Dagur - 08.10.1958, Síða 1

Dagur - 08.10.1958, Síða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringutn okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 15. október. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 8. október 1958 49. tbl. Biluð ílugvél á Akureyrarflugvelli Nýja sjúkrailugvélin bjargar mannslífum ALÞINGI Forseti Islands liefur tilkynnt að reglulegt Alþingi 1958 verði kvatt saman til fundar á föstudaginn kemur, að til- lögu forsætisráðherra. — Þing- setning fer fram þann dag að aflokinni guðsþjónustu í dóm- kirkjunni, sem hefst kl. 13.30. í röklutrbyrjun í fyrrakvöld nauðlenti katalínuflugbátur Flugfé- lagsins, TF—ISK, á Akureyrarflugvelli. Vélin var í áætlunarflugi. og kom frá Siglufirði. Hún Iaskaðist lítils háttar í lendingunni þar og rann sjór í vélina. Hóf hún sig þá þegar til flugs og hélt hingað. En þá var nefhjól vélarinnar fast og gekk ekki niður. Hún lenti þó' án óhappa og sakaði engan mann er í vélinni var. Flugstjóri vai' Ilaukur Hlíðberg og farþegar aðeins tveir, Sigursveinn D. Krist- insson frá Ólafsfirði og kona hans. Myndin sýnir vélina á Akur- eyrarflugvelli. — (Ljósmynd: E. Sigurgeirsson.) Tónleikar Þórunnar Píanótónleikar ungfrú Þór- unnar Jóhannsdóttur voru tón- listarunnendum mikið gleðiefni. Nú er Þórunn ekki undrabarn lengur, heldur ung en þroskuð listakona, sem býr yfir furðu- legri tækni jafnframt hinni þroskuðu músikgáfu. Tónleikunum 31. september sl. var ágætlega tekið. Hrúfasýningarnar í Eyjafjarðarsýslu Greinileg framför frá síðustu aðalsýningum 1954 Hrútasýningar voru haldnar liér í sýsiunni vikuna 21.—27. sept. sl. — Dr. Halldór Pálsson ráðunautur mætti á þeim öllum og var aðaldómari, en honum til aðstoðai' héraðsráðunauturinn, Ingi Gai'ðar Sigurðsson. Alls voru sýndir 643 hrútar veturgamlir og eldri, en 605 á aðalsýningunum 1954 á þessu sama svæði. Sýningarnar fóru fram í öllum hreppum sýslunnar og Akureyri. 232 fyrstu verðlaun. Að þessu sinni hlutu 232 hrút- ar. fyrstu verðlaun, á móti 169 árið 1954. Onothæfir reyndust nú 94, en áður 135. Hrútarnir voru jafnbeztir í Öxnadal. Þar hlutu tveir þriðju fyrstu verðlaun. En lakastir voi-u þeir í Hrafnagilshreppi og var hlutfallstalan þar því sem næst einn fyrstu verðlaunahrútui' á móti hverjum 5 sýndum. Afkvæmasýningar voru í 5 hreppum sýslunnar, þar sem hverjum hrút fylgdu 22 afkvæmi. Gráni Olafs Olafssonar í Garðs- horni í Kræklingahlíð hlaut 1. verðlaun, Sómi og Prúður Gunn- ars Jónssonar, Tjörnum í Saur- bæjarhi-eppi, hlutu 2. verðlaun, og Jökull, eigandi sauðfjárrækt- arfélagið Vísir í Arnarneshreppi, hlaut 3. verðlaun. Tvær ær voru sýndar með af- kvæmum sínum: Spíra frá Hellu á Árskógsströnd, eigandi Jó- hannes Kristjánsson, og Hrefna Jóns Jónssonar frá Böggvisstöð- um í Svarfaðardal. Hlaut sú fyrrnefnda 1. verðlaun, en hin 3. Níu beztu hrútarnir á sýningunni í Öxnadal. (Ljósm.: Ingi G. Sig.). Síðan hin nýja sjúkraflugvél Norðlendinga tók til starfa seinni partinn í júlí í sumar, hafa átta sjúkraflug verið farin og mannslífum bjargað Blaðið hitti Jóhann Helgason flugmann að máli um helgina og ræddi við hann um stund um hina nýju starfsemi í sambandi við sjúkraflugvélina. Samkvæmt upplýsingum hans hefur Ólafs- fjörður sérstaklega notið sjúkra- flugvélarinnar, en þaðan er langt og seinfarið bæði á sjó og landi með sjúklinga, sem koma þarf í sjúkrahús. Annars hafa sjúkra- flugin verið á þessa staði aðra: Grímsey, Egilsstaði, Raufarhöfn og Hólmavík, mismörg á hvern stað. Auk þess hafa verið farin mörg önnur leiguflug til ýmissa staða á Norðurlandi. Samkvæmt upplýsingum annars staðar frá, mun flugmaðurinn og hinn nýi farkostur þegar hafa bjargað mannslífum, og er það sannar- lega gleðilegt og verður ekki metið til fjár. Hins vegar fela slíkir atburðir í sér ríkulegt end- urgjald þeim til handa, sem unnu að því á einn og annan hátt að sjúkraflugvél var hingað keypt og héðan starfrækt. Blöð og útvarp