Dagur - 08.10.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 08.10.1958, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 8. október 195S á Þúfnavöllum Vegna ósannra og óvinsamlegra ummæla í íþróttaspjalli útvarps- ins, varðandi Iiandknattleiksmót íslands, sem haldið var á Akur- eyri nú í sumar, vill Handknatt- leiksráð Akureyrar taka fram eftirfarandi atriði: 1. Keppendum var séð fyrir ódýru húsnæði og útvegað fæði ó hóteli og var fæðið á lækkuðu verði. 2. Mótið var sett af Einari Kristjánssyni, gjaldkera íþrótta- handalags Akureyrar, með stuttri ræðu. Talaði Einar í há- talara, sem stóð aðeins 4—5 rnetra sunnan við handknattleiks völlinn. Áhorfendur að mótinu, sem stóðu uppi í brekkunni vestan vallarins, hafa vottað að mótsetning heyrðist greinilega. 'Útilokað er því að þeir, sem stóðu nokkra metra frá ræðu- rnanni, hafi ekki heyrt er mótið var sett. Svo sem venja er við slík tækifæri, bauð ræðumaður kepp- endur velkomna og óskaði þeim ánægjulegra daga, meðan þeir hefðu viðdvöl á Akureyri. Einnig tók hann fram, að Ilandknatt- leiksráði Akureyrar og hand- knattleiksmönnum frá Akureyri Veit Iiaim ekkert hvað gerist? „fslendingur" reynir að bera "olak af hinni furðulegu og áþjóðhollu framkomu íhaldsins í landhelgismálinu og tekst áhönduglega, sennilega mest sökum vanþekkingar. Lokatil- :raun flokksins til að koma á samningum í deilunni var gérð prem dögum fyrir hinn eftir- minnilega dag, 1. sept. sl. Þá .lagði Sjálfstæðisfl. til við ríkis- stjórnina að ráðherrafundur .Atlantshafsbandalagsins væri .kallaður saman. Var tilgangurinn auðsjáanlega sá, að reyna að koma því svo fyrir að teknir ;yrðu upp samningar á vegum bandalagsins. Þessir ólánsmenn í Sjálfstæðisflokknum slengdu þessum tilmælum fram þegar :nólið var komiðáúrslitastig.Þeir vissu þó fullvel að í heilan ára- tug hafa íslendingar árangurs- iaust unnið að því á alþjóðavett- vangi að friða fiskimið sín, og jafnframt það, að alltaf hafa Bretar staðið þversum á vegin- um. Við þá var ekki á lokastigi málsins hægt að gera neina samn :inga og sízt undir siðlausum hótunum um ofbeldi. Eflaust hefur Sjálfstæðis- flokkurinn vitað að tilmælum eða tillögunni um ráðherrafund Atlantshafsbandalagsiris yrði hafnað, og er þá vandséður til- gangurinn, þegar frá er talin sú sviðsetning íhaldsins, að láta sem gleggst koma í ljós í augum útlendra, hve íslenzk þjóð væri sjólfri sér ósamkvæm og inn- byrðis sundurþykk. Framkoma ráðamanna Sjálf- stæðisflokksins var með þeim endemum í þessu máli, að geym- ■ast- mun í sögunni. þætti leitt að geta ekki orðið mcð í mótinu í þetta skipti. 3. Mótinu var slitið af sama manni með stuttri ræðu, þakkaði hann keppendum og öðrum, sem hlut áttu að máli, fyrir skemmti- legt mót, óskaði hann sigurveg- urunum til hamingju og kepp- endum góðrar heimferðar. Úrslit mótsins, mótsslit og úr- slit einstakra leikja voru tilkynnt í áðurnefndan hátalara. — Ljós- myndir voru teknar, bæði af ein- stökum leikjum, svo og verð- launaafhendingu í mótslok. 4. Keppendum og starísmönn- um var boðið til kaffidrykkju eftir mótið. 5. Keppendum og starfsmönn- um var boðið á dansleik í móts- lok. Eins og sjá má af framan- skráðu fór mót þetta að flestu eða öllu leyti svipað fram og venja er. Það má geta þess til samanburðar, að hér á Akureyri hafa verið haldin 5 íslandsmót í sumar: í golfi, sundi, frjálsíþrótt- um kvenna og unglinga, knatt- spyrnu II. deildar of loks hand- knattleik. — Framkvæmd allra þessara móta hefur verið með mjög líku sniði. Handknattleiksráði Akureyrar er kunnugt um hver sögumaður er, sem gaf fréttamanni útvarps- ins þessar ósönnu lýsingar á mótinu. Handknattleiksráð