Dagur - 06.12.1958, Síða 1

Dagur - 06.12.1958, Síða 1
Fylgist með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUK DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 10. desember XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 6. desember 1958 60. tbl. Hermann Jónasson lorsætisráðherra baðst lausnar lyrir sig og Samkomulag í efnahagsmáluni náðist ekki á milli stjórnarflokkanna þriggja Skódeild KEÁ fiutt s nýtt húsnæði Opnar verzlun sína, sem er mjög nýtízkuleg, í Hafnarstræti 95, fyrstu hæð Deildarstjóri er Aðalsieinn Jósepsson ADALSTEINN JÓSEPSSON deildarstjóri. í dag flytur Skódeild Kaupfél. Eyfir'ðinga á Akureyri verzlun sina í annað húsnasði, Hafnarstr. 95 (Goðafoss), fyrstu hæð, og opnar þar í dag. Þar hefur með nokkrum breytingum fengizt sæmilega rúmgott verzlunar- pláss, sem er mjög haganlega og smekklega búið. Óvissa ríkir m stjórn landsins Allt er enn í óvissu um stjórn landsins. Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, mun kalla ráðherrana og formenn stjórn- málaflokkanna á sinn fund eft- ir helgina til viðræðna um myndun nýrrar stjórnar. En ráðuneyti Hermanns Jónasson- ar fer með völd þar til annað verður ákveðið. — Á þessu stigi málsins verður cngu spáð um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Alþingi gctur sjálft myndað meirihluta um nýja stjórn. Forsetinn getur skipað embættismannastjórn, ef Al- þingi getur ekki sjálft leyst stjórnarkrcppuna, og liugsan- legt er ennfremur að núver- andi stjórn fari með stjórn landsins til vors, eða fram að nýjum kosningum. Mjög ólík- legt er að nokkur sfjórnmála- flokkur óski eftir vetrarkosn- ingum. Næstu daga munu þessi mál cf til vill skýrast. Geislavirkni eyksl yfir Svíþjóð Fréttaskeyti frá Svíþjóð skýra frá, að úrkomumælingar í nóv- ember hafi leitt í ljós, að rúss- nesku vetnis- og kjarnorku- sprengingarnar muni valda mik- illi geislavirkni í lofti. Tvennar þessara mælinga sýndu nærri jafnmikið geislamagn því, sem mest hefur mælzt í Kírúna, (námasvæðið mikla í Norður- Svíþjóð). Geislavirkt efni í hó- loftum hefur aukizt við tilraunir liússa í Norður-íshafi (á Nóvaja Semlja). Muni því geislamagn háloftanna haldast um langa hríð hærra en áður og um 20—30% af fyrri aukningu. Einnig eru rann- sökuð rykkorn, sem eru sérlega næm fyrir geislavirkni, og verð- ur rannsóknum þessum haldið áfram sökum liklegrar hættu af þessu fyrirbrigði. Verður að taka fullt tillit til hættu sem af því stafar, að svona mikið geisla- magn samansafnast á takmörk- uðu svæði í nágrenni Svíþjóðar. Þótt aðal verzlunar- og skrif- stofuhús KEA væri byggt a£ framsýni og stórhug hefur vöxt- ur félagsins þó orðið meiri en hinir bjartsýnustu gerðu sér vonir um. Hinar mörgu verzlun- ardeildir hafa þegar of þröngan stakk hvað húsnæði snertir. Meðal þeirra eru vefnaðarvöru- deild og skódeild. Þrer voru fyrrum ein deild, en síðan að- skildar og bjuggu þó báðar of þröngt. Nú, þegar skódeildin færir sig um set, kemur hið fyrra húsnæði hennar til góðra nota fyrir vefnaðarvörudeildina. — Hin nýja verzlun skódeildar- innar bætir mjög aðstöðu við- skiptavinanna frá því sem áður var. Þar er t. d. sérstakur stað- ur fyrir karla og annar fyrir konur til að máta skófatnaðinn. í þessari nýju verzlun eru allar fáanlegar tegundir af skóm, inn- lendum og erlendum, og er hið vistlega húsrúm notað til að sýna vöruna, en ekki til að geyma hana í lokuðum skóköss um, eins og víða er venja ennþá. Teikningar annaðist Teikni- stofa KEA undir stjórn Guðlaugs Friðþjófssonar, um innréttingu sá Húsgagnaverkstæði Olafs Ágústss. & Co, málingu annaðist Jón A. Jónsson og ljósateikning- ar og raflögn annaðist Raflagna- deild KEA undir