrar þjóðar. Þessi atburður hefur þó engan veginn svift okkur sögu- legum rétti til landgrunnsins, né hefðbundnum rétti strandríkis til einhliða útfærslu fiskveiðitak- marka. Ofbeldi Breta hinn fyrsta september mun vekja svo sterka andúð í hinum frjálsa heimi, að réttur íslendinga verður meira virtur eftir en áð- ur og hindrun sú, er brezk herskip hafa þegar lagt fyrir íslenzk varðskip og nánast verður að teljast til jafns við vopnaða árás, færir alla þjóð- holla menn saman í harðsnúna fylkingu til sóknar og varnar i landhelgismálinu. — Á meðan íslenzk varðskip eru höfuðsetin af brezkum herskip- um og þeim varnað að sinna lög- legum gæzlustörfum, og brezkir togarar eru látnir vera að veiðum í þéttum hópum innan nýju land- helginnar í ögrunarskyni, býður stórveldið samninga. íslendingar geta ekki samið um lífsafkomu þjóðarinnar við einn eða neinn og munu væntanlega aldrei gei'a, hvorki á jafnréttis- grundvelli frjálsra þjóða, og enn síður undir gapandi byssukjöft- um herveldis. Þegar á fyrsta degi hinna nýju, íslenzku fiskveiðitakmai'ka hafa íslendingar unnið þann mikla sigur að togarar allra þjóða, ann- arra en Breta, virtu hina nýju landhelgi og voru utan 12 míln- anna. Hinar ósæmilegu aðgerðir Breta á Vestfjarðamiðum, fela í sér þann ósigur ái'ásaraðilans, að vera fordæmdar meðal frjálsra þjóða. Allt bendir til að Bretar hafi raunverulega beðið algeran ósigur í landhelgisdeilunni þegar á fyrsta degi. „Olíkt höfust við að------“ ÞAÐ DETTUR mér í hug, er eg heyri í útvarpi öðru hvoru, frá Keflavík, Ólafsfirði og víðar að, auglýsta mikla lækkun á útsvör- um, ef þau eru greidd að fullu fyrir vissan gjalddaga. En við, gjaldendur útsvara á Akureyri, fáum að vita, að vegna þess, að sumir tregðast við og koma sér hjá að greiða útsvar, þá verður að ætla þeim skilvísu hærra út- svar en þeim í raun og veru ber. Nýlega heyrði eg skilvísan skatt- greiðanda á Akureyri segja, að hjá sér skyldi í ár verða bið á greiðslu tug þúsunda útsvars. — Hér væru útsvörin hækkuð vegna væntanlegrar — vanalegr- ar — greiðslutregðu, og það mætti þá á næsta ári eins vel vera vegna þess að ógreitt væri útsvar hjá sér. Aftur á móti myndu margir kjósa að losna við 1/10 hluta útsvars — eða meira — ef það fengist með því að greiða upp fyrir vissan tíma. — Er hér ekki verið að ala menn upp í vanskilum og tregðu að greiða tilskilin gjöld á réttum tíma? Hvers eiga þeir að gjalda, sem alltaf greiða skilvíst og fylli- iega sín gjöld? Til hvers er að vera að slíku, þegar næsta sinn er enn hækkað vegna vanskila? Væri ekki heppilegra að fara að dæmi hinna? Myndi ekki bærinn losna að nokkru við erfiða og kostnaðarsama innheimtu — og jafnframt fá meira greitt? Á hitt ber líka að líta, hvor leiðin er líklegri til góðs vana — góðs uppeldis í borgaralegum dygðum, til hverra skilvísi hlýtur að telj- ast. — Skattgreiðandi. Iíafin bygging Reykjahlíðarkirkju. Þriðjudaginn 26. ágúst fór fram fátíð athöfn á Kirkjuhólum hjá Reykjahlíð við Mývatn. Þar hafð'i verið merkt íyrir kirkjugrunni og þar á að reisa nýja kirkju. Kl. 5 síðdegis fór fólk að safnast þar saman. Veður var fremur hægt og ckki kalt. Þarna voru mættir, auk sóknarprests, prófastur héraðsins, sr. I'riðrik A. l'riðriksson og frú frá Húsavík og allmargt sóknarmanna. Athöfnin hófst með því, að