Dagur - 25.10.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 25.10.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Laugardaginn 25. október 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurint kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Framkvæmdir ríkisins EYSTEINN JÓNSSON, fjármálaráðherra, komst m. a. svo að orði, er hann við útvarpsumræður talaði um framkvæmdir ríkisins: „Full ástæða er til þess að minna á, að á þessu ári hefur mcrkum áfanga verið náð í fram- kvæmdum ríkisins. Sementsverksmiðja ríkisins er farið að fram- leiða. Frá upphafi Islandsbyggðar hefur það verið einn veikasti hlekkurinn í þjóðarbúskapnum, að sækja hefur þurft meginhluta hins varanlega byggingarefnis til annarra landa. Má nærri geta, hvílíkur fjötur þetta hcfur verið þjóðinni um fót alla tíð. Það vcrður því að teljast með merkari atburðum í atvinnusögu landsins, að Sements- verksmiðju hefur verið komið á fót, og að nú er hægt að framleiða innanlands úr innlendum hrá- efnum þetta höfuðefni til margháttaðra fram- kvæmda. Er rík ástæða til þess að fagna þessum mikla sigri. Þá er rétt að minna á, að á þessu ári hefur einnig verið lokið við að byggja tvö mikil raf- orkuver, annað fyrir austan og hitt fyrir vestan. Grímsárvirkjun og Mjólkárvirkjun. Á Grímsár- virkjun að framleiða 2.800 kw og Mjólkurárvirkj- un 2.400 kw. Eiga þessar stöðvar ásamt vara- stöðvum í sambandi við þær, að sjá fyrir nægi- legri raforku í þessum landshlutum, og í báðum héruðunum eru miklir möguleikar til þess að auka framleiðslu raforku eftir því, sem reynslan sýnir þörf á. Bygging þessara aflstöðva veldur tímamótum í þessuni byggðarlögum. Verður unnið áð því, bæði þar og annars staðar, að leggja línur út frá afl- stöðvunum eftir því sem fjármagn og aðstaða leyíir. Er að sjálfsögðu nauðsynlcgt að gcra sér grein fyrir því, að slíkt vcrður áð gera í áföngum og óhjákvæmilega á Iöngum tíma, því að þess er enginn kostur, að við það verði ráðið með öðrum hætti. Er ánægjulegt að minnast þess, hversu stór skref þegar hafa verið stigin á örstuttum tíma í raforkumálum dreifbýlisins. En óhjákvæmilegt um leið að minna á, að þessi risaskref, hafa reynt mjög á þjóðarskútuna og fjáröflun vcrið ákaflega erfið. Ijóst, að það er ekki mögulegt að fara jafnhratt á næstunni í þessu máli og gert hefur verið um sinn. Ómögulegt að útvega svo mikið fjármagn. En áfram verður að sækja scin djarflcgast, því að þörfin cr mikil. Þá er þess að minnast og yfir því að gleðjast, að á næstu mán- uðum bætast í fiskiskipaflotann 12 tvö hundruð og fimmtíu má- lesta fiskiskip. Hið fyrsta eftir nokkra daga og svo hvert af öðru. Verða þessi glæsilegu skip myndarlcg viðbót við flotann, og munu drcifast um landið víðs vegar. Verið er að vinna að kaupum stórra togara og fjáröflun í því skyni.“ Siðferðileg lægð. SAMKVÆMT frásögnum sjón- arvotta, mun samkomuhald víða á Norðurlandi í mörgu áfátt og fara versnandi. Án þess að rök- styðja það með dæmum, mun óhætt að fullyrða, að við erum í þessu efni í siðferðilegri lægð. En til þess að vinna gegn þessu ófremdárástandi, er nauðsyn að gera sér þess grein, hvar skórinn kreppir. í fyrsta lagi er drykkjuskapur og drykkjuslark áberandi, einnig meðal unglinga innan 16 ára ald- urs. Lögreglueftirlit er ekki nægilega öflugt, danssalir yfir- fullir, slagsmál algeng, alger vöntun á húsnæði fyrir ölóða menn og „dauða“ oð leynivínsal- ar mata krókinn undir veggjum samkomuhúsanna. Samræmdar reglur þarf að setja um sam- komuhald í héruðunum, en þær eru engar til. Þær reglur þarf síðan að auglýsa rækilega og fara eftir þeim. Hin ágætu félags- heimili sveitanna þurfa með sam eiginlegu átaki að forða þeim frá því að verða „spillingarinnar bæli“ og það