Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagur DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 3. desember. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 26. nóvember 1958 58. tbl. UNESCO undirbýr hafrannsóknarskip Frumvarp um alþjóða-haf' rannsóknaskip, er geti aðstoðað mörg lönd við rannsóknir þeirra á höfunum og unnið að lausn liöirra haffræðilegu vandamóla, sem kcnnuðir hinna einstöku landa megna ekki, var mjög stutt á'fundþ sem nýlega lauk í aðal- aðsetri UNESCO í París. Meðal hinna 13 þátttökulanda var Dan- mörk, Noregur, Svíþjóð og Finnl. Samkvæmt frumvarpinu rannsóknarskipið að vera 12— 1300 smáiestir og útbúið rann- sóknarstofum handa 6 fastráðn- um vísindamönnum. Auk þess á að vera rúm fyrir 15 aðstoðar- menn — tilkvadda sérfræðinga, námsmenn o. fl. Á fundinum kom til tals sá möguleiki, að UNESCO leigði nokkur rannsóknarskip, er reka ætti á alþjóðlegum grund- velli. Allir þessir þátttakendur fund- arins voru haffræðingar. Norr- ænu fulltrúarnir voru: Frá Dan- mörku: dr. Anton F. Brunn, Noregi: dr. H. Mosby, sem var forseti fundarins, Svíþjóð: di’. B. Kullenberg, og Finnlandi: dr. Ilmo Hela. Fjárframlög til flótta- mannalijálpar S. Þ. Tuttugu og sex þjóðir hafa til- a kynnt, að þær muni styðja flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna með auknum fjárframlögum, sem koma til greiðslu nú þegar. Alls mun þá skrifstofa flótta- mannafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna ráða yfir upphæð,' sem nemui' 3.127.000 dollurum. Meðal Norðurlandanna eru Danir og Svíar þær tvær þjóðir, \er aukið hafa framlag sitt til flóttamannahjálparinnar Danir um 72,3 þús. dollara og Svíar 115,9 þús. dollara. Hið nýja raðhús við Byggðavcg á Akureyri. — (Xjósm.: e. D.). Sfærsfa íbúðarhús á Akureyri í byggingu Stefán Reykjalín byggingameistari byggði hósið fyrir eigin reikning og er þessa daga að afhenda nýjum eigendum ibúðirnar á kostnaðarverði Aflaaukningin var um 50% á 20 árum fe Árið 1957 nam fiskaflinn í öll- um heiminum 29,960,000 smálest- um. Er það nærri 50% meiri afli en 1938, er heildarfiskafli heims- ins nam samtals 20,500,000 smá- Síðan 1947 hefur fiskveiðin í heiminum aukizt jafnt og þétt, eða til jafnaðar um 5% á ári hverju. Eftir heimsálfum skiptist aflinn þannig, að mest hefur aukningin orðið í Afríku. Þar var landað 520,000 smálestum fiskjar 1938, en 1,860,000 árið 1957. Þar næst hefur aukningin orðið mest í Asíu (9,360,000 árið 1938, en 32,800,000 í fyrra). Þá kemur Ev- rópa með 5,590,000 árið 1938, en 7,640,000 1957, og loks eru talin Sovétríkin, en þar nam aflinn 1,550,000 árið 1938, en 1957 reyndist hann vera 2,540,000. Karlkórinn „Þrymur“ söng í Nýja-Bíó Karlakórinn Þrymur í Húsavík söng í Nýja-Bíó á Akureyri á sunnudaginn var. Húsfyllir var og kórnum ágætlega tekið. — í ,,Þrym“ eru um 40 manns. Söng- stjórar voru tveir: Sr. Friðrik A. Friðriksson prófastur og Sigurð- ur