Dagur - 15.10.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 15.10.1958, Blaðsíða 5
IVliðvikudaginn 15. október 1958 DAGUR o Frægasfi hrekkjalómurinn Fyrir 5 árum kom út í Bandaríkjunum bók eftir H. ALLEN SMITH. Hefur höfundurinn safnað þar saman frá- sögnum af ýmsum frægum hrekkjalómum og hrekkjum þeirra. I>að, sem hér fer á eftir, er tekið úr bók þessari. Ræða forseta við sefningu Alþingis Sá frægasti og sniðugasti af öllum brezkum hrekkjalómum er án efa William Horare De Vere Cole, sem látinn er fyrir rúmum 20 árum. Hann var mágur Ne- yiile Chamberlains forsætisráð- herra, menntaður maður og efn- aður. Hann varð alræmdur fyrir hrekki sína þegar á unga aldri. Á meðan Cole var við nám í Cambridge bar svo til, að soldán- inn í Zanzibar kom í opinbera heimsókn til Lundúna, og voru dagblöðin full af frásögnum um móttökur og veizlur, sem haldn- ar voru soldáni til heiðurs. Það var því ekki að undra, þótt borg- arstjórninni í Cambridge þætti mikið til koma, er hún fékk sím- skeyti er tilkynnti, að hinn tigni gestur myndi koma til borgar- innar og dvelja þar einn dag. Á ákveðinni stundu voru mætt- ir á járnbrautarstöðinni allir helztu embætismenn og fyrir- menn Cambridgeborgar í sínum beztu klæðum, skrýddir heiðurs- merkjum. Og sjá: út úr einum vagninum steig soldáninn í pur- puralitum flauelsklæðum með drifhvítan túrban á höfði. — Á hæla honum kom svo fylgd- arlið, mjög skrautbúið. Borgarstjórinn í Cambridge bauð hinnn tigna gest velkom- inn með háfleygri ræðu, og til ráðhússins var hópnum boðið til opinberrar móttöku, og þar voru drukkin feiknin öll af kampavíni og fluttar margar hátíðlegar ræður. Að veizlu þessari lokinni var ekið með hina tignu gesti um háskólahverfið, en að því búnu steig soldán og föruneyti hans upp í lest á leið til Lundúna. Þetta sama kvöld barst borg- arstjórninni hrífandi minjagrip- gi-ipum, gjöf frá soldán sjálfum. Hann hafði ritað með eigin hendi á bréfspjaldið: „Bakuggi Hins heilaga hákarls í Zanzibar — tákn vináttu, sem aldrei gleym- ist.“ En það er af soldáni að segja, að hann steig af lestinni á næsta viðkomustað, þvoði sér rækilega og varð að E. Ii. De Vere Cole. Fylgdarliðið voru aðrir Cam- bridgestúdentar. Fötin voru send leikhúsverzluninni, en þar höfðu þau verið tekin á leigu, og pilt- arnir snertu aftur til skóla síns .eins og ekkert hefði í skorizt. Það komst fljótlega upp að þetta hefði allt verið gabb, því að hinn raunverulegi ■ soldán hafði aldrei farið frá Lundúnum, en ekki komst þó upp um sökudólg- ana. Þeir þögðu eins og steinar, og þáttur þeirra í sjónarspili þessu varð ekki kunnur fyrr en þeir voru allir komnir burt frá Cambridge. —o— Cole hrekkti vini sína engu síður en aðra, og þeir voru aldr- ei öruggir um sig. Einn af beztu vinum hans ætlaði að fara að kvænast, og hann ákvað að gifta sig í kirkju. Hann hugsaði sem svo, að aldrei myndi Cole fara að trufla hina hátíðlegu athöfn í svo heilögu umhverfi. Giftingin fór fram í kirkjunni án þess nokkuð kæmi fyrir, og Cole sat sjálfur prúðbúinn og al- varlegur á innsta bekk. Brúður og brúðgumi gengu nú frá altar- inu og út úr kirkjunni; þau staðnæmdust sem snöggvast á tröppunum, á meðan kunningja- hópurinn fyrir utan hyllti þau. en þá sló eldingunni niður. Upp kirkjutröppurnar brunaði ung og falleg stúlka, mjög vel búin, regluleg „kynbomba“, kastaði sér grátandi í fangið á brúðgumanum, margkyssti hann og kallaði hástöfum með grát- hljómi og örvæntingu í röddinni: „Elsku hjartað mitt! Ef svona þarf að fara, þá vil eg, að þú verðir hamingjusamur, en mundu þó alltaf árin, sem við áttum saman, og þegar hún er orðin leið á þér, þá geturðu allt- af komið til mín!