Dagur - 05.11.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 05.11.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 5. nóvember 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingastjóri: Þorkell Bjömsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Undir járnhælnum ÞEGAR Halldór Kiljan Laxness hlaut Nobels- verðlaunin fögnuðu íslendingar af heilum hug. — Þegar Pasternak hinn rússneski var sæmdur á sama hátt fyrir nokkrum dögum var hann ausinn svívirðingum opinberlega, bæði í útvarpi og blöðuin í heimalandi sínu, svo og sænska Aka- demian. Það cr gott fyrir almenning í þessu landi að glöggva sig á þessum ólíku viðhorfum tveggja þjóða til öndvegisskálda sinna. Laxness er opin- ber andstæðingpr þess þjóðskipulags, sem við bú- um við og berjumst fyrir. Hann hefur tekið þátt í stjórnmálabaráttunni fyrir opnum tjöldum, meðal annars vcrið í framboði fyrir kommúnista. Á því sviði hefur hann stóran meirihluta þjóðar- innar á móti sér. En hann er mikið sltáld. Þcgar hann tók á móti bókmenntaverðlaunum Nobels fagnaði þjóðin svo innilcga og án undantekning- ar, að lcngi verður í minnum liaft. SkáldsniIIi Laxness var þjóðarsómi og æðsta viðurkenning fyrir bókmenntastörf yljaði hverju íslenzku hjarta. Rússneska skáldið, Boris Pasternak, hefur unnið þjóð sinni ómetanlegt starf á andans akri. Hann er dáður og virtur í heimalandi sínu sem einn af mestu andans mönnum. En hann vill ógjarnan fara eftir forskriftum stjórnmálamanna í list sinni. Handritið að síðustu bók sinni varð hann að senda til ítalíu til útgáfu. Frá sjónar- miði frjálsra inanna er þessi bók engin sérstök ádeila á rússneskt stjórnarfar, en hún er hcldur enginn dýrðaróður um það, eð'a í þeim þjóðnýt- ingarstíl, sem flcst skáld og listamenn austur þar beygja sig undir til að halda lífinu. En hvað skeði svo, þegar þessu aldna skáldi var sýnd hin æðsta virðing erlendis? Þau undur gerast, að hann er rekinn úr rithöfundasambandi Ráðstjórnarríkjanna og sviftur nafnbótinni, Sov- ét-rithöfundur svo og öllum vegtyllum og heiðri, sem valdhafarnir geta af honum tekið. í opinber- um, rxissneskum tilkynningum er Pasternak orð- inn föðurlandssvikari og sænska Akadenxian brotleg með árás á lieiður Rússlands. Með þessu atferli hafa valdhafarnir í Rússlandi enn einu sinni flett ofan af því hyldýpi andlegrar kúgunar, sem skilur austur og vestur. Stálgreyp- ar stórveldisins skjálfa af blygðun og reiði þegar frjálslyndur afreksmaður, þess eigin þegn, hlýt- ur viðurkcnningu á hcimsmælikvarða. Ástæðan er sú, að hann hefur ekki skrifað eftir forskrift. Hinn frjálsi lieimur fyllist viðbjóði og réttlátri reiði yfir hinni einstæðu meðferð á einu mesta skáldi Sovétlýðveldanna. Mótmælaalda reis í vestrænum löndum, jafnvel trúbræður og dýrk- endur rússneskra stjórnarvalda gátu ckki orða bundist og sendu harðorð inótmæli, þeirra á með- al Halldór Kiljan Laxness. Á íslandi slógust pólitískir andstæðingar Lax- ness um að gera honum scm mesta sæmd þegar honum var veittur hinn sami heiður. Er hægt að undirstrika betur þessi tvö glöggu og nærtæku dæmi um frelsi og kúgun? Getur nokkur efast um hvað bíður þeirra, sem ganga undir járnhæl- inn? - Búnaðarfræðsla Eyfirðinga (Framhald af 1. síðu.) hefur lengi verið til fyrirmyndar. Hins vegar er ekki um neinar stefnubreytingar að ræða í naut- griparæktinni síðustu þrjá ára- tugi. í landinu eru einkum þrjú kúakyn, rauða kynið, danska, józka svartflekkótta kynið og jerseykynið. Öll eru kyn þessi fyrst og fremst mjólkurkyn, en eru notuð jöfnum höndum til kjötframleiðslu, nema jerseykyn- ið. Mjólkurverð er hið hrakleg- asta í Danmörku nú, eða um 20 aurar fyrir lítrann til bænda, þess vegna leggja bændur kapp á kjötframleiðslu