Dagur - 06.12.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 06.12.1958, Blaðsíða 4
D AGUR Laugardaginn 6. desember 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstoía í Haínarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. JSSÍS4S3í«SS3«SSÍ$íS«$Síáí«í«S«^^ Fulltrúar þrjátíu þúsundanna NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN var mynduð á þeim grundvelli að leysa efnahagsmálin í nánu samstarfi við vinnustéttirnar í landinu. Til tryggingar réttlátri skiptingu þjóðarteknanna skyldu hagfræðingar reikna út, hvaða kaup at- vinnuvegirnir þyldu að greiða. í síðustu efna- hagsmálaaðgerðum stjórnarinnar, frá sl. vori, var miðað við 5% kauphækkun og hún lögfest. — Varað var við kauphækkunarkröfum, ef forðast ætti nýjar álögur. En andstæðingar ríkisstjórnar- innar sáu sér leik á borði og knúðu fram 10—15% kauphækkanir. í því sambandi ber aS minnast Sjálfstæðisflokksins, sem gerðist kaupkröfuflokk- ur, hin órólega deild Alþýðubandalagsins og íhaldssinnaðir kratar. Þegar þetta var fram komið óskaði Framsókn- arflokkurinn eftir aukaþingi Alþýðusambandsins, en var neitað. Þingið var svo haldið síðustu daga nóvembermánaðar, en 1. des. átti kaupgjaldsvísi- talan að hækka um 17 stig. Þetta þing felldi mála- leitun forsætisráðherra um frest til samninga, og lágu þó fyrir hagfræðilegar niðurstöður, sem sýndu, að með svipaðri framleiðslu þurftu lífs- kjör almennings ekki að versna, miðað við okt. í haust. Trúlegt mátti telja, að reynt yrði af öllum mætti og af öllum ábyrgum og sæmilega viti- bornum mönnum, að halda dauðahaldi í þau ágætu lífskjör. Afkoma ríkissjóðs er góð, og einn- ig Utflutningssjóðs, afkoma togaranna og frysti- húsanna ágæt og atvinnuástand betra út um land en nokkru sinni fyrr og fólksstraumur til höfuð- borgarinnar stöðvaður. Alhliða framkvæmdir í landinu hafa aldrei yerið meiri. Þegar þessar staðreyndir eru athugaðar og jafnframt það, að þjóðarbúið þoldi, — samkvæmt hagfræðilegum úrskurði, — kaupvísitöluna 185 þoldi að veita landsfólkinu sömu kjör og giltu í okt. sl„ þá er alveg furðulegt að Alþýðusam- bandsþing skyldi hafa þor til að kasta þeim frá sér. Það glapræði Alþýðusambandsþings, að veita ekki tveggja til þriggja vikna frest til algerrar stöðvunar verðbólgunnar og þykjast ekki einu sinni 'hafa umboð til þess, sem hvort tveggja stangast við heilbrigða skynsemi, er þegar búið að setja efnahagslífið úr skorðum. Ný verðbólgualda er skollin á og enn ein trappa stigin í verðbólgu- stiganum — þessum himnastiga braskaranna, — sem fyrr eða síðar missir jafnvægið og fellur nið- ur. Ef vinnandi stéttir í landinu töldu núverandi ríkisstjórn sér andstæða, var auðvitað full ástæða að hafna henni. Þessu er þó ekki þann veg farið. Stjórnin nýtur mjög mikils trausts allrar alþýðu, enda fyrsta.ríkisstjórn á íslandi, sem hef- ur náið samstarf við fjölmennustu vinnandi stéttir í landinu. — Alþýðusambandið samþykkti svo í þinglokin mjög skelegga traustsyfirlýsingu á rík- isstjórnina og óskaði eftir nánu samstarfi við hana og skoraði á hana að vera áfram við völd. Þessi samþykkt er dúsa, sem stungið er upp í fólk úti á landsbyggðinni og á að hylja þann verknað Alþýðusambandsþings, að loka færum leiðum. Það hefur vakið furðu um land allt, að fulltrúarnir, sem ekki töldu sig hafa umboð til að f jalla um 17 vísitölustigin voru ginntir til að fella ríkisstjórnina. Hver skyldi hafa gefið þeim um- boð til þess? Afsakið. Skökk saga. EG VAR að hlusta á sögu þá í leikritsbúningi, sem kölluð var „Afsakið, skakkt númer". Eftir að hafa hlustað á þetta útvarps- efni, get eg ekki orða bundist og vakna þá í huga mér þessar spurningar: Er verið að reyna að brjála svo siðgæðisvitund