Dagur - 05.11.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 05.11.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 5. nóvembcr 1958 frá Þverá MINNÍNGARORÐ Skothæfni og þekking á meðferð skotvopna Vandamál lífs og dauða leggst þungt á oss, Svarfdælinga um þessar mundir. Ovæntur atburð- ur, í senn sviplcgur og átakan- legur, hefur gjörzt hér hjá oss. Ung stúlka, Halidóra Helgadóttir frá Þverá í Svarfaðardal, beið bana á drátbarvél 26. þ. m. skammt sunnan við Syðri- Grund, er hún var á leiS heim til sín. Það er naumast hægt að verj- ast því, að manni fljúgi í hug að máttarvöldin hafi sagt: „Hingað — og ekki lengra. — Kallið cr koini®'“ — Svo óvænt gerðist þetta. — Osjálfrátt kemur gamla í minningu uin ílall- dóru á Þvcrá Enn hefur bleika sigðin höggv- :ið snöggt og óvænt ungan meið á giundu Svarfaðardals, og enn spyrjum við ráðþrota út í tómið: hvers vegna? Hvers vegna var Halldóra á Þverá, svo ung að ár- um, kvödd að heiman? Hvers vegna er svo ægiþung byrði lögð á aldraða foreldra, er þó áður höfðu mætt mótlæti og harmi lífsins? Hvcrs vegna var enn eitt barn í Svarfaðardal svipt vcrnd ástvina? Hver er tilgangurinn, hvers er réttlætið? Og það er hæsta mannlegt, hvort sem við trúum á annað líf og endurfundi eður eigi, að mótmæla svo hörð- 'um dómi, svo fljótum heimanbún aði fólks á bezta aldri, er átti svo margt til að lifa og starfa fyrir. Á nokkur svo sterka trú við svo .sncgga brottför ástviriar, að eigi blæði úr hjarta, eg efast um slíkt, þótt eg hins vegar viti, að það er trúin, aðeins hún ein, er veitir þann styrk, að unnt cr að axla harminn. Eg efast eigi um trúar- traust Þverárhjóna, er þau nú í dag kveðja dóttur sina hinzta sinni hérna megin landamæra, og eg bið trú þeirra blessunar þess almættis er sýnir dýro sína :i fegurð vors og friðar. Halldóra á Þverá kveður Svarf aðardal haustfölvan við vetrar- komu, við biðjum henni farar- heilla til landsins ókunna, mun þar nokkurt skammdegi og bleikur völlur? Hún er hvít núna, hlíðin fyrir ofan Þverá, en það bíður vor handan vetrarins, og þá mun Þverárhlíðin enn á ný klæðast grænum möttli hins unga lífs. — Ætium við ekki eiít vorkvöldið, Svarfdælingar, ao fjölmenna á :fund Þverárhjóna, og falast eftir reit í hlíðinni fyrir ofan bæinn, okkur langi til að koma þar upp trjálundi í minningu um Hall- dóru, myndi þeim vera óljúft, Þverárhjónum, að játa bón okk- ar? Lundur Iialldóru gæti orðið minnismerki og þá jafnframt táknmynd þess, að vorið sé vetri sterkara, að lífið sé máttugra dauðanum. Far heil, Halldóra, guð blessi þig og alla ástvini þína. Sigurjón Jóhannsson. spurningin fram í hugann: „Mun dauðastundin ekki ákveðin fyrir- fram?“ Margt bendir til þess, að svo kunni að vera, en erfitt mun að ganga úr skugga um það með fullri vissu. Reynslan staðfestir, að „ungur má, en gamall skal.“ En hvers vegna þeim aldur- hnignu og vanmáttugu er stund- urn hlíft, þegar hinir ungu eru kallaðir, er oss óskiljanlegt. Manni virðist sem hinir ungu hafi ærin hlutverk að leysa af hendi hér hjá oss, sem eldri kyn- slóðunum eru ofurefli, en máske þeirra, scm ungir cru kallaðir frá oss, bíði cnn stærri og mikilvæg- ari hlutverk handan við móðuna miklu. — Fær eigi sú hugsun sætt oss við orðinn hlut? Vér spyrjum ej lengur. — Leggjum allt svo ljúflega’ í Drottins hendur. Þótt oft sé hér dimmt og yndið valt, oss opinn Guðs faðmur stendur. O, fiýjum í hann, e£ finnst oss kalt, er fennir um lífsins strendur. Halldóra Helgadóltir fæddist að Þverá 12. júlí 1930. Foreldrar hcnnar voru hin góðkunnu hjón, Ilelgi Símonarson, nú bóndi að Þverá, fyrrum skólastjóri á Dal- vík, og kona hans, María Stef- ánsdótiir. — Halldóra ólst upp hjá foreldrum sínum og mun jafnan hafa átt þar heima. — Halldóra var fríð sýnum og gjörfileg, bjarthærð og ljós yfir- litum, og að öllu hin geðþekk- asta. Hún