hafa ekki með myndum eða frásögnum fært hinn unga flugmann okkar inn á svið auglýsingaljómans, svo sem áður var gert um hliðstæða starf semi, enda er þess ekki óskað eða á því nein þörf. Norðlendingar vita að sjúkraflugvélin bíður til— búin þegar kallað er. Og það er táknrænt, að á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá því að hún kom, hefur það sýnt sig hvað hún er nauðsynleg, og þó er hásumar- tíminn auðveldastur til ferðalaga og flutninga á annan hátt. Snjóskíðin eru væntanleg inn- an skamms og gerir það sjúkra- flugið mun þýðingarmeira og ekki bundið flugvöllum þegar snjór leggst yfir jörð. veður og mikil atvinna Sem dæmi um hina einstölui veðurblíðu síðan í september- byrjun, má nefna að kartöflu- grasið stendur víða algrænt ennþá og kartöflur hafa verið að vaxa fram að þessu. Berin, sem víða spruttu með ágætum í suinar, sérstaldega bláber, eru enn óskemmd og var berjafólk á ferð um síðustu helgi og tíndi ágæt ber. Frost- mætur hafa ekki ltomið enn, svo að heitið geti. Þoka hlífði stórum svæðum, þegar kaldast var. Heyskaparlok urðu góð. Bygginga- og jarðaræktar- framkvæmdir í sveitum hafa ekki tafizt af völdum illra veðra, svo sem oft er þó á þessum tíma. Göngur og réttir voru hinar ánægjulegustu og hin langa sláturtíð, sem víðast er orðin vegna fjölgunar sauð- fjárins, hefur verið hagstæðari en oftast áður vegna veður- blíðu, og féð er mjög vel á sig kornið. Hér á Akureyri hefur verið mikil atvinna. Bygginga- framkvæmdir mjög miklar. hjá U. A. hafa á þriðja hundrað manns unnið undanfarnar vikur, hjá Vatnsveitu Akur- eyrar stór vinnuflokkur og sumar verksmiðjur samvinnu- manna hafa margsinnis auglýst (Framhald af 2. síðu.) Yfir 100 brezkir landhelgisbrjótar kærðir síðan 1. sept. síðastliðinn Fjögur herskip, með samtals 1200 manna áhöfii, vernda enn þá veiðiþjófnað brezku togaranna Klængur frá Ingvörum bar af jafnöldrum sínum í Svarfaðardal. (Ljósm.: Ingi G. Sig.). Þegar blaðið talaði við Land- helgisgæzluna kl. tæplega 3 í gær voru 14 brezkir togarar að veið- um í landhelgi út af Barða og nokkrir togarar utan línu. Á norðursvæðinu voru 5 landhelg- isbrjótar. Við Langanes var eng- inn, en nokkrir langt norður í hafi. í fyrradag kl. 19 voru 12 brezkir togarar út af Vestfjörð- um, einn norður af Straumnesi en 2 komu þar til viðbótar litlu síðar. María Júlía reyndi að taka landhelgisbrjót út af Gletting. En sá greip til flóttans og kallaði ákaft á aðstoð. Stefndi hann til hafs, svo hart sem hann mátti og skildu leiðir eftir nokkurn elt- ingaleik. Samtals munu 105 bi'ezkir land helgisbrjótar liggja undir kæru, sumir mörgum kærum. Fjögur brezk herskip vernda veiðar hinna erlendu togara inn- an landhelginnar og mun áhöfn þeirra vera um 1200 manns. Eru þau dreifð um veiðisvæðin. Einnig eru birgðaskip í förum. Á íslenzku varðskipunum er rétt um 100 manna áhöfn sam- anlagt. Sem stendur eru 30 brezkir togarar við veiðar hér við land. Þeir koma og fara, afla mjög lítið® hér, svona 5—800 kit, en selja vel, því að fiskverðið er orðið hátt í Bretlandi. Þessir togarar eru um 3 vikur í ferðinni. íslenzkir togarar stunda nær allir veiðar á fjarlægum stöðum, flestir á hinum nýju Fylkismið- um og afla mjög vel. Mótmælaorðsendingar ganga á víxl milli ríkisstjórna Breta og íslands út af landhelgismálinu. Bretar hafa, með mjög röngum fréttaburði, óvirt íslendinga í sambandi við mannúðarmál. — Gerir það hlut þeirra enn verri, ef hægt væri. Verkamenn á Akureyri fá Dagshrúnarkaup Hinn 1. þessa mánaðar voru undirritaðir nýir kaup- og kjara- samningar milli Verkamannafé- lags Akureyrarkaupstaðar og at- vinnurekenda. Eru hinir nýju samningar að mestu óbreyttir frá fyrri samn- ingum nema hvað grunntaxtar hækka um 9—9.5%, svo sem grunnkaup Dagsbrúnarverka- manna hækkaði fyrir skönnnu við nýja samninga. Lítilsháttar tilfærsla varð á einstaka vinnu milli taxtaflokka.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.