Sigurjónsson. Eru fá söngfé- lög betur sett hvað söngstjóra snertir, að eiga til skiptanna, ef svo mætti segja. Einsöngvari með kórnum var Kristinn Hallsson óperusöngvari og undirleik ann- aðist séra Orn Friðriksson. Karlakór Akureyrar heilsaði söngmönnum með því að syngja lag eftir Sigurð Sigurjónsson áð- ur en söngur Þingeyinganna hófst. Söngstjóri Áskell Jónsson. Efnisskráin var töluvert fjöl- breytt. Gestunum var ákaft fagn- að með blómum og lófataki. Hið nýja raðhús Stefáns Reykjalíns við Byggðaveg 101 hér í bæ, sem hann byggði í sumar, hefur vakið nokkra at- hygli. í því eru 7 íbúðir og allar af sömu stærð og gerð. í hverri þeirra eru 5 herbergi, eldhús, þvottahús og tvö geymsluher- bergi. Bað og snyrting er á efi'i hæð og snyrting á neðri hæðinni. Stærð hverrar íbúðar er 360 m". I íbúðirnar eru algerlega aðskild- ar, svo og lóðirnar. Stefán byggði raðhúsið fyrir eigin reikning og er þessa dagana að afhenda íbúðirnar nýjum eig- endum. Húsið varð fokhelt í Fi *a Hauganesi „Níels Jónsson hefur róið í viku, án þess að dagur hafi fallið úr og aflað sæmilega, eða um 5 skippund í róðri,“ segir í bx'éfi frá Árskógsströnd 24. b. m. Endurbælur á Krossanesverksmiðju Japanir mesta fiskveiðiþjóð í heimi Japanir eru mestu fiskveiði- þjóð í heimi og bilið milli þeirra og Bandaríkjamanna, sem næst- ir þeim standa í þessum efnum, æ stærra og stærra. Árið 1957 öfluðu Japanir 18% af öllum fiski, er dreginn var úr sjó og vötnum í heiminum, eða samtals 5,399,000 smálestir. Bandaríkjamenn öfluðu sama ár 2,740,000 smálestir. Þriðja mesta fiskveiðiríki heimsins eru Sovét- ríkin. Japanir dreifa fiskiskipum sín- um frá Suðui'heimskautshafi til stranda Alaska í Norður-Kyrra- hafi. Þeir hafa fiskveiðihags- muna að gæta víða, utan heima- lands, t. d. í Ai'gentínu, Chile, Brazilíu og öðrum Suður- Ame- víkuríkjum, einnig á Ceylon og í fleiri Asíui'íkjum. Stóraukin niðursuða og frysting Hagskýrslur FAO um fisk- veiðar og nýtingu fiskaflans eru hinar ítarlegustu og hafa margs konar fróðleik að geyma um fiskveiðar um allan heim. X árbókinni má t. d. lesa, að fiskniðursuða og frysting fiskjar liefur aukizt gífurlega hin síðari ár. Árið 1948 voru t. d. samtals 553,000 smálestir fiskjar í 30 fiskveiðilöndum, en níu árum síðar, eða 1957, voru frystar 1,415,000 smálestir fiskjar í þess- um sömu löndum. Þessar sömu 30 þjóðir fram- leiddu ái'ið 1948 samtals 664,000 smálestir af niðursoðnum fiski, aðallega síld, sardínur og ansjós- ui'. 1957 nam niðursuðan 1,057,000 smálestum. Bróðurpart- urinn af þessari aukningu hefur átt sér stað í Sovétríkjunum. °g Breytingar þegar liafnar í verksmiðjunni byrjað á smíði hinna nýju tækja fyrir sunnan í síðustu viku voru undiri’itað- ir samningar milli Síldarverk- smiðjunnar í Ki'ossanesi h.f. og Vélsmiðjunnar Héðins h.f. í Rvík. Með þessum samningi tekur Héðinn að sér að framkvæma breytingar á Krossanesverk- smiðju með heilmjölsvinnslu