Dagur - 27.09.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 27.09.1958, Blaðsíða 4
4 DAGUR Laugardaginn 27. scptenibcr 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstrseti 90 — Sími 1166 Árgangurim kostar kr. 75.00 Blaðið kemur ut á miðvikudögum og laugardögum, þegar cfni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Lamb fátæka mannsins EINN AF RITSTJÓRUM Morgunblaðsins, Sig- urður Bjarnason, sagði á útifundi í Reykjavík um landhelgismál, að fiskimið íslendinga væru lamb fátæka mannsins og var það réttilega mælt. Á öllum tímum hafa ágjörn augu starað á lamb þess fátæka og oft hefur valdi verið beitt gegn hinum fátæka, ofbeldi gegn réttlætinu. Sagan segir okkur ennfremur, að til hafi á öllum tímum verið skuggalegir menn og mannhópar, sem drógu rétt fátæka mannsins í efa og hjálpuðu jafnvel til að ræna hann. Bretar ágirnast fiskimiðin okkar og fara ráns- hendi um þau, upp að ströndum landsins. Þeir reiða hnefann til höggs, en halda því jafnframt fram að þeirra sé rétturinn. Vegna deilunnar er fiskveiðilandhelgin orðin vafalamb. Þeirra er valdið en rétturinn er okkar. En Sigurður Bjarnason gleymdi að geta þess í ræðu sinni að hann, blað hans og forysta Sjálf- stæðisflokksins stóðu í sporum hinna skuggalegu manna, sem gerðu sitt til að draga fullan eignar- rétt þess fátæka í efa. Fyrir aðgerðir þessara manna varð lambið, fiskveiðilandhelgin, meira vafalamb. Morgunblaðið og Sjálfstæðismenn héldu því fram, ekki aðeins einu sinni, heldur daglega í margar vikur og mánuði, að ríkisstjórn- in væri mjög ósammála um meginatriði land- helgismálsins og ennfremur, að kommúnistar réðu mestu um þetta mál í ríkisstjórninni. Ennfremur kröfðust þeir samninga, eftir að reglugerðin um hin nýju fiskveiðitakmörk var gefin út. Allt þetta og margt fleira þessu líkt veikti aðstöðu landsins út á við, svo framarlega að nokkur taki mark á „stærsta stjórnmálaflokknum11. Og Morgunblaðið prentaði daglega greinar úr þeim erlendu blöðum, sem hatramast börðust gegn útfærslu íslenzku landhelginnar, án athuga- semda og það lét alveg hjá líða að færa fram hin íslenzku rök fyrir nauðsyn og réttmæti hinn- ar nýju landhelgi. Var nokkur furða þótt and- stæðingum íslands í þessu máli þætti nokkurs um vert að eiga slíkan bandamann á fslandi og gerði jafnvel orð hans að sínum? Þannig stóðu málin fram að 1. september sl., eða þangað til sam- þykktum fjöldafunda hvaðanæfa af landinu tók að rigna yfir blöð og útvarp, þar sem fullum stuðningi var lýst við gerðir ríkisstjórnarinnar og aðgerðum Breta harðlega mótmælt. Hinn grái leikur hinna skuggalegu manna á fs- landi mun lengi verða heiðarlegri stjói'nmálabar- áttu víti til varnaðar. Stjórnarandstaðan á íslandi skipti um andlit þegar þungi almenningsálitsins sannaði, svo að ekki varð um villzt, að engum stjórnmálaflokki er fært að vinna opinberlega gegn málstað okkar í þessu stærsta hagsmuna- máli alþjóðar. Eyðimerkurblóm BLÖÐ ÍHALDSINS hafa verið mjög sorgmædd yfir því hversu margt hefur vel tekizt hjá núver- andi ríkisstjórn. Þau vita, eins og allir aðrir, að aldrei hefur verið meiri atvinna í landinu eða öflugra athafnalíf en einmitt nú og „jafnvel verk- föllin fara út um þúfur“. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Verðhækkanir hafa orðið á mörgum vörum vegna laga um Utflutningssjóð o. fl. frá síðasta Alþingi. íhaldsblöðin springa út eins og eyðimerkurgróður eftir regn. Þau birta langa lista um vöruverð og hver verðhækkun er þeim útsprungið blóm. En blóm- in fölna snögglega, þegar þess er gætt, að tollahækkanir þær, sem gerðar voru og nú birtast í hækkuðu vöruverði, voru nauð- synlegar til að tryggja rekstur atvinnuveganna og alveg óhjá- kvæmilegar. Hafi íhaldið séð aðra leið færari til að forða stöðvun atvinnuveganna, en lög- in um Utflutningssjóð frá síðasta Alþingi, þá hefur það vandlega þagað og auðvitað af þeirri ástæðu einni, að alla raðrar leiðir sem til greina komu og álita, fólu í sér mun meiri skerðingu lífs- kjara almennings. Ilugleiðing á sjúkrahúsi. GLUGGI sjúkrastofunnar, þar sem eg dvel, snýr móti norður- átt. Er