og ala alla naut- kálfa til slátrunar. Stutthyrning- arnir þykja ekki nægilega mjólk- urlagnir. Engan stuðning frá ríkinu. Danskir bændur hafa engan stuðning frá ríkinu og eiga við erfiðleika að búa. Hins vegai' styrkir ríkið ráðunautastörf og búmenntun. Undanrennu kaupa danskir bændur á 10 aura og sézt bezt á því, hve smjörvei'ðið er lágt. Danskir bændur eru snill- ingar í að sveigja búskapinn eftir markaðssveiflum og haga framleiðslunni í samræmi við markaðsmöguleikana. Eftirlits- starf í nautgriparæktarfélögum er þrískipt, A, B og C eftir því hve nákvæmt það er. Auknar afurðir. Með samanburði á afurðum kúnna frá því um aldamót eða litlu síðar og-afurðaskýrslum nú, sézt, að breytingin hefur orðið mikil og allt að einum fjórða hluta hvað mjólkurmagn snertir, og fitan hefur einnig hækkað álíka mikið. Til samanburðar gat ræðumaður þess, að hér á landi, þar sem nautgriparæktin hefur verið stunduð á félagsgrundvelli síðustu áratugi, liefði árangur orðið svipaður hvað mjólkur- aukninguna snertir. í Danmörku eru um 80 sæð- ingarstöðvar og þess utan 30—40 afkvæmarannsóknai'stöðvar. — Hvert naut er notað að meðaltali handa 1262 kúm. Sézt af þessu hve mikla þýðingu það hefur að vanda vel val þeirra. 100 naut eru í rannsókn á afkvæmarann- sóknarstöðvunum á ári hverju. Dætrahóparnir undan hverju nauti eru allt að 20. Á afkvæma- rannsóknai'stöðvunum hefur komið greinilega í Ijós, hver reg- inmunui' er á nautunum, þrátt fyrir mjög langa og nákvæma ræktun stofnanna og geta menn þá gizkað á, hver munurinn hlýtur að vera í óræktuðum stofni eins og hér á landi. Ræðumaður sagði, að Danir skipulegðu m.jög vel kynbóta- starfið og að það væri óháð opin- berum styrkjum. Frá Noregi. í Noregi eru viðhorf að ýmsu leyti ólík til nautgriparæktar. — Þar er eftirlitsstarfið aðallega lagt til grundvallar við val nauta en afkvæmarannsóknarstöðvar ekki til. Þar er mjög náin sam- vinna milli mjólkurstöðva og nautgriparæktarfélaga. — Þar stunda dýralæknar aðallega sæð- ingu kúnna. Fjósaeftirlit er að nokkru í höndum mjólkurstöðva. Norðmenn stunda meiri kyn- biöndun nautgripa en Danir. Votheysverkun er ofarlega á baugi hjá Dönum og Norðmönn- um og margar tilraunir gerðar við þessa heyverkunaraðferð. — Sameiginlegt álit þeii-ra er það, að votheysgerð verði bezt með því að knosa heyið í samhliða söxun. Höggsláttuvélarnar, sem farið er að framleiða, gera þetta. Ein slík vél hefur nýlega verið smíðuð á búnaðarskólanum á Ási, en er á tilraunstigi ennþá. í Ameríku hefur tekizt að geyma sæði mun lengur en áður án djúpfrystingar, og er nú verið að reyna þetta í Noregi. Víða er harðbýlt í Noregi, og jafnvel svo erfiðar samgöngur, að flytja vei'ður á streng að heimil- unum og jarðirnar sums staðar svo undur litlar, að erfitt er að átta sig á, hvernig hægt er að lifa við þær aðstæður. Skógurinn gefur þó landinu ómetanlegt gildi og víðast er skógarhögg til rnargs konar nytja. Búskapui'inn í Noregi nýtur stuðnings frá rík- inu á líkan hátt og hér. Ræðumaður í'ómaði viðtökur allar í ferð sinni. Umræður. í umræðum þeim, sem á eftir fóru, tóku þessir til máls, auk frummælanda og fundai’stjóra: Garðar Halldórsson, Gunnar Kristjánsson, Sigurjón Valdi- marsson, Aðalsteinn Guðmunds- son, Jón Bjarnason og Guð- mundur Benediktsson. Þessir menn beindu fyrir- spurnum til Ólafs Jónssonar út af erindi hans og fengu greinar- góð svör. Að síðustu flutti Jónas Kristjánsson nokkur hvatning- arorð til bænda og sleit þessum fyrsta bændaklúbbsfundi vetrar- ins. Nemendasambandí Sam- vinniiskólans Eins og skýrt hefur verið frá í útvarpi og blöðurn, hefur nýlega verið stofnað Nemendasamband Samvinnuskólans, og er þegar orðinn allfjölmennur hópur þeirra, sem gerzt