fyrir augum, svo og nokkrar aðr- ar endui'bætur. Við breytingu þessa mun verk- smiðjan geta tekið á rnóti ca. 3500 málum síldar á sólarhring og hagnýtt allt það soð, sem til fellur og áður rann í sjóinn. En við tap á soðinu fer feikna verð- mæti forgörðum, scm nú verður hagnýtt eftir bi'eytinguna. Byrjað er á smíði hinna nýju tækja fyrir sunnan og undirbún- ingur er hafmn í vei'ksmiðjunni sjálfri. Tilboð Héðins var 1,5 millj. kr. samkvæmt útboði. En vegna stækkunar hækkaði tilboðið nokkuð, svo að kostnaður verður um eða yfir 2 millj. króna, þegar reiknað er með kostnaði við breytingar á húsnæði vei'ksmiðj- unnar og öðrum undii’búningi, sem vei'ksmiðjan lætur fi'am- kvæma sjálf. Það, sem af er þessu ári hefur verksmiðjan í Kiissanesi tekið á móti 28587 málum síldar (smá- síld meðtalin) og 9238 tonnum af fiskúí-gangi frá U. A. o. fl. — Ur þessu hi'áefni hefur verksmiðjan frarnleitt 8207 sekki síldarmjöls, 10107 sekki af karfamjöli, 7495 sekki af fiskimjöli og 356 sekki af ufsamjöli. Ennfremur 663 tonn af lýsi samtals. Guðmundur Guðlaugsson fram- væmdastj. Krossnessverksmiðj- unnai' hefur staðið fyrir samn- ingum af hálfu verksmiðjunnar. Síldarverksmiðjan í Krossanesi er eign Akureyi'ai'kaupstaðar og hin þarfasta. , haust, er múi'húðað utan, nema útidyratröppur og járn á þaki. — Söluvei'ð er ekki hið sama á íbúðum hússins og liggur mis- munui'inn í meiri einangrunar- kostnaði endaíbúðanna. íbúð í norðui'enda kostar 134 þ'ús. kr., í suðurenda 134,7 þús. kr. Hinar íbúðirnar kosta 139,7 þús. Sam- kvæmt áætlun byggingameistar- ans verður heildai'kostnaður á rúmmetra í íbúðunum um 800 kr. Stefán Reykjalín mun næsta sumar byggja annað í'aðhús með 8 íbúðum við sömu götu og í sama formi. Fólk vii’ðist hafa mikinn áhuga fyrir þessum íbúð- um. Teikningu gevði Stefán sjálfur. Rétt norðan við hið nýja rað- hús Stefáns, eru 4 ungir dugnað- armenn, starfsmenn hjá Kaupfé- lagi Eyfii'ðinga, að byggja annað raðhús eftir teikningu Stefáns. — Vai’ð það hús fokhelt í haust. — Eigendurnir vinna mikið að byggingunni sjálfir og spara sér með því stói'fé. Bygging þessara nýju raðhúsa á Akureyi'i er líkleg til að valda tímamótum í íbúðabyggingum' hér. Hin dreifðu smáíbúðarhús eru of dýr og rúmfrek. Ný hárgreiðslustofa Á fimmtudaginn var opnuðu þær Edda Völva Eiríksdóttir og Ingibjöi'g Sigurðardóttir nýja hárgreiðslustofu í Hafnarstræti 100 hér í bæ. Húsnæðið er rúm- gott og vistlegt. — Þetta er þriðja hái'greiðslustofan á Akureyri og heitir Völva. Filmía hefur sýningar n. k.laugardag Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu, mun Filmía hefja stai'fsemi sína n.k. laugai'dag með sýningu myndai'innar „Kona hvei'fui'11 eftir Alfred Hitchcock. Myndin er ger'ð árið 1938 og markaði tímamót í sögu brezkrar kvikmyndagerðai'. Með aðalhlut- verkin fara þau Margrét Lock- wood og Michael Redgrave.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.