Dagur - 25.10.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 25.10.1958, Blaðsíða 1
Fylgíst með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagum DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 29. október. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 25. október 1958 52. tbl. Dagur Sameinuðu þjóðanna í gær I gær var hinn alþ}óðlegri dag- ur Sameinuðu þjóðanna. — Hans var að venju minnzt um allan heim. Þá voru liðin 13 ár írá stofnun þessara samtaka og 10 ár liðin frá samþykkt mannrétt- indaskrárinnar. Þessi samtök er von mann- kynsins um frið og bræðralag. — Margt hefur áunnizt fyrir tilstilh SÞ og þær hafa beinlínis forðað stórum styrjöldum með samning- um og sáttagjörðum. Og á meðan fulltrúar flestra þjóða heims sitja við samningaborð, deila þar um vandamálin og leita úrræða, er von um friðsamleg samskipti í stað vopnavalds. íslendingum var veitt inn- ganga í SÞ árið 1946. Ekkert hinna mörgu verkefni SÞ snertir íslendinga jafn mikið og af- greiðsla þess á réttarreglum á hafinu, þar með stærð fiskveiði- lögsögu. Að frumkvæði íslenzku nefndarinnar eru SÞ og stofnanir þeirra að vinna að undirbúningi til lausnar þessu alþjóða vanda- máli. Allshei'iarþingið sjálft setti engar reglur um víðáttu land- helginnar, en vísaði vandanum til Genfarfundarins, sem haldinn var á sl. vori. Þótt margt merki- legt gerðist á þeim fundi, var hann ekki þess megnugur að af- greiða reglur um landhelgi og fiskveiðilögsögu. Er því málið á ný komið til kasta SÞ og líklegt að ný ráðstefna verði haldin. — Engar alþjóðareglur eru til um víðáttu landhelgi og fiskveiði- takmörk. í ræðu þeirra, sem Guðm. 1. Guðmundsson utanríkisráðherra flutti í útvarp í fyrrakvöld, í til- ei'ni af degi SÞ, komst hann m. a. svo að orði: „Eins og eg gat um áðan, þá voru það íslendingar, sem fyrstir allra kröfðust þess, að Samein- uðu þjóðirnar og stofnanir þess semdu alþjóðlegar reglur um landhelgina. Þrátt fyrir harða andstöðu fengu þeir því fram- gengt, og Islendingar hafa aldrei hvikað frá þeirri stefnu sinni, að alþjóðlegar reglur yrðu settar á vegum Sameinuðu þjóðanna.Þeir hefðu kosið að Allsherjarþingið sjálft afgreiddi nú málið, en sé þess ekki kostur munu þeir fylgja málinu eftir á væntanlegri ráðstefnu og í engu hvika frá kröfum sínum og ákvörðunum. Sem vopnlaus smáþjóð byggj- um við tilveru okkar á lögum og rétti, en fordæmum vopnavald og ofbeldi." Fyrsti „Fossinn" leggst að nýju togarabryggjunni Þessi mynd var tekin í fyrradag, þar sem Goðafoss liggur sunnan við nýju togarabrygguna á Akur- eyri og fermir fisk á Ameríkumarkað. Unnið var að dýpkun hafnarinnar í sumar. Framskipun gekk mun fljótar við hinar nýju aðstæð,ur. En ljós vantar ennþá á bryggjuna. — (Ljósmynd: E. D.). —> Tillaga á þingi um almennan líleyrissjóð •» Vetur gengur garð Lynge, jungmaður Grænlendinga, krefsf 12 mílna fiskveiðilandhelgi Lynge, þingmaður Grænlend- inga á danska fólksþinginu, krafðizt þess í vikunni í þing- ræðu, að 12 mílna fiskveiðiland- Helgi yrði komið á við Græn- Iand. Lynge hélt því fram, að mikill fjöldi norskra togara veiddi nú á miðunum við Grænland og virti raunar þriggja mílna landhelgina að engu. Toguðu sjómenn inni á fjörðum og flóum. Léku þeir sér að Grænlendingum eins og kettir að músum, enda vissu þeir að þeim héldist uppi með að gera hvað sem væri þar við land. — Engin varðskip að gagni væru til að bægja þeim frá. Fyrsta krafan væri því að fá óflugri varðskip við Grænlandsstrendur, jafnhliða útfærslu landhelginnar. f dag er fyrsti vetrardagur. — AHt fram a'ð þessu hefur tíð ver- ið mildari í haust, en oftast áður á þessum árstíma. September- mánuður var eindæma hlýr og það sem af er okt. — Jörð er þýð, tún fagurgræn, blóm standa enn í görðum og vinna hefur aldrei tafizt af frostum eða snjó. Hin ágæta tíð hefur verið ómetanlegur sumarauki og bætt mjög úr skuggalegu ástandi í sveitunum. Þótt framundan séu vikur og mánuðir stuttra daga og langra nátta, er engin ástæða að kvíða komandi vetri. Við skulum fagna vetri að fornum sið. Hlaut