Dagur - 05.11.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 05.11.1958, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 5. nóvember 1958 Baguk immmi Söiubúðin, sem ler á miili sveitöbæja Nú er gaman að lifa! Einu sinni í viku fá húsmæðurnar í sveitunum við Eyjafjörð brauðbíl á hjóluni heim í lilað í Hafnarstræti stöðvaðist öll umferð, því að hringavitleysan lagði undir sig götuna. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) „Flest dettur mönnum í hug,“ sagði ferðamaður einn í sumar, er hann sá brauðbíl KEA nema staðar við sveitabæ einn á af- skekktum stað og líflega verzlun hefjast þar á bæjarhlaðinu. Og þetta var síður en svo nokkur tilviljun. Brauðgerð KEA á Ak- ureyri hóf þessa nýjung fyrir 63/á ári og er hún því orðinn fastui' liður í starfsemi hennar og við- skiptaháttum sveitafólksins. „Brauðbíllinn" er eins konar sölubúð á hjólum, sem heimsækir sveitabæina einu sinni í viku hveri'i. Umdæmið er stórt og nær yfir allar sveitir við Eyjafjörð. Brauðbíllinn er alla virka daga á ferðinni frá klukkan 10 að morgni til klukkan 6 og 7 að kveldi. Til sölu eru matarbrauð og kaffibrauð alls konar, kringl- ur og tvíbökur, ennfremur tóbak og sælgætisvörur. Klukkan er langt gengin 10 og bíllinn er að leggja af stað, hlað- inn vörum. í dag er áætlunin í Hörgárdal og Öxnadal, en í Svarfaðardal á morgun. Má cg sjá, hvaða vörur þú aetlar að selja? Davíð Kristjánsson er bæði bíistjóri og sölumaður, og hann opnar hurðirnar upp á gátt og ■segir: „Gjörðu svo vel, hérna sérðu þessar vanalegu vörur, sem eg legg af stað með á hverj- um morgni og sveitafólkið bíður eftir.“ Ferðu svo heim í hlað á hverj- um bæ íil að selja? „Því miður get eg það ekki á öllum bæjum. Það mundi tefja mig alltof mikið og sums staðar eru heimreiðar tæplega nægilega góðar og hlið tefja, þar sem þau eru. Þetta verður því að vera eftir aðstöðu á hverjum stað. Er þá fólkið ekki óánægt yfir því að þú gerir ekki öllum jafn Iiátt undir höfði? „Eg hef lítið orðið var við það. Sveitafólkið skilur þetta svo ákaflega vel og veit að það vei'ð- ur að koma til móts við mig til að gera þessa starfsemi mögu- lega.“ Af hverju selur þú mest? Flest heimili kaupa eitt rúg- brauð, tvö franskbrauð, kringlur, tvíbökur og eitthvað af kaffi- brauði. Sérstaklega er það áber- andi á sumrin, á meðan heyskap- ur stendur yfir, að konurnar kjósa að kaupa brauðið í stað þess að baka það sjálfar, en vinna í þess stað meira úti. Svo þykir mönnum gott að geta keypt sér sígarettupakka eða neftóbaks- dós.“ Og þér mun tekið opmim örm- um víðast hvar? „Já, það má nú segja. Eg á kunningja á hverjum bæ, og það er sannai'lega gleðilegt að finna, að maður er alltaf velkominn. — Þetta er nú sjöunda árið, sem eg starfa við þetta, svo að eg er far- inn að þekkja fólk á öllum bæj- um og á alls staðar góða kunn- ingja.“ Hvernig er svo fjárliagsafkom- an af þessum söluferðum? „Eg held, að á sumrin geti þetta borgað sig, en heilt yfir alls ekki. En þótt þetta sé enginn gróðavegur, á það fullan rétt á sér, vegna þess að það bætir að- stöðu sveitafólksins ofurlítið." Davíð Kristjánsson leggur af stað. Húsmæður í Öxnadal og Hörgárdal bíða hans, kannski er líka einhver orðinn tóbakslaus og hver veit nema telpuhnáta eða drenghnokki hafi unnið til þess að fá „gott“ þegar brauðbíllinn kemur, og þá verður vel fylgzt með fei'ðum hans. Þessi starfsemi mun ekki þekkjast annars staðar á landinu en hér í Eyjafirði, og því er á hana bent sérstaklega, að þetta er veruleg þjónusta og vonandi að liún verði ekki látin niður falla, þó að hagnaðurinn sé hæpinn. Þessi þáttur samvinnustarfsins hefur notið þess frá upphafi, að sölumaðurinn, Davíð Kristjáns- son, er bæði röskur maður og lipur. DAVÍÐ KRISTJÁNSSON, bifreiðastjóri og sölumaður. (Ljósmynd: E. D.). Mjög smitnæmur faraldur gengur nú um bæinn, og er hann íólginn í svo bráðri eftiröpun, að furðu sætir. Hann lýsir sér ann- ars í því, að unglingar hlaupa þangað, sem seld eru plaströr og