Dagur - 03.12.1958, Side 8

Dagur - 03.12.1958, Side 8
8 Baguk Miðvikudaginn 3. desember 1958 Afmælisbamið gleymdisf - Veizlugesfanna minnzt Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Hestamannafélagið Létíir þrjátíu ára_ Fimm blöð hafa fluft fregnir af afmælishófinu oq deila um rósfur í sam- bandi við það - Ekkert þeirra hefur séð ástæðu fil að minnast afmælisbarnsins sjálfs Fyrir nokkru hafði hesta- mannafélagið „Léttir“ á Akur- eyri afmælisfagnað í tilefni af 30 ára starfi. Þar sem blöðin hafa gert sér tíðrætt um framkomu afmælisgestanna og skammað hvert annað fyrir lélega frétta- þjónustu í því sambandi, en gleymt félaginu, þykir rétt að minnast þess með örfáum orðum. Félagsstofnunin. Þann fimmta nóv. 1928 var hestamannafél. „Léttir“ stofnað hér í bæ. Sex árum áður var stofnað sams konar félag í Rvík. Stofnendur „Léttis“ voru 15 og fyrsta stjórn félagsins skipuð af Pálmi Hannessyni, Sigurði E. Hlíðar og Þorsteini Þorsteins- syni. Tilgangur félagsins var sá, þegar í upphafi, að stuðla að aukinni þekkingu manna á með- ferð hesta, sérstaklega reiðhesta, og glæða hina görnlu íþrótt, reið- mennskuna. Fyrstu kappreiðar félagsins voru á Þveráreyrum sumarið 1929. Árið 1930 var gerð hlaupa- braut á Gleráreyrum fyrir kapp- reiðar. Það ár var Sigurður E. Hlíðar kosinn formaður félags- ins í stað Pálma, sem flutti til Reykjavíkur. Kappreiðar fóru svo fram á þessum sama stað um sumarið. Árin 1931 og 1932 voru kappreiðar haldnar á Melgerðis- melum. Eftir þetta er nokkur lægð í félagsstarfinu. En 1942 gekkst Jón Geirsson læknir fyrir því að endurvekja félagið og hefur það stai'fað óslitið síðan. — Nýr skeiðvöllur var gerður á bökkum Eyjafjarðarár og er hann enn notaður. Frá 1943 hafa árlega yerið haldnar kappreiðar og hefur þar jafnan mátt sjá gæðinga í þess orðs fyllstu merkingu, oft marga og fjölda góðhesta og kappreiðarnar hafa jafnan verið mjög vel sóttar bæði af bæjar- búum og sveitafólki. Sumarið 1950 var stofnað til Þingvallaferðar á hestum til þátttöku í fyrsta landsmóti hesta manna. Fararstjóri var Samúel Kristbjarnarson og voru 118 hestar í þeirri för, en 23 hestamenn á suðurleið en 27 til baka. • Árni Magnússon hefur verið formaðui' „Léttis“ síðan 1951 og hefur starfsemi félagsins færzt mjög í aukana hin síðustu ár. Til gamans má geta þess að árið 1952 kepptu Akureyringar og Skagfirðingar í boðreiðum, sem ér ný íþrótt. Akureyringar sigr- uðu. Það ár var haldið fjórð- ungsmót á Sauðárkróki og var þangað farið með góðhesta og kappieiðahesta. Árið 1954 var landsmót hesta- manna haldið að Þvei'áreyi’um í Eyjafii'ði og var þá óvenjulega mikið starf lagt á hei’ðar akur- eyi'skra hestamanna. „Léttir“ og hestamannafélögin í Skagafirði sáu um mót þetta, sem mjög þótti takast vel. Tamningastöð. „Léttir“ hefur hin síðari árin starfrækt tamningastöð hér á Akureyri, og er það einn merk- asti starfsþáttui' félagsins og vonandi fellur hann ekki niðui'. Þar hefur Þorsteinn Jónsson mest unnið að tamningu og nokkrir aðrir snjallir hestamenn. Meðal ferðalaga hestamannafé- lagsins, auk Þingvallaferðarinn- ar, sem áður getur, má nefna ferð „Alþýðusamband fslands fagn- ar þeirri yfix'lýsingu, sem gefin var af núverandi ríkisstjórn er hún var mynduð, en hún var á þá leið, að ríkisstjórnin muni „leggja sérstaka áherzlu á að leysa efnahagsmálin í náinni samvinnu við stéttasamtök vinn- andi fólks“, og að markmið þessa samstarfs skuli vei'a „að auka framleiðslu landsmanna, ti'yggja atvinnu og kaupmátt tekna og efla almennar framfarir í land- inu“. 