fólks- ins, að með tímanum skynji það ekki mismun góðs og ills? Af hverju er útvarpið að vinna, með þessu og öðru eins. Ekki var nú tíminn heldur óhentuglega val- inn. Ungir og gamlir lögðu á sig vöku til að hlusta á leikslokin, þennan óþverra. Eg segi óþverra, því að eg fann ekkert fagurt við þetta leikrit, né göfugt, ekkert siðbætandi og fráleitt menntandi. Var það þá skemmtilegt? Síður en svo. Eg tel það í flokki ljót- ustu æsibókmennta og óhæft út- varpsefni með öllu. í þetta skipti keyptu útvarps- hlustendur köttinn í sekknum fremur en oftast áður. Við hlust- endur ætlumst til mikils af ráða- mönnum útvarpsins og þess vegna eru okkur það sár von- brigði, þegar það flytur okkur svo ljótt og viðbjóðslegt efni að mannskemmandi er á að hlýða fyrir venjulegt, fullþroska fólk, hvað þá börn og unglinga. Það er þýðingarlaust að tala um léttúð og afbrotahneigð æsk- unnar, ef jafnframt er stuðlað að því að flytja henni jafn viður- styggilegt efni og hér greinir, og það í Ríkisútvarpinu. Það er vissulega hægt að leiða unglinga á glapstigu með sorpritum, léleg- um kvikmyndum og útvarpsefni á borð við „Afsakið, skakkt núm- erf". Það er staðreynd úr réttar- höldum, að einstakir atburðir úr sögum og kvikmyndum hafa sótt á huga óhappamanna og orðið þess valdandi, að ódæði voru framin. Hið sama hlýtur að gilda um útvarpsefni. Af þessari ástæðu mótmæli eg slíku út- varpsefni. Mér hefði fundizt viðeigandi, að Ríkisútvarpið hefði sagt að loknum flutningi þessa misheppn aða útvarpsefnis: Afsakið, skökk saga. — E. G. Ó. Hvers eiga bændur að gjalda? A SÍÐASTA ALÞINGI var flutt frumvarp til laga um breytingu á lögum um stofnun búnaðarmála- sjóðs, þess efnis, að hækka gjald- ið til sjóðsins um helming, eða í 1% af brúttóverði allra seldra búsafurða. Eg, sem þessar línur rita, von- aði, ásamt fjölda annarra bænda, að þessa frumvarpsómynd mundi daga að fullu uppi og ekki gera framar vart við sig. Því miður varð ekki sú raunin á, heldur er það nú komið á kreik að nýju og var til umræðu í neðri deild 20. nóvember. — Það má furðulegt teljast, að þing menn skuli leyfa sér að flytja að nýju svona frumvarp, án þess að leita álits sjálfra bændanna, sem þó eiga að bera allar fjárhags- byrðar, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Ekki er það síður furðulegt, að bændur skuli ekki eiga nema einn málsvara í neðri deild Al- þingis, Ingólf Jónsson, þegar á að beita þá jafn óumdeilanlegu ranglæti. Aðalflutningsmaður frumvarps- ins nú, Steingrímur Steinþórsson, telur að með því að vísa máli þessu til Búnaðarþings og Stétt- arsambands bænda, hafi því ver- ið vísað til bænda almennt. Þetta er hrein villa, því að á fundum þessum er svo lítill hluti bændanna, að í svona málum er ekki treystandi umsögn þeirra eða ályktunum, enda fulltrúar ekki að fullu sammála. Á það má benda, að á síðasta aðalfundi Bændafélags Eyfirð- inga voru samþykkt samhljóða harðorð mótmæli gegn þessu frumvarpi, og sézt á því, að ekki hefur Búnaðarþing mælt með samþykkt frumvarpsins að ósk eyfirzkra bænda. Eg tel það því hreint gerræði verði þessar eða aðrar svipaðar álögur lögbundn- ar án vilja meiri hluta bænda. — Þess vegna er þörf, áðurenlengra er haldið með málið á Alþingi, að senda það heim í sveitirnar til umsagnar og úrskurðar bænd- anna sjálfra, eins og réttilega hefur verið bent á. Þettamálerað vísu ekki alveg nýtt, því að fyrir nokkrum árum leitaði Páll Zóphoníasson eftir áliti bænda um sama efni. Þá töldu bændur sig búa við nægar álögur, þóit ekki væri á bætt, og fullvíst má telja, að svo sé enn um þorra bænda. Það mun því vera af ótta við að þeir séu enn sama sinnis, hvað þetta mál snertir, að með það er farið eins og