þurfa forráðamenn þeirra að gera án tafar. Ungt fólk þarf að skemmta sér, en nokkrar einfaldar reglur eru því nauð- synlegar, ef vel á að fara. Sennilega þarf að binda ald- urstakmarkið við 16 ár á opin- berum danssamkomum, en hafa sérstakar samkomur í sambandi við danskennslu o. fl. fyrir yngra fólk. Lögreglueftirlit þarf að auka stórlega og eldra fólkið gæti haft veruleg áhrif á bætt samkomuhald yfirleitt, með því að sækja þessa staði og blanda geði við yngri kynslóðina. Hús- rúm verður að takmarka fjölda seldra aðgöngumiða’ á hverjum stað, en ekki aðsókn o. s. frv. Konsertar á kirkjuloftum. Kirkjugestur skrifar blaðinu um söng í kirkjum: „UNDANFARIN ÁR hafa verið stofnaðir fjölmargir kirkjukórar víðs vegar um landið. Hefur ver- ið starfað að þessu af mikilli elju, og þeim áhugamanni, sem mest hefur að þessu unnið, mjög vel fagnað af almenningi, sem hefur gaman af að syngja. Nú er svo komið, að margir góðir kirkju- kórar starfa á vegum kirknanna; þeir hafa með sér samband, syngja mikið og halda söngmót. Að þessu er auðvitað menningar- auki. En það eru fleiri hliðar en ein á hverju máli. Það er ætlazt til, að söngur sé snar þáttur í hverri guðsþjón- ustu, ekki konsertsöngur, heldur safnaðarsöngur. Söfnuðurinn á að vera þátttakandi í guðsþjón- ustunni að svo miklu leyti, sem unnt er, ekki einungis áhorfandi og hlustandi. Prestunum er þetta auðvitað vel ljóst, og þeir biðja kirkjugesti að syngja með kórn- um. En hvernig er brugðizt við þessari beiðni? Hinir fáguðu kirkjukórar hafa víðast hvar haft þau áhrif á safnaðarsönginn, sem ekki var til ætlazt. Flestir kirkjugestir hafa það álit á söngrödd sinni, að þeir vilja ekki skemma fyrir kórn- um, enda hafa þeir unun af að hlýða á góðan söng. Ástandið er því þannig, að uppi á kirkjulofti er haldinn konsert, en á kirkju- bekkjunum er hlustað og þagað. Við hverja kirkju ætti að vera lítill kór, sem syngi við jarðar- farir og ef til vill á stórhátíðum, en við almennar guðsþjónustur ætti þetta fólk að dreifa sér um kirkjubekkina og leiða sönginn. Þá fyrst væri ástæða til að ætla að söngurinn yrði almennui', ekki aðeins þiggjendur og hlustendur á bekkjum, heldur þátttakendur, sem nytu sinnar kirkjugöngu.“ Ljótt ræsi. MENN ERU að velta því fyrir sér, hvað tefji byggingu niður- brotins ræsis á þjóðveginum í Arnarneshreppi. Langt er síðan ræsi þetta datt niður, og hefur vegamálastjórnin einhverii tíma brugðið skjótara við um aðgerðir. Bægisarkirkja huridrað ára Eg efast um að við gerum okkur hversdagslega grein fyrir því, hvílík risaskref stigin hafa verið nú síðustu missirin í raforkumálum drcifbýlisins. Nú í árslok verður búið að verja til áætlunar- innar um 371 milljón. Til samanburðar má geta þess, að sú fjárhæð svarar til samanlagðs stofn- kostnaðar beggja virkjananna við Sogið, írafoss- viljunarinnar og þeirrar nýju, sem nú er í smíðum og vel það. En Sogsvirkjanimar eru hvor um sig stærstu og dýrustu mannvirki, scm íslendingar hafa ráð- izt í. Ilvor um sig ennþá meiri mannvirki en Áburðar- og Sementsverksmiðjan. Hér hefur því ekki verið um neitt smá átak að ræða í raforku- málum dreifbýlisins. Á þessu ári einu verður varið 113 millj. í áætl- unina, og er það miklu hærri fjárhæð en nokkru sinni verður á einu ári varið til Sogsvirkjunar- innar, scm nú er í smíðuin. Þctta verða menn að vita sem gleggst, til ]iess að geta mctið það, sem er að gerast. Það er aug- Hundrað ára afmælis Bægisár- kirkju var minnst sunnudaginn 19. okt. sl. með guðsþjónustu í kirkjunni og samkomu í félags- heimili Hörgdæla að Melum strax eftir messu. — Guðsþjón- ustuna framkvæmdu þrír prest- ar: Sérá Fjalar Sigurjónsson í Hrísey þjónaði fyrir altari á und- an predikun. Sóknarprestur Bægisársóknar, séra