Dagur - 03.12.1958, Side 5

Dagur - 03.12.1958, Side 5
Miðvikudaginn 3. desember 1958 D A G U R 5 Útvarpserindi Stefáns Jónssonar: KÝPURMÁLIN Kýpur er síðasta herstöð Breta fyrir botni Miðjarðarhafs. Frá flugvöllunum á eynni má flytja her manns á svipstundu til allra helztu olíulindasvæðanna í ná- lægari Austurlöndum. Herseta umboðsmanna Angli-Iranska olíu félagsins á Kýpur, er því eins og svipan reidd yfir Arabalöndun- um og íran. — Ef þið ekki gerið eins og okkur líkar, þá. . . . Og Bretar sendu lið frá Kýp- urstöðvum sínum til innrásar í Egyptaland fyrir tveimur árum. í sumar sýndu þeir líka áþreif- anlega til hvers þær stöðvar eru hentugar, er þeir sendu her það- an á einni nóttu til Jórdaníu. Sjálfur hefur MacMillan for- sætisráðherra sagt, — er hann gerði grein fyrir nauðsyn þess að Bretar héldu Kýpur, — að Brezka heimsveldið mætti ekki án herstöðvanna þar vera. Því væri ekki nóg að hafa þar að- gang að herbækistöðvum á veg- um Atlantshafsbandalagsins, því að enda þótt vera mætti að af- notin af stöðvunum kæmu við stefnu Atlantshafsbandalagsins sem slíks, þá kæmi einnig til greina að afnotin af þeim yrðu utan ramma þess bandalags. Þegar þess er gætt, að Atlants- hafsbandalagið er byggt upp sem varnarbandalag margra ríkja, þá er auðskilið hvers konar not það eru, sem ráðherrann á við af herstöð, — sem ekki falla í ramma Atlantshafsbandalagsins. Bretar hafa verið hraktir burtu úr Arabalöndunum, hverju á fætur öðru, — að síðustu úr írak. Þjóðerniskenndin, sem er aflvaki allra dáða fátækra og kúgaðra þjóða, hefur þjappað fólki þess- ara landsvæða. saman. — Ennþá sem komið ei- stafar Arabiska sambandslýðveldinu að vísu ógn af herstöðinni Kýpur. En því vex nú skjótt ásmegin, og ef svo heldur fram sem horfir, þá verða ekki mörg ár þangað til Arab- arnir geta óhræddir litið til grísku eyjarinnar. Hún verður þá tæpast orðin meir en geifla ein saman í skolti brezka ljóns- ins þeirn megin, sem veit að fólki Múhameðs, — Jafnvel þótt Bret- ar lréldu þar ennþá herstöðvum. Það spurði mig fyrir skemmstu brezkur blaðamaður, hvenær í ósköpunum Kýpur hefði tilheyrt Grikklandi. — Til allrar ham- ingju fyrir mig var þarna nær- staddur sænskur doktor í forn- grískum fræðum, sem svaraði: — Jafnlengi og Aþena. Árið 1907 sagði Sir Winston Churchill, sem þá var nýlendu- málaráðherra Breta: — Það er ekki nema eðlilegt að Kýpurbú- ar, — sem eru grískir að upp- runa, — skuli telja sameiningu við föðurlandið æskilega og séu fúsir að berjast fyrir henni. Árið 1931 sagði Ronald Storrs, — brezki landstjórinn á Kýpur, — þegar Grikkirnir þar voru ný- búnir að brenna ofan af honum í uppreist: — Það er ómótmælan- legt að Kýpurbúar eru grískir. Enginn vitiborinn maður neitar því, að Kýpurbúinn er grísku- mælandi, hugsar grískt og hefur grísk viðhorf. Árið 1956 sagði Noel Baker, fyrrverandi ráðherra í stjórn brezka Verkamannaflokksins: — Það eru ekki einu sinni allir þingmenn íhaldsflokksins það vitlausir, að halda því fram, að Kýpur sé ekki grísk eyja, — þó að forsætisráðherra hennar Iiá- tignar virðist halda það. Og svo koma Kýpurbúar sjálf- ir, — og segja á móðurmáli sínu: — Við erum Grikkir. Grísk menning er hvergi eldri en á Kýpur. Hún óx þar á sama hátt og í öðrum hlutum Hellas hins forna. Þar hefur verið töluð sama tunga og í öðrum hlutum ríkisins svo lengi sem heimildir eru af. Konungar borgríkjanna á Kýpur tóku þátt í Trójustríðinu með öðrum grískum konungum, eins og um getur í Illionskviðu Makaríos erkibiskup. Hómers. Grískar hofrústir og ölturu getur enn að finna á eynni. Og samkvæmt grískri goðafræði er sálf ástargygjan Afródíte afsprengi