Dagur - 29.10.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 29.10.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagum DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 5. nóvember. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 29. október 1958 53. tbl. Fregn borin til baka Morgunblaðið sagði frá því í gær (einkaskeyti frá Kaup- mannahöfn), að íslcnzka ríkis- stjórnin hefði boðið dönsku stjórninni fiskveiðileyfi innan 12 mílna við ísland, að því til- skyldu að íslendingar nytu samá réttar á Grænlandsmið- um. — fslenzka utanríkisráðu- neytið birti samdægurs þá til- kynningu, að frétt þessi hefði ekki við nein rök að styðjast. Banaslys í Svarfaðardal Það hörmulega slys varð í Svarfaðardal sl. sunnudagsnótt, að Halldóra Helgadóttir frá Þverá varð undir dráttarvél og beið þegar bana. Orsökin er talin stafa af of stuttu ræsi í veginum, þar sem slysið varð. Halldóra heitin var dóttir Helga Símonarsonar bónda á Þverá og fyrrum skólastjóra á Dalvík og konu hans, Maríu Stefánsdóttur. Bændaklúbburinn Fyrsti fundur Bændaklúbbs- ins á þessum vetri verður haldinn að Hótel KEA mánu- daginn 3. nóv." n.k. og hefst stundvíslega kl. 9 síðdegis. Fundarefni: Ólafur Jónsson ráðunautur, sem nýlega er kominn heim úr för til Dan merkur og Norcgs, segir frá nautgriparæktarstarfinu íþess um löndum. nn höiu fund um bæjarmál o. fl. sl. sunnudag Frummælendur voru Guðmundur Guðlaugsson, forseti bæjarstj., og Ingvar Gíslason, erindreki Framsóknai'menn á Akureyri efndu til umræðufundar um bæjarmál og stjórnmál á sunnu- daginn var að Hótel KEA. For- m. fél., Ingvar Gíslason, bauð gesti velkomna og nefndi til fundarstjóra Jón Kristjánsson og Hall Sigurbjörnsson fundarrit- ara. Framsöguræðum Guðmund- ar Guðlaugssonar, forseta bæjar- stjórnar, um bæjarmálefni, og Ingvars Gíslasonar, erindreka Framsóknarflokksins, um stjórn- málaviðhorfið, var ágætlega tek- ið, og að þeim loknum hófust umræður. Guðmundur Guðlaugsson gerði í upphafi máls síns grein fyrir hinum mörgu verkefnum bæjar- félagsins, sem framundan væru og ennfremur tekjum og gjöldum bæjarsjóðs. Minnti hann á, að þótt mörgum þætti framfarir hægfara, þá fyndist víst flestum lsngt seilzt í vasa skattborgar- anna, en þaðan kæmi afl þeirra hluta er gera skyldi. Hvatti hann menn til að kynna sér málefni bæjarfélagsins sem bezt og var- ast órökstudda dóma um menn og málefni. Hann sagði að lang- mestur hluti fjárhagsáætlana bæjanna væri bundinn að lögum, sem ekki yrði undan komizt, en ríkið þyrfti nauðsynlega að eftir- láta bæjarfélögum eftir nokkurn hluta vetluskatts, og að það tæki nokkuð af því á sínar herðar, sem nú hvíldi á bæjarfélögunum. Elliheimilið. Ræðumaður sagði, að allir flokkar ynnu að framgangi þess. Því væri valinn staður á fögrum og rúmum stað og nefnd skipuð til að undirbúa framkvæmdir og sjá um þær, fjórir nefndarmenn tilnefndir af bænum, en einn frá Kvenfélaginu Framtíðinni. Guð- mundur gerði grein fyrir þeirri hugmynd sinni, að tryggt yrði Tilraunir me Þingsályktunartillaga sjö þingmanna Fram- sóknarflokksins um þetta brýna mál bænda Sjö þingmenn Framsóknar- fiokksins flytja þingsályktunar- tillögu um ráðstafanir til þcss að greiða fyrir votheysverkun og öðrum hey vcrkunar að f erðum, sem að gagni mega koma í óþurrkum. Flutningsmenn eru Ágúst Þor- valdsson, Ásgeir Bjarnason, Páll Þorsteinsson, Gísli Guðmunds- son, Karl Kristjánsson, Halldór Ásgrímsson og Eiríkur Þorsteins son. Tillagah hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta vinna að því í samráði við BúnaSaxfélag íslands og tilraunaráð búfjárræktar, að tilraunir með votheysgerð og votheysfóðrun verði auknar, svo og leiðbeiningarstarfsemi á þessu sviði, ennfremur að stuðia, eftir því sem við verður korriið, að