Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 26.11.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 26. nóv. 1958 D A G U R 7 UM DAGINN OG VEGINN FRÉTTIR í STUTTU MÁLI Dúfur og minkar. Líklega ætti ekki að nefna dúfur og minka í sömu andránni, svo ólík dýr eru þetta að öllu eðli. Bæði eiga þau þó sama óvininn, að minnsta kosti nú í haust, og er herferð farin gegn báðum. Minkurinn er nú orðinn „land- lægur“ í nágrannasveitunum, allt frá sjó og fram til dala. Nokkur dýr hafa verið unnin með góðum minkahundum. — Kunnugir telja að þessi skað- valdur sé nú orðinn Akureyring- ur og mun þá mörgum finnast hann vera farinn að færa sig upp á skaftið. Ekki hefur hann þó sézt á götunum, en hins vegar hafa slóðir eftir hann sézt ó öskuhaugunum hér ofan við. Sé hann þangað kominn, sem lítill vafi mun leika á, er hann kom- inn þar í góðan félagsskap. Dúfunum hafði fjölgað mjög hér í bænum og var orðin „plága“ að þeim vegna óþrifnað- ar, þar sem þær héldu mest til. Bæjaryfirvöldin tóku rögg á sig og létu fækka þeim um 6—700. Sumum þykir eftirsjá að dúfun- um, og ekki er laust við að mað- ur sakni þeirra. Nægilegur stofn er þó eftir og ætti það ekki að henda, að þessir íögru og sak- lausu fuglar svelti í vetur Konur seldar. Enn er talið, að hvít þrælasala eigi sér stað í allstórum stíl. í Frakklandi hafa um það bil eitt þúsund stúlkur horfið með dul- arfullum hætti. — Yfirmaður frönsku lögreglunnar staðfesti ummæli frú Lefebre, er hún sagði á þinginu, að um 30 þús- und glæpamenn — veitingahúsa- eigendur, umboðsmenn listafólks og leiguelskhugar, — lifi á hvítri þrælasölu í Frakklandi og þeim löndum, sem Frakkar hafa eink- um aðsetur í. Þrælar þessir eru af hinu i,veika kyna“ og talið vandalaust að selja fallega stúlku fyrir 200 þús. krónur í Norður-Afríku eða Suður-Ameríku. Þessum stúlkum er ekki rænt í venjulegum skilningi, heldur eru þær ginntar með ýmsu móti. Síðan eru þær leigðar út til kyn- maka og eiga sjaldnast aftur- kvæmt. Venjuleg aðferð til að ná stúlkunum á vald sitt, er að gefa þeim súkkulaði eða annað góð- gæti með svæfilyfi. Viðkunnan- legir menn koma óðar til aðstoð- ar og bjóðast til að aka ung- frúnni þegar heim af skemmti- staðnum. Síðan hverfa þær með öllu, en vakna í einhverju pútnahúsinu. Frönsk yfirvöld segja þó, að flestar stúlknanna gangi út í þetta af frjálsum vilja, taki til dæmis fögrum tilboðum urri starf sem dansmeyjrr, söngkonur eða leikkonur. Sérstök lögregla hefur verið stofnuð til að ráðast gegn þessu ófremdarástandi. Kjarnorkuknúið flutningaskip. Þegar hafa verið byggðir kjarnorkuknúnir kafbátar. Nú er smíði fyrsta kjarnorkuknúna flutningaskipsins vel á veg kom- ið. Menn hafa þegar verið ráðnir á það, og er verið að þjálfa þá í starfinu, sérstaklega að fara með hinn kjarnorkuknúna hreyfil. — Kjölur skipsins var lagður í vor og hleypur skipið væntanlega af stokkunum næsta vor Að bygg- ingu þessa skips standa mörg fé- lög í New York og New Jersey. Skipið á að geta siglt 300 þús. sjómílur, án þess að taka elds- neyti. Áhöfnin verður!25 manns. Nafn skipsins verður Sávavvah og stærðin tæpl. 22 þús. brúttó- lestir. Árshátíð Framsóknarmanna. Framsóknarmenn á Akureyri héldu árshátíð sína í Alþýðuhús- inu á laugardaginn var. Þar var giatt á hjalla. Skemmtiatriði voru ágæt og undu menn sér hið bezta. Ræðu Halldórs Sigurðs- sonar alþingismanns er annars staðar getið. Söngur Jóhanns Konráðssonar gefur vissulega til- efni íil nokkurra hugleiðinga. Þó að það verði ekki gert að þessu sinni, má þó vekja athygli á því, að þessum vinsæla söngvara er enn að fara fram. Þá vöktu gam- anþættir Hjálmars Gíslasonar mikla kátínu og Bingóið, sem er nýr samkvæmisleikur tókst ágætlega. Hér ber að þakka öll- um, sem hlut áttu að máli. En einnig má minna á, að óstundvísi á samkomum eins og þessari og þarna gerði vart við sig, er móðgun við hina stundvísu, og einnig við þá menn, sem fengnir eru til að skemmta. Slíkt má ekki henda. Þá hefði og mátt vænta þess að íleiri Framsóknarmenn heiðruðu samkomuna með nær- veru sinni, en raun bar vitni. I i . : . 