stjórn Ingva Hjörleifssonar. Deildarstjóri Skódeildarinnar er Aðalsteinn Jósepsson, ungur og duglegur verzlunarmaður, er tók við því starfi fyrir hálfu öðru ári af Valdimar Baldvinssyni. Á ríkisráðsfundi í fyrradag baðst Hermann Jónasson for- sætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Á fundi Sam- einaðs þings sama dag gerði for- sætisráðherra grein fyrir lausn- arbeiðni sinni með svofelldum orðum: i „Eg hef á ríkisráðsfundi í dag beðizt lausnar fyrir mig | og ráðuneyti mitt. Forseti ís- ^ lands hefur heðið ráðuneytið að gegna störfum fyrst um sinn, og hafa ráðherrarnir að venju orðið við þeirri beiðni. Fyrir lá að hinn 1. desem- ber átti að taka gildi ný kaup- greiðsluvísitala, senr fól í sér 17 stiga hækkun. Til þess að korna í veg fyrir nýja verð- bólguöldu, sem af þessu hlaut að rísa, óskaði eg þess við samráðherra mína, að ríkis- stjórnin beitti sér fyrir setn- ingu laga um frestun á fram- kvæmdum hinnar nýju vísi- tölu til loka mánaðarins, — enda yrðu þessi fyrrgreindu 17 vísitölustig j)á greidd eftir á fyrir desember, nerna sam- komulag yrði um annað. Frestur sem fengist með lagasetningunni skyldi notað- ur til þess að ráðriim gæfist til samkomulagsumleitana. Leitað var umsagnar AI- þýðusam bandsjrings um laga- setningu þessa, samkvæmt skilyrði sem sett var fram um ])að í ríkisstjórninni. Alþýðusambandsþing neit- aði fyrir sitt leyti beiðni minni um frestun. Boðaði eg })á ráðherrafund að morgni laugardags 29. nóvember, en ]>ar náðist ekki samkomulag um stuðning við frumvarpið. Af þessu leiddi að hin nýja kaupgreiðsluvísitala kom til framkvæmda um mánaðamót- in og ný verðbólgualda er þar með skollin yfir. Við Jretta er svo því að bæta, að í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein lirræði í þessuin málum, sein að mínu áliti geti stöðvað hina háskalegu verðbólguþróun, sem verðúr óviðráðanleg, ef ekki næst samkomulag um þær raunhæfu ráðstafanir, sem lýst var yfir að gera þyrfti þcgar efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt íyrir Alþingi á síðasta vori.“ TILLÖGUR FRAM- SÓKNARFLOKKSINS. Eins og kemur fram í þeirri greinargerð forsætisráðherra, sem birt er hér á undan, er or- sök stjórnarslitanna sú, að ekki náðist samkomulag um að koma í veg fyrir vísitöluhækkunina nú um mánaðamótin, en hún mun að óbreytum ástæðum hafa stór- fellda verðbólgu í för með sér og kippa grundvellinum undan rekstri atvinnuveganna. Fyrir nokkru síðan fluttu ráð- herrar Framsóknarfl. í ríkis- stjórninni tillögur, scm fólu í sér færa leið til þess að afstýra þess- ari hækkun, á þeim grundvelli, að kaupmáttur launa héldist óbreyttur frá því, sem var í okt. 1958 eða febrúar 1958, þegar hin IIERMANN JONASSON. svokallaða stöðvunarstefna var enn í giltfi- í þessum tillögum fólst m. a., að launþegar og bændur gæfu eftir noltkur vísi- tölustig. Þegar Framsóknar- flokkurinn fékk ekki þessar til- Iögur sínar samþykktar í ríkis- stjórninni, fór hann þess á leit, að vísitöluhækkuninni yrði frest að um einn mánuð, en þó þannig, að hún yrði borguð fyrir þennan tíma, ef samkomulag næðist ekki um annað. Frestun þessi var hyggð á því að ná samkomulagi um frambúðarlausn. Fyrir þessari frestun fékkst ekki nægur stuðningur í ríkis- stjórninni, nema hann yrði einn- ig samþykktur af þingi Alþýðu- sambandsins, en þar var honum hafnað og vísitöluhækkunin gekk því í gildi um nánaðamótin. (Framhald af 8. síðu.) Emil Jónsson endur- kjörinn Á nýloknu þingi Alþýðu- flokksins var Emil Jónsson kjörinn formaður flokksins, en Guðm. í. Guðmundsson vara- formaður, Gylfi Þ. Gísason rilari flokksins, báðir endur- kjörnir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.