Dagur - 19.11.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 19.11.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 19. nóv. 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrilstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hráefnasjónarmiðin að víkja íSLENDINGAR hafa löngum þótt harðduglegir sjómenn og aflasælir og eru það enn. ísland á þróttmestu sjómannastétt heimsins. Auðug fiski- mið kringum Iandið hafa örfað þá þróun, að hugsa fyrst og fremst um og Ieggja megináherzlu á, að ná sem mestunr afla á land, en hirða minna um fiskverkun og hagkvæma nýtingu. Aðrir þjóðir margfalda aflaverðmæti með gjörnýtingu í full- koninum iðnverum. Við gleymdum fiskiðnaðinum of lengi í hinu mikla kapphlaupi í veiðitækninni og öflun hráefnanna. Ekkert minna en kúgunar- ráðstafanir Breta í fjögur ár, löndunarbannið, þurfti til að sýna okkur fram á hættuna af of einhliða sjónarmiðum í sjávarútveginum. Lönd- unarbannið var harður, en þó hollur sltóli, og það opnaði augu manna fyrir því, að fiskiðnaður var nauðsynlegur til gjaldeyrisöflunar og atvinnu- aukningar í landinu og mun hagkvæmari en liið cinhæfa hráefnasjónarmið. Tilgangur Breta var þó allur annar og höfum við ekkert að þakka þcim í því sambandi. En þrátt fyrir löndunar- bann og vaxandi fiskiðnað í landinu á síðustu ár- um, erum við enn svo skammt á veg komnir, að allri óskemmdri Norðurlandssíld er mokað upp x tunnur til útflutnings, en aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, vinna úr henni hinar heimsþekktu og eftirsóttu niðursuðuvörur. Þetta er aðeins lítið dæmi. Annað dærni og ennþá nærtækara er smásíldarveiðin á Pollinum og Eyjafirði innan- verðum. Nokkur vissa er fyrir því, að á síðustu 25 árum liefur verið óhemju mikið smásíldarmagn á þessu svæði allt árið. Síld þessi hefur verið vcidd til beitu og örlítið til niðursuðu fyrir innanlands- markað, þar lil í fyrravetur, að nokkrir bátar stunduðu smásíldarveiðar og lögðu upp í Krossa- nesi til bræðslu. Aflinn var um 40 þús. mál og út- flutningsverðmæti mjöls og lýsis úr þessum afla varð 5—6 milljónir króna. Hefði þessi síhl verið unnin í niðursuðuverksmiðju til útflutnings hefði verðmæti hennar numið 50—60 milljónir króna, samkvæmt erlendum tilboðum í þessa vöru, sem fyrir lágu. í sambandi við síldveiðarnar á Akuareyrarpolli hefur gætt uggs urn, að um hættulcga rányrkju væri að ræða eins og veiðarnar voru stundaðar sl. vetur. Án þcss að leggja dóm á það, má þó benda á, að niðursuðuverksmiðja þarf ekki mjög mikið hrácfnismagn til að skapa feikna rnikla at- vinnu og milljónatuga verðmæti í útflutnings- ursuðuvörum. Oft hefur verið bent á þctta hér í blaðinu undanfarin ár og þess vegna er því fagnað, aö umræður um þetta hafa nú færzt inn fyrir hina þykku veggi Alþingis. Friðjón Skarphéðinsson og Björn Jónsson fluttu þingsályktunartillögu um að mál þetta væri rann- sakað hið fyrsta með byggingu niðui'suöuverk- smiðju á Akureyri fyrir augum. Þetta mál er ekki aðeins stórmál fyrir fólkið við Eyjafjörð og fyrir þjóðarbúið scm hcild í von um nýjar útflutnings- vörur, lieldur