kaupa þau. Rör þessi eru notuð í hringa, sem unglingarnir hafa um háls eða mjaðmir. Þeir eru töluvert stórir, en eiga að haldast uppi af hreyfingum líkamans. — Þetta hefur verið nefnt húlagjörð eða hringavitleysa. í gær og fyrradag var látlaus ös og ósköpin öll keypt af þessu hringavitleysuefni. Brátt mun árangurinn koma í ljós, þegar þessir hringir prýða ungdóminn úti og inni. I Reykjavík, þar sem þessi far- aldui' gekk auðvitað fyrst, voru öll plaströr keypt upp á ör- skömmum tíma, en húsbyggjend- ur fengu að bíða. Sennilegt er, að svo geti einnig farið hér, ef ekki er að gáð í tíma. Það virðist annars meinlaus skemmtun og saklaus að veifa líkamanum svo innan í gjörðinni, að hún haldist uppi og snúizt eðlilega. Mætti jafnvel ráðleggja þeim, sem teknir eru að stirðna, að hressa upp á kropp sinn með hringavitleysunni. Hitt getur verið íhugunarefni, hvað veldur því, að unglingar í heilum bæ verða samtímis eins og dáleiddir af þessari nýung. — Slík eftiröpunarhneigð er ærið hjákátleg og<ber sannast að segja ekki mikinn vott um íhygli eða einstaklingshyggj u. Brauðbíllinn að leggja af stað. — (Ljósmynd: E. D.). AÐALFENDUR KENNARAFÉL. VESTFJARDA Iveir meun brenndusl í púðureldi r Þriðji maðurinn, Jón Oskarsson, rniin hafa forð- að liúsbónda sínum frá alvarlegum brunasárum 16. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða var haldinn á ísa- firði dagana 27. og 28. septem- ber 1958. í stjórn félagsins voru kosnir: Guðni Jónsson, ísafii'ði, form. Högni Egilsson, ísafirði, gjald- keri. Guðmundui' Ingi Kristjánsson, ritari. Erindi á fundinum fluttu: Dr. Broddi Jóhannesson. Þórleifur Bjarnason, námsstj. Páll Aðalsteinsson, námsstjórif Sveinn Gunnlaugsson, skólastj. á Flateyri. Meðal ályktana, er fundurinn gerði, voru: (Framh. á 7. síðu.) Það slys varð á föstudaginn, 24. október sl., að Þór O. Björns- son, deildarstjóri Véla- og bús- áhaldadeildar KEA á Akureyri, og Knud Andersen, starfsmaður í sömu deild, brenndust í púður- eldi. Hafa þeir síðan legið í Fjórðungssjúkrahúsinu, en eru á góðum batavegi og líður ,vel. Atvik voru í fáum orðum þessi: Fyrrnefndir menn voru að eyðileggja gamlar púður birgðir verzlunarinnar upp við öskuhaug ana við Glerárgil. Þá vildi svo slysalega til, þrátt fyrir varkárni þessara manna, sem ekki eru neinir viðvaningar í að fara með hvers konar sprengiefni, að eldur komst í föt þeirra. Knud stökk þegar í ána, en þriðji maðúr, sem þarna var viðstaddur, Jón Osk- arsson, einnig starfsmaður Véla- deildar, reif logandi sloppinn af Þór, kæfði í honum eldinn á svipstundu og slökkti svo með honum í fötum hans öðrum. Með þessu snarræði mun Jón Oskarsson hafa forðað húsbónda sínum frá mjög alvarlegum brunasárum eða jafnvel enn vá- legri atburði. Eftir þetta ók Þór O. Björnsson bíl sínum í bæinn og gerði við- vart um þennan atburð í deild sinni og ók síðan í sjúkrahús. — Bílslys við Bægisá í Öxnadal Vt Þrjú sláfurhús KEÁ fóku á móti 48 fjúsund fjár í sláfurfiðinni Féð nokkru lélegra til frálags en í fyrra Sauðfjárslátrun lauk á Akur- eyri 22. f. m. — Sláturhús KEA hafði þá tekið á móti rúmlega 34 þús. fjár. A Dalvík var slátrað um 10 þús. og Grenivík hálft fjórða þús. fjár. Samtals nær 48 þúsund. Kroppþungi dilka var nokkru minni en sl. haust, en hefur þó ekki verið reiknaður út til fulls. En þá var meðalvigtin 15,7 kg. Slátrun stórgripa stendur yfir. Bill frá Landssímanum valt á laugardaginn út af veginum rétt norð- an við llægisá og rann niður að ánni við brúna. Hann var á súður- lcið. Föl var á jörðu og hálka á veginum. Tveir farþegar, sem í bíln- um voru meiddust, annar þó lítið, og voru fluttir í sjúkrahús. — Bílstjórinn slapp ómeiddur. — Allir voru þessir menn starfsmenn Landssímans. Bíllinn stórskemmdst. (Ljósm.: Björn Guðmundsson.) Hinir fóru beina leið til sjúkra- hússins í öðrum bíl, og var þegar gert að sárum hinna slösuðu manna. Knud Andersen var nokkuð brenndur. á báðum hönd- (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.