Dagur - 24.09.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 24.09.1958, Blaðsíða 2
DAGUR Miðvikudaginn 24. sept 1958 OLAFUR T-RYGGVASON: Bókin sem allir ættu áð lesa er „Leiðin til þroskans." Höfundur- inn er frú Guðrún Sigurðar- dóttir Holtagötu 6, Akureyri,- út- gefandi Stefán Eiríksson, sem skrifar ávarpsorð. Formála bók- arinnar skrifar séra Benjamín Kristjánsson, sem las handritið yfir pg bjó til prentunar. Prent- verk Odds Björnssonar. Norrænn andi er alltaf jafn spurull, forvitinn, framsýnn og óljúgfróour. Alltaf er það heil- 'brigð forvitni í fullu gildi að líta í kringum sig, — gá til veð- urs — spyrja sjálfan sig og sam- ferðamanninn: Hvað er fram undan? Hvað er að gerast? Hvar erum við stödd? Þratt fyrir grimmi harða lífsbaráttu og marg vísleg glapráð líðandi stundar 'brjóta menn heilann enn pg aft- ur í fyllstu alvöru um torráðnar gátur pg hinztu rök. En aldrei eru menn á eitt sáttir um úr- lausnirnar og svörin. „Leiðin til þroskans" er skrif- uð um sviðin fyrir handan, en 'það er langt frá því að leita langt yfir skammt að lesa hana og hug 'leiða. Tilveran — lífið á þessum duldu, leyndardómsfullu sviðum skýrir þrátt fyrir allt og allt ýmis legt miklu betur, sem gerzt hefur og er að gerast á jörðu hér en efnishyggja þessa jarðlífs er fær um að veita. Þetta er einstæð 'bók pg fágæt. Hún er í fáum orðum sagt lýsing á landslagi (ef ég mætti orða það sve) annarrar ¦tilveru, annars heims bæði lægri og æðri sviðum hans pg íbúum þessarar undursamlegu veraldar. Hér er um að ræða myndir og :tnál íbúa á æðri raunverulegum tilverusviðum, eins og miðillinn, marjnsandinn aifrjáls og óbundin af öllum fjötrum hins harðhenta ?fnisveruleika skynjar þessi fyrir bæri annarrar tilveru. Og.höfund ur þessarar bókar er enginn há- lærður séríæðingur eða prófessor búsettur einhvers staðar langt úti :í löndum milli blárra fialla, held- ur óskólagengin alþýðukona mitt á meðal okkar, og meðal 'annars þess vegna hefur bókin sitt hug- Ijúfa, óvænta gildi. Efni bókarinnar, lesmál henn- ar er þannig til orðið, að frú Guðrún fellur í trans, sennilega hálftrans, sem svo er nefnt. Ferð ast hún þá eða sér yfir lönd leyndardómanna — fer sálfarir jm lönd ódauðleikans í fylgd :með sólbjörtum verum, sem nú eru borgarar þessara'björtu sviða sn voru áður íbúar þessa jarð- heims. Þeir leiða hana um þessi undralönd og sýna henni ekki oll ríki veraldar, en dálítinn hluta hennar, sem í vitund okk- ar skammsýnna manna er furðu- ,stór. Hún sér þessi lönd í mynd- um og lífið þar í margvíslegum 'bJæbrigðum, ljóma og litrófi. Og myndunum fylgja af og til fágæt ar skýringar þessara björtu fræð ara og verndara frúarinnar, en gagnvart okkur lesendum er hún xaunverulegur túlkur þeirra. Sumar bækur cru þannig úr garði gerðar og þess eðlis, að efni þeirra eg gildi er augljóst og auð .skilið. Aðrar bækur eru að eðli, efni og gildi þannig til orðnar, ekki sízt djúpstæð verk og dul- :ræn, að þær leyna gildi sínu, og það því meir sem þær eru ágæt- ari. Þess vegna leyfi ég mér að vekja athygli á þessari bók, að '.hún er ein af þeim. Eg efast ekki um, að margir lesi hana af lífi og sál og fullum fögnuði, en hætt er við, að ýmsir efist um gildi hennar ogleggi hana frá sér-án 'þess að sökkva sér niður í efni 'bennar. Vera má, að mér sé þessi 'bók meira gleðiefni fyrir þá sök, að ég hef komizt í snertingu við svipuð geislablik og