'i í . * ■ - ■ i» ( Miklir gestir. Þegar þjóðhöfðingjar heim- sækja landið, flytja blöðin fregn- - Frá Alþingi (Framhald af 5. bls.). okkar á þingskjali 52. Að þessu sinni sé eg ekki ástæðu til þess að ræða fleira. En að lokum vil eg taka undir það, að einhver bezti mælikvarði á menningu þjóða, sé sá, hvernig að öldruðu fólki er búið. íslendingar hafa sýnt mikinn áhuga á félagsmál- um og efast eg því ekki um þátt- töku í þessu máli. Eg treys.ti háttvirtum alþingis- mönnum til að taka svo á þessu máli að það megi ná fram að ganga. ir af þeim atburði dag eftir dag og þykir sumum nóg um. Nú eru fregnii' fluttar í sunnanblöðum af því fólki, sem hærra er gert undir höfði, og það að miklum mun. Hingað til landsins eru komin þau Nína og Friðrik. Ekki veit eg hvernig landsfólkið, utan Reykjavíkur, getur sætt sið við það að sjá ekki eða heyra þetta listafólk, þótt hins vegar sé í því nokkur raunabót að skoða af þeim myndir og lesa um þau greinar, svona hér um bil dag- lega síðustu vikurnar. - FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu.) greindra manna verði birtar í frétta stað, sé komið út á hála braut. Þetta er hreinn þvættingur, ef ekki „lævi blandið“ draumarugl sýslumannsins sjálfs. Það vill nú svo til, að settur sýslumaður er í raun og veru einn af fréttamönnum Dags. Til hans hefur blaðið oft leitað sem sýslumanns og vanalega með góðum árangri. Ekki er þess minnzt að sýlumaður hafi nokk- urn tíma kvartað um, að blaðið hafi hallað réttu máli í fréttum frá embættinu. Blaðið þakkar þessa samvinnu. Hir.s vegar er ekki þar með sagt, að skekkjur séu með öllu útilokaðar. En skekkjurnar' eiga ekki rætur í „lævi blöndnum" draumum. Það. er ósönn og illgjörn tilgáta. — Mönnum hættir við að líta á sam komuhaldið, sem er orsök þess- ara blaðaskrifa, með þröng- sýni. — Þeir ganga fram hjá aðalatriðunum, en einblína á dyr félagsheimilisins í Freyvangi á þeirri stund að sýslumann ber þar að garði. Hvort árekstur hans við dyraverði var harður eða ekki, er auðvitað algert aukaatriði, þar sem báðir voru í „fullum rétti“ og hvorugan sak- aði. Dyravarzlan var góð og komumaður átti gott erindi. Að síðustu þetta: Hinar al- mennu samkomur eru svo ríkur þáttur í félagslífi fólksins yfir- leitt og hafa auk þess mikil upp- eldisleg áhrif til ills eða góðs, eftir því sem til tekst, að ekki má með neinu móti vanmeta áhrif þeirra né heldur að van- rækja nokkrar sjálfsagðar skyld- ur þeirra, sem fyrir þeim standa. Þetta skilur sýslumaður, Sigurð- ur M. Helgason, og hefur auk þess áhuga á úrbótum. Á þeim vettvangi liggja leiðir hans og þessa blaðs saman og ekki ólík- legt að góð samvinna þessara að- ila geti einhverju áorkað. Breytir þar engu um, þótt hér hafi verið sýnt fram á, að blaðamannaföt setts sýslumanns séu dálítið við vöxt. Rafha hitatúba til sölu 950 watta í Strandgötu 39 (efri hæð). Auglýsið í DEGI HULD, 595811307 — IV/V — Frl. — H. & V. □ Rún 5958112G7 ~ 2.: l. O. O. F. Rb. 2 108U268Vz — II M. T. I. O. O. F. 140U288V2 S. T. E. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnud. kl. 2 e. h. — Fyrsti sunnudagur í jóla- föstu. — P. S. Hjúskapur. Á laugardaginn, 22. nóv., voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Áslaug María Þor- steinsdóttir Austmar og Björn Olsen Jakobsson bifvélavirki. — Hjónavígslan fór fram í Akur- eyrai'kirkju. — Heimili brúð- hjó'nanna er að Fjólugötu 7. ÆFAK. Aðaldeild annað kvöld kl. 8.30 síðdegis. Kristniboðshúsið ,,Zíon“. — Sunnudaginn 30. nóv.: Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Gunnar Sigurjónsson og Reynir Hörgdal tala. Allir hjartanlega velkomn- ir! — Sunnudagaskóii kl. 11 f. h. Bazar kvenskátanna verður næstk. sunnudag kl. 3 e.h. í Tún- götu 2. Margir munir hentugir til jólagjafa. AÐVÖRUN! — Elliheimilið í Skjaldarvík óskar vinsanilega að þeir, sem eru undir misl- ingum, komi ckki í hcimsókn meðan mislingar ganga hér í nágrcnninu. —Stefán Jónsson. Stúkan Ísafokl-Fjallkonan nr. 1 heldur fund fimmtudaginn 27. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Landsbanka- salnum. Fundarefni: Vígsla ný- liða. —- Hagnefnd skemmtir. — Bögglauppboð. — Afhentir frí- miðai'. — Mætið stundvíslega. — Æðstitemplar. SJÁLFSBJÖRG. Munið fönd- urkvöldin á föstudögum kl. 8 í Túngötu 2. Nýjar kvöldvökur Júlí—Sept.hefti þessa órs er komið út. Björn R. Árnason skrifar um Jóhann á Ytra-Hvarfi, Þormóður Sveinsson grein, sem hann nefnir Gleymd villa, og var áður flutt í Ríkisútvarpið, þá er grein um Sölva Helgason eftir Jónas Jón- asson frá Hofdölum, Snorri Sig- fússon ritar um brautryðjandann Þorstein Jónsson á Dalvík, Klaustrið í Sendomir þýða þeir Gísli Jónss. og Friðrik Þorvalds- son. Þá er þarna smásagan Sögu- leg nótt og Helför Roald Amund- sens, Leiðin til þroskans eftir Ol- af Tryggvason, framhaldssagan o. m. fl. Grammofónn, sem nýr, og 20 plötur til sölu. Uppl. i sima 2242. Strandarkirkja. Áheit og gjaf- ir. S. J. kr. 50. — Þ. J. og M. M. kr. 100. — K. G. kr. 50. — Áheit frá Þ. J. kr. 205. — K. J. (gamalt áheit) kr. 10. — K. J. (nýtt) kr. 20. — J. G. (óheit) kr. 50. — Ónefnd kr. 100. — X. kr. 200. — K. R. kr. 100. — Áheit frá gam- alli konu kr. 50. —r N. N. kr. 50. Húnvetningafél. hefur skemmti- kvöld í Landsbankasalnum n.k. laugardag kl. 8.30 e. h. — Félags- vist og dans. — Félagsfólk hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Slysavarnakonur, Akureyri. — Jólafundurinn verðui' í Alþýðu- húsinu miðvikud. 3. desember kl. 4.30 fyrir telpurnar og kl. 9 fyrir konurnar. Mætið allar og takið með kaffi. KveníéJagið Hlíf heldur jóla- fund miðvikud. 3. des. kl. 9 e. h. í Pálmholíi. Konur taki með sér kaffi. Skemmtiatriði. — Farið frá Ferðaskrifstofunni kl. 8.30 e. h. Viðkomustaðir: Hafnarstræti 20 (Höpfner) og við Sundlaugina. Stjórnin. Trjám plantað Á laugardaginn var unnu tveir menn að trjáplöntun í Fnjóskadal og gróðursettu 100 greni- og furuplöntur. Er þetta til marks um hina ágætu og óvenjulegu veðráttu. Jörð er alveg þíð enn- þá, þótt senn séu nóvemberlok. Samkvæmt kröfu verður vöru- flutningabifreiðin A—1218 af tegundinni G.M.C., ár 1942, seld á nauðungaruppboði, sem liefst við lögregíuvarð- stofuna á Akureyri þriðjudag- inn 2. des. 1958 kl. 13.00. BÆJ ARFÓGETI. Skellinaðra - Görike í göðu lagi til söíu nn þegar. IJppl. á afgr. blaðsins. Barnaúfigallar (fóðraðir) Verð kr. 150.00 FILMIA FILMIA Sýningar hefjast í Filrniu n. k. laugardag kl. 3 í Nýja- Bíó. Sýnd verður bre/.ka myndin „KONA HVERFUR“ eftir Allred Hitchock. — Afhending skírteina fer frani í Nýja-Bíó n. k. föstudag kl. 5—7 og á laugardag frá kl. 1. — Enn er liægt að bæta við nýjum félögum. FILMIA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.