Dagur - 15.10.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 15.10.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 22. október. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 15. október 1958 50. tbl. Dulles í góðum félagsskap Hér ræðir John Foster Dulles utanríkisráðherra við tvo fulltrúa Bandaríkjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna. — Annar þeirra er Marion Anderson, söngkonan fræga, og er hún í miðið. Fjárlagalrumvarpíð lagt fram á Alþingi Framsóknarvistin Annað spilakvöld Framsókn- arfélaganna verður næstkom- andi sunnudag, 19. okt., að Hó- tel KEA og hefst kl. 8 e. h. — Eins og að venju verður dans- að til 1. Aðgóngumiðar fást við innganginn eða á skrifstofu Framsóknarflokksins í Hótel Goðafossi. Verð kvöldmiðans er kr. 25.00. Niðurstöðutölur þess eru 897.9 milljónir króna og nemur hækkun útgjalda 130 milljónum Verður rakið hér á eftir á hvaða liðum frumvarpsins helztu hækk anir eru og hverjar eru orsakir þeirra, en þar á eftir birtur inn- gangur að almennum athuga- semdum um frumvarpið, en þar er gerð grein fyrir sjónarmiðum þeim, sem taka varð tillit til við samningu þess. Bréf SÍS um landhelgisrnálið Sfofnfundur Sjálfsbjargar á Ak. Stofnendur 50 - Formaður Emil Andersen Stofnfundur Sjálfsbjargar — félags fatlaðra á Akureyri og ná- grenni — var haldinn miðviku- daginn 8. október að Hótel KEA. Stofnendur voru 50 og auk þess 11 styrktarfélagar. Á fundinum ríkti almennur áhugi fyrir málefnum félagsins. Kom glöggt í ljós, hve fötluðu fólki er mikil þörf á auknu fé- lagslífi sín á meðal og að bindast samtökum um að berjast fyrir bættum hag og auknum réttind- um í þjóðfélaginu. Var það álit fundarins að ör- orkulífeyrir væri nú algjörlega ófullnægjandi til lifsframfæris og bæri að vinna að því, að örorku- bætur og örorkulífeyrir verði greiddur öryrkjum án tillits til annarra tekna á sama hátt og fjölskyldubætur eru nú greiddar. í félagsstjórn voru kosin: Emil Andersen, verzlunarmað- ur, formaður, Heiðrún Stein- grímsdóttir, ritari, og Adolf Ingi- marsson, gjaldkeri. Meðstjórn- endur: Sveinn Þorsteinsson, bankamaður og frú Kristín Kon- ráðsdóttir. — Varaformaður: Þór Sigþórsson. Mættur var á fundinum Sigur- sveinn D. Kristinsson. Hafði hann tekið þátt í undirbúningi að stofnun félagsins, eins og fleiri slíkra félaga. Kaupfélag Eyfirðinga léði hús- næði til fundarhaldsins endur- gjaldslaust og lét að lokum bera Fyrsta hausthretið Fyrir síðustu helgi gerði fyrsta hausthretið. Fyrst rigndi mjög, en síðan snjóaði í fjöll ig gránaði í sjó fram víðast hvar. Haugasjór var. Vaðlaheiði tepptist í bráð, svo og Siglufjarðarskarð. Aðrir fjallvegir ekki hér nyrðra. á borð rausnarlegar veitingar. Þeir, sem ganga í félagið fyrir áramót, teljast stofnendur fé- lagsins og geta þeir snúið sér til einhvers úr stjórninni. Löggiltur hefur verið sérstak- ur merkjasöludagurSjálfsbjargar félaga um land allt, og er það síðasti sunnudagur októbermán- aðar. Þann dag er trúlegt að borgararnir sýni hinu nýja félagi góðan skilning í verki. Sambandi ísl. samvinnufélaga hefur nú borizt mikill fjöldibréfa frá fyrirtækjum um allan heim í tilefni af ' dreifibréfi um land- helgismálið, sem SÍS sendi þeim. Sýna svarbréfin, að málstað fs- lendinga hefur verið tekið með mestu vinsemd og skilningi, og jafnvel í hópi fjólmargra fyrir- tækja í Bretlandi er aðeins eitt, sem skrifar í fjandsamlegum anda um málið. Bréf Sambandsins hefur sýni- lega hlotið mikla útbreiðslu, því að langflest stærri fyrirtækja segja frá því, að þau hafi látið eftirrit af bréfinu berast til allra ráðamanna sinna. Bæði í Noregi og Þýzkalandi sendu fyrirtæki bréfið til blaða til birtingar, enskt fyrirtæki sendi það þing- Nýtt skip í smíðum á Akureyri Skipasmíðastöð KEA er að byggja 65-70 tonna skip fyrir Olafsvíkinga Nýtt skip er í smíðum hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri. En það er 65—70 tonna og er byggt fyrir Halldór Jónsson o. fl. í Ólafsvík. Er þetta þriðja skipið, sem Skipasmíðastöð KEA byggir fyrir Ólafsvíkinga og verður sennilega ekki það síðasta. Búið er að bandreisa þetta nýja skip, en kjölur þess var lagður fyrr í haust. Skipið á að verða tilbúið fyrir næstu síldarvertíð. 