raun ber vitni. Flutningsmenn kenna að- gerðum Alþingis, hve þröngt sé orðið um starfsemi B. F. í., ef það er rétthermt, verður að álítast, að ríkissjóður leggi til hús svo sem með þarf. Eg er þess fullviss, að bændur í útsveitum Norðurlands og á Norð-Austurlandi hafa á næstu árum nóg með aurana sína að gera og þola ekki svona fjár- kúgun. Vegna óvenjulegra harðinda á síðasta vori og lélegrar afkomu sumarsins, mun þeim meiri þörf á verulegum stuðningi, en nýjum álögum. Að endingu vil eg svo skora á bændur, að taka höndum saman um að kveða niður allar árásir eins og þá, sem í nefndu frum- varpi felst, og það svo rækilega, að sömu þingmenn hiki við að beita slíkum bolabrögðum öðru sinni. Selá 24. nóvember 1958. Friðrik Þorsteinsson. ATH. Ekki vill blaðið gera orð Friðrik að sínum, þótt það ljái þeim rúm. — Ritstj. r F. I. opnar skrifstofu í Glasgow Flugfélag fslands hefur nú formlega opnað skrifstofu í Glas- gow. Þegar F. í. keypti Viscountvél- arnar fyrir hálfu öðru ári, var byrjað að fljúga um Renfrew- flugvöll, sem er við Glasgow, en áður hafði verið notazt við völl- inn í Prestwick, eins og kunnugt er. Var það gert með það í huga, að hægt væri að fá farþega milli Glasgow og Kaupmannahafnar. Þetta hefur líka borið þann ár- angur, að gera má ráð fyrir, að farþegafjöldinn milli þessarra borga á þessu ári verði um 2000. F. í. hafði samkvæmi fyrir ferðaskrifstofumenn þegar skrif- stofan var opnuð og var þess m. a. minnzt, að nú eru 13 ár síðan fyrst var flogið til Skotlands á vegum félagsins. Forstöðumaður skrifstofunnar í Glasgow er Einar Helgason, sem starfað hefur á vegum fé- lagsins í borginni undanfarið hálft annað ár. ÞÁNKÁR OG ÞÝOiNGÁR Verðbólgan. Krónan endist miklu lengur nú en áður fyrr. Það getur jafnvel tekið mánuði að finna eitthvað, sem kostar svo Htið. Ritdómur. Lítil telpa sagði um bók nokkra: Þessi bók segir meira um fugla en mig langar til að vita. —-------o--------- Eina leið hins auðuga til langra lífdaga og góðrar heilsu er sú, að lifa ætíð eins og hann væri fá- tækur. Þegnar geta fengið ríkisstjórn sína til þess að gera svo að segja hvað sem er — nema minnka út- gjöldin. Ef þú ert nokkurn veginn viss um, að stúlkan sé fær um að vera unnusta, þjónustustúlka, hlustandi, kokkur og hjúkrunarkona, þá skaltu bara kvæn- ast henni. Hið dularfulla íhugunarefni kvænta mannsins: Hvað gerir sá ókvænti eiginlega með peningana sína? Við erum flest svo víðsýn, að við sjáum ætíð báðar hliðar málsins, bæði röngu hliðina og okkar eigin. Dæmalaust var það heppilegt, að Móses skyldi ekki þurfa að bera boðorðin tíu undir fund utan- ríkisráðherra. Það er það versta við hið gullna tækiíséri, að það kemur venjuiega til okkar í duJarklæðum erfiðrar Undarlegt, að menn skuli vera að skrökva hvor um annan. Er ekki nóg að gert að segja bara sann- leikann? Lítill drengur þekkir ekki tímatalið „á milli máltíða". MANNSÆVIN: Skólatafla, asperíntafla, stein- tafla. Stórkostlegt dæmi um sjálfsálit: Faðir, sem reynir í 20 ár að gera son sinn sem líkastan sjálf- um sér. ---------o--------- Ef auðurinn er ekki þjónn þinn, þá verður hann húsbóndi þinn. ---------o--------- Maður, sem ekki getur borgað, fær annan mann, sem ekkert getur borgað, til þess að ábyrgjast greiðsluna. — Dickens. Enginn er svo lélegur, að ríkið geti ekki stofnað handa honum embætti. Sum dýr geta skilið en ekki talað; — því er öf- ugt farið með mennina. Menningin kemur hægt og hægt; hún er í því fólgin að taka smám samah til framkvæmda hug- myndir minnihlutans. En hve þeir eru margir, sem halda sig eiga mikla lífsreynslu vegna þess eins, að þeir eru orðnir gamlir. — Stanislaus.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.