þau, er sveima yfir vötnunum. Mér hef- ur lítillega verið leyft að skyggn ast inn í andyri þessarar duldu tilveru. "Eg hef áður kynnzt frú Guðrúnu og frábærum hæfileik- um hennar, þótt mér væri ekki kunnugt um lesmál þessarar bók ar fyrr. Og ég hef kynnzt öðrum konuin og körlum með náskylda hæfileika, sem taka lífið hug- tökum og ná þar furðu vítt yfir. Það hlýtur að verða svo, að því sterkari lit og meiri 'ljóma 'fá þessi dulrænu sólhreinu fyrir- brigói sjáendanna — fyrir sjón- um okkar hinna, sem fleira gott og gáfað fólk hefur lifað þessa reynslu. Það þarf að vísu hug- sjónadirfsku til þess að taka þessar og þvílíkar frásagnir gild- ar — tileinka sér þær að fullu, en allir eiga að qiga eitthvert brot af þessari dirfsku. .Þetta jarðlíf er á yfirborðinu svo miskunnarlaus harmleikur og misskilningur þess oft svo átakanlega sár, að menn jafnvel sjá og skilja sízt af öllu þaufyrir bæri mannlegrar tilveru, sem búa yfir mestum einfaldleik pg mestum hreinleik. Þessi bók hef ur að geyma mikla lífsspeki og guðfræði í senn. Hún skýrir bet- ur sum grundvallaratriði guð- fræðinnar — fágar betur sumar perlur guðspjallanna, en fræði- mennskunni enn hefur tekizt. Hún er tilvalin handbók í sál- gæzlufræði í dýpstu merkingu þess orðs. Þegar vitrir menn og víðsýnir taka sér fyrir hendur að hafa for sagnir um vandamálin, sem fyrir liggja, líta þeir ekki langt yfir skammt. Þeir hoífa ófrávíkjan- lega fram á veginn, en litast jaínframt vandlega um í um- hverfi andartaksins og rcnna arnfleygum augum til baka yfir farinn veg, allt að upprunalcik- anum sjálfum. Þannig hafa spá- menn og sjáendur jafnan brugð- izt við flóknustu spurningum og erfiðustu vandamálum lífs og dauða. Eg dirfist að segja, að eitt allra djarfasta og dulúðug- asta svarið við lífsgátunni miklu sé upphafið á Jóharinesarguð- spjalli. „í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð það var í upphafi hjá Guði. Allir. hlutir erú gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. í því var líf, og lífið var Ijós manna: pg ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því." Hvenær hefur hugljúíari og einfaldari sáttmáli verið uppsagður og öðlazt gildi að „lögbergi" kynslóðanna. Þessi opinberunarorð hafa staðið af sér alla kúlnahríð efnisvísindanna, og með nokkrum rétti má segja, að raunvísindin hafi aldrei staðið jafn nærri því og nú að viður- kenna hugsjón postulans. Það er leyndardómur lífsins, að sann- leikurinn uppgötvast miklu frem, ur fyrir skynjun en skilning. Leiftursýn náðargáfunnar er þar að verki, og það er sá sannleikur, sem gerir „yður frjálsa". Og það skeður aðeins, þegar sál sjáand- ans andar kærleika til alls, sem lifir — ekki eins — hcldur alls, og feginsstrengir hjartans eru hæfilega stilltir. Hins vegar leik- ur það (hitt) tæplega á tveim tungum, að enn hefur ekki sá fræðimaður komið fram á vett- vang dagsins, sem verið hefur þess umkominn að skilja og skýra viðhorf postulans til nokk- urrar hlítar. Hins vegar skynja menn gildi þess og mikilvægi — líkt og menn finna vináttu og ástúð samferðamannsins í ljúfu brosi hans og hlýju handtaki. Maður stendur manni alnæst. Þess vegna reyna menn að binda líkingarnar við hann. Skáldin hafa alltaf verið meðal skyggn- ustu sjáenda kynslóðanna. Þess vegna hafa Ijóð og tó'nar vængi, sem lyfta okkur til hæða. Lesið lofsöng Steingríms sem formála að þessari bók eða sem