cr lxér snúið baki við hinu þráláta Iiráefnasjónarmiði, sem allt of Iengi Ioðir við okk- ur í framleiðsluháttum. Nauðsyn ber til, að rann- sóknunx verði hraðað eftir föngum og síðar framkvæmdum. Vonandi fær þctta mál skjóta og viðhlítandi afgreið,slu hins háa Alþingis, er nú situr. Ljóli leikurinn á Akurcyri. „Húsmóðir" skrifar blaðinu eftirfarandi bréf til birtingar: „KÆRI DAGUR MINN. Eg var að lesa greinina þína um leikinn Gasljós, sem Leikfélagið á Akureyri er að sýna. Ekki sé eg betur, en að þú hælir leiknum fremur en hitt. Þó er hann svo ljótur, að kona er deydd með hníf og önnur kyi'kt, eða því sem næst. Það er líklega þetta, sem unglingarnir eiga að læra, þegar þeir fara í leikhúsið, fyrir utan saurlifnaðinn, sem líka er í þess- um ljóta leik. Finnst þér nú ekki, að nóg sé af hinu illa í veröld- inni, þó að ekki sé verið að sýna svona ljótt efni? Fær maður kannski ekki nóg af svona löguðu í útvarpinu og í neðanmálssög- um blaðanna? Mér finnst blöðin eigi að fordæma Ijóta sjónleiki, ljótt útvarpsefni og ljótt efni í blöðunum. Eg hefði ekki trúað því um þig, að þú tækir þetta sem góða vöru. Eg verð nú að segja eins og er, að eg hef ekki séð þennan lcik á Akureyri og býst ekki við að sjá hann. En eg fordæmi hann samt, og eg veit að eg mæli fyrir munn margra. Við eigum að fegra lífið og leggja því lið, sem fagurt er, göfgar og þroskar. Svo bið eg þig, herra ritstjóri, að færa þetta ómerkilega bréf til betri vegar, ef þú vilt vera svo góður að birta það. Til þess treysti eg þér vel og svo þakka eg fyrir blaðið og marga góða ánægjustund við lestur þess.“ Athugasemd. KÆRA HÚSMÓÐIR. Eg þakka bi'éfið þitt, sem eg vona að hafi ekki ruglast í meðförunum og um margt er eg þér sammála. Til dæmis tek eg undir það, að feg- urð lífsins og hinar björtu hliðar þess megi ekki víkja fyrir hinu gi'ófa og siðlausa í sögum, sjón- leikjum, kvikmyndum og út- varpi. En í sambandi við orð Dags um sjónleikinn Gasljós, sem þú vitnar til og eru í síðasta blaði, bið eg þig að lesa betur. — Þar er enginn dómur lagður á efni leiksins. En benda má á, að í flestum sögum og leikjum er barátta háð milli ills og góðs í einhverri mynd. Sennilega hefur þú lesið sakamálasögur og haft gaman af og ekki fundizt þú verri kona á eftir. Eins má segja um þennan sjónleik. Hann er spennandi sakamálasaga sett á leiksvið, þar sem glæpamaðurinn og x'éttvísin eigast við, með sigri hins síðarnefnda. í þessum leik er hvergi hneykslanlegt orðbragð eða sóðalegar senur og aðalglæp- urinn framinn fyrir 15 árum! — Leikararnir fara yfirleitt ljóm- andi vel með hlutverk sín, svo að unun er á að horfa. Þess getur maður notið, þótt fjallað sé um sakamál. Eg vil til dæmis benda þér á leik Bjargar Baldvinsdótt- ur. Hún lei'kur konu, sem þorp- arinn, eiginmaður hennar, er að gei'a brjálaða með andlegum misþyrmingum. Taktu eftir hinni hyldjúpu öi'væntingu hennar, ásamt barnslegri gleði, og svo hatrinu, þegar hún gerir sér fyllilega grein fyrir því, hvernig með hana er fai'ið. Taktu líka eftir því, hve frambui'ður hennar er góður. Þú heyrir hvert