Dagur - 01.10.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 01.10.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 1. október 1958 DAGUR 7 Mikhail Sostjenko: Brúðkaupið Ekki er hægt að neita því, að Volodjka Savitusjkin hafði verið allsnar í snúningunum. Það má víst segja sem svo, að hahn hefði átt að gefa sér tíma til að skoða betur andlitið á konu sinni tilvonandi. Hann hafði nefnilega ails ekki séð hana nema í kápu og með hatt á höfði. Allir viðburðir tilhugalífsins höfðu gerzt úti á götu. Reyndar hafði Volodjka farið ásamt konuefninu í heimsókn til tilvonandi tengdamóður sinnar til þess að kynna sig, en það hafði hann gert lauslega frammi á gangi; hann hafði ekki einu sinni farið úr frakkanum. Volodjka hitti tilvonandi brúði sína fimm dögum fyrir brúð- kaupið. Hann sat í sporvagninum, og þá uppgötvaði hann skyndi- lega, að þarna fyrir sjónum hans var allra indælisstúlka, lágvaxin og reglulega geðsleg, klædd vetrarkápu. Hún stóð í kápunni sinni fast upp við Volodjka og hélt dauða- haldi í handfang í loftinu, svo að hinir farþegarnir veltu henni ekki um koll. Hún þrýsti böggli að barmi sér með hinni hendinni. Auðvitað voru þrengsli í spor- vagninum, menn ýttu og tróðust. Það fór því ekkert vel um hana þarna. Volodjka kenndi í brjósti um hana. „Þér megið gjarna setjast hérna á hnéð á mér,“ sagði hann. „Það er þægilegra fyrir yður.“ „Nei, þakka yður fyrir, þess þarf ekki,“ svaraði hún. „Látið mig þá a. m. k. halda á bögglinum fyrir yður. Verið ekk- ert feimnar við það. Leggið hann bara hérna í kjöltu mína, og þá standið þér stöðugri.“ En hún vildi ekki heldur sleppa við hann bögglinum. Ann- - Grein Jónasar (Framhald af 5. síðu.) Með þessari stefnuyfirlýsingu sinni gckk Hallgrímur Kristinsspn lengra heldur en nokkur annar samvinnuleiðtogi hér á landi hef- ur gert í kröfum sínum á hendur sérdrægunt fjáriillunarmönnum. — Hann vildi marka leiðina, eins og liann vissi að bezt var fyrir sam- vinnufélögin. Sambandið og kaup- félögin áttu jöfnum höirdum 5ð vera gróðrarstöövar hins bætta fjár- hags og lyftistöng andlegrar þró- unar. Nú vænti ég þess, að jressi ábend- ing á síðasta Sambandsfundi i 15if- röst liafi einhver sýnileg áhrif í landinu. Síðan vikli ég óska, að ís- lenzkum samvinnumönnum farist við minningu Hallgríms Kristins- sonar líkt og Bretum við Shakes- peare eða Hollendingum við Renr- brandt. Báðar þjóðirnar létu sér áratugum sarnan fátt finnast um afrek þeirra, en þó kom þar af lok- um, að í báðum þessum líindum þótti það hæfa þjóðarmetnaði og þjóðarmenningu, að geta sýnt í verki að eftirkomendurnir kynnu að meta unnin stórvirki. Júnas Jónsson frá Hriflu. að hvort óttaðist hún, að hann myndi stela honum — eða hún hafði aðrar ástæður til fastheldni sinnar. Volodjka leit á hana enn einu sinni og varð stórhrifinn. Ham- ingjan góða, hugsaði hann með sér. Dæmalaust hittir maður yndislegar stúlkur hérna í spor- vagninum! Á þennan hátt óku þau fram hjá tveim', viðkomustöðvum, svo þremur, því næst fjórum. Loks sá Volodjka, að stúlkan reyndi að smeygja sér út í gegnum þröng- ina. Volodjka stóð einnig á fætur, og rétt áður en þau stigu út á götuna, kynntu þau sig hvort fyrir öðru. Þau gengu saman eftir götunni. Engum tíma var eytt til spillis. Allt gekk með hraði. Þegar tveim dögum seinna hafði Volodjka beðið hennar. Ef til vill gaf hún jáyrði sitt strax, ef til vill ekki, það skiptir ekki máli. Endirinn varð a. m. k. sá, að þau fóru á fimmta degi á giftingarkontórinn og létu pússa sig saman. Þar á eftir fylgdi hin áhrifamikla rás viðburðanna. Að giftingu lokinni fóru ungu hjónin heim til móður brúðar- innar, og þar komst allt í háa loft í húsinu. Borð voru dúkuð, og gestirnir streymdu að. Þetta var ncfnilega stórviðburður fyrir fjölskyldu og settingja. Allir vildu sjá ungu hjónin. Stúlkur og stimamjúkir karlmenn þutu fram og aftur um stofuna, lögðu á borð og tóku tappa úr flöskum. Volodjka hafði misst sjónar af hinni ungu konu