eftirmála hennar. Þá skilst ýmis- legt betur. Djúpvitrir leiðsögumenn síðari alda hafa sagt okkur, að í kristin dómnum sé fólgin fjársjóður einn mikill, sem engin önnur trúar- brögð eiga yfir að ráða. Þessi fjársjóður er náðin — náð Guðs. Hvað er náðin í fagnaðarerindi Krists? Hefur nokkur jarðnesk- ur maður skilji kjarna þess máls til fulls né skýrt hann? Eg efast mjög um það. Svo háleitur er sá sannleikur, sem þar er fólginn, svo djúp er sú vizka, sem þar er geymd — og —¦ „sú dýpsta sjón, hún sýnist alck'ei tveim". „Leiðin til þroskans" greiðir úr sumum spurningunum sem hníga 'og falla að þessum kjarna. Þar loga mörg Ijós, sem lýsa okkur inn í lönd leydardómanna. í heimi bókmenntanna — heimi hugsjónanna — í ríki andans (Framhald á 5. síðu.) zig-zagga og Tek a gera Imappagöt EYRARYEG 25 A. Sími 2062. Höfum mjög goíl, úrval af gúmmístígvélum og bússu m sænskum — finnskum — þýzkum og tékkneskum. Hagstcctt verð. SKÓDEILD KEA. DRENGJABUSSUR GÚMMÍSKÓR (tckkneskir og íslenzkir) GÚMMÍKLOSSAR reimaðir. SNJÓBOMSUR SOKKAHLÍFAR SKÓDEILD KEA. Iierbergi og aftgangur að eldhiisi, óskast til leigu fyrir útlend- inga. —i Upplýsingar gefur JÓN EGILSSON, Eerðaskrifstofunni. ' Sími 1475. Sófasett til sölu SPÍLAKVOLD LETTIS hefjast að nýju fíistudaginn 3. október n. k. í Alþýðu- húsínu. Góð heildarverðlaun verða veitt fyrir hæstu slagatöíu eins og að undanförnu. Einnig kvöldverðlaun. Þeir, sem áður hafa tekið þátt í liinum vinsælu spila- kvöldum verða látnir sitja fyrir aðgöngukortum, meðan þau endast, og eru .þeir beðnir að gefa sig fram við Zophonias Jósefsson, síma 2412, eða Helga Hálfdánar- son, síma 2301, fyrir 1. október. Nánar auglýst síðar. SKEMMTLNEENniN. 3ja pela og 1 !/2 pela. r F L 0 R A - Gosdrykkjagerð. Haustverð á kindakjöti og slátri. Heildsöluverð á kjöti: 1. verðflokkur ...................... kr. 24.59 2. verðflokkur ...................... - 21.64 3. verðflokkur ...................... - 18.89 4. verðflokkiír ...................... - 15.95 Heildsoluverðtil annarra en smásala 70 aurum hærra hvert kíló. Saltkjöt: Heildsíiluverð á saltkjöti til smásala er kr. 2.530.00 liver 100 kg. tunna. Verð á slátri og irmmat: Heil slátur, með sviðnum haus........ kr. 38.00 Heil slátur, með ósviðnum liaus...... — 34.00 Lifur, hjörtu, nýru — heildsala........ — 27.00 Lifur, lijörtu, nýru — smásala ........ ¦- 32.40 Mör - lieildsala .................... - ' 8.00 Mör — smásala...................... — 9.45 Hausar, sviðnir — heildsiiluverð ...... — 20.00 Hausar, sviðnir — smásöluverð........ — 24.00 Hausar, ósviðnir — lieildsöluverð .....-., — 14.00 Blóð.............................. - 1.50 Vambir ............................ - 3.00 Hálsæðar og þindar.................. — 3.00 Heimsendingar á slátrum miðast við heil slátur. SIMI 1556 Tækifærisverð. SIMI 2185. 1-2 stúlkur óskast frá næstu mánaðamótum eða síðar. Dúkaverksmiðjan h.f. Gullúr fundið Uppl. í ÁSGARÐI 2, Glerárþorpi. ÍBUD Lítil íbúð óskast strax. — Tvennt í heimili. Uppl. í STÓRHOLTI 1, Glerárþorpi. GAMLA VERDID Við bjóðum yður góða undirkjóla fyrir kr.99.50. Náttkjóla á kr. 146.00 — 166.75 bæði fallega og góða Kvenbuxur 19.50, skvrtur 24.00. Saumlausa nælon- sokka frá kr. 35.00. Alls- konar ungbarnafatnað og bleyjur — allt með gamla verðinu. ANNA & FREYJA íbúð óskast sem fyrst Uppl. i síma 2378.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.