brimlöðursins á Kýpurströnd. Þegar Alexander mikli sam- einaði gríska ríkið voru Kýpur- búar þar heils hugar með og tóku fyrstir þátt í herförum hans til Asíu. FYRRI HLUTI Hvenær hefur Kýpur verið hluti af Grikklandi? — Þessari spurningu svara formælendur Kýpurbúa með annarri spurn- ingu: — Hvenær hefur Kýpur ekki verið hluti af grísku ríki eða grísku samveldi? Og þótt merkilegt megi kallast, að þessu athuguðu, þá megum við íslendingar víst vera stoltir af því, að við skulurn ekki hafa fallizt á þá skoðun stjórnarinnar í Lundúnum, að Kýpur sé brezk ey, þrátt fyrir allt þetta, — ellegar ef hún sé ekki brezk, þá sé hún tyrknesk. Allai' aðrar þjóðir varnarbanda lagsins okkar — Atlantshafs- bandalagsins — hafa nefnilega stutt þá skoðun Breta leynt og Ijóst fram að þessu. Eg get ekki stillt mig um að segja sögu um það, hve merkilegt Grikkjum þykir, að íslenzk stjórnarvöld skuli ekki telja Kýpur brezka ey. Það var við kvöldverðarborð fyrir nokkrum vikum, að eg sat í milli lögfræðings, útlaga frá Kýpur, og bandaríska ræðis- mannsins í Aþenu. Umræðuefnið var frelsisbar- átta Grikkja á Kýpur. Við sátum það langt frá háborðinu, að við gátum haldið samtalinu áfram undir skálaræðum, ótruflaðir og án þess að setja ræoumennina út af laginu svo að neinu næmi. Viðræðunum lauk með því, að Bandaríkjamaðurinn sagðist ekki geta skilið það hvers vegna Kýp- urbúar þyrftu endilega að ráða sér sjálfir frekar en aðrir. Hann sagðist líka hafa heimildir fyrir því, að barátta EOKA — sem hann kallaði félag hermdarverka manna — væri kveikt af komm- únistum. Lögfræðingurinn frá Kýpur sagði þá að frelsisbarátta EOKA, — sem hann kallaði samtök frelsisvina, — hefði raunar staðið látlaust í ýmsum myndum frá því 1571 að Tyrkir tóku eyna eins og aðra hluta Grikklands hins forna. Bandaríski ræðismaðurinn sagði þá, að við yrðum svo virkilega hissa, ef við vissum hve gamall kommúnisminn væri í raun og veru, bara undir mismunandi nöfnum. Og þá hætti lögfræðingurinn, útlaginn frá Kýpur, að tala við hann, en braut upp á öðru um- ræðuefni. — Veiztu það, íslend- ingui', sagði hann, að eg lenti í því í fyrra með fleiri mönnum, að útbúa getraunaþátt. Eg stakk upp á því, að láta keppendur nafn- greina einhvern starfsmann ís- lenzku utanríkisþjónustunnar. — Félagar mínir hlógu bara að mér, og sögðu að það vissu það allir Grikkir, að Thor Thors greiddi atkvæði með okkur í Kýpurmálinu. Sögu Kýpurbúa verða ekki gerð nema mjög lausleg skil í þessu erindi. Þó er rétt að geta þess, að þar voru gerð ódauðleg listaverk, og ort fögur ljóð þúsund árum áður en sögur greina frá því, að menn hafi gengið uppréttir á Bretlandseyjum. Einnig þess, að kristin trú er eldri á Kýpur en í nokkru öðru Evrópulandi. Það var afl grísku kirkjunnar, sem þjappaði Kýpur- búum saman við tyrkneska her- námið 1571. Kirkjuleiðtogarnir urðu sjálfkrafa þjóðernislegir leiðtogar um leið og þeir snerust gegn ásókn Múhameðstrúar- innar. Og enn þann dag í dag er það gríska kirkjan, sem er brjóstvígi þjóðfrelsisbaráttunnar á eynni. — Sófórínas erkibiskup ávarpaði fyrsta brezka land- stjórann sem þjóðhöfðingi árið 1878, og gerði honum grein fyrir frelsisþrá grískra manna á Kýp- ur, er Bretar höfðu tekið við her- námi eyjarinnar af Tyrkjum fyr- ii' 93 þúsemd sterlingspunda ár- gjald. Og Kýpur-Grikkir völdu sér þjóðhöfðingja árið 1947, er þeir kjöru Makaríos hinn svartskeggj aða og einbeitta í embætti erki- biskups. Um stjórn Breta á Kýpur í 70 ár verður einnig að fara fljótt yf- ir sögu. — Pundin 93 þúsund innheimtu þeir af eyjarskeggjum án þess að Tyrkjum væri nokk- urn tíma borgaður einn eyri. Að öðru leyti var