15—20 manna hópur vinnur að staðaldri á þessari skipasmíða- stöð og jafnframt skipasmíðum og skipaviðgerðum er nú unnið að byggingu verkstæðishúss fyrir starfsemi stöðvarinnar. manni viðkomandi kjördæmis og amerískt fyrirtæki sendi það óldungardeildarþingmanni. Eitt amerískt fyrirtæki sendi afrit af bréfinu til Eisenhowers og utan- ríkisráðuneytisins í Washington, og annað til „ýmissa stjórnar- deilda". Það er augljóst af undirtektum þessum, að það er mjög gagnlegt að nota hvers konar viðskipta- eða önnur persónuleg sambönd til að dreifa upplýsingum um málstað íslands og skýra hann. Slík bréf eru lesin af meiri "at- hygli en greinar í blöðum. SKIPTING HÆKKUNAR- INNAR. Eins og fyrr segir er gjalda- hækkun frumvarpsins um 130 millj. kr. og fara hér á eftir dæmi um nokkrar helztu hækkanirnar: Kennslumál 18,9 millj. Vegaviðhald 11 millj. kr. Kostnaður vegna langvarandi sjúkdóma 11,4 millj. kr. Landhelgisgæzlan 14,2 millj. kr. (Þar af 6 millj. vegna skipa- kaupa.) Greiðslur vegna ríkisábyrgða 10 millj. kr. Fjárfestingarútgjöld 10 millj. kr. HELZTU ORSAKIR HÆKKANA. Helztu orsakir hækkana þess- ara eru sem hér segir: Vegna yfirfærslugjalds sam- kvæmt lögunum um útflutnings- uppbætur frá sl. vori 30,2 millj. kr. Vegna 5% lögbundinnar kaup- hækkunar 26,9 millj. kr. Vegna áukinnar þjónustu, svo sem landhelgisgæzlu, lögreglu o. fl. 30,6 millj kr. Vegna leiðréttingar á fyrri áætlunum 25,5 millj. kr. Af ýmsum öðrum ástæðum 11,3 millj. kr. Vegna aukinnar fjárfestingar 16,3 millj. kr. MIÐAÐ VIÐ KAUP- GJALDSVf SITÖLU 183. í almennum athugasemdum aftan við frumvarpið segir m. a. svo: (Framhald á 4. síðu.) Karl Kristjánsson. Stjórnmálafundur á Húsavík Þingmaður S.-Þingeyinga, Karl Kristjánsson, boðaði til stjórn- málafundar á Húsavík þriðju- daginn 7 .þ. m. Kjartan Ó. Bjarnason á ferð hér á Akureyri Hingað til bæjarins er kominn Kjartan Ó. Bjarnason og sýnir þessa dagana hinar kunnu og vinsælu kvikmyndir sínar: Finn- land, litkvikmynd frá þúsund vatna landinu, Heimsókn finnsku forsetahjónanna til íslands, Aust fjarðaþætti; íslenzk börn, Vetr- arleikina í Cortina, skauta- mynd og Ólympíuleika hesta- manna í Stokkhólmi. Kjartan hefur unnið merkilegt starf erlendis með íslenzkum kynningarmyndum og fyrirlestr- um um íslenzk efni. Til dæmis um það hélt hann á síðastliðnu hausti og vetri 150 fyrirlestra í Finnlandi og á síðastliðnum vetri 350 fyrirlestra í Noregi með kvikmyndinni Sólskinsdagar á íslandi. En þá mynd hefur hann sýnt samtals 1800 sinnum á Norðurlöndunum. Kjartan 0. Bjarnason sýndi myndir sínar hér í gær og mun endurtaka sýninguna í kvöld og sennilega annað kvöld. Án efa mun margan fýsa að sjá hinar umtöluðu myndir. Héðan heldur hann vestur á bóginn til Ólafsfjarðar, Siglu- fjarðar, Sauðárkróks o. s. frv. Var fundurinn fjölmennur. — Mættu þar ekki aðeins Húsvík- ingar heldur allmargir menn úr sveitum héraðsins. Fundarstjóri var tilkvaddur séra Friðrik A. Friðriksson pró- fastur, en fundarritari Eysteinn Sigurjónsson, gjaldkeri Húsavík- urbæjar. Frummælandi var Karl Krist- jánsson. Talaði hann um stjórn- málaviðhorfið, störf síðasta Al- þingis og ýmsar afgreiðslur þess. En lengst dvaldi hann við efna- hagsmál þjóðarinnar og þá erfið- leika, sem við væri að etja í þeim efnum. Útskýrði hann ýtarlega þær ráðstafanir, sem gerðar voru í efnahagsmálunum á síðasta þingi. Þá ræddi hann landhelgismálið í stórum dráttum. Loks fór hann nokkrum orðum (Framhald á 2. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.