vill benda manni þessum á, að ekki er íþróttamannlegt að láta svo bug- ast af ósigri í keppni að hann reyni að hefna harma sinna með því að bera út rangar sögur um íramkvæmd mótsins. Einnig ber þessum manni, sem íþróttafréttaritara voldugs blaðs, að stuðia að samvinnu í íþrótta- málum, en ekki sundrung. Hon- um ber að hvetja til íþróttastarfs en ekki rffa niður. Það er enn- fremur leitt til þess að vita að slíkur maður skuli starfa við að kynna íþróttir og íþróttamenn og ekki góðs að vænta fyrir íþrótt- irnar í heild, ef fréttaburður þessa manns hefur að jafnaði eins lítið sannleiksgildi og fréttir lians af Handknattleiksmóti ís- lands hér á Akureyri. Handknattleiksráð vill taka það skýrt fram, að svargrein þessi er skrifuð til að hnekkja ósönnum lýsingum á mótinu og er alls óviðkomandi þeim bhiða- skrifum, sem orðið hafa um íþróttamcnnina eftir mótið, enda eru þau ummæli ekki runnin frá handknattleiksmönnum á Akur- cyri. Akureyringar hafa orðið fyrir aðkasti fyrir að hafa ekki tekið TOGARARNIR Kaldliakur mun vera kominn á Fylkismið eða í þann veginn. Sléttbakur á sömu miðum og því sem næst samferða. Svalbakur er á heimamiðum og búinn að afla 55 tonn eftir 4 sólarhringa. Ilarðbakur er á leið á karfa- m'iðin, á þriðja degi ferðar. þátt í mótinu, og stafaði það af því að 4 beztu handknattleiks- menn bæjarins höfðu ekki tök á því að vera með í þetta skipti (3 voru tepptir utanbæjar og 1 var veikur). Hins vegar er það ekki galli á framkvæmd mótsins hvort keppandi félög eru 4 eða 5, og því óþarfi að verja það. En marg oft hefur það skeð í íþróttamót- um, að keppendur hafa veikst, teppst vegna vinnu sinna eða orðið að hætta við þátttöku af ýmsum sökum og ekki orðið nein illindi í blöðum og útvarpi af því. Handknattleiksráð Akureyrar óskar þess að handknattleiks- íþróttin megi dafna og eflast og mót verði haldin sem víðast um landið til að kynna þessa skemmtilegu íþróttagrein. Einn- ig væntir ráðið þess að því verði mætt með vinsemd og skilningi, sem reynt er að vinna íþróttun- um til framdráttar. Ilandknattleiksráð Akureyrar. Frá Oddeyrarskólanum Oddeyrarskólinn var settur í annað sinn þann 1. október sl. Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, flutti skólasetningarræðu og gerði grein fyrir störfum skólans í vetur. í skólanum verða 260 börn i 11 deildum. Við skólann staj'fa 7 fastir kennarar, að skólastjóra meðtöldum og tveir stunda- kennarai'. Sú breyting hefur oi'ðið á kennaraliði skólans, að Eiríkur Stefánsson hvarf frá skólanum, en í hans stað kom Sigrún Björgvinsdóttir. Þá hef- ur Jakob Tryggvason, söng- stjóri, verið ráðinn söngkennari skólans. Ráðin hefur verið að skólanum ný hjúkrunarkona, frú Guðrún Þorsteinsdóttir, en hún starfar einnig við Glerárskólann. Þá hafá skólarium borizt nokkrar gjafir í sumar. — Jón Iijartarson gaf skólanum blöðru- selskóp, sem settur hefur verið upp af Kristjáni Geirmundssyni. Þá gaf Steinþór Jóhannsson, kennari, skólanum fagra fána- stöng. Guðmundur Halldórsson gaf honum málverk, og Eiríkur Stefánsson, kennari, nokkra upp setta fugla. Lokið hefur verið að múrhúða skólahúsið í sumar. flísleggja snjtrtingar, og gengið að fullu frá ljósum. Skólastjóri skýrði frá að nausðyn bæri til að fyrirhug- uð viðbótarbygging hæfist sem fyrst, svo að hægt yrði að taka á móti skólaskyldum börnum af Oddeyri í skólann. Hann ræddi um nám yngstu barnanna og starfrænt nám í skólum. Taldi hann að skólarnir mundu smátt og smátt hneigjast meira að starf rænum námsaðferðum. Að lok- um ávarpaði hann börnin, skýrði þeim frá aldarafmæli Þorsteins Erlingssonar og hvatti þau til að kynna sér fuglaljóð hans og