meðferðin eins og gerðist í brezkum nýlendum, sví- virðilegasta arðrán og algjört skeytingarleysi um velferð íbú- anna. í heimsstyrjöldinni 1914 til 1918 börðust Kýpurbúar með Bretum undir kjörorðunum: „Til sigurs og sameiningar við Grikkland." — Sigurinn vannst, — en Kýpur var gerð að brezkri krúnuný- lendu. Árið 1931 höfnuðu Kýpurbúar stjórnarskrá, þar sem þeim var ætlað nýlenduhlutskiptið fram- vegis. Þá risu þeir upp í bjai'tsýni sinni og brenndu landstjórahöll- ina, en það varð þcirra eina gleði. Bretar börðu uppreistina miskunnarlaust niður með her- (Framhald á 7. bls.) SJÓSKRÍMSLI. Sjóskrínisli séð inenn hafa !; síðan á Iandnámstíð, !; skelklædd þau skröltu í fjörum ]; til skelfingar búandlýð. En spekingar, lærðir og Iesnir, ;! leiddu að því tröllsterk rök ;! að um væri aðeins að ræða ofsjónir, hrekki og skrök. !; Nú fyrst, er á Langanesfjörum, !; ein furðuskepna var séð, J; menn efa að allt sé lygi, ;; sem um þessi dýr er téð. ;> Það kynjadýr kom að Iandi !! úr kafi, það sagt er oss, !| labbandi á fjórum löppum, !; litlu minna en hross. !; En ekki varð dýrið unnið, J; aftur það komst á flot, ;! ollu því engu tjóni ! „extra long“ riffilskot. ! Um sjóskrímslin efast enginn, ! en undrandi spyrjum við: ; Því eru þau aftur komin ; eflir svo langa bið? ; Ef til vill einhver veiklun ! þann óvætt að landi dró, — botnlangabólgan er orðin ! •býsna algeng á sjó. ! ; Eða er ástandið þannig ; ; um okkar herjuðu mið að heiðarleg sjóskrímsli haldist ! þar Iireint ekki Iengur við? DVERGUR. Hvenær eru piltar og siúlkur komin á giffingaraldur? Það er mjög mismunandi í hinum ýmsu löndum Ung stúlka, sem býr á írlandi, Bolivíu eða Swazilandi, má, sam- kvæmt lögum, giftast þegai' hún er 12 ára. í Danmörku, Tékkó- slóvakíu eða Etiopíu verður hún að bíða þar til hún er 18 ára. í Burma, Chile og Spáni mega drengir kvænast þegar þeii' eru 14 ára, en í sambandsríkinu þýzka, í Perú og í Sviss mega þeir kvænast 21 árs að aldri. Lægsti giftingaraldur er af- skaplega mismunandi í löndum heims. í sumum löndum, sérstak- lega Aísu og Afríku, eru engar hömlur og ungu fólki er leyft að giftast þegar það hefur náð kyn- þroska-aldri, samkvæmt trúar- bragðavenjum. Jafnvel með sumum þjóðum, sem eru framar- lega í félagsvenjum og fjárhags- lega, mega stúlkur giftast 12 ára og piltar 14 ára. Sameinuðu þjóðirnar kynntu sér þetta nýlega í Genf, og var það nefnd S. Þ. um stöðu kon- unnar, sem fjallaði um það. — Nefndin hafði með höndum skjal, þar sem mælt var með því, „að bæði gæfi fúslega samþýkki sitt og að komið væri á lágmarki aldurs, helzt ekki lægra en 14 Eftir því sem S. Þ. hafa kynnt sér þetta, er mikill munur á lög- um um þetta mál í hinum ýmsu löndum, sem hafa sér ríkjasam- band. í Ástralíu t. d. eru lögin þannig, að í sumum héruðum má stúlka giftast þegar hún er 16 ára, en í öðrum má hún gifta sig þegar hún er 12 ára. Svipaður mismunur er á fylkjum í Can- ada og Bandaríkjunum. í mörgum löndum, þar á meðal Ráðstjórnarríkjunum og Júgó- slavíu, er aðeins þörf á samþykki beggja þeirra, sem ætla að gift- ast, og er þá gengið út frá því, að þau hafi náð lögaldri. Ungt fólk víðast hvar í Vestur-Evrópu, Suður-Ameríku, Brezka sam- veldinu og Bandaríkjunum má gifta sig, þó að það hafi ekki náð vissum- aldri, ef það hefur samþykki foreldra sinna eða fjárráðamanna. — í sumum löndum verða foreldrar eða fjái'- ráðamenn brúðarinnar að sam- þykkja giftingu hennar, en það ei' ekki nauðsynlegt fyrir brúð- gumann. Og í enn öðrum löndum er það höfuðskilyrði fyrir gift- ingu að fjárráðamenn séu henni samþykkir. (UNESCO.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.