Dagur - 24.09.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 24.09.1958, Blaðsíða 8
Dagub Miðvikudaginn 24. sept 1958 t ■ ; H »" «« liTiiílii H! 'iu 11 •>■ | «• M iii m m ii | j IBiX ÍHÍ im i!ii ' ■ " Verksmiðjuhús Kaffibrennslu Akureyrar CLjósm. E.D.) er Fyrr á tínium var kaffi reynt á forhertum glæpamönnum með undraverðum árangri Síðan hefir það lagt undir sig lönd og álfur og víða orðið þjóðardrykkur Kaffið er þjóðardrykkur íslend inga en kaffitrén vaxa aðeins á suðlægum slóðum. Kaffið, eins og við neytum þess, er hitagjafi og hressilyf og kemur sér ein- staklega vel, þar sem náttúran sker sól og hita við nögl. Auð- vitað ættum við að bregða okkur til Brasilíu, þar sem þeldökkt fólk vinnur á stærstu kaffiekr- um heimsins og fylgjast með því hvenær og hvernig ávextirnir, hinar vel þekktu kaffibaunir þroskast og ef til vill gætum við orðið þeim samferða til íslands. En í þetta skifti látum við okkur nægja að ganga út á Oddeyrina. Þangað eru baunirnar komnar, og þar eru þær brenndar án af- láts. Enginn vandi er að rata, bara að reka nefið í hægan andvarann og láta það ráða. Kaffibrennsla Akureyrar h. f. Þar er hin nýja verksmiðja Kaffibrennslu Akureyrar h.f. við Tryggvabraut. Byggingin er stór og vönduð og vélar mjög full- komnar. Þar er Bragakaffið fram leitt, landsins bezta kaffi, segja þeir sem nota það. Sumir nota þó annað kaffi og það er þeirra bezta keffi. Vélar þessarar verksmiðju geta brennt og malað 4—5 tonn af kaffibaunum á dag, eða með öðr- um orðum, framleitt allt það kaffi sem landið þarf. Þessar vél- ar eru sjálfvirkar, svo rnanns- höndin kemur þar naumast nærri og nú er ekki lengur hætta á að kaffið verði öðruvisi á morgun en það var í dag. En slíkt getur hent þar sem vélar og húsakvnni eru frá gamla tímanum. Nýtt kaffi, Santos-kaffið. Þessa daga er nýtt kaffi frá þessari verksmiðju að koma á markaðinn, ásamt Bragakaffinu, sem allir þekkja. Það er Santos- kaffið og hafir það ekki áður ver ið íramleitt hér á landi en er í miklum metum á Norðurlöndum. Þetta kaffi er einnig ættað frá Brasilíu. Santos-kaffið er í dýrara gæða flokki en annað kaffi hér á mark aðinum. Mætti því hugsa sér að það yrði keypt á hátíðum og tyllidögum þegar fólk vill gera sér dagamun. Þetta kaffi pakkað inn eins og Bragakaffið, í loftþéttum umbúðum. Fangarnir lifðu, fanga- verðirnir dóu. Enginn fer víst að tala um það hvort hollt sé að drekka kaffi Santos-kaffi, Bragakaffi eða eitthvað annað kaffi. Blessað kaff ið er nefnilega vaxið upp ur öllum læknavísindum og einnig kerlingabókum og heldur velli svo myndarlega að það er eitt af því fáa á síðustu og mestu tímum vísindanna, sem maður getur látið í magann, án þess að minn ast krabba eða bráðkveddu. Þjóðhöfðingi einn á fyrri tím- um vildi vita nokkur deili í kaffinu, þá nýjum drykk, áður en hann tæki það sem góða og gilda vöru. Hann valdi þá glæpa- menn, sem minnstur var skaðinn í þótt ekki yrðu langlífir og lét þá þamba feiknin öll af kaffi á degi hverjum og var fangavörð- um sérstaklega fyrirskipað að láta hinar stórkostlegu kaffi- drykkjur aldrei niður falla. Þessi tilraun endaði á þann veg að fangaverðirnir dóu hver af öðr- um en fangarnir urðu allra karla elztir. Síðan hefir kaffið lagt undir sig lönd og álfur og víða