hafa stofn- endur. Nú vill stjórn Nemendasam- bandsins gefa öllum þeim nem- endum, er stundað hafa nám í Samvinnuskólanum og ekki gátu mætt á stofnfundinum, kost á því að gerast stofnendui'. Heitir stjórnin á nemendur að bregðast fljótt og vel við og senda inntökubeiðni sína til for- manns sambandsins, Sigurvins Einarssonai', alþm., Mjóuhlíð 2, Reykjavík, eða gjaldkera þess, Kristins Guðnasonai', Linnetstíg 8, Hafnarfii’ði, ásamt kr. 100.00, sem var samþykkt árgjald sam- bandsins á stofnfundi þess, og teljast þar með til stofnenda sambandsins. ÁFENGISSALA Samkvæmt upplýsingum frá Áfengisverzlun rík- isins hefur sala áfengis verið frá verzluninni þriðja ársfjói'ðung (1. júlí til 30. sept.) 1958: I. Heildarsala: Selt í og frá Reykjavík .kr. 30.897.240.00 Selt í og frá Akui'eyri ............ — 4.518.633.00 Selt í og frá ísafirði ............. — 1.427.646.00 Selt í og frá Seyðisfirði .......... — 1.207.756.00 Selt í og frá Siglufirði ........... — 2.130.471.00 Kr. 40.181.746.00 II. Sala í pósti til héraðsbannsvæðis: Frá aðalskrifstofunni í Reykjavík, Vestmanna- eyjar kr. 515.928.00. III. Áfengi til veitingahúsa: Selt fi'á aðalski'ifstofu kr. 813.720.00. Á sama tíma 1957 var salan sem hér segir: Selt í og frá Reykjavík........... kr. 28.202.211.00 Selt í og frá Akureyi'i ............ — 4.165.429.00 Selt í og frá ísafirði.............. — 1.462.781.00 Selt í og frá Seyðisfirði .......... — 925.289.00 Selt í og frá Siglufirði ........... — 2.153.039.00 Ki’. 36.908.749.00 Sala í pósíi til héraðsbannsvæðis: Frá aðalskxáf- stofu í Reykjavík, Vestmannaeyjar kr. 450.890.00. Áfeugi til veitingahúsa: Selt frá aðalskrifstofu kr. 1.007.943.00. Fyrstu mánuði ái'sins 1958 hefui' sala áfengis til neyzlu frá Áfengisverzlun ríkisins numið alls kr. 101.792.515.00, en á sama tíma 1957 kr. 93.326.195.00. Allt árið 1957 nam salan kr. 129.223.023.00. Það skal tekið fram, að nokkur verðhækkun varð á áfengum di'ykkjum 1. marz síðastliðinn. Rétt er að geta þess, að mikill hluti af áfengis- kaupum veitingahúsa (en þau eru 5 að tölu og öll í Reykjavík), fer ekki sérstaklega gegnum bækur Áfengisverzlunarinnar, þar sem um kaup er að ræða úr vínbúðunum. Sala til veitingahúsa nemur því í'aunverulega allmiklu hærri upphæð en framanrituð skýrsla ber með sér. — Frá Áfcngisvarnaráði. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Þeir, sem kvax'ta yfir því, að það sé dýrt að kaupa í matinn, ættu að láta flytja símann sinn. ------o------ Á síðasta ári minnkaði olíunotkun Svía urn 3%. Af þjóðum heims nota Bandaríkjamenn mesta brennsluolíu — eða 2990 1. á mann. Næstir koma Kanadamenn og Venesúelar, og þriðju í röðinni eru Svíar með 1425 1. notkun á hvern íbúa. ———o--------- Faðirinn: Heldurðu ekki, að sonur okkar hafi erft greindina frá mér? Móðirin: Jú, vafalaust. Eg hef mína enn. ------o------ Góður starfsmaður þarf ekki stærri skrifstofu en svo, að heili hans komist þar fyrir. ------o------ Skoðun: Álit starfsmannsins — eftir að hann hefur rætt við húsbóndann. ------o------ Fi'iður koxnst á. Stjórnin í Andoi’ra, litla i'íkinu í Pyrenafjöllum (sex manna hei'lögregla) lýsti því yfir nú í haust, að Andorrabúar ættu ekki lengur í styrjöld við þýzka keisaradæmið. f fyrri heimsstyrjöldinni sagði Andorra Þýzkalandi stríð á hendur, en svo hafði þetta gleymzt þar til nú. ------o------ Nýtízku leikfang. Móðirin (skoðar leikfangið): Er þetta ekki of erf- itt og margbrotið fyrir lítil börn? Búðarmaðurinn: Þetta er uppeldisleikfang, frú mín góð, ætlað til þess að gera barnið hæfara -til þess að lifa hér á jörðinni. Það er alveg sam&; hvernig þetta er sett sarnan; það verður alltaf vito laust.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.