orð, sem hún segir, jafnvel þegar hún hvíslar. Eg er alveg viss um, að það fer hrollur um þig, þegar þú sérð glæpamanninn eins og hann birtist í sinni réttu mynd. Jóhann Ögmundsson leikur þennan þokkapilt. Þú trúir því ekki lengi vel, að þetta sé hinn seki, því að glæpamenn villa mönnum sýn á meðan þeir geta. Það gerir Jóhann og gerir ágætlega, þar til innri maðurinn kemur í ljós, og þá sérðu líka framan í glæpa- mann. Hatrið og mannfyrirlitn- ingin speglast í hverri hreyfingu og augun loga af grimmd og' slægð. Eða þá hann Guðmundur Gunnai'sson. Hann leikur leyni- lögreglumanninn á þann veg, að maður finnur strax, að lögreglu- manninum er hægt að treysta. Hann er líka slyngur og hug- rakkur, og þar að auki góðhjart- aður maður. Þetta sýnir Guð- mundur ágætlega og auk þess er hann léttlyndur og fyndinn. Og. enn ætla eg að biðja þig að taka eftir henni Freyju Antonsdóttur, sem leikur í'áðskonu. Höfundur- inn leggur henni lítið annað í munn en „já, herra“ og „nei, herra“, en þó segir hún okkui' svo margt með sterkum undii'leik sínum. Og svo er það nýliðinn, Elín Guðmundsdóttir. Mér finnst hún leika mjög vel, en hefði kos- ið meiri spennu ,í „ástarsenunni“. Nú er eg orðinn margorðari en ætlað var. Ef þú lest þetta til enda, vildi eg mega senda þér tvo aðgöngumiða á leikinn, og bið þig að láta mig vita, hvenær þér hentar að skreppa í leikhúsið. — Með vin- semd og virðingu. E. D. Fangabúðirnar á Gleráreyrum. „Vex'kamaður“ sendir blaðinu eftirfarandi: „TUG ÞÚSUNDA kr. girðingar lagðar hlið við hlið, eða með 50 metra millibili, 2 metra háar, þvert yfir veginn milli Gefjunar og Þórshamars, og þar með 7 fjölskylduíbúðir teknar úr vega- sambandi við aðra bæjarhluta. — Um þennan veg hafa farið fleiri hundruð manns daglega, gang- andi fólk, sem vinnur á Gefjun, hjólreiðamenn og bifreiðar. Þessi vegur hefur verið notaður í 30— 40 ár, og er því komin hefð á hann frá mínu sjónai'miði, þrátt fyrir það, þótt hann sjáist hvergi á skipulagsuppdrætti bæjarins, sem er talinn mjög ófullkominn og úreltur. Svo að eg víki að þessum innilokuðu föngum í þessum 7 íbúðum, þegár vetur gengur í garð í sínu almætti, með stórhríðar. Þá er ekkert viðlit að koma að neinu nútíma farartæki. í þessum íbúðum búa bæði gam- alt fólk og einn farlama maður. Ef eldur kemur upp, þá þyrfti að moka slökkviliðinu langan veg, og gæti það orðið um seinan, eins er með læknabíla og sjúkraflutn- ing að og frá. Fráleitt að ösku- bíllinn komist nálægt íbúðunum, svo má lengi telja. Vegurinn, sem gerður var nú fyrir helgina, langsum eftir brekkunni, hefur mjög litla þýðingu, ef snjóar, verður hann í kafi, en í hláku eitt drulludýki. Með þessum að- gerðum er strætisvagninn fjar- lægður um fleiri hundruð metra. Eitt er enn ótalið. Þórshamar þarf að fylla undir girðinguna á löngum parti. Myndast þá uppi- staða vestan við hana, en norðan við íbúðirnar, og mun þá vatnið í miklum hlákum renna inn í flestar íbúðirnar. Þarna við girð- inguna þarf að gera niðurfall. — Satt að segja eru þetta einhverj- ar þær vitlaususlu framkvæmdir, sem eg hef séð hér á Akureyri. Var