Dagur - 19.11.1958, Side 1

Dagur - 19.11.1958, Side 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 26. nóvember. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 19. nóvember 1958 56. tbl. Bretar þverbrjóta alþjóðalög og óvirða íslendinga Brezkur landhelgisbrjótur innan 3ja mílna fékk herskipavernd og var kallaður heim. Var með ólöglegan veiðarfærabúnað 2.5 sjómílur frá landi við Látrabjarg. Herskipið Russel varnaði Rór að faka fogarann. „Ef þið skjótið á togarann þá sökkvum við ykkur," sagði skipherra Russels. - íslendingar mótmæla harðlega - Með þessu atferli er sýnt, að Bretar virða enga landhelgis- línu, hvorki 3 mílur, 4 mílur eða 12 mílur, og með j>ví hafa J>eir sýnt, að ofbeldi ]>eirra á íslandsmiðum hefur ekki einu sinni á sér yfirskin réttarvörzlu, svo sem )>eir hafa viljað vera láta fram að þessu. — íslenzka ríkisstjórnin liefur sent liarð- orð mótmæli vegna þessa alvarlegasta atburðar í landhelgis- deilunni og áskilur sér allan rétt í málinu. Ágætt kynningarkvöld Matthías- arfélagsins á Akureyri „Séra Matthías var skáld hinna háu tóna,“ sagði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, sem flutti eina af sínum snjöllustu ræðum Mótmælin. OrSsending íslenzku ríkis- stjórnarinnar, sem utanríkisráð- herra afhenti brezka sendiherr- anum í Reykjavík, og felur í sér frásögnina af atburðinum, er á þessa leið: „Herra sendiherra. Eg leyfi mér að vekja athygli yðar á atviki því, er nú skal greina og gerðist innan íslenzkr- ar landhelgi 12. nóvember sl.: Kl. 11,25 mældi íslenzka varð- skipið Þór brezka togarann Hackness FD-120 2,5 sjómílur undan strönd íslands í nánd við Bjargtanga. Kl. 11,30 mældist togarinn 2,7 sjómílur undan landi. Varðskipið Þór varð þess vart, að veiðarfæri togarans voru inn- anborðs, en ekki löglega frá þeim gengið. Augljóst var, að Hackness var innan óumdeildrar íslénzkrar landhelgi og brotlegur við ís- lenzk lög. Kl. 11,35 gaf Þór togaranum merki um að nema staðar og var þá jafnframt ljóst, að togarinn var kominn á talsverða ferð. Togarinn nam ekki staðar. Milli kl. 11,38 og 11,52 skaut Þói' fjórum lausum púðurskotum og mældi aftur (kl. 11,52) stöðu beggja skipanna. Með því að Hackness nam eigi staðar, þrátt fyrir stöðvunar- merki og púðurskot frá íslenzka varðskipinu, skaut Þór kl. 11,58 föstu skoti rétt fyrir framan Hackness. Eftir harðan eltingar- leik var Þór nú á hlið við Hack- ness og staða togarans 0,35 sjó- mílur innan við gömlu (1952) fiskveiðimörkin. Kl. 12,00 nam Hackness loks staðar. Nokkru síðar kom brezka flota- skipið Russel á vettvettvang. Eftir að foringjar Þórs og Russels höfðu rætt um málið, til- kynnti hinn síðarn?fndi skip- herra Þórs, að Russel myndi sökkva varðskipinu, ef það skyti á togarann. Ríkisstjórn íslands mótmælir hið eindregnasta þessu augljósa broti á alþjóðarétti og íslenzku fullvelcU, þegar brezkt herskip aðstoðar brezkan togara, sem er að brjóta íslenzk lög innan óum- deildrar landhelgi íslands, til þess að komast undan og hótar jafnvel að sökkva íslenzka varð- skipinu, þegar það reynir að taka hið brotlega skip. Geymir ríkisstjórnin sér allan rétt í þessu ’máli og krefst þess jafnframt að brezka ríkisstjórnin geri þegar í stað ráðstafanir til þess að láta færa togarann Hack- ness og skipstjóra hans til ís- lands, svo að lögfullt mál megi höfða vegna brota á íslenzkum lögum og reglugerðum, Væntir íslenzka ríkisstjórnin tafarlauss svars við kröfu þess- ari. Ríkisstjórn íslands lítur þenn- an atburð alvarlegi'i augum en nokkuð annað er brezk skip hafa aðhafzt í íslenzkri landhelgi. Eg leyfi mér, herra sendiherra, að fullvissa yður um virðingu mína. (Sign.) Guðm. í. Guðmundsson.