maður stendur við hann er útsýnið þaðan bæði fagurt og mikilfenglegt, sér í lagi núna þessa stundina, þegar hin bjarta júnínótt ríkir. Á þessum árstíma er raunverulega ekki hægt að tala um nótt, þegar ekkert myrkur er til, ekki einu sinni sjáanlegur hinn minnsti skuggi, raunverulegra væri að tala um hinn óendanlega dag, sem varir allan sólarhringinn, viku eftir viku, kl. er 12,30 eftir miðnætti, að réttu lagi ætti eg fyrir löngu að vera sofnaður. En eg hef ekki getað sofnað. Hugurinn reikar frá einu til annars. Er það kannski geisli miðnæt- ursólarinnar, sem heldur fyrir mér vöku? Eða eitthvað annað, sem því veldur? Sennilega miklu fremur meðfæddur eiginleiki, hinn innri óróleiki, eirðarleysi sálarinnar. Eg veit það eigi. Hugsunin vill starfa, heimtar útrás. Þess vegna tek eg það ráð áð setjast upp í rúminu, skrif- borðið mitt er reist á röð við rúmið, sem raunar er bara lítil krossviðarplata, eg legg það ofan á sængina, fæ mér blað og penna. Nú er því hægt að festa á blað og geyma það sem hugurinn skynj- ar. En skyldi það vera þess virði? Það skal látið ósagt. Þó að þetta tiltæki mitt verði ekki til annars en þess, að dvelja fyrir mér þar til svefninn sigrar, þá segi eg að þeim tíma sé eigi á glæ kastað. Utsýnið heillar hug- ann og dregúr mig til sín. Eg legg skriffærin til hliðar, og smeygi mér fram úr rúminu og læðist á tánum út að glugganum, eins hljóðlega og mér frekast er unnt, til þess að raska ekki svefnró stofufélaga míns, sem þessa stundina virðist njóta svefns og hvíldar næturinnar eins og bezt verður á kosið. Við gluggann staðnæmist eg nokkra stund og virði fyrir mér útsýnið. Við augum mínum blasir höf- uðstaður Norðlendinga, Akur- eyri, og Eyjafjörðurinn spegil- sléttur og tær, í hljóðlátri kyrrð hinnar mildu vornætur. Austan fjarðarins hið næsta er Sval- barðsströndin, einhver blómleg- asta og búsældarlegasta sveit landsins og jafnframt sú þeirra sem býr við eða yfir mestri bú- menningu. Lengra til norðaust- urs sér í minni Höfðahverfis, norðan þess stendur öruggri fót- festu Kaldbakurinn í tign og hæversku stolti. Sólin er að síga í sæ nyrzt í fjarðarminninu, hún varpar síðustu geislum sínum inn eftir firðinum og inn um glugg- ann á stofunni minni. Nú er eg aftur kominn í rúmið. Á vegginn til hægri handar slær eldlegum, logagylltum bjarma. Það er síðasti geislinn, sem sólin sendir frá sér að þessu sinni áður en hún hverfur á bak við Kaldbak til þess að loka þrá sinni og njóta hvíldar stutta stund, þar til starf eða fram- ganga hefst með upprisu hinn næsta dag. Þegar sá, sem dvalið hefur langan tíma, eða jafnvel svo ár- um skiptir á sjúkrahúsi, lítur til baka yfir farinn veg, til liðins tíma, þá er margs að minnast, margt sem sækir að, sem vekur hlýju og innileik hugans, sem verkar á tilfinninguna í hugar- heimi sálarinnar, þá skynjun sem orð fá vart lýst. Það væri fullkomlega ástæða að minna á þá miklu, fórnfúsu lipurð og tamningu skapgerðar- innar, sem læknar og hjúkrunar- lið nær undantekningarlaust sýna daglega í starfi sínu og allri umgengni gagnvart sjúkl- ingunum. Sjúklingurinn er vissu lega oft mikið þjáður, en með góðri aðstoð sýnir hann oft mik- inn baráttuvilja á þeim örðugu stundum lífsins. í flestum tilfellum metur og virðir sjúklingurinn réttilega þá miklu, fórnfúsu hjálp, sem hon- um er veitt. Þó er til önnur teg- und sjúklinga, sem eru andstæð- ir þeim, sem eg hér að framan var að lýsa, að vísu fáir. Sjúklingar, sem hafa allt á hornum sér, vegna sinna innri, meðfæddu eiginleika, ótamdra skapsmuna og vanstillingar. — Oft eru þetta þeir sjúklingarnir, sem þarfnast mestrar og beztrar hjúkrunar og fá hana, þrátt fyrir það, þó að þeir með framkomu sinni skapi hjúkrunarliðinu mun erfiðari aðstöðu og óþæginda í starfi þeirra, að því er virðist að ástæðulausu. Því starfi sem oft á tíðum virðist vera ofraun hverju rneðalþreki að afkasta. Því að áreynslan útheimtir starf hjúkr- unarkonunnar, ekki síður and- legt þrek en líkamlegt. Þegar það er haft í huga er sérstaklega undravert, hversu mikilli lipurð og þolgæði hjúkrunarkonan er gædd, og