“ Enn eitt örvæntingaróp — og hún var þotin niður tröpp- urnar, gegn um mannþröngina og horfin. Seinna um daginn átti hún stefnumót við W, H. De Vere Cole og fékk kaupið sitt. í gær varð Halldóra Bjarna- dóttir 85 ára. Þann kvenskörung þekkja allir, sem komnir eru til vits og ára. Hún dvelur nú á heimili aldraðra á Blönduósi. — Fyrir stuttu var hún hér á Ak- ureyri að ganga frá ársritinu Hlín, var enn sem fyrr bein í baki, höfðingleg í fasi og engin ellimörk á henni að sjá. Halldóra Bjarnadóttir á merka sögu að baki og óvenjulega. Hún dvaldi um nokkurra ára skeið í Noregi, hlaut þar kennara- menntun og kennslustarf og er víðförul kona innanlands ogutan. Sem dæmi um margþætt störf hennar má nefna, að hún var um skeið skólastjóri Barnaskólans á Akureyri ,hún stofnaði Samband norðlenzkra kvenna árið 1914. — Þrem árum síðar stofnaði hún ársritið Hlín, sem notið hefur verðugrar viðurkenningar og vinsælda undir ritstjórn hennar á fimmta áratug. Halldóra hefur jafnan látið heimilisiðnaðarmál mikið til sín taka og var heimil- isaráðunautur um 30 ára skeið. Starf hennar er ómetanlegt á því sviði. Sýningar hennar á tóvinnu og öðrum listiðnaði, bæði hér heima og á Norðurlöndum og Ameríku vöktu mikla athygli. — Tóvinnuskólinn á Svalbarði er og árangur af hinu mikla starfi þessarar dugmiklu konu. Þótt fátt eitt sé nefnt, nægir það til að sýna að Halldóra Bjarnadóttir er óvenjuleg kona í störfum. Fríð kona er hún og höfðing- Malenkov úr söguiini? Sic transit etc. Hvað eftir annað hefur gosið upp í erlendum blöðum síðustu vikurnar, að Sovéthöfðinginn fyrrverandi, Georgij Malenkov, hafi fyrirfarið sér í útlegðinni fyrir allt að því þrem mánuðum síðan. Og fyrir skömmu var þetta fullyrt í brezku stórblaði eftir öruggum heimildum að sögn. Talið er, að þannig hafi Mal- enkov forðað sér, „fári undan þungu“, að verða þungamiðja nýrra réttarhalda, þar sem átti að knýja hann til að játa á sig ýmiss konar skemmdarverk og vanrækslu á ráðherraárum sín- um. Og þess háttar kostar ekkert nema lífið þar eystra. Þar er þetta þaultroðin braut og auð- rötuð. Nú er Búlganín löngu hættur öllum bréfaskriftum sínum og setztur að í þögninni, — og hverfur senn inn í kyrrðina ei- lífu. Krúsjtsjof hefur nú tekið við bréfaskriftunum og stóryrð- unum um hríð. — En gata Stal- íns, Bería, Malenkovs, Búlganíns — og Krúsjtsjofs „er vegurinn okkar allra“, eins og karlinn sagði, sem hengdi hundinn. — Og margan hafa þeir hundinn hengt þar eystra. — Og senn kemur að þeim næsta. Gunnar Þórðarson frá Höfða andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. þ. m. leg, ætíð búin íslenzkum búningi, vel er hún menntuð, skarp- skyggn á menn og málefni, rök- fim og stefnuföst, fáguð í fi'am- komu en yfirlætislaus. Dagur sendir afmælisbarninu beztu árnaðaróskir og þakkir fyrir ágæt kynni fyrr og síðar. Lögmannshlíðarkirkja fær góða gjöf í tilefni af 50 ára afmæli Spari- sjóðs Glæsibæjarhrepps færði stjórn sjóðsins Lögmannshlíðar- kirkju að gjöf tíu þúsund krónur. Viljum við, sóknarprestar kirkjunnar, færa gefendum ein- lægar þakkir fyrir hönd sóknar- nefndar og safnaðar. Gjöfin kom sér mjög vel, þar sem fyrir dyrum stóðu breyting- ar á upphitunarkerfi kirkjunnar. Hefur nú verið unnið að þeirri breytingu. Það er einnig ástæða til þess að þakka þann hug góðvildar og fórnfýsi, sem fram kemur í gjöf þessari. — Kirkjunni er mikill stuðningur að framréttri hönd góðra manna, sem í fögru verki sýna hug sinn, og styrkja starf hennar. Með einlægu þakklæti. Kristján Róbcrtsson, Pétur Sigurgeirsson. Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústorgi n.k. sunnudag, 19. okt., kl. 4 e. h., ef veður leyfir. Hér fer á eftir ræðu sú, sem forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, flutti við setningu Alþingis 10. október síðastliðinn: „Agætur maður, sem heimsótti Island fyrir nokkrum árum, taldi íslendinga búa á yztu þröm hins byggilega heims. — Sjállir kvört- um vér þó ekki, en teljurn legu landsins góða m.a. vegna fiskisæld- ar og íriðsældar. Islandsálar eru djúpir og greina landið glögglega lrá öðrum þjóðlöndum. Það er sannmæli, að island byrji, áður en jað rís úr sæ, og „latidsbrún" heit- ir frá fornu fari, það sem vér nú köllum landgrunn. Landkostir hafa jafnan verið hálfir í sjó, og sjávar- aflinn, sent er vor erlendi gjald- eyrir, gerir það kleift, að halda uppi nútíma menningu á þessari „yztu þröm“. Það er tækni nútímans, sem gerir oss kleift að njóta landsins gæða í ríkum mæli, bæði til lands og sjáv- ar. En jafnframt veldur hin sama tækni vaxandi ágengni og ofveiði á fiskimiðum. Frá byrjun togara- aldar og til skamms tíma liafa ís- lengingar búið við fimmtíu ára samning við Breta um þriggja mílna landhelgi. Þennan samning héldu íslcndingar vel, og vita þó allir, sem muna aftur til síðustu aldamóta, hve Jtungum búsifjum hann olli íslenzkum fiskimönnum. Það þarl’ því engan að undra, að íslendingar höfðu mikinn viðbún- að til að endurheimta gömul fiski-' mið, þegar samningurinn rann út, og kæmi ekki til hugar að tíma- bundinn samningur ynni hefð. Að þessum undirbúningi liefir verið unnið dyggilega af ríkisstjórnum og sérfræðingum þeirra í rúmlega tíu ár, og málið flutt á vettvangi Hinna sameinuðu þjóða. Það Iiefir verið sýnt fram á algera sérstöðu íslendinga um fiskvciðar, ofveiði, og saga íslenzkrar lendhelgi rakin. Framundan er sívaxandi tækni í fiskvciðum og fljótandi fiskiðju- ver. Ollum er kunnugt um afleið- ingar ofveiðinnar í Norðursjó, við Skotlandsstrendur og á Færeyja- banka. Islendingar vilja ekki bíða að- gerðarlausir sama örreytis á sínum fiskimiðum. Þeir hafa flutt mál sitt á alþjóðavettvangi í þcirri von, að settar yrðu alþjóðareglur um víð áttu landhelgi, og að viðurkennd væri sérstaða þeirra strandríkja, sem byggja alkomu sína að mestu á lisk- veiðum. En sú von liefir brugðizt til þessa. Þar fyrir hefir mikið áunn- izt um skilning á sérstöðu Islands. Það hefir verið gengið frá liinni gömlu kenningu um þriggja mílna fallbyssulandhelgi dauðri, og hugs- unarháttur í landhelgismálum er gerbreyttur. Mest er það þó ennþá- í orði og minna í framkvæmd. Hér er eins og oftar beitt þófi, þegar hagsmunir rekast á, og fá- mennar þjóðir vilja rétta sinn hlut. En það ætti öllum að vera orðið Ijóst, að meðan engar alþjóðarleg- ur eru settar, munu þau ríki, sem afskipt eru um fiskveiðalandhelgi, halda áfram að taka sér sjálfdæmi. Landhelgisdeilur eru engin nýjung, og hafa stundum orðið býsna lang- dregnar. Fn breyttur hugsunarhátt- ur og vaxandi alþjóðasamstarf a:tti nú að