orðið þjóðardrykkur. Framkv.stjóri kaffibrennslu Akureyrar h.f. er Guðmundur Guðlaugsson. Undir hans stjórn hefir þetta fyrirtæki vaxið jafnt og þétt og öðlazt marga nýja viðskiptavini. Með honum vinna að staðaldri um 10 manns. Meðal þeirra er lengst hafa unnið við verksmiðjuna, er ei Marselía Jónsdóttir í 22 ár, Rann veig Gísladóttir, sem starfað hef ir þar í hálfan annan áratug — að ógleymdum Ólafi Jónssyni, sem búinn er að starfa óslitið í verksmiðjunni í 19 ár. - Fyrsti grasgarðurinn á íslandi (Framhald af 1. síðu.) ferð, að þá fýsi að vita nafn á þeim og fleiri deili. Þessum mönnum er ráðlagt að taka sér ferðir upp í Lystigarðinn, og geta þeir þar án tilsagnar orðið tölu- verðir grasafræðingar „svona fyrir sig“ og notið betur yndis í ríki náttúrunnar að því námi loknu. Því miður fer grasafræði- kennsla í skólunum öll fram að vetrinum og verður þar að láta nægja myndir og skýringar kennslubóka og kennara. Ekki sannanir fyrir smygli Að gefnu tilefni hefir eftirfarandi fréttatilkynning borizt blaðinu frá bæjarfógetanum á Akureyri: Opinber rannsókn hefur farið fram hér við embættið til að leitast við að upplýsa, hvort átt hafi sér stað áfengissntygl hér í höfninni á þessu sumri, í tilefni nf frásiign í einu vikublaði bæjarins 5. ]). m. Við rannsókn þessa hafa ekki fengizt sannanir fyrir slíku smygli. Hins vegar hefur við rannsókn þessa komið í ljós, að á vissunr tímá' í sumar kom liér fram í viðskiptum dálítið af tómum flöskum undan þýzku áfengi, sem ekki báru rnerki Á. V. R., en ekki er upplýst, frá hvaða aðilum flöskur þessar voru runnar. Ýmis fíðindi úr nágrannabyggðum Sauðárkróki 16. sept. í gær hófst hjá Kaupfélagi Skag- firðinga haustslátrun sauðljár, og er búizt við að á þessu hausti verði slátrað fleira fé en nokkru sinni fvrr, eða allt að 44 þúsundum, en mesta slátrun áður hefur verið 33 þúsund. Gert er ráð fyrir að slátra 1400 fjár á dag. Slátrun mun því standa yfir á annan mántið. Dilkar virðast vcra sæmilega vænir. Dagana 12,—14. sept. sl. var hald- inn á Sauðárkróki fulltrúafundur kaujistaðanna á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Fundinn sátu 1—3 full- trúar frá hverjum kaupstað, og voru fulltrúar alls 18. A fundinuin mætti einnig framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, Jónas Guðmunds- son. Þetta var í fjórða skipli, sent slíkur fulltrúafundur kaupstaðanna er haldinn. Fundir hafa áður verið lialdnir á Akureyri, Isafirði og Seyð- isfirði. Formleg samtök hafa þó ckki að þessu verið á milli kaupstað- anna, en á fundttm rædd santeigin- leg hagsmunamál kaupstaðanna og samþykktir gerðar varðandi ýrnis þau mál, cr cfst liafa verið á baugi hverju sinni og varða almennings- heill. Á þessum fundi var stofnað til formlegra samtaka milli þessara kaupstaða, samjiykkt liig fyrir fé- lagið og kosin stjórn ]ress. Skipa hana bæjarstjórarnir Magnús Guð- jónsson, Akureyri, Ásgrímur Hart- mannsson, Ólafsfirði, og Sigurjón Sæmundssön, Siglufirði. Fundurinn fjallaði um fjölmörg mál, er varða fyrrnefnda kaupstaði, og gerði ýmsar samþykktir í þeirn. Þá samþykkti fundurinn tillögu í landhelgismálinu, þar sem liigð er áherzla á það, að Islendingar fái fullan umráðarétt yfir öllu land- grunninu og stuðningi var lýst við þær aðgerðir, er framkvæmdar