Dagur - 08.10.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 08.10.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 8. október 1958 DAGUR 7 Friðrikssjóður (Framhald af 8. síðu.) Eg vil svo að lokum geta þeirra aðila, seni veitt hafa mál- inu lið með fjárframlögum, vinnu og öðru því, er hjálpað hefur til að koma málinu í höfn: Menningarsjóður KEA 10.000 krónur. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu 8.000 kr'ónur. Akureyrardeild KEA 2.000 kr. Ríkissjóður 35.000 kr. Nánir ættingjar skáldsins, upphæð ókunn. Fyrir þessi framlög, svo og all- mikla sjálfboðavinnu frá Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga og Öxn- dælingum, var þessu verki kom- ið fram. Samband norðlenzkra barnakennara fór af þingi sínu á Akureyri 1954 fram í lundinn og voru þá gróðursettar um 2000 trjáplöntur. Öllum þessum aðilum og öðr- um þeim, er lagt hafa þessu máli lið, beint og óbeint, flyt eg nú al- úðarþakkir frá framkvæmda- nefndinni. En sérstaklega minnist eg í dag, með virðingu og þökk, eins nefndarmannsins, Þorsteins Þorsteinssonar, sem horfinn er úr hópnum, en hann var aðal- driffjöðrin um undirbúning og framkvæmd þess verks, sem hér er unnið og vann að því með sínum alþekkta dugnaði. Ungmennafélag Öxndæla og aðrir Öxndælingar: Jónasar- lundurinn er í dag afhentur ykkur frá framkvæmdanefndinni til fullra umráða og umhirðu framvegis. Reikningsskilum frá nefndinni er ekki lokið, en verði eitthvert fé afgangs, afhendist það síðar til viðhalds á lundinum. Þinglýst afsal, dags. 26. okt 1951 um eignarheimild á landinu fylg- ir hér með. Ykkur, sem staðið hafið fyrir hátíðinni í dag og þeim er minnzt hafa listaskáldsins góða, með ræðum, söng og upplestri úr verkum hans, og öllum sem heiðra minningu hans með komu sinni hingað í dalinn hans í dag, flyt eg beztu þakkir frá okkur Öxndælingum. Að endingu óska eg þess, að Jónasarlundurinn megi veita Öxndælingum og öðrum þeim, er þangað vilja leita, skjól og frið, yndi og ánægju á komandi tím- um. Megi andi skáldsins svífa yfir byggð og landi og hið góða hjarta hans taka sér bústað í brjóstum vorum. (Framhald af 8. síðu.) taka þátt í þessum kostnaðar- somu skákmótum. Mega Akur- eyringar og nærsveitamenn ekki láta sinn hlut eftir liggja, og er rví hér með skorað á alla vel- unnara skáklistarinnar, félaga- samtök og aðra aðila, að bregðast vel við og láta þessa söfnun verða okkur til sóma. — Allir nú samtaka! Bæjarblöðin taka á móti framlögum. Jón Ingimarsson. Málverkasýning Örly gs Sigurðssonar Örlygur Sigurðsson listmálar mun væntanlegur hingað innan skamms og halda málverkasýn- ingu. — Verða þar mjög margar andlits- og vatnslitamyndir, þær sömu og á nýafstaðinni sýningu hans í' Listamannaskálanum Rvík. — Bókabúð Rikku og Húsgagnaverzl. Valbjarkar ætla að gangast fyrir málverkasýn- ingum í vetur, og er þetta sú fyrsta. Hún verður’í Geislag. 