hversu henni hefur tek izt að temja skapgerð sína í sam- ræmi við starfið gagnvart hinum vanþakkláta og heimtufreka sjúklingi. Eg er að tala um undraverða framkomu af hálfu hjúkrunar- kvenna. Vissulega er ekki um neina undrun að ræða, sé skyggnst of- urlítið dýpra, og að gættir, með- fæddir eiginleikar, ásamt skap- festu og einbeittum vilja, sem virðist vera áskapað flestum þeim stúlkum, er velja sér hjúkrun að lífsstarfi, það göfuga, líknsama starf. Vegna þeirra kynna, sem eg hef yfirleitt haft af hjúkrunar- konum, ætla eg að leyfa mér að lýsa yfir eftirfarandi: Að hjúkrunarkonurnar, systur vorar, séu hinir björtu, hreinu, dásamlegu englar jarðarinnar, sem drottinn allsherjar hefur sent okkur mannanna börnum, breyskum og vanmáttugum, til hjálpar og líknar á örðugleika- stundum lífsins. Á starfi hjúkrunarkonunnar má með sanni segja, að á henni (Framhald á 7. síðu.) ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Hvernig stendur á því, að bílar fá ekki að standa í Brekkugötunni, er kappleikir eru háðir á íþrótta- vellinum, þó að þeir, sem í bílunum eru, bjóðist til þess að greiða aðgöngumiða? Og hvernig stendur á því á hinn bóginn, að bíl- um er leyft að raða sér við girðinguna neðan við völlinn og fólk fær þar að horfa á óátalið og ókeypis? Það er heldur leiðinlegt að sjá, hve margir vilja komast hjá að greiða 10 kr. fyrir góða skemmtun og til styrktar hollri íþrótt, en hitt er misráðið, að banna fólki að horfa á úr bifreiðum sínum, ef það vill borga, því að oft er köld golan að norðan og betra að vera í skjóli. ------o------ Forsætisráðherra Frakklands, de Gaulle, og kona hans, eru virkir meðlimir í kaupfélagi bæjar síns, Colombez les Deux Eglises, en það er útibú frá stærsta neytendakaupfélagi Frakklands, Le Coop- erateurs de Lorraine, sem rekur á annað þúsund verzlanir. „Frú de Gaulle fylgist vel með hagnaði þeim, sem hepni ber af ágóðaskyldum vörum,“ segir einn úr stjórn kaupfélagsins. „Hershöfðinginn fær reglulega samvinnublaðið Le Cooperateur de France, og við erum sannfærðir um, að hann hefur áhuga á málefnum okkar og stefnu.“ ------o------ Meðöl, sem lækna allt! — í Bandaríkjunum eru lyf auglýst sem hver önnur vara, enda verzlunin á þeim laus í skorðum, og það nota sér ýmsir ágjarn- ir og miður ráðvandir. Nú stendur yfir þar vestra málarekstur og leit að ýmsum „lyfsölum“, sem selt hafa auðtrúa fólki ýmis „undralyf". Þeirra á meðal eru þessi: 0 Fimm tegundir lyfja, sem áttu að vera búin til úr býflugnafæðu. Þau áttu að yngja upp aldrað fólk, róa slæmar taugar og lækna gigt. 0 Meðal gert úr soyabaunum, sem átti að lækna sykursýki, gallsteina og krampaveiki og koma í veg fyrir hjartablæðingu, magasár, skap- vonzku og gleymsku. 0 Epsom sölt við gallsteinum, vítamín til þess að forðast inflúenzzu, steinar til þess að lækna liðagigt og nýrnaveiki, grös til að lækna lungna- og hjartasjúkdóma. 0 Rafmagnstæki (Læknaðu þig sjálfur ) til þess að finna og lækna hjá sjálfum sér heilasjúk- dóma, hjartveiki, lungnasjúkdóma og sjúk- dóma í nýrum, lifur og beinum ------o------ Kjörbúðum fer stöðugt fjölgandi í Vestur-Ev- rópu. í árslok 1957 vor.u þær 15006, en aðeins 1073 árið 1950. Við síðustu áramót var fjöldinn, sem hér segir: Austurríki ................. 60 Belgia .................... 148 Bertland ................. 3750 Danmörk ................... 623 Finnland ................... 63 Frakkland ................. 663 Holland ................... 650 ítalía ...................... 4 Noregur .................. 1288 Sviss .................... 1119 Svíþjóð .................. 3515 Vestur-Þýzkaland ......... 3186 Kjörbúðum fer einnig fjölgandi í Austur-Evrópu. Rússar hafa 1580 slíkar búðir, Tékkar 150, Austur- Þjóðvei'jar 60 og Pólverjar 50. En hve margar kjörbúðir skyldu annars vera hér á landi? -----o------ í nýju bandarísku blaði stcndur, að Missisippi ásamt Missouri sé þriðja lengsta fljót í heimi, Níl sé lengst en Amazón næst henni. Er bandaríska blaðið að fara með fleipur eitt —> eða skrökva íslenzkar kennslubækur?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.