Dagur


Dagur - 27.09.1958, Qupperneq 1

Dagur - 27.09.1958, Qupperneq 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 1. október. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 27. september 1958 47. tbl. Fjölmennasta samkoma Akureyringa aá Glerárrétt Á níunda þúsund f jár á f jalli. - Réttardagurinn er enn þá ævintýri Hér norðanlands hafa menn notið góðviðris í göngum og rétt- um og ekkert slys hent, svo að frétzt hafi. A nokkrum stöðum hefur þó þoka tafið fyrir og lík- legt að nokkrum fjallafálum hafi tekizt að láta hana skýla sér á meðan gangnamenn fóru hjá. — Haustlitirnir eru fremur seint á ferð að þessu sinni, sérstaklega hið efra. Frammi í daladrögum virðist jafnvel nokkur grózka þessa daga. Lambagrasið og blóðbergið blómstra þar sem ókafast og grasið vex. Lyng og víðigróður hafa aftur á móti skipt litum. Gulvíðitopparnir lýsa upp hinn dökka flöt, sem lyngbreiðurnar mynda. Lita- brigðin eru óendanlega mörg og hvert öðru fegurra í skyni haust- sólarinnar. Ufanríkisráðherra lýsir s Bretum á þingi S.Þ. Krafðist þ ess að hernaðaraðgerðum yrði hætt Guðmundur í. Guðmundsson' utanríkisráðherra flutti ræðu á allsherjarþingi SÞ í fyrradag og bar fram þá kröfu, að öllum hernaðaraðgei'ðum á skipaleiðum við ísland yrði hætt þegar í stað. Hann kvað slíkar aðferðir sem þær, er Bretar beita nú við fs- land, aldrei hafa verið hafðar í frammi við nokkurt ríki, sem fært hefði út fiskveiðitakmörkin með einhliða yfirlýsingu og á sama hátt og hér væri gert. „Geti hvorki laganefndin eða alls- herjarþingið fundið lausn, er heldur ekki líklegt að sérnefnd eða ráðstefna geti það.“ Ráðherrann vísaði til þess að eitt stórveldið, Sovétríkin, hefði fyrir löngu tekið sér 12 mílna landhelgi, „þó hafa Bretar ekki talið það nauðsynlegt að senda herskip inn á skipaleiðir við Sovétríkin til að vernda hin svo- kölluðú réttindi samkv. alþjóða- lögum. Þetta er sönnun þess, að með aðgerðum sínum við ísland styðja Bretar ekki alþjóðalög, heldur reyna öllu fremur að halda lífi í eldgamalli pólitík, með því að gera kröfu til nátt- úruauðæfa, sem með réttu er eign hinnar íslerizku þjóðar.“ Ennfremur sagði hann: „Þessi afstaða Breta mun ekki knésetja hina íslenzku þjóð. Þvert á móti. íslendingar standa sameinaðir og í einhuga um 12 mílna fiskveiði- lögsöguna." Selwyn Lloyd utanríkisráð- herra Breta ræddi um deiluna á miðunum við ísland. Hann lagði til að málinu yrði skotið til al- þjóðadómstólsins í Haag. TOGARARNIR Kaldbakur er ó heimleið með fullfermi af karfa af Nýfundna- landsmiður og er á þriðja degi heimsiglingar. * Harðbakur hóf veiðar á sömu miðum í gær. Sléttbakur kemur á mánu- dagsmorguninn, einnig frá hin- um nýju miðum við Nýfundna- land. Svalbakur er á veiðum. Karfaveiðin hefur gengið vel og batnandi síðustu daga og fisk- urinn vænni. 235 manns vinna nú hjá U. A. á sjó og landi. Hætt er við að hörgull verði á vinnu- karfti þegar skólarnir byrja. Ragnar Guðmundsson réttarstjóri. Lagðhvítt féð, sem unað hefur við kjarngróður og fullt næði sumarlangt, íítur upp og hlustar. í fjarska heyrist hundgá. Ærnar vita af gamalli reynslu, að þá er ekki til setunnar boðið og halda af stað til byggða eftir krókótt- um götuslóðum. Fjárgöturnar liggja jafnan tæpt á klettabrún- um og framan í bröttum skriðum og er þessi vegagerð mjög í sam- ræmi við eðli sauðkindarinnar, sem er fjalladýr að upplagi og velur sér jafnan leiðir á tæpustu nöf. Göngui' og réttir eru ennþá eitt sérstæðasta ævintýri ársins og ©hefur alltaf á sér hinn sama blæ, þótt flest annað breytist í búnað- arháttum. Akureyringar eiga ekki stór afréttarlönd fyrir sauð- fé. Glerárdalur, Súlumýrar og fjallið ofan kaupstaðarins eru sumarlönd sauðfjárins og er ærið þröngt í haga. Bæjarbúar munu hafa átt á níunda þúsund fjár á fjalli í sumar, en aðeins nokkur hundruð kindur hafa haft sum- (arhaga annars staðar. (Fr. á 7. s.) Söngafraæli Einars Kristjánssonar Á miðvikudaginn átti Einar Kristjánsson óperusöngvari 25 ára söngafmæli. Hann hefur sungið 100 óperuhlutverk, þar af 25 hjá Konunglegu óperunni í Höfn. Sumir bafa gaman af mislitu. Ungir og gamlir ciga erindi Ferhyrnt fé er sjaldgæft, Hefurðu séð Móru Hún færir bónda sínum kaffisopa í réttirnar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.