5 Tékkneskir skór! Ný sending af hinúm pekkta tékkneska LEÐURSKÓFATNAÐI: HERRASKÓR, með leður og gúmmísólum, 15 vinsælar tegundir. DÖMUSKÓR, bandaskór, margar tegundir. Töfflur, með háum og fylltum hæl, margir litir, nýjasta tízka. BARNASKÓR, öklaháir, méð-og'ári i'niíleggs. Einnig lágir fyrir drengi og stúlkur. Höfum ehmig fengið DRENGJABOMSUR, með spennu í stærðunum 35—39. Knmið og kynriið yður hið mikla úrval og pér fáið skó við yðaf hæfi. SKÓDEILD KEA sem ætla að biðja oss fyrir kartöflur til sölu- meðefrðar af bessa árs uppskeru eru vinsam- legast beðnir að tilkynna oss, FYRÍR 15. OKTÓBER N. K. live mikið magn þeir eiga. Móttökudagar verða mánud. og fimmtud. fyrst uni sinn. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. Bók Steingríms Sigurðssonar Áskriftalisti að hinni nýju bók Steingríms Sigurðssonar Sjö sög- ur, liggur frammi í Bókabúð Rikku. — Bókin verður send áskrifendum í byrjun æsta mán aðar. Skólafólk! SKÓLAV ÖRURN AR fjölbreyttastar lijá oss. Járn- og glervörudeild. Sfálull með sápu Járn- og glervörudeild Vasaluktir Rafhlöður Járn- og glervörudeild FRA HAFNARBUÐINN RÚGMJÖL 60 kg. í sekk, kr. 165.00. HVEITI 50 kg. í sekk, kr. 180.00. GULAR BAUNIR SAGOGRJÓN FLORSYKUR MOLASYKUR, grófur RÚSÍNUR, væntanlegar HAFNARBÚÐIN SKIPAGÖTU 4. □ Rún 59581087 — Fjárh.: Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. Sálmar nr. 29 — 54 — 226 — 314 og 424. — K. R. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Munkaþverá, sunnu- daginn 12. okt. kl. 1.30 e. h. — Hólum, sunnudaginn 19. okt. kl. .30 e. h. — Möðruvöllum, sunnu daginn 26. okt. kl. 1.30 e. h. — Grund, sunnudaginn 2. nóvember kl. 1.30 e. h. — Kaupangi, sunnu- daginn 9. nóvember kl. 2 e. h. Vetrarstarfið hefst í drengja og stúlkna- deild. 14 og 15 ára félagar og nýir félag- arar úr hópi fermingarbarna frá síðastl. vori! Mætið í kapellunni kl. 1.30 á sunnudaginn. Zíon. Sunnudagskólinn byrjar sunnudaginn 12. október kl. 11 árdegis. Öll börn hjartanlega velkomin. — Almenn samkoma sunnudagskvöld kl. 20.30. Bene- dikt Arnkelsson, cand. theol., talar. Allir velkomnir. KFUK. — KFUK byrjar fundi fyrir telpur fimmtudaginn 9. okt. ld. 5.30 síðd. í kristniboðshúsinu Zíon. Allar telpur á aldrinum 9 12 ára eru velkomnar á fund- ina. Á fundinum á morgun verð- ur skuggamyndasýning. Davíð Proctor talar á samkom- unni kl. 5 e. h. n.k. sunnudag. — Allir velkomnir. — Sunnu- dagaskóli kl. 1. Sjónarhæð. Happdrætti Framsóknarflokks- ins. Þeir Akureyringar, sem fengið hafa senda miða í happ- drættinu, eru vinsamlega beðnir að gera skil til Ingvars Gíslason- ar fyrir mánaðamótin nóv.—des. Akureyringar! Kvennadeild Slysavarnafél. Akureyrar heldur hlutaveltu í Alþýðuhúsinu sunnu daginn 12. þ. m. kl. 4 e. h. — Nefndin. Fundir hefjast hjá Skákfélagi Akureyrar n.k. föstudag. —• Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. Hjúskapur. Laugardaginn 4. okt. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ungfrú Margrét Arndís Ásgrímsdóttir og Benjamín Sæmundur Antonsson stýrimaðui'. Heimili þeirra er að Munkaþverárstræti 27, Akureyri. Hjúskapur. Þann 3. okt. sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Helen Þoi’kelsson, Rán- argötu 19, og Björgvin Leonards- son, Möðruvallastræti 8. Heimili þeirra verðui' að Eyrarlands- vegi 19. Sextugur. Sigfús Hallgrímsson, Ytra-Hóli í Öngulsstaðahreppi, varð sextugur 1. okt. síðastliðinn. Fjölmargir heimsóttu hann þann dag og sátu í góðum fagnaði. Þórsfélagar! —Sunddeild Þórs heldur fund í íþróttahúsinu fimmtudaginn 9. okt. kl. 8 e. h. Þeir félagar, sem ætla að æfa í vetur, eru beðnir að mæta. Barnastúkan Samúð nr. 102 heldur fund í Barnaskóla Akur- eyrar næstkomandi sunnudag kl. 10 f. h. — Rætt um veti'arstarfið. — Upplestur. — Kvikmynd o. fl. Mætið vel á þessum fyrsta fundi. Barnastúkan Sakleysið nr. 3 heldur fund í Barnaskóla Akur- eyrar næstkomandi sunnudag kl. 1 e. h. — Rætt um vetrarstarfið. — Kvikmynd o. fl. Nýr gæzlu- maður tekur við starfi. — Mætið vel á þessum fyrsta fundi. St. Brynja nr. 99 heldur fund í Landsbankasalnum fimmtudag- inn 9. okt. kl. 8.30 e. h. Ðagskrá: Inntaka nýliða. Rætt um vetrar- starfið o. fl. — Áríðandi að allir mæti. — Æðstitemplar. - Brýi' eru gerðar og vegir lagðir (Framhald af 8. síðu.) Fnjóská hefur verið brúuð hjá Illugastöðum. Yfirsmiður Þor- valdur Guðjónss. Brúin er 40 m. járngrindabrú á steyptum stöpl- um og steyptu gólfi. Vegagerðir. Unnið hefur verið við þessa vegi hér í sýslunni: Vatnsenda- veg, Eyjafjarðarbraut frá Sand- hólum að Saurbæ og frá Melgerði að Djúpadalsá. í Svarfaðardal hefur verið unnið að endurbygg- ingu á nokkrum stöðum. Meðal annars á Sökkumýrum, nær 1 km. og vetrarvegur gerður frá Syðra-Holti að Tjörn. Þá er ákveðið að mölbera veg frá Helguhyl að túnhliði á Öxnhóli, 2—21/2 m. Múlavegur. Unnið er í Múlavegi í Ólafs- firði í sumar, ennfremur í vegin- um fýrir Stráka, Siglufjarðar- vegi hinum nyrðri, og er nú komið að þeim stað, sem jarð- göngin taka við, en þau munu verða um eins kílómeters löng. - FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu.) bænum um tvo eða • þrjá. Munu óskir um þetta tvívegis hafa komið frá bæjarfógetaembættinu en verið frestað hjá bæjaryfir- völdunum að taka ákvarðanir um það þar til í vetur að ný fjár- hagsáætlun verður gerð. í sam- bandi við lögreglumálin á Ak- ureyri má benda á það, að ekki eru til nema 3 fangaklefar, og er það auðvitað alveg ófullnægj- andi. Með þeim húsakosti er hægt að fjarlægja aðeins 3 menn í einu, og sjá allir, hve það hrekkur skammt þegar um meiri háttar drykkjuskap er að ræða. Þegar rætt er um lögreglumál- in í bænum, störf lögregluþjón- anna og æskilegar úrbætur, þurfa menn auðvitað að gera sér ljóst, að fjölgun lögregluþjóna kostai' mikið fé og yfirleitt er Akureyri rólegur bær. Hins veg- ar verða takmarkanir löggæzl- unnar ekki umflúnar á meðan málum er skipað svo sem nú er, jafnvel þótt mikils sé krafizt af hverjum lögregluþjóni. Pelíkan! SKÓLAPENNINN Járn- og glervörudeild HEY-YTA á Farmall til sölu. Uppl. á afgr. blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.