Dagur - 10.09.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 10.09.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 17. september. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. september 1958 44. tbl. Syntu yfir Oddeyrarál síðastliðinn sunnudag Frá vinstri: Ásta Pálsdótir, Björn Þórisson, Rósa Pálsdóttir, Júlíus BjÖEgvinssoB og Súsanna Möller. — Akureyrskt sundfólk skemmtir sér nú við að þreyta sund yíir Oddeyrarál. Á sunnudaginn syntu 3 telpur og íveir piltar yfir fjörðinn. Björn Þórisson synti vegalengd- ina á 16,58 mín, og er það sennilega met í þessu sundi. — Eftirtekt- arvert er, að Ásta Pálsdóttir er aðeins 12 ára, systir hennar, Rósa, er 13 ára og Súsanna varð 15 ára þennan dag og synti ósmurð. — Stúlkurnar voru úr KA, en piltarnir úr Þór. — (Ljósmynd: M. G.). alfundur Stéttarsambands bænda Samþykkt um land- helgismálið „Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir stuðningi sínum við út- færslu íslenzkrar fiskveiði- landhelgi í 12 mílur og þakkar öllum, sem að þeirri ráðstöfun hafa unnið. Jafnframt for- dæmir bæjarráðið framkomu Breta og ofbeldisaðgerðir þeirra í íslenzkri landhelgi. — Skorar bæjarráðið á alla lands menn að sýna einhug og festu í málinu og hvika hvergi frá rétti íslendinga til 12 mílna landhelgi." Ofbeldi osf illur málstaður Breta Landhelgisdeilan enn efst á báugi - Brezkum togurum fækkar innan 12 mílna — Þeir toga en fiska ekki - Enginn íslenzkur togari á miðunum Síðan reglugerðin um 12 mílna fiskveiðilögsögu gekk í gildi 1. sept. síðastl. hefur þetta gerzt: 1. sept. Brezk herskip hindra íslenzk varðskip með valdi að gegna skyldustörfum sínum. Skip allra annarra þjóða virða hin nýju lög og halda sig utan 12 mílnanna. Brezkir togarar fá fyrirmæli um að brjóta land- helgina og halda sig í þéttum hópum. Guðmundur í. Guð- mundsson utanríkisráðherra mót mælir þessum aðgerðum. harð- Síld út af Horni Landhelgisgæzlan sá 20 torfur af síld 20 sjómílur norðaustur af Horni á mánudaginn. Snæfell frá Akureyii var nýfarið út á upsa- veiðar, fékk nót senda á móti sér og hélt vestur. í gærmorgun var skipið komið á „síldarmiðin", en fann ekki svo mikla síld að það teldi gerandi að kasta. Samt bíða menn óþreyjufullir eftir frekari fréttum af síldargöngum. lega við ambassador Breta hér á landi. 2. sept. íslenzk varðskip taka brezkan togara í landhelgi að ólöglegum veiðum. Brezkir sjó- liðar eins herskipsins bera varð- skipsmenn þá ofurliði, sem settir voru um borð í landhelgisbrjót- inn, og flytja þá yfir í herskipið. Utanríkisráðherra kallar am- bassador Breta á sinn fund og mótmælir þessum aðgerðum. Unglingar í Rvík brutu rúður í bústað brezka sendiherrans. 3. sept. Utanríkisráðherra krefst þess að íslendingarnir sem eru fangar í brezka herskip- inu, verði látnir dausir og skilað um borð í togara þann, sem þeir voru teknir úr. Brezka flota- málaráðuneytið lýsir yfir áfram- haldandi aðgerðum til „verndar" brezkum togurum. Færeyingar mótmæla aðgerð- um Breta. 