var bráðvel gefin og vel að sér. Naut hún góðrar menntunar, bæði í hcimahúsum og í skólum. Hún var myndvirk og velvirk, og dugleg að hverju sem hún gekk. Hún mun hafa átt óskiptar vinsældir allra, sem henni kynntust. Þótti jafnan gott með henni að vera. Hún var létt í máli að jafnaði, en átti einnig sínar alvörustundir. Söngvin var hún og haíði fallega sópranrödd. — Eg finn glöggt að voru fá- menna samíélagi cr mikill sjón- arsviptir að Halldóru, sem nú er kölluð frá oss. Hennar mun sár- lega saknað. „Guð huggi þá, sem hryggðin slær, hvort sem þeir eru fjær eða nær.“ Blessuð sé minning Halldóru Helgadóttur! Hvíli hún í friði Drottins! V. Sn. Iíeyktjón ai alúm-vinnslu. í „Degi“ hefur áður verið skýrt frá því, að reykurinn frá hinum miklu alúm-verksmiðjum í Noregi (t. d. Árdal í Sogni og á Sunnudalseyri á Norðurmæri) hafi valdið tjóni á skógi og öðr- um jarðargróðri, svo að allmikl- ar hætur varð að greiða bændum og jarðeigendum á þeim slóðum. Nú virðist hafa tekizt að giröa fyrir þessa hættu með sérstakíi reykhreinsunaraðferð,reykþvotti, sem svo er nefndur. í Mósjó á Hálcgalandi er ný alúmverk- smiðja með þessurn útbúnaði, sem hefur gefizt svo vel, að engra gróðurskemmda hefur orðið vart nema lítils háttar í allra næsta nágrenni. Ölvunarslys í Þýzkalandi. Árið 1955 voru ölvunarslys á vegum Þýzkalands 40% af öllum umferðaslysum. Og árið eftir voru 16000 bílstjórar sviptir leyf- isbréfum sínum, og voru það 25% fleiri en árið áður. En svo var eftirlit líka orðið strangara en áður. Um 1/3 þeirra, sem sviptir voru ökuleyfi, voru á milli tvítugs og þrítugs. Dauðslys barna. í Noregi valda slys um 40% af tölu dáinna barna og unglinga allt að 19 ára aldri. Eru þetta hærri hlutföll heldur en í nokkru hinna Norðurland- anna, sem Alheims heil- brigðismálanefndin hefur not- áð til samanbui'ðar. — Næst kemur Danmörk og Finnland með 37%, og Svíþjóð með 36%. Lægst er ítalía með 13%. Það sem veldur því, að slysadauði barna í Noregi er svo hár að hundraðshlutföllum, er það, að heilsuvernd er þar svo góð að öðru leyti, og þess vegna deyja miklu færri börn úr veikindum en t. d. i ítalíu. Slysadauði barna verður því tiltölulega hæstur í dánartölu barna í Noregi. Eins og kunnugt er rekur ís- lenzk-ameríska félagið á Akur- eyri bókasafn og lesstofu að Geislagötu 5, og er það opið á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 7.30 til 10 e. h. og á laug- ardögum frá kl. 4 til 7 e. h. Safninu berst rcglulega mikill fjöldi amerískra blaða og tímarita og sýnir eftirfarandi listi fjöl- breytni þeirra: American Artist — American Girl — American Modeler — American Scandinavian Review — Arts — Atlantic — Atoms Digest — Better Homes and Gardens — Boy’s Life — Current History — Flying — Fortune — Good Housekeeping — Harper’s Bazaar — Harper’s — House Beautiful - Ladies Home Journal — Life — Holiday — Living for Young Homemakers — Look — Mademoiselle — Metropolitan í Noregi hefur verið stungið upp á því — og jafnvel verið krafizt þess í blöðum, að settar verði reglur og ákvæði um próf í skotfimi fyrir alla þá, sem á haustum sækja um veiðileyfi stórra dýra, svo sem clgs, hjarta og hreina. Enda hefur verið mjög mikið um dýr þessi á ýmsum stöðum í haust. Hafa t. d. verið tugþúsundir af villihreinum á Harðangurs-víðáttunum svo- nefndu. En það er hið.geysimikla fjallaflæmi á milli Harðangurs- fjarða að vestan og Haddingja- dals og Númadals að austan, og' telzt frá 10—12 þúsund ferkíló- metrar að öllu meðtöldu. í Sogni, á Hörðalandi og víðar Vestan- fjalls hefur hjartardýrum fjölgað mjög á síðari árum. En elgsdýr halda sig nær eingöngu í hinum miklu skógarsveitum Austan- fjalls. Skyttur verða að fá veiði- leyfi hjá héraðsyfirvöldum gegn ákveðnu gjaldi og dýrafjölda. Og eftirlitsmenn veiðanna eru á vegum hins opinbcra. Sveitabændum Vestanfjalls