hafa verið í þeim málum. Á laugardagskvöldið sátu fulltrú- ar kaffiboð hjá bæjarstjórn Sauðár- króks. Á sunnudag var byggðasafnið í Glaumbæ skoðað svo og farið til Hóla og kirkjan og staðurinn skoð- að. Til Sauðárkróks var kontið um kl. 4 á sunnudag, þar setzt að sam- eiginlegu kaffiborði, en að því lokini hélt hver lieim á leið, og áttu þar ýmsir langa lcið fyrir hiindVim. Síðar vet'ður nánar skýrt frá sain- þykktum fundarins. — G. I. Helgi Alfreðsson við hina nýju kaffibrennsluvél. (Ljósm. E.D.) Kaldhæðin örlög. Það eru kaldhæðin örlög þess- arar bráðskemmtilegu og þörfu námsgreinar, að vera kennd á þeim tíma, sem hinn fjölskrúð- ugi gróður sefur vetrarsvefni og oftast undir fönn. Hér hagar svo til að Lystigarðurinn liggur upp að húshlið æðstu menntastofn- unar bæjarins og er þó lokuð bók þegar grasafræðikennslan fer fram innan veggja skólans. Lystigarðurinn á Akureyri er mjög mikið sóttur, bæði af Ak- ureyringum, héraðsbúum og ferðafólki lengra að. Mesta at- hygli vekja stærstu trén, en þau eru nú orðin um 10 metrar á hæð og nú íslenzka yilöntudeildin. Um 220 tegundir runna og trjáa. Af erlendum tegundum eru rúmlega 1000 og jsar af tré og runnar 220 talsins, og er sá gróð- ur því harla girnilegur til fróð- leiks og ekki sízt er hann vel fallinn til að auka trú manna á skógrækt almennt. Lystigarður- inn er um 10 dagsláttur að stærð eftir síðustu viðbót. Konur á Ak- ureyri eiga heiðurinn af því að hafa stofnað hann, og frú Mar- garete Schiöth annaðist garðinn þar til fyrir 5 árum að Jón Rögn valdsson tók við. Hér var ekki ætlunin að segja sögu þessa staðar. En ef ein- hverjir hugleiða stundarkorn hvað garðurinn hefur að geyma og hvort þeir eigi þangað erindi áður en meira haustar að, er til- ganginum náð. Fyrsti grasgarðurinn. Hinn nýi grasgarður í Lysti- garði Akureyrar er fyrsti gras- garðurinn á íslandi. Hann er op inn og lifandi Flóra íslands þótt enn vanti nokkrar blaðsíður. Gestir Lystigarðsins hafa löng um notið skjóls gróskumikilla trjáa og í'unna og hver þroska- váenlegui' árssproti felur í sér trú á framtíð skóga hér á landi. En hinar smærri tegundir plantna, sem íslenzk mold hefur alið við kröpp kjör víða og hai'ða lífsbaráttu, og nú prýða íslenzku deildina eru þó hetjurnar í gróðurríki landsins og garðsins. Tónleikar Þórunnar Þriðjudaginn 30. sept. verða fjórðu og síðustu tónleikar Tón- listarfélags Akureyrar á þcssu ári. Þá leikur ungfrú Þórunn Jó- liannsdóttir lög eftir Bach, Beetho- ven, Liszt, Chopin o. fl. Hin kunna listakona hefur ekki leikið hér nokkur síðustu árin á veguiii Tónlistarfélags Akureyrar. Næsta keppni Friðriks r Olafssonar í Munchen Næsta keppni Friðriks Ólafsson- ar verður á Olympíuskákmótinu í Miinchen í Þýzkalandi og hcfst 1. október næstk. Taka 36 þjóðir þátt í því, og er það meira cn nokkru sinni áður. Héðan fer harðsnúin sveit, mestmegnis skipuð yngri kyn- slóðinni: 1. Friðrik Ólafsson stórmeistari. 2. Ingi R. Jóhannsson, núv. ís- landsmeistari. 3. Guðmundur Pálmason. 4. Freysteinn Þorbergsson. 1. varamaður er Ingimar Jónsson, hinn efnilegi skákmeistari frá Akur- eyri. 2. varamaður er Jón Kristjánsson, Hafnfirðingur. F.r ástæða til að vera bjartóýnn um árangur þessa móts.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.