Dagur - 22.11.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 22.11.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 26. nóvember. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 22. nóvember 1958 57. tbl. Á.heimleið úr réttum Mjög tíðkast nú að íé er ílutt á stórum vögnum, sem tengdir eru drátlarvélum. Hér eru Hjaltastaðabændur á heimleið frá Silfrastöð- um. Myndin er tekin í haust. — (Xjósmynd: E. D.). ramsoKnarnusio oooa Um miðjan mánuðinn var nýtt samkomu- og veitingahús, Fram- sóknarhsúið, opnað í Reykjavík. Verður það jafnframt flokks- heimili Framsóknarmanna og miðstöð flokksstarfsins í höfuð- borginni. Það stendur við Frí- kiikjuveg. Framsóknarhúsið er falleg bygging og stendur í hjarta borg- arinnar. Það er eitt bezt búna og vistlegasta veitingahús í bœnum, og ef að líkum lætur, verður það eftirsóttur skemmtistaður. Samband ungra Framsóknar- manna og Félag ungra Fram- sóknarmanna í Reykjavík, hafa tekið húsið á leigu til eins árs. Heildarafiinn 423 þúsund lestir fyrstu níu mánuði ársins Fiskifélag íslands hefur sent frá sér skýrslu um fiskaflann á fyrstu níu mánuðum þessa árs, frá áramótum til septemberloka. Var heildaraflinn á þessum tíma 423.138 lestir, síldaraflinn þar með talinn. Er þetta meiri afli en í fyrra, en þá var heildar- aflinn yfir sama tímabil 376.669 lestir. Síldaraflinn nam í ár rúm- Fundur að Breiðumýri Á laugardaginn var efndi Bún- aðarsamband S.-Þing. til fundar að Breiðumýri í Reykjadal. For- m'aður sambandsins, Hermóður Guðmundsson, bóndi í Árnesi, sétti fundinn með stuttu ávarpi. Aðalræðumenn og málshefj- endur voru ráðunautarnir Ólafur Jónsson og Erik Eylands. Ræða Ólafs fjallaði um nautgriparækt, en Eriks um landbúnaðarvélar og var báðum vel tekið og urðu umræður allgjörugar á eftir og fjoldi fyrirspurna komu fram, sem frummælendur svöruðu í hinum almennu umræðum. -— um 94 þús. lestum, en í fyrra tíma. Af öðrum fiski, sem nemur samtals um 329 þús. lestum, er langmest af þorski, eða rúmar 221 þús. lestir. Karfaaflinn kem- ur næst og- er rúmar 63 þús. lestir. Af þessum 423 þús. lestum, sem veiðzt hafa það sem af er þessu ári, eru rúmar 277 þús. lestir bátafiskur, en 146 þús. lestir togarafiskur. Langmest af þorskaflanum hef- ur farið til frystingar eða 202.861 lest. Til söltunar fóru 73.190 lest- ir, til herzlu rúmar 39 þús. lestir, afgangurinn í ís til neyzlu, til mjölvinnslu og til niðursuðu. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra fóru á sama tíma rúmar ]54 þús. lestir til frystingar og tæpar 72 þús. lestir til söltunar. Af síldaraflanum hafa 44 þús. lestir farið til söltunar, 41 þús. í bræðslu og tæpar 9 þús. til fryst- ingar .Á sama tíma í fyrra fóru um 74,500 lestir í bræðslu, 23,500 til söltunar og 7,500 til frystingar. Þrymur syngur hér á sunnudaginn Söngstjórar eru þeir Friðrik A. Friðriksson prófaslur og Sigurður Sigurjónsson - Einsöngvari Kristinn Halls- son óperusöngvari - Undirleikari séra Örn Friðriksson Karlakórinn Þrymur í Húsavík kemur hingað til Akureyrar á morgun, sunnudag, og syngur í Nýja-Bíó klukkan 2 e. h. Karla- kór Akureyrar mun heilsa gest- unum með einu lagi á undan söng Þingeyinganna. — Kristinn Hallsson hefur þjálfað Þrym að undanförnu. Á heimleiðinni mun kórinn syngja að Laugum. Nýja friðuriin ber 90% árangur Þráft fyrir vopnað ofbeldi Breta, en veika vörn íslenzkr-r ar landhelgisgæzlu á miðunum, ber reglugerðin um 12 sjómílna fiskveiðifakmörkin mjög góðan árangur í september og október í fyrra var vitað um togara að veiðum í 264 skipti innan við 12 mílur hér við land. Þótt íslendingum sé þungt í huga vegna landhelgisveiða brezkra togara undir herskipa- vernd og ofbeldis þeirra í