bókmennfaverðlaun Nobels Rússneska skáldið Boris Pasternak var á f immtu- daginn sæmdur bókmenntaverðlaunum Nobels Hinn nýi Nobelsverðlaunahafi er 68 ára gamall, og var faðir hans kunnur málari. Pasternak er 'frægastur sem ljóðsskáld og þýðingar hans á öndvegisritum höfuðskálda yfir á rússnesku eru taldar frábærar. Fyrir ári síðan kom svo bók hans, Dr. Zhivago, út á ítalíu, og er hún heimsfræg orðin og talin eiga ríkan þátt í að færa höfundi sínum hinn nýja heiður. Talið er að kaupphlaup sé haf- ið um útgáfu þessarar bókar milli bókaútgefenda hér á landi og mun enn ekki séð hver hnoss- ið hreppir. Margir bíða eftir því að bókin komi út á íslenzku. Framsóknarmenn bera fram þessa tillögu í sameinuðu Alþingi. - Aðild að sjóðnum eigi báfasjómenn, verka- menn, bændur, úfvegsmenn og aðrir þeir, sem ekki njófa lífeyristrygginga hjá sérsfökum lífeyrissjóðum Þessir þingmenn báru tillöguna fram: Halldór E. Sigurðsson, Björgvin Jónsson, Sveinbjörn Högnason, Sigurvin. Einarssoon, Ágúst Þorvaldssin og Eiríkur Þorsteinsson. í greinargerð segir m. a. að á Alþingi 195&—1957 hafi Alþingi samþykkt tillögu Ólafs Jóhann- essonar prófessors og sömu flutn ingsmanna og nú, um svipað efni. Síðan hafi lífeyrissjóðir togara- sjómanna og iðnverkafólks vei'ið stofnaðir, og fleiri hafi samið um lífeyrissjóðs réttindi. Þá hafi að- alfundur Stéttarsambands bænda samþykkt viljayfirlýsingu í þessa átt. — Því verði naumast móti mælt, að æskilegt sé að allir þegnar þjóðfélagsins eigi kost á viðunandi ellilífeyri. — Með al- mannatryggingum hafi verið stigið spor í rétta átt, en ekki fullnægjandi. Almennur lífeyris- sjóður hljóti að stuðla mjög að jafnrétti í þjóðfélaginu. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar, að skipuð skuli 5 manna nefnd til þess að athuga, hvort tiltækilegt sé að stofna lífeyrissjóð fyrir sjó- menn, verkamenn, bændur, útvegsmenn og aðra þá, sem ekki njóta lífeyristrygginga hjá sérstökum lífeyrissjóðum, og gera tillögu um það efni, eftir því sem rétt þykir að athuguðu máli. Fjórir nefndarmenn séu kosnir af sameinuðu Alþingi, en fimmti nefndarmaðurinn sé skipaður af ráðherra og sé hann formaður." Nýlt varðskip verður smíi Á að verða tilbúið til afhendingar síðla árs 1959 Hermann Jónasson forsætis- ráðherra skýrði frá því á fundi sameinaðs þings sl. miðvikudag, að ríkisstjórnin sé að láta smíða nýtt varðskip í Álaborg í Dan- mörku. Verður það á stærð við Þór, en mun fuflkomnara. En • fremur væri í athugun að kaupa nýja flugvél til landhelgisgæzlu. Umræður um landhelgismálin spruttu af tillogu Sjálfstæðis- manna um ný varðskip til land- helgisgæzlu og til verndar báta- flotanum á komandi vertíð. Forsætisráðherra sagði, að ríkisstjórnin gerði sér vel ljósa nauðsynina í þessum málum og hefði verið unnið að úrbótum í samstarfi við yfirmenn landhelg- isgæzlunnar allt síðan í vor og gerðar ráðstafanir til þess að auka skipakost hénnar. Á fjár- lögum fyrir næsta ár eru og áætlaðar 6 millj. kr. til skipa- kaupa á vegum landhelgisgæzl- unnar. Væri tillaga þeirra Sjálf- stæðismanna því óþörf með öllu, og fjallaði aðeins um ráðstafanir, sem komnar væru vel á veg. Hjálpum fötluðu fólki á morgun Sjálfsbjörg, hið nýstofnaða félag fatlaðra og lamaðra leytar til bæjarbúa Á morgun er fjársöfnunardag- ur þessara félaga og eru þeir menn úr skrýtnum steini gerðir, sem ekki vilja styðja fatlaða. Sjálfsbjörg á Akureyri gengst fyrir fjölbreyttri dagskrá, auk merkjasölu. í Alþýðuhúyinu geta menn fengið sér Santoskaffi með vöfflum kl. 15. Lúðrasveiíin leikur á Ráðhús- torgi, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar kl. 15.30. I kvikmyndahúsum bæjarins verða sýndar góðar myndir og dansleikur verður í Alþýðuhús- inu með hljómsveit Ingimars Ey- dal og Óðni Valdimarssyni söngv ara. — Sama hljómsveit leikur líka meðan síðdegiskaffið er drukkið í Alþýðuhúsinu. Nefndinr aðilar styðja Sjálfs- björg. Það eiga bæjarbúar líka að gera á morgun. Að sjálfsögðu rennur allur ágóði til hins nýja félags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.