Dagur


Dagur - 24.09.1958, Qupperneq 4

Dagur - 24.09.1958, Qupperneq 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 24. sept 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sínii 1166 Árgangurim kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Í5SÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ5Í$ÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍ$ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ«« Verðhækkanir og kaupkröfur Það hlakkar í Morgunblaðinu eins og hræfugli yfir verðhækkunum þeim, sem orðið hafa á vör- um og kaupgjaldi þetta ár. í öðrum blöðum Sjálfstæðisflokksins ískrar líka af ánægju. „Því verra því betra,“ er kjörhugsun Sjálfstæðis- flokksins um þessar mundir. Málgögn þessa flokks tala á þessa leið: Bóndi, sjáðu hvernig með þig er farið. Áburðurinn hækkar í vcrði, fóðurbætirinn einnig og vinnu- launin rjúka upp. Þú færð of lítið fyrir frani- leiðslu þína. Við sjómenn og útgerðarmenn er sagt: Þið eruð hlunnfarnir, rekstrarvörurnar hækka, fiskurinn er ekki nógu liátt verðlagður. Og við verkamenn segja Sjálfstæðismenn: Ertu ekki undrandi yfir verðhækkun fisks og land- búnaðarvara? Þú verður að krefjast kaup- hækkunar. Góðu menn og konur, bæta þeir við, allt sem fólk þarf til sín hefur hækkað síðan núverandi ríkisstjóm tók við völdum. Gerið kröfur — meiri kröfur. Þannig krossvefur Sjálfstæðisflokkurinn voð áróðursins og reynir að æsa stétt gegn stétt og örfa til verðbólgukapphlaupsins. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var atvinnulífið í landinu að stöðvast. Þjóðar- skútan var í brimgarðinum og brotsjóar allt um kring. Núverandi ríkisstjórn lofaði að reyna að forða atvinnulífinu frá stöðvun, og hún gerði það. í landinu hefir verið meiri atvinna en nokkru sinni áður, að varnarliðsvinnu frátalinni. Skút- unni var stýrt frá voðanum. Ríkisstjórnin sagðist geta komið á traustara efnahagslífi og heilbrigð- ara, ef stéttasamtökin í landinu vildu leggja henni lið til þess. Hverjum datt í hug að hægt væri að fyrir- byggja atvinnuleysi, nema að skapa framleiðsl- unni, sem er undirstaða alls atvinnulífs, skil- yrði til að geta þrifizt? Og hver hélt að það gæti gerzt án þess að það kostaði aukin fram- lög? Ilver liélt að hægt væri að greiða hærri uppbætur á útfluttar vörur, án þcss að hækka verð þeirra vara, sem fyrir þær eru keyptar erlendis frá? Vitanlega er óæskilegt að þurfa að skerða kjör. En hvað hefði skeð cf ekkert hefði verið aðgert og látið skeika að sköpuðu og hver hefðu kjörin þá orðið? Útgerðin liefði stöðv- ast, bændur flosnað upp og iðnfyrirtæki brotn- að niður og geta menji þá farið nærri um tekjur almennings og kaupgetu. Sem betur fer, þola menn verðhækkanir þær, sem orðið hafa vegna aðgerða Alþingis og ríkis- stjórnar, enda hafa þær verið gerðar til þess að tryggja atvinnulífið og afkomu þjóðfélagsins og því verið nauðsynlegar læknisaðgerðir. Hitt er svo annað mál, að stéttasamtökin geta eyðilagt árangurinn, ef þau eira ekki þessum aðgerðum og knýja fram hækkanir í krafti samtakamáttar