Dagur - 01.10.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 01.10.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 8. október. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 1. október 1958 48. tbl. Framkvæmdir Vatnsveitu Akureyrar í Glerárdal í sumar Vatnsmagn til bæjarins eykst um 100 lítra á sek. og nægir þar til bærinn telur 20 þús. manns Frumskilyrði fyrir bólfestu manna og byggð í þessu lantli er ferskt vatn. Landnámsmennirnir völdu bæjarstæði sín við lindir eða læki. En þar sem byggðin þéttist og varð síðan að þorpi eða bæ varð bæjarlækurinn stundum of lítill. Þeir bíða eftir að sleðinn færi þeim næstu hræru. (Ljósm.: E. D.). Fimmta franska lýðveidið Stjórnarskrártillögur de Gaulle samþykktar með yfirgnæfandi meiri hluta. Líklegt að þessi sigur færi honum forsetavöld fimmta, lýðveldis Frakka. Þingkosningar munu fara fram í Frakklandi í næsta mánuði og mun de Gaulle sitja ráðuneytis- fund í dag og ræða undirbúning kósninganna. Eftir nýafstaðinn kosningasig- ur hefur forsætisráðherrann nær ótakmörkuð völd næstu mánuði. Eins konar kjörmannanefnd kýs forseta og er lítill vafi talinn leika á því að de Gaulle verði fyrir valinu og verði forseti fimmta lýðveldisins. Forsetans bíða mörg erfið verkefni, svo sem Alsírmálið, svo og efnahagsmálin innanlands. í kosningunum um stjórnar- skrártill. vakti það sérstaka athygli hve kommúnistar biðu herfilegan ósigur. Merk skýrsla Atvinnutaekjanefnd hefur gefið út mikla skýrslu um atvinnu- ástand og aðstöðu til atvinnu- reksturs í bæjum og þorpum á Norður-, Austur- og Vestur- landi. Skýrsla þessi hefur mik- inn fróðleik að geyma og er hin merkasta. Er ekki að efa að mörg um leiki hugur á að lesa hana. Keppt verður um samtals 6 verðlaun seldir á föstudag og laugardag Næstkomandi sunnudag, 5. október, hefjast að nýju hin vin- sælu spilakvöld Framsóknarfé- laganna, Framsóknarvistirnar. — Eins og á undanförnum árum verður spilað á Hótel KEA, og síðan dansað til kl. 1, en spila- keppnin sjálf hefst kl. 8.30. — Næst verður spilað 19. október, Keppt verður um samtals sex verðlaun, þrenn kvenna og þrenn karla. Kvennaverðlaunin eru: Armbandsúr. Stofúklukka. Snyrtiáhöld. Karlaverðlaunin eru: Vönduð ferðataska úr leðri. Myndavél. Vindlingakveikjari. Auk þess verða veitt sérstök kvöldverðlaun í hvorum flokki. Framsóknarfólk er hvatt til þess að sækja skemmtanirnar og tryggja sér miða á öll kvöldin nógu tímanlega. Miðasala verður í skrifstofu Framsóknarflokksins föstudag kl. 2—7 e. h. og laugar- ardag kl. 2—6 e. li. Akureyringar hafa að vísu stóran bæjarlæk, þar sem Glerá 'er. En bæjarbúar eru vandlátir og vilja aðeins lindarvatn. — í Hlíðarfjalli er neyzluvatnið tek- ið og er það samtals 50 lítrar á sekúndu, en er nú orðið of lítið fyrir okkar 8 þús. manna bæ. Sérstaklega varð þetta áberandi og bagalegt eftir að nýja hrað- frystihúsið tók til starfa, því að það þarf mjög mikið vatnsmagn til starfsemi sinnar. Stjórn bæjarins ákvað þá að leita nýrra úrræða og var ákveð- ið að nota lindir nokkrar í Gler- árdal, sem nú er verið að beizla. Þangað er alllangur vegur, eða 5450 m. frá vatnsgeymunum við Rangárvelli. Hæð frá sjó til efstu lindanna, sem teknar eru, er 463 m. Glerárdalur er ekki ákjósan- legt vegarstæði. Þar er brattlent og sundurskorið af djúpum gilj- um. En fyrstu framkvæmdirnar vegna hinnar nýju vatnsveitu var vegalagning og var hún gerð í fyrrasumar. Næst lá fyrir að vélgrafa aðalskurð alla leiðina og var það víða erfitt verk vegna hallans. Pípurnar, sem flytja eiga vatn- ið, eru 200 mm. og eiga að skila 100 lítrum á sekúndu. Þær eru úr asbesti og tékkneskar og eru komnar á sinn stað langleiðina huldar ruðningi. í fylgd með Sigurður Svan- bergssyni, vatnsveitustjóra bæj- arins, var ekið sem leið liggur fram á dalinn. Gunnar Karlsson bílstjóri og hinn kröftugi'vatns- veitubíll rötuðu alla króka, unnu hvern stórsigurinn af öðrum í áflogum við stórgrýti og brattar brekkur. Frammi í Sellandi eru 6 lindir virkjaðar og yfir hverri er lítið brunnhús, steinsteypt. Vatnið er algerlega lokað og leitt þaðan á einn stað í aðalgeymi. Frá honum liggur svo hin mikla leiðsla til bæjarins. Verið er að Sigurður Svanbergsson vatnsveitustjóri segir fyrir verkuin. óvenjuleg vinnubrögð við steyp- una og efnisflutninga þangað upp. Vatnsveitan keypti sér Fordson dráttarvél í sumar og tekur hún þar við, sem bílveg þrýtur og hefur komið sér vel. En síðasta Brunnhús og safngeymir. — (Ljósmynd: E. D.). steypa síðasta brunnhúsið. Sig- urður G.Sigurðsson sér um smíði þeirra. Þar sem lindunum þóknast að komast fram á yfirborðið er snarbrött brekka. Þess vegna verðui’ líka að nota ofurlítið brunnhúsið, við fremstu lindina, er 80 metrum ofar í snarbrattri hliðarbrekkunni en tök voru á að koma dráttarvélinni, möl og sementi. Þá var rekinn niður drumbur mikill í brekkunni, þar sem fyi'irhugað mannvirki átti að standa og trissa fest þar á. Stál- kaðall mikill lá frá henni og á reimskífu dráttarvélarinnar með áfestum sleða. Á sleðanum var steypan flutt og fór hann mikinn upp og niður brekkuna. Þrjú gil eru á leiðinni, sem vatnsrörin liggja yfir á steyptum stöplum. Vatnsveitustjórinn ger- ir sér vonir um, að hin nýja vatnsleiðsla úr Glerái'dal muni verða tengd bæjarkerfinu í haust. Þarf þá enginn að kvíða vatnsskoi'ti næstu árin, þvi að (Framhald af 2. síðu.) Lokun sölubúða Steypuvinna í Glerárdal. — (Ljósmynd: E. D.). Athygli skal vakin á þv að frá 1. október til áramót verður sölubúðum lokað sei hér segir: A föstudögum kl. og á laugardögum kl. 4 e. h. -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.