allir sungu sálm: „Vor guð er borg á bjargi traust." Þá tók sóknarprest- urinn, sr. Orn Friðriksson, til máls og flutti ræðu. Á eftir var sungið „Vor dýra móðir, kristin kirkja,“ 1. erindi. Þá talaði form. sóknar- nefndar, Sigfús Hallgrímsson, Vog- um. Þegar liann lauk máli sínu, bað prófastur hann að stinga fyrstu skóflustunguna úr grunninum. Var þá kirkjuklukkunum liringt. Eftir það var sungið síðasta erindi sálms nr. 416. Loks flutti prófastur ræSu, bað bænar og blessaöi yfir staðinn. Einnig minntist liann gömlu kirkj- unnar mjög hlýlega og þeirra, sem hana byggðu. Þá var sungið „Son Guðs ert jiú með sanni". Að síðustu var gengið í kirkju og sunginn sálm- ur. Athöfn þessi fór fram látlaust og virðulega. Yfir henni og staðnum livíldi hátíðleiki og mildur blær, í lnimi kvöldkyrrðarinnar. Einn af viöstöddum. EG ÞURFTI NÝLEGA að ná mér í matinn og ók til frystihússins. Neðarlega í Strand götunni var eg kominn á rúmlega löglegán hraða — og varð þá á vegi mínum, — ja bílsins — stærðar hola — mér datt í hug Stóra-Víti — sem mér aðeins tókst að sneiða hjá (bara af því, að eg var rétt genginn í Bindind- isfélag ökumanna). Ókunnugir utanfélagsmenn ættu víst hægt með að brjóta þarna eitt og annað í bíl sínum. Þegar aka skyldi inn í undirganginn að frystihúshlað- inu, var þar fallgryfja mikil með vatni og flugbjörgum að. Mér flaug í hug hin fræga Askja, hverja eg aldrei hef séð,en heyrt af látið, eigi lítið. Þegar inn úr göngunum kom tók litlu betra við, stallar, klettar og klungur — Dimmuborgir, Ódáðahraun! Margir eiga þarna leið um dag eftir dag — og langa lengi hefur „vegurinn“ verið með þessu yfir- bragði. — Gætu nú ekki ríkin í ríkinu: KEA og Akureyri, lagt saman og bætt úr þessu? Annars verður að reyna að fá þennan vegarspotta kringum frystihúsið í þjóðvegatölu og í umsjá Karls! 1. september 1958. Jónas frá Brekknakoti. Kantu að sjóða silung? Mývatnssilung skal meðhöndla mjög varlega. Aldrei skafa hreistrið af og ekki láta hann liggja í volgu vatni. Bezt er að láta liann þiðna af sjálfu sér eða í köldu vatni, ef hann er tekinn úr frosti. Kljúfið eftir endilöngu og hreinsið blóð og innvols vel burtu. Skerið silunginn í hæfileg stykki og leggið í kalt vatn. Látið pottinn vera lilemm- lausan, hitið hægt að suðu og saltið jiegar suðan er að koma upp. Sjóðið sem stytzt og í sem minnstu vatni. Mývetnsk liúsfreyja. Fiskirækt á Árskógsströnd. Nú á tímum er stangveiðin eitt eftirsóttasta sport bæjarbúa, enda holl skemmtun. Með hverju ári fjölgar þeim mönnum ört, sem eyða vilja sumarleyfuin sínum við lax- og silungsár. Næstum því liver árspræna, sem silungs hefur orðið vart í, er leigð út til veiða. Víða hefur tekizt, bæði mcð klaki og takmörkuðum veiðum og lagfær- ingu liskivega í ánum, að glæða göngurnar að mun, jafnvel að gera „dauðar" ár að góðum veiðiám. Á Árskógsströnd er Þorvaldsdalsá, og kemur hún úr eyðidalnum Þor- valdsdal. Rétt við jijóðveginn er foss, scm liindrar lax- og silungs- göngur. Ef fossinn væri yfirunninn, Jiá kæmist lax og silungur óhindrað (Framhald á 7. síðu.) Hvað gerðist fyrir 50 árum? 19. ágúst: Skuli Thoroddsen sjálfkjörinn. Þar sem enginn hefur boðið sig fram í Norður- ísafjarðarsýslu annar en Skúli Thoroddsen, er hann sjálfkjörinn. Það er leiðinlegt til afspurnar fyrir