síns, meira en fjárhagskerfið þolir og hagfræði- lega er rétt. Og þá verða efnahagsaðgerðir ekki að gagni, fremur en þau læknisráð, sem ekki er farið eftir. Sjálfstæðisflokkurinn veit þetta vel. Þess vegna reynir hann að koma af stað óánægju hjá stétta- samtökunum og kröfum um hækkaðan hlut. Hon- um hefur veitzt sú ánægja, að sjá starfshópa gera verkföll, sem vitanlega hefur verið bagalegt fyrir stefnu ríkis- stjórnarinnar. Það ætti ekki að vera oftrú á þroska alþýðunnar, að hún átti sig þegar hún heyrir hlakkið í Morgunblaðinu þessa dagana. Hún ætti að vita af gam- alli reynslu, af hverju sá fugl gleðst mest. Það ætti heldur ekki að vera oftrú að álíta, að venju- legt fólk sé farið að skilja, að kauphækkanir nú, fela aðeins í sér fleiri krónur og verðminni, en engar raunverulegar kjarabætur. Kálþjófar á Eyrinni. Þeir atburðir hafa nú gerzt hér á Eyrinni, að einliverjir, sennilega illa upp aldir ungíingar hafa lagt leið sína inn á húslóðir á nokkrum sliiðum, skorið þar upp kálhöfuð og haft á brott með sér. Ekki virðast þeir eingöngu liafa verið að hugsa um að bæta sér í búi, því þeir hafa rifið kálið niður og dreift því um götur og gang- stéttir. Það eru ýmsir, sem rcyna að rækta ofurlítið af matjurtum hcima við hús sfn, sér til gagns og gamans, og er það virðingarvert. En það er hart, að hafa ekki frið með þetta. Mér finnst framferði ýmissa ung-> linga hér vera mjög ábóta vant. Þyrftu foreldrar og aörir uppal- endur að leggja meiri alúð við að innræta börnum sfnum siðprýði og hreint liugarfar. Það verður jreim ótvírætt til blessunar á lífsleiðinni. L. li. Hvenar verður dregið? í happdrætti Ferðamálafélags Ak- ureyrar átti að draga á árinu sem leið, 1. ágúst, en var ekki gert. Var þá auglýstur ca. 4 mánaða frestur. Hafa margir spurzt fyrir um þetta fyrirtæki, en án árangurs. Dagur gerði á sfnum tíma fyrir- spurn um þetta mál, en fékk engiti svör. Og nú er 1. ágúst 1958 liðinn, og enn lieyrist ekkert irá þessu happdrætti. Fólk Jtað, sem miðana keypti í þeirri góðu trú, að Jtað væri að styðja gott málefni, skíða- hótelið í Illíðarfjalli, vill fá að vita um vinningsnúmerin. Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra tnanna, sem veita happdrætti þessu forstöðu, að þcir gefi fólki umbeðnar upplýsingar. Mun þeim ráðlegast að draga það ekki lengi úr þessu. Það borgar sig að kaupa slátur. Nú í sláturtíðinni munu margar lntsmæður hafa hug á að birgja sig upp íyrir veturinn með því að kaupa slátur og sjóða til vetrarins. Ef þær reikna út, hvort það borgar sig fjárhagslega, þá verður svarið jákvætt og mjög ótvirætt. Það er því hygginna húsmæðra háttur að kaupa nokkur slátur. En Jtví miður cru margar liúsmæður svo væru- kærar, að Jteim finnst Jrað vera of mikið fyrirtæki. Aðrar liafa ekki þá kunnáttu til að bera, sem til Jress þarf, en þær gætu Jkí notfært sér matreíðslubækur, og enn aðrar hafa efni á að kaupa slátrið, jafn- harðan og þess er neytt. Almennt mun mjög hagkvæmt að nota tækifærið og búa sig undir veturinn að hygginna liúsmæðra hætti fyrr og síðar með nokkurri sláturgcrð. Samkvæmt athugunum, sem blað- ið hefur látið gera í þessu sambandi, hefur það komið í ljós, að sláturvör- urnar, eins og Jtær eru selclar út úr búð, meira og minna matreiddar, eru um helmingi dýrari en slátur frá slátursölu KEA.