út- breiðslu annarra heyverkunar- aðferða, er að gagni mega koma í óþurrkum." í greinargerð fyrir tillögunni segja flutningsmenn, að tjón það, sem orðið hafi í ýmsum sveitum á norðan- og austanverðu land- inu sl. sumar af völdum óþurrka hafi enn á ný vakið til umhugs- unar um það öryggisleysi, sem landbúnaðurinn á við að stríða í sambandi við fóðuröflun handa bústofninum. Rétt þyki því að fela rikis- stjóininni að beita sér fyrir rann sóknum og leiðbeiningarstarf- semi til útbreiðslu heyverkunar- aðferða, sem að gagni koma í óþurrkum. Komi þar fyrst til greina votheysgerð. Síðan er rakin allýtarlega saga votheys- gerðar hér á landi og drepið á nýjustu tilraunir í því sambandi. Þá er minnt á súgþurrkunina og nauðsyn þess að fylgjast með fleiri nýjungum á þessu sviði. — svo mikið land fyrir stofnunina, að tiltækilegt væri fyrir aldrað fólk að byggja sér sjálft heimili undir vernd stofnunarinnar, svo sem víða væri erlendis og miðaði að auknu athafnafrelsi fólksins á meðan það hefði heilsu til að sjá um sig að mestu eða öllu leyti. Ilafnarmál. Guðmundur sagði, að á undan- förnum árum hefði verið unnið fyrir alla þá peninga, sem fyrir hendi hefðu verið. Hafnarmann- virkjunum á Oddeyrartanga hefði miðað vel. Lokið væri við togarabryggjuna og þungavöru- bryggjuna, að öðru leyti en því að steypa slitlagið, sem myndi gert á næsta vori. — Þá minntist hann á hagfellda vinnu Dagnýjar og stóra kranans, sem dýpkað hefðu hina nýju höfn. (Framhald á 5. bls.). Fundur í Félagi ungra Framsóknarmanna Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri heldur félagsfund annað kvöld, fimmtudaginn 30. október, í Hótel Varðborg, kl. 8 e. h. — Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. — Fréttir af þingi S. U. F. (Ingvar Gíslason). — Umræður um landhelgismál o. fl. — Rætt verður um vetrarstarfið. Ungir Framsóknarmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér nýja félagsmenn. Samvinnuskólinn að Bifröst ferðast um Norðurland Á sunnudagskvöldið komu hingað til Akureyrar nemendur og kennarar frá Samvinnuskól- anum að Bifröst í Borgarfirði, 71 talsins, þar af f jórir kennarar. — Fararstjóri er Gunnar Grímsson, en aðrir kennarar: Hróar Björns- son, Snorri ÞorsteinssonogHörð- ur Haraldsson. — Samvinnu- skólanemendur nota tímann vel og skoða hina miklu og fjölþættu starfsemi samvinnumanna á Ak- ureyri, en munu halda heimleiðis í dag. — Fjórir nemendanna cru héðan úr bænum. — Nem- endum var skipt í tvo hópa, er þeir skoðuðu merka staði. Sam- kvæmt áætluninni var Mjólkur- samlag og ketilhús KEA skoðað undir leiðsögu Jónasar Krist- jánssonar, Sápuverksm. Sjöfn, leiðsögumaður Ragnar Ólason, Smjörlíkisgerð KEA, leiðsögum. Svavar Helgason, Fataverk- smiðjan Hekla, leiðsögumaður Ásgrímur Stefánsson, Akureyr- arkirkja, leiðsögu veitti séra Pét- ur Sigurgeirsson. — Þennan dag kcpptu nemendur við starfsfólk KEA i knattspyrnu, skoðuðu kaupstaðinn, héldu til að Hótel KEA og þágu hádegisverðarboð hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. f gær hófst svo dagurinn með kynnisferð um nágrennið og var séra Benjamín Kristjánsson leið- beinandi og fræðari í þeirri ferð. Að lokum snæddur hádegisverð- ur í boði verksmiðja SfS, en síð- an ckoðaðar Gefjun og Iðunn og Skógerðin, undir leiðsögu þeirra Arnþórs Þorsteinssonar, Þor- steins Davíðssonar og Richards Þórólfssonar og síðan þegið kaffi boð hjá verksmiðjunum í sam- komusal starfsfólksins. Heimsókn Samvinnuskólans var ánægjuleg og hefur án efa verið hinum ungu samvinnu- mönnum og konum til nokkurs fróðleiks, bæði ferðir um byggðir og heimsóknin í mesta sam- vinnubæinn, og vonandi að fleiri slíkar ferðir verði farnar á næstu árum. — (Ljósmynd: E. D.). —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.