er afar illa við ágengni veiðimanna á haustin, sérstaklega þó þeirra, er smáveiðar stunda á héra, íkorna, rjúpu og annan skógar- fugl. Eru þessar veiðar oftast reknar með veiðihundum, og þykir bændum þá oft tvöföld hætta á ferðum fyrir sauðfé sitt og geitfé. Stundum er það blátt áfram drepið með „slysaskotum", en þó er hitt miklu algengara, í,ð veiðihundar „höfðingja og heldri manna" gangi lausir og fara þá alloft „á veiðar upp á sína fjóra fætur“ og ráðast þá á fyrstu sauðskepnuna, sem þeir hitta fyrir og sinna hvorki lögum né eignarrétti. Auðvitað eru hundar þessir réttlausir og réttdræpir, séu þeir staðnir ao verki, en jafnvel þá er erfitt að koma lög- um yfir þá, sé eigi skotvopn við hendina. Hefur alloft komið fyr- ir, að lausir veiðihundar hafa Muscum of.Art Bulletin — Mus- eum of Modern Art Bulletin — Musieal Ameriea — National Geogi'ophic — Newsweek — New Yorker — Popular Mec- hanic — Pöpular Science — Pi'oblems of Communism — Radio & T. V. News — Réader’s Dígest — Saturday Evening post — Saturday Review — Sports lllustrated — Theatrc Arts — Time — United Nations Review — U. S. News & World Report— Vouge — New York Times — New York Herald Tribune. Fangaðar 132 dúfur Herferð er nú hafin gegn dúf- unurn í bænum. Hófst hún á föstudaginn með því að farið var upp í kirkjuturninn og þar fang- aðar 132 dúfur. Þar var ljótt um- horfs. sauðkindur á cinum morgni, og stundum eru 2—3 saman og elta búepning bænda miskunnarlaust. —o— Síðastliðinn miðvikudag, 22. þ. m. birti Dagur mjög þarfar leið- beiningar: „Ohlaðin byssa er ekki til“! Datt mér þá í hug', hvernig þessum málum muni hagað hér hjá okkur. Hvernig sé með veiðileyfi, hver skilyrði fyrir sönnun um skothæfni veiði- manns, og þá eigi síður skilyrði fyrir kaupum skotvopna og notk- un. Svo virðist alltoft, sem hver klaufi, glanni og viðvaningur geti eignast skotvopn, án allrav þekk- ingar á meðferð og notkun þess, og hvað sé að varast á þessum vettvangi. — Það er ekki alveg nóg að kunna að „hleypa af byssu“! — v. Þakkar bæjarstjórn þurrar veizlur Haustþing Umdæmisstúk- unnar nr. 5. Haustþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var haldið á Akureyi'i sunnudaginn 19. okt. sl. Fundinn sóttu fullti'úar frá stúkunum á Akureyri og Siglufirði. Umdæm- istemplar . er Olafur Daníelsson. Samþykktar voru á þinginu eft- irfarandi tillögur: 1. — Haustþing Umdæmisstúk- unnar nr. 5 felur framkvæmdar- nefndinni að hlutast til um, að sem allra flestar stúkur í um- dæminu verði heimsóttar nú á öndverðum vetri, og að kapp sé lagt á að koma þeim öllurn til starfa. 2. — Haustþing Umdæmisstúk- unnar nr. 5 felur framkvæmdar- nefndinni að koma á almennum kynningar- og útbreiðslufundi hér á Akurcyri í október eða nóvember, og verði þá meðal annars reynt að fá þangað erind- reka Stórstúkunnar; höfð sé sam vinna við AfengisvarnanefndAk- ureyrar. 3. — Haustþing Umdæmisstúk- unnar nr. 5 lætur í ljós ánægju sína yfir, ao bæjarstjórn Akur- eyrar hefur ckki haft áfengis- .veitingar í veizlum þeim, er hún hefui' staðið fyrir á þessu ári, og þakkar þetta góða fordæmi. 4. — Haustþing Umdæmisstúk- unnar nr. 5 beinir því til stúkn- anna í umdæminu að minnast 75 ára afmælis Reglunnar í vetur á veglegan og viðeigandi hátt. Bazar heldur Kvenfélag Akur- eyrarkirkju laugardaginn 8. nóv. n.k. kl. 5 e. h. í kapellu kirkj- unnar. Félagskonur vinsamlegast skili munum í síðasta lagi fyrir fimintudagskvöld til undirrit' aðra: Aðalheiður Antonsdóttir, Fróðasundi 3, sími 2068, Helga Daníelsdóttir, Grænugötu 6, sími 1898, Lára Jónsdóttir, Kringlu- mýri 29, sírni 2029, Margrét Elí- asdóttir, Byggðaveg 94, sími 2297, Sesselja Eldjárn, Þingvallastræti 10, sími 1247, Þórhildur Hjalta- lín, Grundargötu 6, sími 1196. sprcngt og rifið sundur 10—20

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.