í liaustkauptíð. Húsmæður spara sér Jtví helming verðs, ef Jtær verka slátrin sjálfar. r»f z r “’i? *i * rK Sofnum i rriorikssjoo Skákfélag Akureyrar hefur ákveðið að liafa forgöngu um eflingu Friðrikssjóðs, og nntnu afgreiðslur blað- ánna taka við framlögum hér, svo og stjórn Skákfélags- ins, en íormaður Jtess er Jón Ingimarsson. Á undanförnum árum hafa íslendingar eignazt marga ágæta íjnóttamenn, og reynzlan hefur sýnt, að fátt glæðir og vekur fremur þjóðarmetnað íslendinga en íj^róttasigrar á erlendri grund. Afrekum Friðriks Ólafssonar í hinni erfiðu skák- íjarótt virðast lítil takmörk sett, og er nú svo komið, að allir, jafnt skákmenn sem aðrir, hlakka til að heyra frá næstu keppni hans og væntanlegum sigrum. Of langt ntál yrði að rekja liér allan skákferil lians, enda ójtarft, en minna má á skákmótin í Hastings, Wagenin- gen og loks í Portoros, ]>ar sem hann lagði hvern stór- (Framhald á 7. síðu). DAGSKRA Hins almenna kirkjufundar í Rvík 11.-13. október 1958 Laugardagur 11. október. Kl. 10 f. h. Kirkjufundurinn settur í húsi K.F.U.M af formanni stjórnarnefndar Gísla Sveinssyni. Kl. 10.30 f. h. Framsöguerindi: Kirkjujundir og kirkju- þing. Frams.m. séra Þorgrímur Sigurðsson. Kl. 12 á hád. Hlé. Kl. 2 e. h. Framsöguerindi: Æskulýðsmál — vanda- mál œskunnar nú á thnutn. Frams.m. séra Bragi Friðriksson. Aðrir málshefjendur kcnnárarnir Stein- grímur Benediktsson og Helgi Tryggva- son. Umræður verða um bæði málin og jteim . vísað til nefndar. Kl. 4 e. h. Hlé. Kl. 5 e. h. Framhald umræðna um mál. Kl. 7 e. h. Hlé. KI. 9 e. h. Ýmls mál (eftir ósk. fulltrúa). KI. 11 f. h. Kl. 2 e. h. KI. 4 e. h. Kl. 5 e. h. Kl. 9 e. h. Sunnudagur 12. október. Sóttar messttr í kirkjum Reykjavíkur. Kirkjufundinum framhaldið í Frikirkj- unni. Ávörp: a. Altarisgöngur. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason. b. Kristtiiboð. Ólafur Ólafsson kristniboði. Umræður um málin. Engar ályktanir gerðar. Hlé. Nefndarstörf o. fl. Erindi: Trúin á guð og trúin á mann- in n. Prófessor Sigurbjörn Einarsson. Mánudagur 13. október. framhaldið húsi Kirkjufundinum K.F.U.M. Kl. 9.30 f. li. Morgunbænir. Biskup Ásmundur Guð- mundsson. KI.10-I2f.il. Málum skilað frá nefndum. Umræður um fundarmál. Kl. 2-4 e. li. Framhald. Kl. 5-7 e. h. Atkvæðagreiðsla um fundarmál. Kosið í stjórnarnefnd. Fundarloli. Kl. 9 e. h. Samkoma fulltrúa og fleiri að kaffi- drykkju á sama stað í boði stjórnar- nefndar. Heimill er aðgangur áheyrendum að umræðum fundarmála meðan liúsrúm leyfir (einnig að erindinu í Fríkirkjunni kl. 9 sunnudagskvöld). ATFIS. Dagskrártilkynning þessi gildir sem fundar boð til allra hlutaðeiganda, sem sækja eiga kirkju- fundinn sem fulluúar samkvæmt áður birtum reglum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.