ekki réttara að loka Gefjun- argirðingunni fyrir bílum, en hafa gönguhlið fyrir fólk. — Það lítur út fyrir að það sé ekki hörgull á gjaldeyri. Þetta tel eg að menn séu að leikg sér með pcninga öðrum til óþurftar, en engum að gagni. Frú Soffia Sfefánsdóffir - Minning - Nú riðar veikur reyr í haustsins blæ, nú rökltvar yfir þínum lieiniabæ. Við göngum liægar, liljóðir yfir sviðið og hcyrum dóminn: Suniar þitt cr liðið. Þeir hljóta alltaf mest að missa hér, sem mikið eiga, þegar kallað er. Það verður lengi skarð í þcirra skjöldu, scm skjól sitt fengu af þér í hverri öldu. Þú réttir lítilmagna móðurarm, þeir minnast þín með gleði — en tár um hvarm. Þín mildu gros í barnsins hjarta geymast. Þinn bjarti svipur mun þeim aldrei gleymast. Við munum konu, kvist af traustri rót, þau kynni verða okkur raunabót. Við munum kjark þinn, starf og sterkan vilja í stríðu og blíðu. Minningarnar ylja. Þú hylltir andans auð og sálarþrótt, og allir gátu mikið til þín sótt. Til hinztu stundar gekkstu glöð að verki. Það gcta færri valdið þínu merki. En moldin fær þig aldrei alla hcinxt, þitt ævistarf í minni verður gcymt. Og lengi sjást þín leiðarmörk við veginn. Þú lifir áfram hér — og hinum megin. Við skiljumst hér við þessi þáttaskil, og það er gott að sakna og finna til. Við þökkum kynni í kuli sólarlagsins og kveðjum þig í minning sunxardagsins. RÓSBERG G. SNÆDAL. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Kirkja Hákonar konungs. Eina húsið, sem reist hefur verið utan Noi-egs úr norsku grjóti, er nú fullgert í Kaupmannahöfn. Þetta er kirkja, sem reist hefur vei'ið til minningar um Hákon 7. Noregskonung. Árið 1954 fór fram fjársöfnun til þessara framkvæmda í Noregi og Danmörku, og söfnúðust 2,5 millj. d. kr. Þessi fjár- hæð reyndist þó ekki næg. Kirkjan verður vígð þann 23. þ. m. að viðstödd- um Ólafi Noi'egskonunngi, en þann dag eru 53 ár liðin frá því að danski prinsinn fór frá Danmörku til þess að taka við konungdómi i Noregi. ------o------ Ef pabbinn er órólegur yfir því að vita dóttur sína úti með ungum manni, þá er minni hans lík- lega ekkert farið að sljóvgast. ------o------ Fæturiiir stækka. Þýzkir og danskir skógerðarmenn fullyrða, að fætur Evrópumanna fari nú stækkandi. Einn danskur skósmiður segist hafa viðskiptavini, sem noti skó nr. 53, og annar segist selja dálítið af skóm nr. 52. En hann segist selja kvenskó nr. 32. .. . ------------------------o------- Sanngjarnt. Tveir vellríkir furstar frá arabísku olíulandi hoi'fðu hrifnir á 15 þús. dollara Rolls Royce bílinn í verzluninni. Að lokum sagði annar þeirra við sölumanninn: „Eg ætla að fá einn,“ og gerði sig um leið líklegan til þess að þrífa upp peninga- veskið. Félagi hans greip um um handleginn á honum. „Nei, Abdul,“ sagði hann og dró upp sitt eigið veski. „Nú er það eg. Þú borgaðir matinn.“ '-----o------ Þrx'r flokkar. í bandarísku blaði er nýlega haft eftir Croucho Marx, að þrír helztu flokkarnir þar i landi séu „tha Democratic party, the Republican party and tha Cocktail party.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.