sinni, um leið og hann kom inn í ganginn, því að þá lenti hann í torfu af mæðr- um og öðrum ættingjum, sem óskuðu honum til hamingju og drógu hann með sér inn í stof- una; þar hópuðust aðrir í kring um hann, hristu'hönd hans og spurðu, í hvaða stéttarfélagi hann væri. Volodjka gat alls ekki gert sér grein fyrir því, hvar hin unga brúður hans væri niður komin. Það voru margar ungar stúlkur þarna í stofunni. Allir voru á þönum og þutu fram og aftur, og er komið var af götunni inn í allt þetta ljós, var ógerningur að þekkja skil á öllum andlitUnum. Herra minn trúr, hugsaði Volodjka með sjálfum sér. Aldrei hef eg nú lent í öðru eins! Hver þeirra er nú eiginlega konan mín? Iiann tók nú að rópa um stof- una og horfa af blíðu á ungu stúlkurnar. Hann gekk á röoina, en þær virtust vera fremur mót- snúnar ástleitni hans, flestar eins og snúið roð. Volodjka varð blátt áfram óttasleginn. Nú er það svart, maður, hugs- aði hann. Eg get ekki einu sinni fundið konuna mína. Ættingjarnir voru nú þegar teknir að líta hann óhýru auga. Hvers vegna var mannhálfvitinn með þessi fleðulæti við stúlkurn- ar? Volodjka tók sér stöðu við dyrnar; hann hafði gefizt upp á leitinn og var hinn daprasti. Æ, bara að verði nú farið að setjast til borðs, hugsaði hann. Þá hlýtur hitt og annað að skýrast fyrir mér. Auðvitað verður kon- an mín látin sitja við hliðina á mér. Bara það verði nú þessi ljóshærða. En eg get annars átt það 'á hættu, að fólkið setji hjá mér eitthvert óféti, sem eg get svo ekki losnað við. Einmitt á þessu augnabliki tóku gestirnir að setjast við borðið. Móðir brúðarinnar sárbað þá að hinkra nú dálítið við, en það héldu þeim engin bönd; þeir réð- ust ákafir á drykkjarföngin og matinn. Volodjka var nú leiddur í heiðurssætið, og á aðra hönd honum settist ung stúlka. Hann leit á hana, og honum létti óskaplega. Sjáum bara til, hugsaði hann. Hún er bara býsna lagleg! Hún er jafnvel enn laglegri svona hattlaus. Hún hefur alls ekkert kartöflunef. Volodjka fyllti hrifinn hennar glas og sitt, skálaði við hana og kyssti hana. Nú gerðust stórviðburðir af miklu hraða. Það heyrðust skrækir og kvein. „Hann er snarvitlaus, maður- inn,“ hrópaði einn gestanna. „Það er óskaplegt að sjá, hvernig hann hefur látið utan í öllum stúlkun- um. Unga konan hans er ekki komin að borðinu, hún er að skipta um föt, og hann er bara strax tekinn saman við aðra!“ Nú komst allt í uppnám og ringulreið. Volodjka hefði auðvitað átt að slá þessu öllu upp í gaman, en hann var nú orðinn stórmóðgað- ur, því að einn gestanna hafði í uppnáminu lamið hann duglega í hausinn með flösku. Volodjka hrópaði: „Fjandinn sjálfur getur áttað sig á ykkur en ekki eg! Þið hrúgið all's konar kvenfólki í kringum mig, og hvernig í djöflinum á eg þá að geta þekkt þetta allt saman í sundm'?“ í sama bili brunaði brúðurin inn í hvítum kjól, með blóm í hárinu. „Nú, það er svoleiðis,“ hrópaði hún. „Þetta skal verða yður dýrt spaug!“ Stofan fylltist aftur af kveini og móðursjúkum skrækjum. Nú þyrptust ættingjarnir auð- vitað saman í harðsnúinn flokk til þess að henda brúðgumanum út. En Volodjka baðst vægðar: „Leyfið mér þó að minnsta kosti að fá mér eitthvað að borða. Eg hef ekki bragðað matarbita síðan í morgun vegna alls þessa djöfla- gangs og láta.“ En ættingjarnir hentu honum út. Daginn eftir fór Volodjka beint úr vinnunni til giftingakontórsins til þess að koma skilnaðinum á. Mennirnir þar virtust ekki vera neitt undrandi. „Allt í lagi,“ sögðu þeir. „Þetta kemur fyrir.“ Svo skildi hann við konuna. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kemur kl. 5 e. h. — Sálmar nr.: 15 — 208 — 453 — 649. — Ath.: Messan er kl. 5 e. h. — P. S. Fíladelfía, Lundargötu 12. — Sunnudagaskóli okkar byrjar n. k. sunnudag kl. 1.30 e. h. — Öll börn og unglingor eru hjartan- lega velkomin. Og þið, kæru börn, sem hafið verið hjá okkur undanfarna vetur, við reiknum með ykkur alveg sérstaklega. — Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. — Allir velkomnir! Sunnudagaskólinn á Sjónarhæð byrjar n.k. sunnudag kl. 1 e. h. Öll börn og unglingar velkomin. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju hefst á sunnudaginn kl. 10,30 árdegis. — 5—6 ára börn í kapellunni, 7—13 ára börn í kirkjunni. Þau börn, sem hafa í hyggju að verða bekkjastjórar, eru beðin um að koma í kirkjuna á laugardaginn kl. 5 síðdegis. Happdrætti Framsóknarflokks- ins. Þeir Akureyringar, sem fengið hafa senda miða í happ- drættinu, eru vinsamlega beðnir að gera skil til Ingvars Gíslason- ar fyrir mánaðamótin okt.—nóv. Munið spilakvöld Léttis í Al- þýðuhúsinu, sem auglýst er í blaðinu í dag. - Kartöfluuppskeran (Framhald af 2. síðu.) magn, sem sett er niður, við það að við fáum nægilegar matarkar- töflur í meðalári, þá er það and- stætt mál, að í góðum sumrum fáum við allmikið meira magn en við höfum not fyrir. Uppskeran getur verið 5-föld og allt upp í 12—13-föld. í góðu sumrunum larf þá að vera trygging fyrir rví að hægt sé að koma offram- leiðslunni í verð, en möguleikar til þess eru ekki aðrir en þeir, að komið sé upp verksmiðju, sem geti unnið úr úrgangi og afgangi einhverja þá yöru, sem yæri not hæf til manneldis, fóðurs eða iðnaðar, og þá kemur helzt til greina kartöflumjölsvinnsla eða spíritus, en þessar tvær vörur hafa íslendingar alltaf not fyrir, a. m. k. spíritusinn. Taða óskast keypt GÍSLI EIRÍKSSON, sími 1041. BARNAVAGN Góður barnavagn til sölu. Uppl. i sima 1514. TIL SÖLU notuð svelnlierbergishús- gögn, ásamt 2 stoppuðum stólum. Uppl. i sima 2310. NÝ SENDING: P0LY-C0L0R Verzlunin Ásbyrgi Kjúskapur. Laugardaginn 27. sept. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju bi'úð- hjónin ungfrú Hildigunnur Hall- dórsdóttir frá Húsavík og Páll Þór Skúli Þórhallsson stud. med., Akureyri. — Heimili þeirra verður ao Hafnarstræti 39, Ak- ureyri. Hjúskapur. Laugard. 27. sept. sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú María Jóhannsdóttir, Munkaþverárstræti 18, Akureyri, og Þórir Magnússon, Meðalholti 14, Reykjavík. Heimili þeirra verður að Meðalholti 14, Rvík. Framsóknarvistirnar hefjast að nýju n.k. sunnudag að Hótel KEA kl. 8.30 e. h. — Miðsala er í skrifstofu flokksins í Hafnar- stræti 95 á föstudag og laugardag eftir kl. 2. — Keppt verður um þrenn kvennaverðlaun og þrenn karlaverðlaun og lýkur keppn- inni 2. nóv. Alls verður spilað þrisvar að þessu sinni. Hlutavelta Iðju, sem auglýst er annars staðar í blaðinu í dag, verður á sunnudaginn í Alþýðu- húsinu. Bazar Húsmæðraskólafél. Ak- ureyrar hefur bazar í Hafnarstr. 88 (Ásgarði) sunnudaginn 5. okt. n.k. kl. 4 e. h. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund fimmtudaginn 2. okt. kl. 8.30 í Landsbankasalnum. — Vígsla nýliða. — Æðstitemplar. Skógræktarfélag Tjarnargerðis og bílstjórafélög bæjarins hafa spilakvöld í vetur. Það fyrsta verður 10. þ. m. og verður aug- lýst síðar. Vinningar í Ilappdrætti Fram- sóknarflokksins eru alls 10. Þar á meðal er tveggja herbergja íbúð í Reykjavík, kæliskápur, þvottavél, eldavél og fleiri heim- ilistæki, vönduð föt og ferð fyrir tvo til meginlandsins með skipi. — Dregið verður 23. des. 1958. — Á Akureyri fást miðar í Bókabúð Jónasar, Blaðasölunni við Ráð- hústorg (hjá rakarastofunni) og í járn- og glervörudeild KEA. Leiðrétting. í 47. tbl. Dags birtist ritdómur um ljóðabók Heiðreks Guðmundssinar: Vor- draumur og vetrarkvíði. Seinast í ritdóminum er getið um kvæði sem heitir „Þögn“ og birt ein vísa, sem ekki er rétt meðfarin. Rétt er hún svona: „Orðin, sem eg vildi segja, syngja nú í huga mér. Þögnin verður þeim að bana, þar sem hin af gömlum vana fljúga af vörum fyrr en skyldi, fánýt bæði mér og þér. Liggur því í þagnargildi það, sem bezt og fegurst er.“ ÓDÝR barnanærfatnaður úr bómull, á drengi og stúlkur. VERZL. DRSFA Sími 1521 ----o----- SKÓLAPEYSUR á börn og unglinga í fjölbr. úrvali. Verzlunin DRÍFA Simi 1521.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.