Sigurður Stefánsson prófastur á Möðru- völlum, flutti fróðlegt og ítarlegt erindi um Bægisárstað og þá presta, sem þar hafa þjónað fyrr og síðar. Var mikið á erindi pró- fasts að græða. Hann var og fyrir altari á eftir predikun. En pre- dikun flutti séra Stefán Snævarr á Völlum. — Við orgelið var Baldur Guðmundsson á Þúfna- völlum. Söngflokkur kirkjunnar söng. Guðsþjónustan fór hið bezta fram og var bæði fögur og áhrifarík. — Strax að gúðsþjón- ustunni lokinni var haldið frá Bægisá og yfir að félagsheimil- inu að Melum í boði sóknar- nefndar. Félagsheimilið er mikil bygging og sjálfsagt hin vandað- asta. Mun henni varla lokið að fullu ennþá. Sóknarnefndin í Bægisársókn bauð þar öllum kirkjugestum til kaffidrykkju og veitti rausnarlega. Veizlustjóri var Einar Sigfússon kennari og sóknarnefndarmaður (að eg hygg). Hófst samkoman með því, að söngflokkurinn söng sálm. — Síðan flutti veizlustjóri athyglis- verða ræðu og bað menn að málslokum sínum að gjöra svo vel og neyta hinna frambornu veitinga. Tóku samsætisgestir þeirri málaleitun veizlustjóra hið bezta og gjörðu kaffinu hin beztu skil, eins og veitendurnir ætluð- ust til. Af því líkum ágætum var fram borið, að annað var ekki (Framhald á 7. síðu.) Brot ur afmælisrímu til EIÐS á Þúfnavöllum. Hógvær, stilltur, hlýr á svipinn, herðabreiöur, kraíti þrunginn kjarnameiður kemur mér í hugann Eiður. Oll sín kvæðin ekki hann í einu syngur, hyggjudrjúgur, harla slyngur, heill og traustur Islendingur. Margt á þessi maður innan munaspjalda. Fáa betur íinn ég tjalda irændasveit úr húmi alda. Uppgötvar hann ýmislegt í ættaíræðum iráleitt allt úr iornum glæðum íinnanlega í blaðaskræðum. Staríið þetta stendur lengst og stórum metið. Eitir vorrar aldar hretið Eiðs mun lengi verða getið. Sjötíu ára sagður nú aí seggja tungum lyít hann getur þvita þungum þraukað móti garpi ungum. Ungur hann á öldnum dygðum ástir iesti. Enn mun þessum óskagesti endast vel það leiðarnesti. Góðar óskir góðum dreng er gott að bjóða. Veika þráðinn vísnaljóða virða bið ég mér til góða. Saxi Lýtingsson. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Tvö veigamestu hlutverk heimspekinnar eru að uppgötva hið sanna og iðka það góða. — Voltaire. -----o----- Þegar flækingui'ínn er ríkur, er hann kallaður ferðamaður. — Paul Richard. --:--O------ Hinn rétti tími til þess að hafa áhrif á skapgerð barnsins er um það bil hundrað árum fyrir fæð- ingu þess. — Dean Inge. ------o------- Prentuð ræða er eins og þurrkað blóm; efnið er þar að vísu, en yndisleikinn er horfinn og ilmur- inn. — Lorain. ------o------- Stríðið við stúlkurnar vinnurðu helzt með hatt- inum þínum. Gríptu hann og taktu á sprett. — John Barrymore. ------o------- Ræður eru hvorki nógu langar fyrir þann, sem flytur, né nógu stuttar fyrir þann, sem hlustar. — Perry. ------o------- Áhrif peninganna. Sú saga er sögð um Chui'chill á stríðsárunum síðustu, að hann hafi kallað á leigubíl í West End og beðið bílstjórann að aka sér til útvarpsstöðvar- innar, en þar átti hann að halda mikilsháttar ræðu. „Mér þykir það leitt, herra minn,“ sagði bílstjór- inn, „en þér verðið að fá yður annan bíl; þessi ferð myndi taka of langan tíma.“ Churchill varð undrandi og spurði, hvers vegna hann væri svo tímabundinn. „Þetta er nú ekki venjulegt," sagði bílstjórinn, „en sjáið þér til, herra minn. Hann Churchill ætlar nefnilega að flytja ræðu í útvarpið eftir klukku- tíma, og ég ætla að fara heim og hlusta á hann.“ Chuchill varð svo hrifinn, að hann tók upp pundsseðil og rétti bílstjóranum, sem leit sem snöggvast á hann, galopnaði bílinn og sagði: „Inn með yður, herra minn. Churchill getur farið fjandans til.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.