uppkastsmenn, er það fréttist tilDanmerkur,að eini minnihlutamaðurinn í nefndinni skuli engan keppi- naut hafa haft og engin kosning því farið fram. — Kosning Skúla þannig löguð, er því ekki aðeins stórsigur fyrir hann, heldur afarmikill ósigur og hrakfaravottur fyrir andstæðinga hans, sannarlega mjög óálitlegt kosningaupphaf fyrir þá, enda kvað þeir nú mjög vera farnir að missa móðinn og ör- vænta um, að þeir geti bjargað helztu gæðingum sínum í því pólitíska skipbroti, sem nú vofir yfir þeim og óhjákvæmilega sópar burtu mörgum, sem sízt mega tapast úr þeirra liði. (Þjóðólfur.) ----o---- Hlutafélagið Málmur í fjárjiröng. Fær livergi fé til gullvinnslunnar. Hlutafélagið Málmur hélt nýlega aðalfund sinn. Búið er að verja 24 þús. króna til vélakaupa og rannsókna, og er félagið nú komið í 4500 króna skuld. Leitað hefur verið álits sænsks félags, og taldi það þurfa 25 þús. kr. til gullvinnslunnar, en það fé fékkst ekki í Svíþjóð. Einnig var leitað til Lundúna, en árangurslaust. Sumir fundarmenn töldu aðferðina við gullvinnsluna hafa verið ranga. Betra hefði verið að kaupa og nota dýr borunar- áhöld. ----o---- Gas og rafmagn. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur gert samning við Carl France í Bremen um byggingu gasstöðvar og um rannsókn á því, hvort tiltækilegt væri að fram leiða rafmagn með vatnsafli úr Elliðaánum. Jóhann Sigurjónsson ferðast um öræfi landsins. 6. ágúst: Fjórir göngugarpar eru nýkomnir til Reykjavíkur frá Akureyri, og lögðu þeir leið sína þvert yfir öræfi landsins. Þeir hófu för sína 29. júlí, en lögðu á öræfin hjá Tjörnum í Eyjafirði 31. júlí .... náðu byggðum í Árnessýslu snemma morguns 4. ágúst. Þátttakendur í för þessari voru: Jóhann Sigurjónsson skáld, Magnús Matthíasson Jochums- sonar og tveir kennarar við gagnfræðaskólann á Akureyri, Lárus J. Rist og Stefán Björnsson. Jó- hann Sigurjónsson hefur í smíðum leikrit um Fjalla-Eyvind og Höllu og fór hann til að kynnast af eigin sjón og raun öræfum þeim, sem Halla og Eyvindur gistu lengst í útlegð sinni. ----o---- Sprenging við glugga íslandsbanka. Kvöldið 2. jan. um kl. 8 var gerð allmikil púður- sprenging við glugga íslandsbanka í Reykjavík. Púðurhylki hafði verið smeygt inn fyrir járngrind- urnar, sem eru fyrir gluggunum og hampi vafið utan um, en síðan kveikt í með þræði. Þetta var glugginn á herbergi bankastjóra og sat Sighvatur Bjarnason þar inni, þegar sprengingin varð. Rúð- urnar sprungu allar í glugganum, en mikið af brot- unum festist í gluggatjaldi, sem inni fyrir var, en þó flóu sum inn í herbergið. Hvellurinn af spreng- ingunni heyrðist víða um bæinn, og segir banka- stjóri, að sér hafi komið til hugar að gufuketill hitunarvélar hússins í kjallara væri að springa. Stólarnir tókust á loft þar inni í herberginu og allt lék á reiðiskjálfi. En púðurreykurinn sagði fljótt til hvers kyns þetta var og var jiá þegar kallað á lög- reglustjóra. En sökudólgarnir höfðu, sem vænta mátti, forðað sér og náðist ekki til þeirra. Einhverj- ir höfðu jió tekið eftir pukri tveggja manna við gluggann skömmu áður. Bankastjóra sakaði ekki, og var það af því að hann sat fjarri glugganum. Héí? er annað hvort um að ræða heimskulegan stráks* skap eða tilraun til illvirkis. Oldin okkar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.