margri mynd, ættu menn að varast að líta svo á, að útfærsla fiskveiði- takmarkanna hefði til einskis orðið af þessum sökum, eða meðan landhelgisveiðar Breta halda áfram. Sannleikurinn er sá, að örugg- lega má telja, að síðan 1. septem- ber sé um 90% friðun að ræða innan tólf mílna markanna, eða með öðrum orðum, að stækkunin hafi þegar náð tilgangi sínum að níu tíundu hlutum. Er þetta í sjálfu sér hin merkilegasta stað- reynd, þegar um svo umdeilda ráðstöfun er að ræða, og megum við því vel við una — að Bretum slepptum. Samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæzlunni vissi hún um togara að veiðum í 264 skipti á svæðinu milli 4 og 12 mílna markanna hér við land í septem- ber og október í fyrra, en þegar taldir eru þeir 10—20 brezkir togarar, flesta daga síðustu vik- ur, sem hér hafa verið í land- helgi undir herskipavernd á tak- mörkuðum svæðum, sézt að það er aðeins lítið brot af því sem áður var. Aflamagnið, sem 'tögárarhir veiða nú, er þó vafalaust ekki einu sinni tíundi hluti af því, sem verið hefur, svo að friðun er enn meiri en tala skipanna gefur til kynna. Auk þess eru togararnir nú á mjög afmörkuðum svæðum, en voru dreifðir áður, svo að fiskur inn hefur þess vegna miklu greiðari gang á grunnið en áður var. Þótt Bretar haldi áfram uppteknum hætti, er óhætt að fullyrða, ¦ að reynsla síðustu tíu vikna hefur sannað þeim og öðr- um, að ekki er hægt að stunda veiðar undir herskipavernd. fft:í^K*v-. HALLDÓR SIGURÐSSON alþingismaður. Árshátíð Framsóknarfél. er í kvöld Halldór Sigurðsson, alþingismaður, flytur ræðu Mörg skemmtiatriði, m. a. Bingo-happdrætti í kvöld, laugardag, halda Fram- sóknarmenn árshátíð sína í Al- þýðuhúsinu. Hefst hún kl. 8.30. Ingvar Gíslason setur sam- komuna og auk ræðu Halldórs Sigurðssonar skcmmtir Hjálmar Gíslason gamanlcikari og Jóhann Konráðsson syngur, undirleik annast Árni Ingimundarson. — Ennfremur er Bingó-happdrætti og að lokum er stiginn dans. — Aðgöngumiðar fást keyptir með- an húsrúm leyfip á skrifstofu flokksins og við innganginn. yni að Feili i Slétluhlíð i Skagaf. Fjárhús og hlaða brann til kaldra kola Nú í vikunni brunnu fjárhús og hlaða Björns bónda Jónssonar í Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði. Hvassviðri var á og varð engu bjargáð néma 6 hrútum, sem í fjárhúsunum voru, en ær og líf- lömb voru úti. Þarna brann Hundur, sem leitar uppi sprengjur Myndin sýnir sænskan hermann hjá UNEF. Hann er að leggja af stað með hundinn til að leita að sprcngjum. — Hundiu-inn er einn af fjórum, sem þjálfaðir voru í Norður- Svíþjóð til þessa starfs vegna óvenju mikillar þefvísi og vitsmuna, og sendir til Gaza. mestallur heyforði bóndans, um 500 hestburðir. Fjáihúsin og hlaðan brunnu til ösku. Þau voru úr torfi og grjóti með timbur- stöfnum og þbk járnvarin. Þótt fólk kæmi fljótt af næstu bæjum réðist ekkert við eldinn. Þó tókst að bjarga 100 hestburðum af heyi, sem var úti og hlaðið upp við hlöðuna. Björn bóndi stendur nú uppi nær heylaus og algerlega húsa- laus fyrir fé sitt. Enn er óráðið, hvort hann neyðist til að lóga fé sínu nú þeg'ar. Líklegt er þó, að sveitungar hans rétti honum hjálparhönd svo sem þeir geta og reyni að koma í veg fyrir niður- skurð. Allir Akureyrartogar- ðum arnir a vei Kaldbakur er á heimleið af hinum nýju Fylkismiðum. Ætl- unin var að hann sigldi með afl- ann til Þýzkalands, en óvíst að af því verði og kemur hann þá hingað um miðja næstu viku. Svalbakur er á heimamiðum og veiðir fyrir Þýzkalandsmarkað. Harðbakur er á karfaveiðum og kemur hingað væntanlega eft- ir miðja næstu viku. Sléttbakur er á heimamiðum og leggur afla sinn upp hér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.