dýrasögur og sýna dýrunum góðvild og kærleika. Það væri einn þáttur i uppeldislegum áhrifum skólans. Miklar voru. mannaferðir í Hörgárdal 2. október síðastliðinn. Þann dag átti hreppstjóri sveit- arinnar, Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum, sjötugsafmæli og lágu allra leiðir þangað heim til að hylla hinn aldna sveitarhöfð- ingja. Þar var síðan setið í miklum fagnaði og við gnótt- góðra veitinga. Eiður er fæddur í Sörlatungu í Hörgárdal 2. október 1888, en þar bjuggu þá forcldrar hans, Guðmundur Guðmundsson, síð- ar hreppstjóri á Þúfnavöllum, og Guðný Loftsdóttir1 kona hans. Árið 1892 fluttist hann með fore'ldrum sínum ao Þúfnavöll- um og ólst þar upp og hefur átt þar heima nær óslitið síðan. — Hann gekk í Búnaðarskólann að Hólum og br.autskráðist þaðan árið 1906. Árið 1917 gekk hann að-eiga Láru Friðbjarnai'dóttur frá Staðartungu og hófu þau þá þegar búskap á hluta jarðar- innar á Þúfnavöllum og þar hef- ur Eiður búið síðan, en nú hefur Guðmundur sonur hans tekið við búi og jörð að mestu leyti. Láru konu sína missti Eiður hausíið 1937. Börn þeirra eru: Guðmundur bóndi á Þúfnavöll- um, Steingerður, kona Þorsteins Stefánssonar bæjarritara á Ak- ureyri og Hrafn sjómaður. í nær tvo áratugi hefur Eiður búið með Líneyju Guðmunds- dóttur, og eiga þau tvö börn, Sturlu, uppkominn pilt og unga dóttur. Eiður Guðmundsson er glæsi- menni í sjón og hinn karlmann- legasti. Ilann var hraustmenni og glímumaður á yngri árum og tók Einmima veðurblíða (Framhald af 1. síðu.) eftir fólki vegna stóraukinnar eftirspurnar iðnvara, svo að nokkuð sé nefnt. Skrúðgarðar bæjarins standa enn með miklu blómskrúði. — Véður- blíðan er líka auðsæ á fólkinu sjálfu, sem nú er betur búið undir skammdegið en oftast áður. m. a. þátt í íslandsglímunni á þeirri tíð. Snemma hlóðust á hann opinber störf, svo sem títt er um vel gerða og dugmikla menn. Hann varð oddviti Skriðu hrepps 1916 og gegndi því starfi lengi. Sýslunefndarmaður varð hann 1934 og er enn, varamaður í stjórn KEA 1922, en stjórnar- nefndarmaðui' félagsins frá 1950. Einnig hefur hann átt sæti í yfir- kjörstjórn Eyjafjarðarsýslu og er í stjórn Framsóknarfélags Eyjafjarðarkjöi'dæmisins og víð- ar hefur hann komið við sögu £ opinberum málum, þótt hér verði ekki upp talið. Eiður Guðmundsson er hrein- lyndur maður með afbrigðum og drengilegur maður í framkomu og starfi. Djarfmæltur er hann á málþingum bæði í sókn og vörn, en enginn undirhyggju- maður. Vegna þessara mann- kosta o. fl. er hann mjög vinsæll maður og virtur, bæði í sveit sinni og í héraði. Góðum gáfum er hann gæddur, er hlýlegur í viðmóti og hefur mörgum þótt gott að sækja til hans hollráð, þegar vanda ber að höndum. Eiður hcfur hneigzt til fræði- starfa og mun hann eiga margan fróðleik í handriíi, bæði fornan og nýjan. Ætt- og mannfræði eru hanum hjartfólgin og sögu- legum fróðleik um bændui' og býli sveitar sinnar urn lángt ára- bil mun hann hafa safnað og eiga í fórum sínum. í hinu fjölmenna hófi á afmæl- isdag Eiðs Guðmundssonar voru honum færðar mai'gar gjafir, m. a. frá stjórn KEA, sýslunefnd, sveitungum hans og einstakling- um, og kom þár vel fram hverra vinsælda hann nýtur. — Dagur sendir hinum sjötuga bænda- höfðingja í Hörgárdal og ágæta samvinnumanni, beztu afmælis- kveðjur. r Einar Arnason, Hrafnagilsstræti 4 hér í bæ, en löngum kenndur við Finnsstaði í Kinn, varð áttræður 1. okt. sl. — Hann starfaoi lengi að afgreiðslu og innheimtu fyrir Dag og þakk- ar blaðið þau störf, um leið og það sendir honum og konu hans, Kristjönu Sigfúsdóttur, hlýjar kveðjur í tilefni afmælisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.