“ Sýning helgileiksins „Bartimeus blindi“ eftir séra Jakob Jónsson er merkur viðburður í safnaðar- iífi Akureyringa. Ilann vakti óskipta aðdáun og hrifningu kirkjugesta. Sóknarprestarnir á Akureyri, sem áttu frumkvæðið að því að leikurinn var fluttur hér, eiga þakkir skildar. Höfund- urinn gat ekki verið viðstaddur Alda réttlátrar reiði. Framangreindur atburðui' vakti reiðiöldu um allt land. Innan veggja Alþingis var málið þegar rætt opinberlega. Þar lýsti for- maður stjórnarandstöðunnar yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn- ina í málinu, sem forsætisráð- herra þakkaði. Aldrei hefur þjóðin staðið sam- an áf meiri einhug en nú. Oll þjóðin skilur hvað í húfi er, svo að jafnvel hinir forhertustu sér- hyggjumenn og stjórnarandstæð- ingar þoka sér í varðstöðu við hlið ríkisstjórnarinnar og er það þeim til sóma. En ætla íslendingar að láta sitja við mótmælaorðsendinguna eina? Þótt við viljum þjálfa lang- lundargeð okkar til hins ítrasta í von um það, að réttlætið sigi'i vopnaða kúgun að lokum, mun því ærin raun að orðsendingum einum saman. Kemur því fyllilega til grcina að kalla sendiherra okkar í London heim og losa okkur við þann brezka. Ennfrcmur að kæra ofbeldið á alþjóðlegum vettvangi. Þetta hvort tveggja styddi mótmæli okkar og gerði umheiminum ljósari en ella þau afgliip Brpla, sem þeir eru nú bcrari að en nokkru sinni fyrr í þessari landhelgisdeilu. frumsýninguna á mánudags- kvöldið, en var væntanlegur í gær. Helgileikurinn fjallar um það atriði Nýja testamentisins þega>' Jesús læknar blinda manninn. Ágúst Kvaran tók að sér það vandasama hlutverk að koma sýningunni upp og það leysti hann með hinni mestu prýði. — Matthíasarfélagið á Akureyri boðaði til kynningar- og skemmti kvölds í Samkomuhúsinu á föstudaginn var. Salurinn var þéttskipaður. Sýnir það, að fleira er metið en dans og drykkja þeg- ar vel er vandað til skemmti- atriða. Enn á þjóðskáldið Matt- hías ítök í hugum fólksins. Hitt mun þó hafa ráðið meiru um að- sóknina, að Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi flutti erindi Davíð Stefánsson, Árni Jónsson kennari fór með hlutverk Bartimeusar blinda og fórst það svo vel úr hendi, að eftirminnilegt. mun verða. Aðrir þátttakendur og ílytjendur voru: Sverrir Pálsson, Matthildur Sveinsdóttir, Jóhann Valdemars- son, Bjöi'g Baldvinsdóttir, Guð- (Framhald á 7. bls.) um Matthías, en á hann vilja all- ir hlusta. Kirkjukórinn söng undir stjórn Jakobs Tryggvason- ar og þau Anna G. Jónasdóttir, nemandi í M. A., og Gísli Jóns- son menntaskólakennari lásu upp úr verkum skáldsins. Bæði söng- urinn og upplesturinn voru til hinnar mestu ánægju. Marteinn Sigurðsson, formaður Matthíasarfélagsins, bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi. — Hann minnti á, að séra Matthí- as hefði um aldarþriðjung átt heima hér á Akureyri og verið dáður, elskaður og virtur, og því væri það sómi bæjarfélagsins að halda minningu hans á lofti. — Matthíasarfélagið ynni að því að koma upp Matthíasarsafni og fé- lagar væru nú orðnir 117. Síðan 'lýsti hann dagskrá. Fyrsta atriði hennar var ræða Davíðs Stefáns- sonar, sem tekið var með miklum fögnuði. Ræðumaður sagði frá kynnum sínum við Matthías frá því að hann las kvæði hans í bernsku og þar til hann skildi við þjóð- skáldið í síðasta sinni heima á Sigurhæðum, nokkru áður en Matthías andaðist. Engin tök eru á því að rekja erindi ræðumanns, slíkt yrði að- eins svipur hjá sjón. Enda var það bæði fjölbreytt að efni og skráð og flutt af þeim manni, sem er orðsins list í blóð borin. Þó að víða gætti gamansemi í erindinu, var undiraldan djúp al- vara og aðdáun á séra Matthíasi, er z'æðumaður nefndi skáld hinna háu tóna. Þess vegna hefði (Framhald á 7. síðu.) „List um landið“ Svo nefnir Ríkisútvarpið og Menntamálaráð ferðalög nokk- urra manna, sem kynna list sína út á landsbyggðinni. Guðm. G. Hagalín, Guðmund- ur Böðvarsson, Indriði G. Þor- steinsson og Jóhannes úr Kötl- um voru hingað sendir ásamt Kristni Hallssyni. — Samkoma þeirra að Fi-eyvangi linlega sótt og sama tregða var hér á Akur- eyri um aðsóknina. Er það illa farið. Þessi hópur listamanna hefur ekki, né heldur húsbænd- ur þeirra, haft neitt samband við blöð bæjarins og önnur vana- leg fyrirhyggja við undirbúning- inn var í molum. Helgileikuriim í Akurcyrarkirkju var dýrðleg guðsþjónusta. Aðsókn var meiri á mánudagskvöldið en kirkjan rúmaði. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Helgileikurinn Bartimeus blindi vakti hrifningu í Akureyrarkirkju

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.