geta gert þessar deilur stutt- ar. Til þess cru samtök þjóðanna, að leysa knýjandi viðfangsefni með sanngirni á friðsamlegan hátt. Islendingar scclla sig eklti leng- ur við póf um ófyrirsjáanlegan tima. Reglugerðin utn tólf rnilna landhelgi gekk i gildi jyrsta sepl- ember siðastliðinn. Vér undrumst pað ekki sérstaklega, pó.að ýmsir hrykkju við af pessum tiðindum. Einn árangurinn mcetti verða sá, að vekja aðrar pjóðir til pess að sinna aðkallandi nauðsyn slrand- rikja um fiskiveiðar, og lála cklii dragast úr humlu, að setja al- pjóðalög, par sem engin eru til, og jorðast pannig hcettulega árekstra i framtiðinni. Er petta eitt af himtm sjálfsögðu viðfattgs-- efnum Hinna sameinuðu pjóða, og lslendingar hafa nú öðru sinni lagt til, að Hinar samcin- uðu pjóðir leiddu landhelgismál- in i heild sinni til lykta. Það hnykkti að vísu ýmsum við, þegar hin nýja fiskveiðireglugerð gekk í gildi, en þó engum meir en lslendingum sjálfum. Það mun vera í fyrsta sinn, sem herflota er beint gegn stækkun fiskveiðilandhelgi, er Bretar sendu herskip sín veiðiskip- um til trausts og lialds innan ís- lenzkrar landhelgi. — Vér höfðum vænzt jjess, að njóta fiskisældar og friðsældar, sem fylgt liefur legu landsins í miðju Norður-Atlants- hafi, og gerðum ráð fyrir því, e£ einhver teldi brotin á sér lög, að ])á myndi það mál sótt á alþjóðavett- vangi. Sjálfir höfum vér verið vopn- laus þjóð um margar aldir, og ætl- uni oss engan hlut í vopnaviðskipt- um. Fn Bretar hal'a að sinni kosið sér vopnað sjálfdæmi um hagsmuna ágreining við bandalagsþjóð. Fg harma það, að góðir og gamlir ná- grannar skuli „svo mikla ógæfu saman eiga“. En gott tækifæri hafa Bretar til að hætta þessum hættu- lega leik nú, þegar Hinar samein- uðu þjóðir taka málin í heild aftur til athugunar. Um hitt standa ís- lendingar allir saman sem einn maður, að hvorki heriloti Breta né nokkur annar herskapur verður lát- inn ráða þessum málum til lykta, liverju sem fram vindur. Það er vá fyrir dyrum, ef Bretar halda uppteknum hætti, og vax- andi nú, þegar vetur gengur í garð með auknum bátaflota á vertíð. Jslenzk varðskip hafa farið mcð löndum af varfærni og þó með festu. Þjóðin fagnar einróma drengi legri framgöngu í landhelgisgæzlu, og mættum vér, sem sitjum öruggir í landi, hala meir það fordæmi í umræðum og orðbragði. Þjóðar- eining þolir ekki sífelldar hnipp- ingar á gamla flokksvísu. Það verð- ur jafnan nokkur ágreiningur um aðferðir, þó að markið sé eitt. Fn á alvöru- og úrslitastundum verður þjóðareiningin að skyggja á allt slíkt. Að svo mæltu óska ég þess og vona, að Alþingi og ríkisstjórn beri gæfu til að leiða vandamál og við- fangsefni þjóðarinnar svo til lykta, að afkoma hennar, öryggi og heiður verði tryggður á komandi árum.“ - Villiminkurinn (Framhald af 8. síðu.) veiðarnar með ágætum árangri. Minkahundar frá Karlsen eru nú orðnir töluvert útbreiddir. Fyrir nokkrum dögum kom hann fær- andi hendi og seldi hunda í Eyja- firði, Öxnadal, Fnjóskadal og Aðaldal. Dýrasti hundurinn fór að Arn- arfelli í Eyjafirði og kostaði 7 þús. kr. Er það dýrasti hundur, sem spurnir fara af hér á landi. Gefur það auga leið, hvers við þykir þurfa í baráttunni við hið litla dýr, sem árið 1932 var flutt til landsins í þeirri von, að orðið gæti upphaf nýrrar atvinnugrein- ar, en er nú orðið landplága. Halldóra Bjarnadóttir 85 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.