26. þing ASf telur mjög nauð- synlegt að slíkt samstarf sé á milli ríkisstjórnar og vei'kalýðs- samtakanna og leggur mikla áhei'zlu á að slíkt samstarf geti haldizt á þeim grundvelli, sem lagður var í n)álefnasamningi stjórnarflokkanna. Alþýðusambandsþingið telur að vandamál þau, sem nú er við að eiga í efnahagsmálum þjóðar- innar verði bezt leyst launastétt- um til happa með slíku samstarfi ríkisvaldsins og vei'kalýðssamtak anna. Þingið. telUr að miða þurfi ráðstafanir í efnahagsmálunum við eftirfax'andi: 1. að stöðva dýi tíðina, 2. að tryggja kaupmátt launanna, 3. að tryggja næga vinnu, 4. að vinna markvisst að aukinni útflutningsframleiðslu. (Samþykkt samhljóða.) Þingið leggur áherzlu á að þeg- að Egilsstöðum og aðra Þing- vallaferð og ótal styttri ferðir. — Núverandi stjórn skipa, auk for- mannsins, Árna Magnússonar: Vilhelm Jensen, Mikael Jó- hannesson, Ingólfur Magnússon og Guðmundur Snorrason. Hér hefur nú verið stiklað á stóru, en af því má þó draga vissar' niðurstöður um þennan félagsskap. Félagið hefur reynt af fi-emsta megni og með óum- deilanlegum árangri, að auka skilning manna á ágæti hestsins í nýju hlutverki. Margir Akur- eyringar telja umgengni við hestinn til hinna hamingjusöm- ustu stunda. íslenzki hestui'inn á óumdeil- anlegan virðingarsess í sögu okkar. Án hans hefði landið okk- ar verið óbyggilegt um margar aldir. Vélvæðingin vék hestinum til hliðar, sem þai-fasta þjóninum. En hestamenn vinna að því að auka veg hans á ný, sem gleði- gjafa fyrst og fi-emst. Heill fylgi því-starfi. E. D. stafanir gei’ðar: 1. Stöðvun verðbólgunnar. Nú þegar verði hafizt handa um að stöðva verðbólguna. 26. þing ASÍ lýsir yfir því, að til þess að auðvelda frekari aðgerðir get- ur það fallist á, að vísitalan verði greidd niðux' þannig, að hún hækki ekki frá því sem nú er (framfærsluvísitala 202- stig og kaupgjaldsvísitala 185), með þeim hætti, að það valdi engi'i rýrnun í kaupmætti launa, enda verði fjárins til niðurgreiðslunn- ar ekki aflað með auknum skött- um, sem verkalýðsstéttin verður að bera. Fjár til niðurgreiðslunnar og til stuðnings atvinnuvegunum verði m. a. aflað með: 1) Sparnaði í rekstri ríkisins og frestun um skeið á nokkrum þeim fjái'veitingum til fjár- festingar á vegum hins opin- bera, sem minni þýðingu hafa í rekstri þjóðarbúsins, þó án þess að af því leiði atvinnu- leysi. 2) Með því að verja greiðsluaf- gangi ríkissjóðs í því skyni. 3) Með auknum tekjum af einka sölum og skattlagningu á þá, sem grætt hafa á verðbólg- unni. (Samþ. með þorra atkv. gegn 32). (Framthfild á 7. síðu.) Ólafsfirði 1. des. Trillubátar hafa aflað sæmi- lega, og í dag eru þeir að koma að, sumir með góðan afla. Sumar trillur hafa aflað upp í 5 þús. pund undanfarna daga. Sjónleikui'inn „Gimbill" var leikinn á fimmtudags- og laug- ardagskvöld við góða aðsókn. — í þessari viku verður „Allt fyrir Maríu“ leikið hér. Júlíus Júlíus- son setur báða leikina á svið. „Norðlendingur" landaði í sl. viku 238 tonnum af karfa af hin- um nýju Fylkismiðum. Unnið var úr aflanúm í vöktum. Nóg hefur verið.að starfa. Sauðfé er hvergi komið á gjöf. Fjallvegir eru færir, svo sem Lágheiði og Siglufjai'ðarskarð. Reynihlíð 1. des. Frost var hér aðeins 7 daga í nóvembermánuði. Rjúpur sjást tæplega. Nokkuð marga minka er búið að vinna í haust hér í sveit og í Laxárdal. Mest er um þenn- an ófögnuð í skóginum kringum Belgjarfjall. Mývetningar ætla að minnast 100 ára afmælis lestrarfélags síns síðar í vikunni. Nýlega er látinn elzti búand- maður sveitarinnar, Þorsteinn Jónsson, Reykjahlíð, 84 ára að aldri. Hann var jarðsettur hér að Eeykjahlíð 27. nóv. sl. að við- stöddu fjölmenni. Saurbæjarhreppi 1. des. Sauðfénu í hreppnum hefur farið nokkuð ört fjölgandi síð- ustu árin. Mun hafa verið á fóðr- um um 7600 fjár sl. vetui' og mun vera eitthvað fleira