4. sept. Einn fjölmennasti úti- fundur hér á landi var haldinn í Rvík. Fulltrúar allra. stjórnmála- flokka fluttu ræður og fordæmdu ofbeldi Breta og lýstu stuðningi við ákvörðun íslendinga í land- helgismálinu. — VarSskipi tekst naumlega að forðast árekstur við (Framhald á 7. síðu.) aí Bilröst Verðlagsgrundvöllurinn hækkar, en fullt sam- komulag ekki fengið. - Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra flutti ávarp Dagana þriðja og fjórða sept- ember var aðalfundur Stéttar- sambands bænda haldinn að Bifröst í Borgarfirði. Fulltrúar mættu frá öllum sýslum landsins og auk þess stjórn sambands- ins, Framleiðsluráðs, margir trúnaðarmenn og gestir. Þessi aðalfundur einkenndist einkum af þrem málum. Er þar fyrst að telja verðlagsmál land- búnaðarins, sem bæði eru um- fangsmikil og bændum og öðr- um mikilsverð, þá óþurrkamálin og aðstoð við þá, sem verst hafa orðið úti vegna þeirra í sumar og í þriðja lagi má nefna húsbygg- ingarmál fyrir bændasamtökin í landinu. Jón Sigurðsson, bóndi og al- Fegursiu garðarnir á Akureyri Fegrunarfélagið veitti viðurkenningu að við- stöddum garðeigendum og fréttamönnum Fegrunarfélagið boðaði frétta- menn á sinn fund að Hótel KEA fyrra sunnudag, ásamt eigendum fegurstu garða bæjarins. Formaður þess, Jón Kristjáns- son, kvaddi sér hljóðs, meðan setið var að borðum, úthlutaði skrautrituðum viðurkenningar- skjölum fyrir beztu skrúðgarð- ana og ræddi almennt um störf Fegrunarfélagsins í bænum. — Enginn garður hlaut verðlaun að þessu sinni, en viðurkenningu hlutu: Bjarmastígur 1: Gerða Hall- dórsdóttir, Haukur P. Ólafsson. Oddeyrargata 36: Guðrún Árnadóttir, Ingimundur Árnason. Helgamagrastræti 9: Margrét Guðlaugsdóttir, Jóhann Kröyer. Byggðavegur 107: Guðrún Jónsdóttir, Jón Davíðsson. Byggðav. 109: Ágústa Gunn- laugsdóttir, Árni Valdimarsson. Byggðavegur 109: Margrét Jónsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson. Þrastalundur: Soffía Sigurðar- dóttir, Grímur Sigurðsson. Eyrarvegur 13: Sigríður Þor- steinsdóttir, Tryggvi Helgason. Dómnefnd skipuðu: Árni Jóns- son, Jón Rögnvaldsson og Helgi Steinarr. Verkefni Fegrunarfélagsins eru mörg, og á meðan áhugi félagsins varir, og vonandi verð- ur það sem lengst, og bæjarbúar vilja fegra bæ sinn, munu þau leysast eitt af öðru. ».-*: *!»*:'*»>«>».:: Hermann Jónasson flytur ávarp. N (Ljósmynd: E. D.). þingismaður á Reynistað var kosinn fundarstjóri og honum til aðstoðar Sigurður Snorrason á Gilsbakka. Fundarritarar Guðm. Ingi Kristjánsson og séra Gísli Brynjólfsson. Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda að Bifröst í Borgarfirði. — (Ljósmynd: E. D.). Sverrir Gíslason talar um verð- lagsmálin. (Ljósmynd: E. D.). Samkomulag hafði ekki náðst. í upphafi fundarins flutti jSverrir Gíslason, formaður Stéttarsambandsins greinargóða ræðu um verðlagsmálin sérstak- lega. Sagði hann, að enn hefði ekki náðst samkomulag um þau í binní svokólluðusexmannanefnd, sem skipuð er af fulltrúum neyt- enda og framleiðanda. Heflði verðlagsgrundvöllurinn staðið óbreyttur frá því í fyrra, hefði útgjaldahækkun orðið milli 10 og 11% samkv. útreikningi Hagstof- unnar. Samningum um nýtt verðlag landbúnaðarvara, var sem fyrr segir, ekki lokið, en veigamestu þættina var orðið samkomulag um. Auk verðlagsmálanna ræddí (Framhald af 7. siðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.