í vetui'. Lítið hefur þurft að gefa fé hér, það sem af er vetrinum, enda tíð óvenju góð. — Byggingarfram- kvæmdir hafa verið töluvert miklar á árinu og eru þessar helztar: í Ytra-Dalsgerði er íbúðarhús í smíðum. í Árgerði var byggt fjós yfir 16 gripi og hlaða. í Samkomugerði er fjós í smíðum yfir 20 gripi. Á Þor- móðsstöðum í Sölvadal var byggð hlaða og fjárhús yfir 300 fjár. Fjár- og íbúðarhús er í byggingu á Kolgi'ímustöðum, og íTorfufelli vai' byggð hlaða sem tekur um 2000 hesta. í Villingadal er við- bótarbygging við íbúðarhús þar. Allai' byggingai'nar eru annað hvort mótasteyptar eða hlaðnar úr r-steini. Minni byggingar hafa og verið framkvæmdar. — Vegagerð ríkisins hefur nýverið byggt þrjár brýr í hreppnum: Brú á Bröndu í Djúpadal, fyrir ári síðan, og nú í haust tvær brýr á Eyjafjarðará, aðra undan Hall- dói'sstöðum og hina undan Tjörnum. — Þó að ekki sé hægt að seg'ja, að félagslíf sé með miklum blóma hér, þá er það furðu mikið sem hin ýmsu félög fá áoi'kað til menningarmála. — Lestrarfélag hreppsins mun hafa innansveitai'samkomu í Sólgarði um næstu helgi. Bindindisfélagið Dalbúinn hélt hátíðlegt 25 ára aftnæli sitt í Sólgarði 22. f. m. — Skákfélagið sendi fjögurra manna sveit til skákkeppni þeirrar er UMSE gengst fyrir um þessar mundir. Fimm minkar hafa verið unnir í Eyjafirði í haust með aðstoð „Skottu“ á Arnarfelli, 2 í Saur- bæjarhreppi, 2 í Ögnulsstaðahr. og 1 Hrafnagilshreppi. Leitað var að minkum á Skjóldal í Hrafnagilshreppi fyrir nokkrum dögum. Ekkert dýr náðist þai', en, slóðir fundust. — B. H. J. Árskógsströnd 1. des. Nýlega var hafin leit að mink- um í Þorvaldsdal. Lék grunur á, að þau kvikindi væru þangað komin. í þeiri-i för var bóndinn á Arnarfelli, Eiríkur Bjöi'nsson með minkatíkina „Snotru". Slóð- ir fundu þeir eftir dýrin, og var tíkin mjög ákveðin, er hún rakti slóðirnar. En með því að dagur var orðinn stuttur náðist enginn minkur í það skiptið. Hinn ey- firzki bóndi hafði orð á því hve landið væi'i fagurt og gróður lítt sölnaður í Þorvaldsdal. Vertíðin brást hér að mestu sl. •vor. Eii nú hefur verið góður afli og margir bátar á sjó. Fengist hafa upp í 7 skippund í róðri. — Beituskortur er yfirvofandi. Tvö nýbýli eru risin upp í hreppnum. Hjalti Bjarnason bif- reiðastjóri á annað þeirra, Sól- vang. Hitt eiga feðgarnir Konráð Sigurðsson og Alfreð Konráðsson rafvirki, Sólvelli. Fimmtán ha. fylgja hverju býli og á búskap- urinn að styðja aðalatvinnu- greinar eigenda. Á Hellu var byggt íbúðarhús eftír brunann sem þar varð, ennfremur 129 kinda fjárhús og að nokkru end- urbyggt 20 kúa fjós og hlaða, sem einnig skemmdist mjög í eldsvoðanum. Allt er þetta gert á einu ári. Verið er að byggja íbúðarhús að Hátúni. Víða bera túnin enri grænan lit. Sauðféð liggur úti og unir vel hag sínum í hinni óvenju góðu tíð. Fjölmemiur bænda- klúbbsfundur að Freyvangi Síðastliðið mánudagskvöld var bændaklúbbsfundur haldinn að Freyvangi í Öngulsstaðahreppi. Fundarstjóri var Jónas Halldórs- son bóndi að Rifkelsstöðum. Árni Jónsson tilraunastjói’i og Erik Eylands róðnnautur höfðu framsögu um búvélar. Fjölmenni var þarna saman komið og fundurinn hinn bezti. Umræður voru miklar og al- mennar og hokkrir létu fjúka í kviðlingum. — Ungmennafélagið Ársól sá um rausnarlegar veit- ingar og Björgvin Júníusson sýndi kvikmyndir, sem Fordson- verksmiðjurnar létu taka í ýms- um löndum. DAGUR. Auglýsendur, athugið! Dagur kemur næst út laugardaginn 6. desember. — Auglýsingar þurfa að hafa borizt fyrir há- degi á föstudag. Tamningastöð Léttis á Akureyri. Álykfun Alþýdysambandsþings um efnahagsmálin ar í stað verði eftirfarandi ráð-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.